Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 2
2 SiÐA —• ÞJÖÐVILJINN Miövikudágur 18^ febrúar 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Rætt við Hilmar Hauksson, 6 ára: Veistu að maður titrar þegar maður giftir sig? Gctum við fariðaftur upp i turninn, pabbi? Ég sagði ömmu að ég ætlaöi að vinka henni, en svo gleymdi ég þvi. „Rán” nýr veitingastaður „i brúnni” eigendurnir Rut Ragnarsdóttir og ómar Hallsson. — Ljósm. Kristján. Margir kannast eflaust við veitingahúsið Skrinuna á Skóla- vörðustig. Nú hefur þessi staður skipt um eigendur, hann hefur verið gerður upp og kallaður „Rán”. Óhætt er að fullyrða að „Rán” er með glæsilegri veit- ingastöðum I borginni. Þar inni minnir flest á skip, innréttingar allar og skreytingar hinar smekklegustu. En það sem meira máli skiptir, maturinn er afbragð, og á hóflegu verði, vinveitingar eru að sjálfsögðu á staðnum. Eig- endureruÓmarHallssonog Rut Ragnarsdóttir. Sagði Ómar að hann hefði ráðið til sin franskan matsvein sem annast mun matseidina. ilok febrúar verður sérstök frönsk vika i ,,Rán”, siöar er fyrirhugað að hafa italska viku og enn siðar kin- verska. Leikið er á orgel fyrir gesti i hádeginu, kaffinu og að sjálf- sögðu á kvöldin. Ómar sagðist leggja höfuð-áherslu á að veita eins góða þjónustu og frekast er hægt og að verðinu væri stillt i hóf, þannig að hinn almenni borgari geti veitt sér þá ánægju að fara út að borða án þess að þurfa að hugsa sig um tvisvar. — S.dór. Nýr gjaldmiðill Þingeyinga Nýlega sagði blaðið DAGUR á Akureyri frá Þingeyingi nokkr- um sem borgaði fyrir snjósleða sem hann var að festa sér meö 52 flöskum af landa. Og nyjustu fréttir úr þeirri átt herma, að bóndi nokkur þar nyrðra hafi keypt hey og greitt fyrir með landa! Mas. bilstjórinn sem ók heyinu heim til þessa þingeyska bónda fékk greitt með sama gjaldmiöli. Samkvæmt Degi hafa bingeyingar þarna loks fundið gjaldmiðil sem þeir þekkjaogtreysta. Hilmar Hauksson heitir litill snáði, sem blm. tók tali fyrir stuttu og fer samtalið hér á eftir. — Hvað heitirðu? — Hilmar Hauksson og er 6 ára. — I hvaða skóla ertu? — Alftamýrarskóla. — Finnst þér gaman i skólan- um og hvernig myndirðu vilja hafa skólann ef þú mættir ráða? — Mér finnst stundum gaman i skólanum svona þegar við fá- um að fara i leiki og sýndar eru biómyndir og lika i friminútun- um. Ef ég mætti ráða hvernig ég myndi vilja hafa skólann myndi ég vilja hafa konu sem kennara og helst hafa kabbojleik allan daginn þá væri sko gaman og að kennarinn væri með en ekki stelpurnar þvi þær eru sko alltaf grenjandi og svo kunna þær ekkert að leika sér i kabbojleik og svo vilja þær aldrei vera dauðar i'þykjustunni,segja bara að þetta hafi ekki verið að marka þegar maður skaut þær. — Nehau, ég er sko ekki skot- inn i neinni stelpu,svaraði hann þegar blm. spurði hann um það. — En ætlarðu að gifta þig? — Já kannski. Jú annars, það verður einhver að laga til. Hún á að vera með svart hár, stór og mjd, hún á lika að vera brún i framan en hún á að vera is- lensk. Veistu að ég ætla að hafa allt i gulli og silfri inni hjá mér Veistu að guð er meö svo stóra vöðva að hann getur lyft hnett- inum með litlaputta. — Ljósm —eik. og svo ætla ég að hafa stór kassettutæki i stofunni eins og pabbi. Ég ætla að eiga hund eða kött. — Ætlarðu að eiga börn? — Ég ætla að eiga 3 börn kannski — annars veit ég ekki. Veistu að maður titrar þegar maður er að fara að gifta sig. — Hvers vegna? — Bara, maður verður svo hræddur, kannski er konan svo frek. — Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin eldri? — Ég veit það ekki, kannski lögga. — Hvers vegna? — Þá getur maður keyrt svo hart. Nei annars ég held að ég myndi frekar vilja vera svona maður sem sýnir myndir i bió þvi þá get ég Séð allar mynd- imar ókeypis eða þá myndi ég vilja vera dýralæknir svo ég geti læknað öll dýrin. — Hvert myndirðu vilja flytja? — Upp i Hallgrimskirkjuturn. — Af hverju Hallgrimskirkju- turn? — Þvi þá get ég séð allt Island og þyrfti aldrei að fara i strætó þvi þá ætti ég heima svo rétt hjá bænum. Veistu að það fór einu sinni strákur upp i Hallgrims- kirkjuturn og hann sá allt Island og meira að segja pinu út i lönd. — Hvernig finnst þér að hafa konu fyrir forseta? — Dálitið asnalegt. — Hvers vegna? — Bara. — Attu einhverja vinkonu? — Já fullt. Það er stelpa uppi á lofti, veistu hvað hún gerir. Hún segir bara við mömmu sina að hún ætli i bió og þá fær hún pening og fer bara. Og stundum þá segir hún manni að koma inn i herbergi til sin og svo fer hún bara að taka til. Það er alveg ferlega leiðinlegt. En stundum er hún æðislega skemmtileg. — Hvaða dýr myndirðu vilja vera? — Api. Veistu að Tarzan er api og hann hleypur alveg ferlega hratt, og veistu af hverju hann er svona þungur, hann er með svo mikla vöðva. Ég myndi lika vilja vera guð. Hann ermeð svo stóra vöðva. Veistu að hann get- ur lyft hnettinum með litlaputta og hann deyr aldrei. Hann getur orðið milljón ára. Veistu að einhvern timann deyj- um við öll svo aðrir komist fyrir á jörðinni. Mig langar i girahjól svo ég geti spýtt fram úr hinum strák- unum, ég á bara litið hjól, það fer svo hægt... h.h. Það er áreiðanlega ólýðræðis- legt að vera maöur sjálfur. Flestir aðrir vilja að þú sért eitthvaðannað. SKIÐADELLAN — Úr dagbók Gunnu Jóns — II Ég veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður! ----—-------— — o :co .0o°. o° o o0 o °0 • O 04 u o o -°o oO o O , o o ° o , O O ■"O O 0 - - O °» 0 o °o o° °o '0O'*o't°o o O0o ,ií£'° ° ° °o°, ° o °0 ° o 0 0 °o Oo ■ o 0 w 0 _ o O Dásamlegt að losna úr þessu daglega stressi... Þaö eru hætturnar sem heilla við skiðaiþróttina. Við vorum dálitið óheppin með veður þarna uppi... (Teikningar Markúsar i „Stern”) C Q O Ph

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.