Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 19
Miövikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
tfra
lesendum
Heillaráð til
orkusparnaðar-
nefndar:
Lækkið
tolla af
bréf-
bleyjum
Þá skulum við
spara
rafmagnið!
1 nýliðinni orkusparnaðarviku
var mikil áhersla lögð á það
hvað þvottavélar, þeytivindur
og þurrkarar eyða miklu raf-
magni og fólk hvatt til þess að
nota þessi tæki i hófi. Þaö er
hins vegar tómt mál að tala um
það við okkur sem erum með
ungabörn þar sem lágmarkið er
ein þvottavél á daga fyrir utan
allan annan þvott.
Hins vegarlangar mig til þess
að benda orkusparnaðarnefnd á
annað ráð sem kemur út á eitt
og það er að gera tillögu um að
rikið felli niður öll gjöld á bréf-
bleyjum, þ.e. söluskattinn og
3% vörugjald sem á þeim er. Af
þvi yrði margfaldur orkúsparn-
aður fyrir nú utan allan vinnu-
sparnaðinn fyrir okkur unga-
mömmur! Bréfbleyjur eru svo
dýrar að maður veigrar sér við
að nota þær nema þegar sér-
staklega stendur á og margir
hafa engan veginn efni á þvi.
Hver pakki með 30 bleyjum
kostar milli 50 og 60 krónur eða
tæpar 200 gamlar krónur stykk-
ið! Þá upphæð mætti lækka
mikið ef vilji er til orkusparnað-
ar hjá rikinu.
— Jóka.
Barnahornid
Sláðu
á bókina
I þessum leik þarft þú
að nota undirskál með
vatni og bók. Fyrst sendir
þú nokkra fram. Svo kall-
ar þú á þann f yrsta, hann
á að slá kröftuglega á
bókina. Síðan bindur þú
fyrir augun á honum og
setur undirskálina með
vatninu i staðinn fyrir
bókina og lætur hann slá
aftur. Svo kallar þú á
þann næsta.
Þessar myndir virðast í
fljótu bragði alveg eins,
en við nánari athugun
kemur liklega annað í
Ijós. Fimmatriði vantar á
neðri myndina.
Spakmæli
Betri er lakkrísborði í
vasanum en konfektkassi
uppi í háu tré.
X
Sjaldan þvær gömul
kona gólf i einum rykk.
X
Sá sem gleymir að gefa
hamstrinum ætti ekki að
taka að sér stjórn skóla-
félagsins.
,,Leyfiö ánni að lifa” hefur veriö málaö á steinana þar sem
mótmælendur sitja samanhlekkjaöir. Fimm samar hafa nú svelt
sig svo lengi, aö þeim er vart hugað lif.
Menning sama
Samar hafa verið allmikið i
sviðsljósi fréttanna aö undan-
förnu vegna hetjulegrar
baráttu þeirra og fleiri gegn
virkjuninni við Alta i Noregi.
I kvöld fjallar Hjörtur
Pálsson dagskrárstjóri um
mál þeirra og menningu i sér-
stakri dagskrá sem hann nefn-
ir ,,Ein af þjóðum norður-
hjarans”. Hjörtur ræðir viö
•Útvarp
kl. 22.40
Aðalstein Daviðsson og
Harald Ólafsson, en Einar
Bragi, Anna Einarsdóttir og
Hlin Torfadóttir lesa úr sama-
bókmenntum, sögum og
ljóðum, i þýöingu Einars.
Eftir
vinsælasta
barnabóka-
höfundinn
Liklega er ekki ofmælt að
ætla að Astrid Lindgren höf-
undur sögunnar sem byrjað
verður að lesa i Morgunstund
barnanna i dag sé einn vinsæl-
asti núlifandi barnabókahöf-
undur i heimi og fáir sem ekki
kannast við Linu langsokk
hennar eða Emil i Kattholti.
Það er „Lisa i Ólátagarði”
sem Guðriður Lillý Guð-
björnsdóttir les í þýðingu Ei-
riks Sigurðssonar.
Astrid Lindgren — uppáhald
barna i öllum heimsálfum
1
Útvarp
kl. 9.05
Spjallað við
-Margréti
drottningu
\ Sjónvarp
Ttf W. 22.00
t tilefni af opinberri heim-
sókn forseta tslands til Dan-
merkur sýnir sjónvarpið i
kvöld viðtal við Margréti
Danadrottningu. Þar segir
hún frá bernsku sinni, hjóna-
bandi og ýmsu fleiru. Danska
sjónvarpið tók myndina þegar
hún varð fertug i fyrravor.
Deilurnar hj aðna
Sjónvarp
kl. 21.05
Sjöundi og síöasti þáttur
Vændisborgar er á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld. Þaö eru
sögulok.
Byrjað er að flytja illa
haldin börn til Englands. Of-
stækismenn reyna að koma i
veg fyrir þetta og kemur til
átaka aC þvi tilefni. Heldur fer
að rofa til fyrir verkamenn.
Sættir nást i vinnudeilunum og
vinnan hefst aftur. Samt er
ekki vinna handa öllum
þ.e.a.s. verkfallsmenn eru úti-
lokaðir frá allri vinnu. Þar
með eru þessir stórgóðu þættir
á enda en ekki er sama hægt
að segja um alls kyns óeirðir á
írlandi. __s.fc.