Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
Sextugur í gœr:
Þórarinn Magnússon, kennari
og fyrrverandi bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins i Vestmanna-
eyjum er sextugur i dag, þann
17. febrúar.
I tilefni afmælisins ræddu þeir
Lýður Brynjðlfsson og Sveinn
Tómasson i Vestmannaeyjum
við Þórarin, og fer viðtalið hér
á eftir.
Frá Þjóðviljanum fylgja
heillaóskir til Þórarins og
þakkir fyrir störf hans að okkar
baráttumáium.
vinnan var þá 10 timar, frá kl. 8
til 19, þ.e. til kvöldmatar, og
laugardagar þá að sjálfsögöu
meðtaldir, já 60 stundir i viku á
dagvinnukaupi. Nú er vinnu-
vikan mest 40 stundir i dag-
vinnu, og segi menn svo að bar-
átta verkalýösins hafi verið háð
og sé háð til einskis, eins og at-
vinnurekendaaflið reynir að
koma inn hjá fólki. Nei, verka-
lýðsbaráttan er ekki til einskis
og hefur aldrei verið. Ungt fólk i
dag á mikið aö þakka, og það
veturinn i Vélsmiðjunni Bjargi i
Reykjavfk.”
„En hvenær giftir þú þig og
hvar náðirðu i konuna?”
,,Já, þar komstu nú að stóra
happadrættinum minum. Ég
keypti ásamt frænda minum
einum trillubát hér i Eyjum og
fór með trilluna austur á
Bakkafjörð til að afla fiskjar.
Þá réðum við okkur beitu-'
stúlku til að beita fyrir okkur
linuna, en sá guli var nú frekar
tregur til að bita á, svo ég fékk
Þórarinn Magnússon
Vestmannaeyjum
Við settumst aö kaffidrykkju
hjá þeim heiðurshjónum Þór-
arni og Gunnlaugu og sögöumst
vilja eiga blaðaviðtal fyrir
Þjóðvilljann viö húsbóndann i
tilefni af sextugsafmæli hans,
en Þörarinn var tregur til:
,,Að eiga viðtal við mig fyrir
Þjóðviljann, — þvilik vitleysa.
Ég er meðal þeirra allra al-
gengustu meðlamanna, sem
fyrirfinnast, svo það er illa farið
með siður Þjóðviljans að teppa
þær undir málskrúð um mig,
enda hefði ég fleira um flest
annað að segja. Mætti ég ekki
bara visa til Kennaratalsins eða
tslenskra samtiðarmanna?”
,,En heldurðu að þú segir
okkur nú samt ckki eitthvað um
ætt þina og uppruna?”
„Jú, það get ég svosem gert.
Ég er fæddur 17. febrúar 1921,
að Neðradal i Mýrdal i V -
Skaftafellssýslu. Móðir min er
Jónina Sigriður Gisladóttir frá
Ketilsstöðum, Þórarinssonar i
Þykkvabæ i Landbroti. Móðir
hannar var Guðrún Jónsdóttir,
Loftssonar i Hjörleifshöfða.
Ég er fæddur utan hjónabands
og er alinn upp af móður minni.
Aldrei leiö ég skort f uppéldinu,
en auðvelt var var það ekki fyrir
stúlku i þá daga að sjá fyrir sér
og barni, einkum ef þess er gætt
að hún er úr mjaðmarlið frá
þriggja ára aldri og gekk þvi
ekki heil til erfiðisvinnu, sem
hún þó oftast varð að stunda.
Faðir minn er Magnús Ingi-
bergur Þórðarson frá Neðridal,
fæddur að Sléttabóii á Bruna-
sandi, en afi minn Þórður var
Magnússon og ættaður úr
Arnessýslu. Móöir Magnúsar,
föðuramma min, var Eygerður
Magnusdóttir frá Sléttabóli á
Brundasandi. Ég er semsé all -
skaftfellskur að ætt.”
„Átt þú ekki eitthvað af minn-
ingum fra æskuárunum?”
„Jú, mikil ósköp, þær væru
nógar i heila bók eða bækur, en
ég treýsti mér hreint ekki að
koma neinni þeirra á framfæri,
svo vel sé, i svona stuttu spjalli,
enda skil ég ekki að nokkur
maður nennti að lesa þær, þótt
mér sjálfum séu þær margar
mikils virði.”
„Hvenær fíuttíst þú tíf Eyja?''
„Til Eyja fluttist heimili mitt,
þegar ég var tiu ára gamall-, var
þá búinn að vera hérna tvisvar
áður i nokkrar vikur. Og hér hef
ég svo átt heima æ siðan, að
slepptum Kennaraskólaárunum
og svo 8 árum, sem ég var
skólastjóri i Reykholti i
Biskupstungum.”
„Þú byrjaðir snemma að gefa
þig að verkalýösmálum og
stjornmálum?”
„Já, það má nú segja það. Ég
fór snemma að reyna að vinna
fyrir mér eftir getu. Fyrst var
ég i sveit á sumrin sem mat-
vinnungur, siöan fyrir nokkurt
kaup, sem hækkaöieftirþvi sem
ég eltist. NU, mig langaði til að
læra eitthvaö meira en skyldu-
námið, sem lauk við fermingu,
og fór ég þrjá vetur hér i iðn-
skólann, en hann var þá kvöld-
skóli og hét Kvöldskóli iðnaðar-
manna, svo aö ég gat unnið fulla
dagvinnu meö honum. Dag-
verður að halda vöku sinni, ef
það vill ekki missa aftur það,
sem áunnist hefur, þvi auga at-
vinnurekendaihaldsins er eins
og auga ránfuglsins, ávallt vak-
andi yfir að hremma hverja þá
bráð, sem von er i.
Þetta lögmál kenndi mér lifið
i æsku. Ég sá það ljóslega að
einn maður gat ekki átt tugi
ibúöarhUsa, marga mótorbáta,
fleiri verslanir og stór fiskihús
með verbúðum fyrir eigin vinnu
eða dugnað. Hér hlutu að vera
auðæfi, sem fjöldi vinnandi
handa ‘heföi skapað. Dugnaður
atvinnurekandans lá eingöngu i
þvi að sölsa undir sig arðinn af
striti alþýðunnar. Þetta sam-
rýmdist ekki minni réttlætis-
kennd og gerir ekki enn. Það er
verkalýðurinn til lands og sjós
sem skapar þennan auð og er
siðferðislega séð eigandi hans.
Atvinnurekendur ráðskast þvi
með annarra féaðminum dómi.
Þaö hefur aldrei dulist að Sjálf-
stæðisflokkurinn er hagsmuna-
flokkur eða stjórntæki atvinnu-
rekenda og kaupmanna, bar-
áttutæki frjáls einstaklings-
framlags til að hirða arðinn af
vinnu alþýðunnar. Þessvegna
leiddi það svona af sjálfu sér að
ég skipaöi mér i raðir þeirra i
verkalýðshreyfingunni, sem
skeleggast börðust gegn heims-
auðvaldinu og þá auðvitað fyrst
og fremst á heimavigstöðv-
unum. Ég var t.d. 14 ára gamall
þegar ég gekk i FÚK, og þá las
ég öll marxistisk sem til voru á
islensku.
Ég get ekki sleppt þessum
hugleiðingum án þess að minn-
ast með þakklæti margra þeirra
greindu og góðu drengja sem ég
var svo gæfusamur að starfa
mikið með, og nú eru horfnir af
sjónarsviðinu, svo sem tsleifs
Högnasonar, Jóns Rafnssonar,
Haraldar Bjarnasonar, Bergs
i Hjálmholti, Jóns i Húsavik,
Jóns Hafliðasonar og fjölda
margra annarra, sem of langt
væri að telja, en ég vona að is-
lensk þjóö eigi eftir að eignast
sem flesta slika i framtiðinni.
Af orðum minum um ihald og
atvinnurekendur skyldi nú eng-
inn maður halda að ég teldi þá
tóma ræningja og bófa; þvnfer
viðs íjarri. Margt þessara
manna eru sómamenn og ágætir
kunningjar minir að auki, en
þeir bara lifa samkvæmt sinni
lifsskoðun þótt hún sé gerólik
minni. En eins og ég vil hafa
rétt til að hafa og túlka mina
skoðun þá hlýt ég lika aö virða
rétt þeirra til að halda sinni
skoðun, jafnvel þótt mér finnist
hún herfilega rotin.”
„Hvaða störf stundaðir þú
áður en þú fórst að kenna?”
„Ég stundaði sveitastörf á
sumrin fram á 16 ára aldur,
fiskiri á trillu austur á Bakka-
firði tvö næstusumur, á vetrum
vann ég i fiski á Tanganum,
stundaði eyrina meira að segja
einn vetur, vann beykisstörf
(tunnusmiði) hjá Haraldi Lofts-
syni beyki, o.fl. til 19 ára ald-
urs,en eftir þaö var ég á sjónum
allt árið, fyrst sem háseti en
siðan sem vélstjóri til 23ja ára
aldurs, nema hvað ég vann um
þá bara beitustúlkuna, hana
Gunnlaugu Einarsdóttur frá
Bakka, f staöinn, og það var
besti hlutur sem ég hef fengið i
nokkru úthaldi, og hafði ég það
þó oft bara ágætt.
Hún er min hægri hönd, eins
og þú sérö, og hefur alltaf verið
það s.l. 38 árin. Við giftum
okkur semsé á gamlársdag
1942.”
„En hvernig stóð á að þú hófst
kennaranám og hvenær laukst
þú kennaraprófi?”
„Orsökin til þess að ég fór i
Kennaraskólann var nú sú, að
vorið 1944 ætlaði ég nokkra túra
sem mótoristi á dragnótabát
hér i Eyjum,- ætlaði siðan aftur
suður i Bjarg. Þar vær ætlunin
að vinna sér þar inn smiðjutima
fyrir vélsmiðaréttindi og fara
svo i Vélstjóraskólann og ná i
stærstu vélst jóraréttindi. En oft
fer öðruvisi en ætlað er, ég fór
þarna i dragnótaspiliö og losaði
mig við hægri handlegginn i öxl,
eins og á sér, og hrein tilviljun
að ég skaut mér ekki inn i eilifð-
ina. Þá var fullljóst að vél-
smiðju- og vélstjóraferill minn
væri á enda og að eitthvað ann-
að yröi að taka til bragðs. Ég
held að mamma hafi fyrst vakið
máls á þvi, hvort ég myndi ekki
bara drifa mig i Kennaraskól-
ann, en einhvern veginn held ég
að minnsta kosti að önnur störf
hafi aldrei hvarflað að mér. Og
vorið eftir fékk ég að þreyta
próf með 1. bekk i K.t. og lauk
svo kennaraprófi upp úr 4. bekk
1948”.
„En börnin ykkar þrjú, þíð
hafið ekki verið búin að eignast
þau þegar þú varst i Kennara-
skólanum?”
„Nei, nei, Ólöf er fædd 1951,
Sigurður ’53 og Ásmundur ekki
fyrr en ’59.”
„Viltu ekki segja okkur eitt-
hvað af kennslustörfum þinum
hér og i Biskupstungum?”
„Frá nærri 33ja ára kennara-
starfi er svo margs að minnast,
að ég held að ég hætti mér ekki
út á þá braut að byrja á sliku.
Ég vil þó benda á það að kjara-
barátta kennara, sem oft hefur
verið hörð, hefur ekki siður
borið árangur en barátta ann-
arra starfshópa. Þegar ég byrj-
aði að kenna var kennslu-
skyldan 36 stundir laugardagur
kenndur jafnt og aörir dagar,
byrjunarlaun kennara lægri en
lægstu verkamannalaunin og þá
var maður i 12 ára aö vinna sig
upp i hámarkslaun. Kennslu-
tæki voru ekki önnur en taflan,
kritin og nokkurt kortasafn,
bæði landakort og dýra- og
jurtamyndir. Ég man a.m.k.
ekki eftir öðru. NiLbörnin sjálf,
ég held þau séu ósköp lik þvi
sem þau voru. Þau eru yfirleitt
besta fólk séu þau metin að
verðleikum; býst við að þau séu
nokkuð eins og að þeim er búið,
likt og annað fólk.
I Biskupstungurnar fór ég af
þvi að mig langaöi að prófa eitt-
hvað nýtt, en ég losnaði aldrei
við Eyjabakteriuna úr blóðinu
og langaði alltaf aftur heim til
Eyja. Það lét ég svo eftir mér
haustið fyrir gos, þ.e. 1972.”
„Hvað varð svo um þig I gos-
inu?"
„Þá fór ég sem einskonar úti-
bússtjóri Barnaskóla Vest-
mannaeyja i Hveragerði, en þar
voru rétt um 100 Vestmanna-
eyjabörn, sem bjuggu i ölfus-
borgum og Hverageröi, en
hreppsyfirvöld i Hveragerði út-
veguðu okkur þar afbragös að-
stöðu, svo mér þykir alltaf vænt
um Hvergeröinga siðan.”
„Þá hefur þú liklega margs að
minnast frá bæjarstjórnarstörf-
um þinum etir gosið.”
„Já, þetta var stórbrotið og
eftirminnilegt timabil, þegar
verið var að grafa bæinn upp úr
öskunni og endurbyggja hann,
svo að íbúunum væri kleift að
koma aftur til sins heima.
Annars hafði ég aldrei áður
gefið mér tima til að vasast i
bæjarstjórnarmálum. t þetta
sinn voru bara svo fáir úr rauða
varðliðinu komnir heim og
varla búnir að ná saman, svo ég
sá mig eiginlega tilneyddan að
fara i 3. sæti á framboðslistann.
Garðar Sigurðsson sem var i 1.
sæti tók svo sæti á Alþæingi, svo
ég tók hans sæti i bæjarstjórn-
irrni. Um næstu kosningar á
eftir, þ.e. ’78, var nóg komið af
ágætis mönnum og flokksstarf i
fullan gang, svo ég gat með
góðri samvisku dregið mig til
baka.”
„Hvað viltu segja okkur um
áhugamál þin og tómstunda-
störf?”
„Tómstundastörf hef ég átt
mörg um dagana, og nógur
er áhugi fyrir þeim öllum enn,
þótt brauðstritið sé að mestu
búið að gleypa þau öll. Skal þá
fyrst telja það elsta, en þaö er
myndlist. Ég gerði töluvert af
þvi að mála og teikna á yngri
árum og notaði þá bæði vatns-
liti, oli'u og túsk. Einnig er ég
áhugamaður um ylrækt og
garöyrkju. Ein af minum
meginhugsjónum er Esperantó-
hreyfingin, og tel ég hana hafa
auðgaö mig töluvert að þekk-
ingu og þroska. Þótt ég hafi við
ýmislegt fleira föndrað, þá lik-
lega vegur nú þetta þrennt
þyngst.”
„Jæja, þetta fcr nú að verða
allþokkalegt spjall og við þökk-
um bara kærlega fyrir.”
„Já, það er áreiðanlega orðið
meira en nógu langt og ég þakka
fyrir óveröskuldaða virðingu.”
Lýður og Sveinn.
Og enn er það aðalritstjórinn
minn.
Það þurfti sem sé hann til að
minna mig, næstum algleyminn
manninn, á afmælisdag vinar
mins Þórarins, þótt það hefði
auðvitað fremur átt að vera
öfugt.
Honum séþökk,hann veit allt.
Það ætti að vera auðvelt að
skrifa um næstum hvað sem er,
en sérstakur vandi fólginn i þvi
að skrifa um vini sina. Einfald-
lega vegna þess, að maður er
vinur manns af ástæðum, sem
eru svo persónulegar og af þvi
tagi, að hvort tveggja er, að þær
verða ógjarnan bornar á torg,
auk þess sem þær koma öðrum
svo sem ekkert við.
Mýrdalurinn og nágrenni
hans er fegurst perla i öllu
sköpunarverkinu. Þar hefur
eldur skapað og Is formað ein-
stakt listaverk.
Þvi fer sem kunnugt er viðs
fjarri að sjómenn njóti for-
réttinda i þessu þjóðfélagi, en
eitt er það, sem þeir geta
umfram aðra: skoðað landið sitt
af sjó, séð það frá allt öðru
sjónarhorni en aðrir. Ég hef átt
þess kost sumar eftir sumar að
virða fyrir mér þá stórkostlegu
mynd sem við blasir af sjónum
undan Mýrdalnum, sjór, strönd,
sveit og jökull, allt i fullkomnu
jafnvægi en sibreytilegt eftir þvi
sem sólin breytir stöðu skugg-
anna i myndinni með eilifri
sigöngu eftir sinni braut.
Ef það er rétt að maðurinn
mótist jafnvel af náttúrulegu
umhverfi sinu, hefur Þórarinn
Magnússon byrjað vel sitt ævi-
skeið.
Hann fæddist i Mýrdalnum.
En það er fyrst og fremst
umhverfi sem mótar hinn
fullþroska mann, sem siðan
meö störfum sinum leitast við
aö breyta þvi umhverfi i
samræmi við hugmyndir sinar
og hugsjónir. Þetta gerist i
sifellu og þar hefur einmitt Þór-
arinn lagt sitt lóð á vogar-
skálina.
Þórarinn hverfur strax sem
unglingur til Vestmannaeyja,
þar sem hann hefur, aö mestu
leyti, unnið sitt ævistarf.
Hann kemur þangað fyrir
strið og kynnist harðri baráttu
verkalýðsfélaga og aðhyllist
sósialisma, sem er honum
eðlislægur, og gengur til starfa
með þeirri hreyfingu og þaðan
hefur hann hvergi og i engu
haggast allar götur siðan.
Þórarinn gengur þar i
iðnskóla og hyggst velja sér
ævistarf samkvæmt þvi og tek-
ur þar þátt i atvinnulifinu i
þessu vinnusama samfélagi,
sem ævinlega hefur verið i hvað
beinustu sambandi við undir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar,
og jafnan lagt fram hvað
drýgstan hlut i þjóðarbúið.
En margt fer öðruvisi en
ætlað er. Tilviljanir ráða oft
ótrúiega miklu um lifshlaup
hvers einstaklings.
Þórarinn stundar sjó, hættu-
legasta vinnu i þessu landi, og
kemur að landi einn daginn,
eftir að tannhjól snurvoðaspils-
ins hafa hirt af honum hægri
handlegg upp fyrir öxl.
Það lýsir kannski manninum
nokkuð, að eftir það landstim,
gekk Þórarinn óstuddur i land.
En þá þurfti að taka aðra
stefnu. Þórarinn fer i Kennara-
skólann og upp frá þvi hefur
hann leitt börnin i Eyjum fyrstu
skrefin frá bernsku til
manndómsára.
1 lifi sinu og starfi i
Vestmannaeyjum hefur svo
ágætur maður sem Þórarinn,
ekki komist undan þvi að verða
valinn til forystu á ýmsum
sviðum i þvi fjölbreytilega og
lifandi bæjarfélagi sem
Eyjarnar eru, og það lætur að
likum, að það hefur fyrst og
fremst verið þar sem áhuginn er
mestur.
Sem unnandi lands og náttúru
var hann i fararbroddi Ferða-
félags i Eyjum, félagsskap
fatlaðra, og hann var einn
þeirra sem beittu sér hvað mest
fyrir rramgangi alþjóðamáls-
ins. Esperanto. Ekki þarf að
lýsa þvi i þessu blaði, hverjar
hugsjónir lágu þar að baki. Þór-
arinn leitaði sér meira að segja
sérstakrar menntunar til að
kenna málið öðrum.
í félagsskap sósialista hefur
Þórarinn ætið verið i fremstu
röð, og tekið mikinn og virkan
þátt i ýmsum málaflokkum og
störfum á vegum þeirra sam-
taka.
Þórarinn sat i bæjarstórn
Vestmannaeyja og unnum við
þar saman og óþarft að tiunda
það hér hversu samstarfi okkar
og vinnu hans þar var háttað,
þar reyndist hann traustur sem
annarsstaðar.
Hér er ómögulegt að tiunda
mikið frekar það, sem yrði til
þess að skýra til fulls mynd
drengskaparmannsins Þór-
arins, en eitt vil ég þó nefna,
kannski svona af handahófi.
Ahugamál hans spanna yfir
vitt svið, en sem rauður þráður
gengur þó i gegn um þau öll andi
félagshyggju, samhjálpar,
alþjóðahyggju og hugur
stuðnings á öllum sviðum.
Þórarinn kom sér upp dálitlu
gróöurhúsi og kom þar til lifs
Framhald á 17. siöu.