Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 5
Miövikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Tilboð í heimsmeistaraeinvigið i skák Sigrlður Pétursdóttir og Guöjón Petersen I stjórnstöö Almannavarna rikisins. —Ljósm. Ella. Guöjón Petersen, framkvœmdastjóri Almannavarna: Brýnt að samræma björgunarstarfið Mjög œskilegt að úvarpa beint frá stjórnstöð Almannavarna Það virðist eins og fár- viðrið í fyrrakvöld hafi komið ýmsum í opna skjöldu. Það er til að mynda fyrst kl. 18.55 að til- kynning berst til stjórn- stöðvar Almannavarna um að hættuástand geti skapast vegna veðurs. Þá virðist ennfremur hafa tekið nokkurn tíma að koma á samræmdum viðbrögðum hinna ýmsu aðila sem komu til aðstoðar og hjálpar. Af þessu tilefni leitaði Þjóðvilj- inn til Guðjóns Petersen, fram- kvæmdastjóra Almannavarna rikisins og spurðist fyrst fyrir um hvort ekki væri til staðar sérstök óveðursáætlun hjá Almanna- vörnum. „Jú, einn kaflinn i neyðaráætl- unum almannavarnarnefnda byggðarlaganna fjallar um það hvernig bregðast skuli við óveðri. Þar eru sérstakir vinnulistar og það var farið eftir þeim t.d. hér i Reykjavik.” — Af hverju var ekki brugöist við fyrr? „Veðurstofan tilkynnti þetta fyrst til okkar kl. 18.55 og við brugðumst við strax.” — Er ekki nauðsynlegt aö rjúfa auglýsta dagskrá útvarpsins og útvarpa beint héöan úr stjórninni aðvörunum og ábendingum til fólks hvernig bregöast skuli viö, svo og fréttum af ástandinu? „Jú, ég teldi það mjög æskilegt. Við fórum fram á það fyrir nokkr- um árum að koma á fastri teng- ingu hér, svo hægt væri að út- varpa beint. Otvarpsráð sá hins vegar ekki ástæðu til þess. Við höfum að visu beina linu til fréttastofu, það var eins konar málamiðlun, en auðvitað væri mikils virði ef hægt væri að hafa sérstaka útvarpsdagskrá héðan og koma tilkynningum og upplýs- ingum viðstöðulaust á framfæri, þegar svona ástand skapast um nær allt land.” — Hafa Almannavarnir ekki vald til að aflýsa samkomuhaldi á sina ábyrgð? „Lögreglustjórar hafa það hver á sinum staö en ég tel mjög nauðsynlegt að samræma aðgerðir betur en nú er. Það eru mjög margir aöilar sem um þessi mál fjalla, t.d. koma hin ýmsu lögsagnarumdæmi á framfæri upplýsingum um hálku og ástand vega, lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir eru að störfum, og ég teldi mjög til bóta aö einn aðili væri með heildarstjórn þess- ara mála, og kæmi orðsendingum beint á framfæri í útvarpið, llkt og gert er á miklum umferða- helgum. Hitt er svo annaö mál, að það er ávallt erfitt aö meta hve- nær neyðarástand skapast vegna veöurs og við megum ekki hræða fólk að óþörfu. Þaö er áberandi að fólk hér tekur viðvaranir um óveður ekki mjög hátiölega. Við áttum t.d. erfitt með að ná björgunar- sveitum út i gær, menn voru ekki beint trúaðir á þetta fárviðri. En eftir um þaö bil tvo tima var komið mjög gott skipulag á hjálparstarf og viö gátum sinnt öllum hjálparbeiðnum hér i Reykjavik eftir klukkan ellefu.” — Þið hafið ekki sent út aðvörunarflaut ykkar um að hlusta á útvarp? „Nei, það var heldur ekki talin ástæða til þess árið 1973 þegar Ellen gekk yfir.” Bætir viðlagatrygging tjón af völdum þessa veðurs? „Nei þvi miður ekki. Ég tel lögin um viðlagatryggingu mjög götótta. Þar eru engin mannvirki bætt, sem ekki eru bætt af öörum aöilum. Nú hefur t.d. orðiö veru- legt tjón á hafnargarði á Akranesi, sem viðlagatrygging bætir ekki. 1 slikum veðrum veröa oft miklir og tilfinnanlegir skaöar, ekki sist hjá sveitar- félögum. Slikt þyrfti að vera hægt að bæta.” Bó ísland Spánn 1 fyrradag voru opnuð 3 tilboð, sem bárust FIDE um að halda heimsmeistaraeinvigiö i skák næsta sumar. Tilboðin voru opnuö I aðalstöðvuum FIDE I Amster- dam i Hollandi og varð útkoman sú að Spánverjar og tslendingar buöu jafn háa upphæð, 1 miljón svissneskra franka eða sem svarar tii 3,3 miljón isl. nkr. italska tilboðið hljóðaöi uppá 800 þúsund sv. franka. Islenska tilboðið var sent seint á sunnudagskvöld, eftir að rikis- stjórnin hafði lofaö að útvega fé til keppnishaldsins. Jafnframt fékkst loforð um aö einvigið færi fram i Þjóðleikhúsinu. Spánverjar bjóða Las Palmas á Kanarieyjum sem keppnisstað en menn þar i borg hafa orðið góða æfingu i að halda stórmót i skák, ekki siður en tslendingar. Nú kemur það i hlut þeirra Karpovs heimsmeistara og Kortsnoj áskoranda að velja keppnisstað úr þessum þremur tilboðum. Verði þeir ekki sam- mála um keppnisstaö, kemur þaö i hlut Friðriks ólafssonar forseta FIDE að taka ákvörðun um stað- í vikunni? Mér er ekki kunnugt um þeirra feröir, en á hinn bóginn hafa þeir fallist á að skila skýrslu meö skýringum sinum varöandi hækk- un i hafi nú um miðjan mánuðinn. Ég á von á skýrslu þeirra i vik- unni, sagði Hjörleifur Guttorms- son, iðnaöarráðherra i samtali viö Þjóöviljann i gær þegar hann Og hæst inn og verður hans úrskurði ekki áfrýjaö. —S.dór Head Effects til heiðurs fullu tungii Tónleikar á Borginni i kvöld Hljdmsveitin Head-Effects heldur i kvöld tónleika á Hótei Borg og hefjast þeir kl. 21. Head-Effects er skip- uð fjórum mönnum sem spila framúrstefnurokk og blöndu af friösæld og út- hverfaógn (!) — Progressive hard rock group, combining urban angst and tranquiiity. Head-Effects lék I siöustu viku r StUdentakjallaranum og hlaut mjög góðar viötök- ur. Hljómsveitin er nýstofn- uðog tdnleikarnir i kvöld eru til heiðurs fullu tungli. var spurður hvort fulltrúar Alusuisse væru væntanlegir hing- að til lands á næstunni. Hjörleifur sagði að ekki hefði verið ákveðiö neitt um viöræður að öðru leyti en þvi að ráöuneytið geröi ráð fyrir þeim i framhaldi af skýrslu Alusuisse þ.e. I næsta mánuði. —AI Alvarlegar ásakanir á F æðingardeildina Landlæknisembættinu berast árlega um 20 kvartanir sem sinnt er sérstaklega og leiða þær I sumum tilvikum til þess að læknir verður uppvis að vangá eða mistökum i starfi eins og lesa má um i dómum. Flest eru þó málin leyst utan dómstóla enda byggjast þau á misskiln- ingi annað hvort sjúklings eða læknis en i öllum tilvikum er leitað álits óháðra sérfræöinga, læknaráðs eöa jafnvel Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um ágreiningsmálið, sagði Ólafur ólafsson, landlæknir, i samtali við Þjóðviljann i gær. Tilefni fyrirspurnarinnar er grein sem birtist I Morgunblað- inu I gær, þar sem rakin er sorg- arsaga af barnsburöi ungrar konu s.l. vetur á Fæðingardeild Landspitalans. 1 greininni, sem rituð er af tengdaföður viökom- andi konu, eru raktar hörmu- legar afleiðingar þess að ekki var gripið til keisaraskuröar en konan var flutt suöur i flugvél eftir hálfs annars sólarhrings dvöl á sjúkrahúsi nyðra. 1 bréfi sem forstöðumönnum Fæð- ingardeildarinnar var ritað s.l. vor segir tengdafaðirinn m.a., aö við blasi „hræðilegar afleiö- ingar þeirrar meöhöndlunar sem konan hlaut; hún sjálf slös- Harma þessi skrif segir Ólafur Oiafsson landlœknir uð, barnið margbeinbrotiö, meö löskuð innri Jiffæri, e.t.v. heila- skemmdir vegna súrefnisskorts og lömun i handlegg vegna taugaskemmda”. Þá kemur ennfremur fram i greininni að samkvæmt rannsókn Fæöingar- deildar og siðar Landlæknisem- bættisins að fengnu áliti sér- fræðinga hafa „engin læknis- fræðileg mistök orðið” i þessu tilviki. Ólafur Ólafsson landlæknir sagöi i gær aö væntanleg væri greinargerð frá Fæöingardeild- inni um mál þetta og vildi ekki tjá sig um það fyrr en hún væri komin fram. Hins vegar hlýt ég að harma þessi skrif, sagöi Ólafur, þvi eðlilegra heföi veriö að fara með málið til dómstóla ef viðkomandi sætta sig ekki við þessa niðurstöðu, enda var þeim boðið það og ennfremur aðgang- ur að öllum málsgögnum eins og venja er alfarið. Þetta eru alvarlegar ásakanir og ég vil segja rangur áburður ekki aöeins á þá lækna sem við sögu koma, heldur á heila stofn- un? sem er sú fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi.og skrif sem þessi skelfa menn. Þá á ég ekki sist við þær konur sem lagöar eru inn á Fæðingardeild- ina i dag, — hvað eiga þær að halda? — 1 greininni er talað .um samtryggingu læknastéttarinn- ar og að enginn læknir muni nokkru sinni væna annan um mistök. Hvað segir þú um þær ásakanir? Ég neita þvi alfariö aö em- bætti landlæknis sé hluti af sliku „samtryggingarkerfi”. Ég leita i tilvikum sem þessum eftir greinargerð frá viökomandi læknum en einnig eftir áliti ann- arra óháðra sérfræðinga og lög- fræðinga. Niðurstaðan er sú að ekki var unnt að sjá fyrir erfið- leika þá er urðu við fæðinguna og þegar þeir komu I ljós var brugöist rétt viö. Að lokum sagði Olafur að við tslendingar gætum verið hreyknir af þvi að hafa lægsta ungbarnadauða i heiminum en ólafur Ólafsson landlæknir: Ekkert „samtryggingarkerfi”. þó svo væri gerðust ennþá at- burðir sem ekki væri á mann- legu valdi aö sjá fyrir. Þeir ein- staklingar sem hér um ræðir eiga mina dýpstu samúö, sagöi hann, en rangur áburöur leysir engan vanda. —AI Hœkkun i hafi og Alusuisse Kemur skýrsla þeirra

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.