Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstiórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Éinar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsia: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Sjómenn róa # — Það leyndi sér ekki hjá Morgunblaðinu nú um síðustu helgi, að á þeim bæ voru menn að vonast eftir allsherjarstöðvun fiskveiðif lotans vegna ágreinings um fiskverð og kjör sjómanna. # —,,Verkfall gegn ríkisstjórn út af fiskverði”, var aðalfyrirsögnin í innlendum fréttum Morgunblaðsins á laugardag. Og svo kom sunnudagurinn með ekki minni tíðindum: — „Yfir 4 þúsund sjómenn í verkfall á mið- nætti", — var aðalfyrirsögnin í innlendum fréttum blaðsins þann daginn. # Gallinn við öll þessi stórtíðindi Morgunblaðsins var bara sá að þegar blaðið kom út á sunnudag, þá var búið að ákveða fiskverð í samvinnu við fulltrúa sjómanna í yfirnefnd verðlagsráðs og öllum Ijóst sem með fylgdust að sjómannaverkfallinu yrði a.m.k. frestað. # Það var bara Morgunblaðið — þetta mikla „f rétta- blað", sem ekki fylgdist meðog lét óskhyggjuna um alls- herjarstöðvun f lotans og „verkfall gegn ríkisstjórninni" hlaupa með sig í gönur. # Og nú situr Morgunblaðið eftir með sárt ennið. Ekkert sjómannaverkfall! — Alls staðar sama sagan, bara samningar og aftur samningar, hvert sem litið er, en engin stóráhlaup — síst í ríkisstjórninni. # Þvílíkt eymdarlíf í Morgunblaðshöllinni og í þeirri valhöll, sem hýsir flokksbrot Geirs Hallgrímssonar. # l höllunum tveimur situr nú fólk „í álögum" og harmar „örlög" sín, — en utan hallarmúra er mönnum það almennt fagnaðarefni að sjór skuli sóttur og góður friður ríki á vinnumarkaði. # Sú 18% f iskverðshækkun f rá áramótum, sem nú hef- ur verið ákveðin með 6% viðbótarhækkun frá 1. mars n.k. ætti að tryggja útgerðinni í landinu að öðru óbreyttu skárri kjör en nokkru sinni á s.l. áratug, ef marka má upplýsingar Þjóðhagsstofnunar, og þar með nokkurt svigrúm í yf irstandandi kjarasamningum við sjómenn. — Þeir samningar eru nú allvel á veg komnir, og þótti þvi réttað fresta boðuðu verkfalli sjómanna í tíu daga áður en það kom almennttil f ramkvæmda. # Sjálfsagt verður rekstur fiskvinnslunnar í tæpara lagi eftir þetta mikla f iskverðshækkun miðað við óbreytt markaðsskilyrði frá síðustu áramótum. Þó er nú útlitið ekki svartara en svo að Árni Benediktsson, er oft hefur verið fulltrúi fiskkaupenda í yfirnefnd Verðlagsráðs á síðustu árum segir í blaðaviðtali í gær: — „Mér virðist útlitið vera þannig að frystingin verði rekin með lítils háttar halla, saltfiskurinn nálægt sléttu og skreiðar- verkun gefi nokkurn hagnað." Oft hafa nú frystihúsa- menn borið sig verr en þetta. Auðvitað munar hér um það, að ríkisstjórnin gaf út f yrirmæli um að láta krónuna hætta að elta dollarann með sjálfvirkum hætti, þótt gengi hennar sé áf ram haldið stöðugu, og svo bendir líka ýmislegt til þess að fiskverð fari heldur hækkandi á mörkuðum erlendis á komandi mánuðum, þótt ekkert verði enn um slíkt f ullyrt. # Einfalt mál ætti að vera að færa nokkuð til f jármuni milli einstakra greina fiskvinnslunnar, ef nauðsyn kref- ur, m.a. með breytingu á útflutningsg jöldum. # Hér ættu því allir aðilar að geta sæmilega við unað og horft björtum augum fram á veginn, — ekki síst þegar til þess er litið, að þorskstofn okkar er nú talinn geta borið uppi mun meiri veiði en óttast var um sinn,- k. 102% verðbólga? # Þann 23. janúar s.l. var það kynnt í Morgunblaðinu með stórri fyrirsögn að nú væri verðbólgan á íslandi komin yf ir 100%, eða í 102% á ári. # Þetta fann Morgunblaðið með því að reikna árs- hraða verðbólgunnar eingöngu út frá verðhækkunum síðustu tveggja mánaðanna næst á undan hinni hertu verðstöðvun sem nú gildir. # Nú liggur hins vegar fyrir frá Hagstofunni, að í janúarmánuði s.l. hækkaði framfærslukostnaður „aðeins" um 1,62%, og ef við notum nú reikningsaðferð Morgunblaðsins, þá sem vitnað var til hér að ofan, þá mætti með sama rétti halda því fram, að nú væri verð- bólgan komin niður í 21,3% á ári. — Hvort tveggja er þó auðvitað rangt vegna þess að viðmiðunartíminn, — einn eða tveir mánuðir, er of stuttur. # Hitt má segja að útkoman í jánúar gef i vonir um að hin herta verðstöðvun og þar með efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem heild kunni að skila nokkrum árangri. —k. klippt ! Hœttuleg | eölisbreyting ■ Þeir ná ekki upp I nefið á sér fyrir hneykslan ýmsir helstu skriffinnar borgarapressunnar þessa dagana. Hneykslunar- hellan er sem fyrr Alþýðu- bandalagið sem leyfir sér að gagnrýna málsmeðferð og ákvarðanir utanrikisráðherra. - Alþýðubandalagið er i rikis- stjórn upp á þau býti að „óbreytt ástand” riki i her- stöðvamálunum og stendur ekki að neinu sem leitt gæti til eðlis- breytinga á herstöðinni og aukið hernaðargildi hennar og þar með hættu sem af henni stafar fyrir islensku þjóðina. Á siðustu 15 árum hefur orðið hættuleg eðlisbreyting á her- stöðinni á Miðnesheiði. Hún hefur i æ rikari mæli tengst kjarnorkuvopnakerfi Banda- rikjanna og nýr tækjabúnaður hefur smámsaman leyst eldri tæki af hólmi og gert herstöðinni kleift að gegna lykilhlutverki i atómnetinu i Norbur-höfum. Hvorki Alþýðubandalagið né aðrir stjórnmálaflokkar, hvað þá þjóðin i heild, hefur fengið tækifæri til þess að segja skoðun sina á þessari þróun. Um hana hefur engin islensk ákvörðun verið tekin að þvi að vitað sé. Hugsanlegt er að utanrikisráð- herrar islenskir og varnarmála- deild utanrikisráðuneytisins hafi lagt blessun sina yfir það að herstöðin breyttist i atóm- vopnaþjónustu, en ekki hefur það verið gert i umboði þjóðar- ■ Étiö skit IUtanrikisráðherra hefur sagt að Alþýðubandalagið muni éta , ofan I sig sprengjuskýli, flug- Istöð og fjórföldun oliubirgða- rýmis eins og annað. Um leið hefurhannlika sagt sinum eigin , flokki og þjóðinni allri að éta Iskit, þvi hann ráði þessum mál- um til lykta einn og sér. ,,Ég hel' tekið ákvörðun i , þessu máli og hún stendur |óbreytt’’,segir Ólafur um bygg- ingu sprengjuskýlanna i viðtali við Dagblaðið. í sama blaði , kemur fram að Framsóknar- þingmenn og ráðherrar flokks- ins aðrir en Ólafur vissu ekki um skýlin. Er hægt að sýna sinum eigin flokki og samráð- herrum meiri óvirðingu? ■ Ýmsir sem skrifað hafa um I þessi mál i blöð siðustu daga t.d. I Indriði G. Þorsteinsson i Visi og I Karl Steinar Guðnason alþingis- 1 maður, sem ákallaði drottinn I allsherjar i útvarpi og bað Ólaf I Jóhannesson að standa sig, I þykjast þess umkomnir að segja ■ sem svo að sprengjuskýlin séu á | engan hátt eðlisbreyting á her- I stöðinniogalltséþetta smámál. I Hvaðan hafa þeir upplýsingar? ■ Eru þeir á sérsamningi um upp- I lýsingar frá NATÓ? Hvar hefur I það komið fram hvers eðlis I þessi nýju flugskýli séu? Engar upplýsingar Eins sem fram hefur komið, löngu eftir að ákvörðun var tek- in i nóvember i Norfolk, er fer- metrafjöldi og sú merkilega staöreynd að skýlin eru ekki neðanjarðar. Einmittþað notaði utanrikisráðherra til þess að skjóta sér fram hjá þvi að svara spurningu á fundi utanrikis- málanefndar i haust, og sýnist það ekki vera annað en hár- togun og útúrsnúningur til þess að komast hjá þvi að upplýsa að flugskýlaframkvæmdir væru á umræðustigi. Framsóknarmenn eru i þeirri vandasömu stöðu rétt einn ganginn að þeir verða að éta þær ákvarðanir sem Ólafur Jóhannesson hefur tekið fyrir þá hvort sem þeim likar betur eða verr. Hann hefur bundið hendur þeirra án þess svo mikið sem að tala við flokkinn. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar, að þvi er vitað sé, um fjórföldun oliubirgðarýmis hersins. Sú framkvæmd er þó undirbúin af fullum krafti á vegum Bandarikjahers. En i þvi máli hafa engar upplýsingar heldur verið lagðar fyrir almenning né þingmenn, nema að þvi leyti sem Þjóðviljinn hefur reifað það. Hvað sem segja má um sprengjuskýlin, hvort sem það er smámál eða stórmál, getur enginn dregið það i efa að fjór- földun oliugeyma á Vellinum og ráðagerðir um að koma hér fyrir sveit eldsneytisvéla er meiriháttar framkvæmd og liðið myndi ekki fara að sinni, var samkomulag um það i rikis- stjórninni að auka enn aðskilnaðinn milli landsmanna og varnarliðsins m.a. á Kefla- vikurflugvelli. Þvi meira sem brottför varnarliðsins kann að dragast á langinn, þvi meiri þörf er á aðgæslu i þessum efnum”, segir Þórarinn Þórarinsson i forystugrein Tim- 1 ans. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins segir i viðtali við Morgun- blaðið: „Minn skilningur á stjórnar- samstarfinu er sá, að i utan- rikismálum riki nánast „status quo”, herinn verður ekki látinn fara eins og sumir okkar vilja, ' en hins vegar verða þær breyt- ingar, sem gerðar verða i þá átt að aðskilja herlifið og þjóðlífið. Ég skil stjórnarsamstarfið þannig að ekki sé ástæða til að stuðla að neinum stórfram- kvæmdum á vegum Varnar- liðsins.” Hér koma fram sjónarmið UAEBIAÐIÐ, frjálstj nháð dagblaði Beðið eftir greinargerð frá utanríkisráöherra um fkgskýlm: Framsóknarþingmenn og ráö- herrar vissu ekki um skýlín — framkvæmdireiga að hefjastísumarogstanda tilhaustsins 1982 il.WSðnlumWIMéi „Hef tekið akvopoun j og hún stendur óbreytt - SEGIR ÚLAFUR JÖHANNESSON. UTANRlKISRAfiHERRA. UM FLUGSKVLIN eðlisbreyting á herstöðinni. Allar tilraunir til þess að draga fjöður yfir það eru ætlaðar til þess að blekkja almenning. „Sjúkraskýliö” Ný flugstöð á Keflavikurflug- velli er hinsvegar mál af öðru tagi. Árið 1975 fór Einar Ágústs- son til Washington og samdi við Bandarikjastjórn um aðskilnað herflugs og almenns flugs á Vellinum. Samkvæmt þvi sam- komulagiáttu bandarisk stjórn- völd að standa straum af gerð nýs vegar, flugbrautar og flug- hlaðs við nýju flugstöðina, sem i sjálfu sér eru stórfram- kvæmdir, en flugstöðin var að sjálfsögðu alíslensk fram- kvæmd og áttu tslendingar að bera allan kostnað af henni sjálfir. En ekki þótti nóg að gert og var nú leitað hófanna um það að Bandarikjamenn tækju þátt i • kostnaði við byggingu flug- stöðvarinnar. Þeir höfnuðu þvi árið 1977 af ofur eðlilegum ástæðum. En áfram suðuðu islenskir utanrikisráðherrar og var það loks fundið út að ef til vill mætti svindla flugstöðvar- byggingunni inná bandarisk fjárlög með þvi að merkja hana sem „sjúkraskýli” hersins á striðstimum. Frá þessu gekk Benedikt Gröndal endanlega við Bandarikjamenn. Samblöndun herlifs og þjóölifs „Eftir að ljóst var eftir þing- kosningarnar 1974 að varnar- sem ættu að setja bremsurnar á i Ólaf Jóhannesson nema hann I standi fyrir utan og ofan eigin | flokk. Hinsvegar er einnig ljóst , að þetta viðhorf — aðskilnaður i herlifs og þjóðlifs — stangast I illilega á við þá ætlan að láta | Bandarikjamenn borga flug- , stöðina að verulegu leyti, og i gera hana að hernaðarfram- I kvæmd með þvi að hún er ætluð [ til hernaðarþarfa ef þurfa , þykir. Hér er verið að blanda saman „herlifi og þjóðlifi”, her- framkvæmdum og islenskum framkvæmdum, og sækja fé i vasa bandariskra skattborgara I sem ekki verður túlkað á neinn 1 annan hátt en sem mútu- I greiðslur. Andstaða Alþýðubanda- I lagsins við flugstöðvaráformin 1 byggist á þessu atriði. I Flokkurinn hefur hinsvegar I ekki lagst gegn þvi að byggð I verði flugstöð sem hæfi okkar ■ flugþjónustu og falli að fram- I kvæmdagetu islenska rikisins. I Ólýörœðislegt Samanlagteru þessiþrjú mál, flugstöðin, fjórföldun oliu- geyma, og sprengjuskýlin, ekkert smámál. Ýmsum tækni- breytingum og nýjum flugvéla- tegundum hafa Bandarikja- menn svir.dlað upp á þjóðina á siðasta áratug án þess að nokk- urt tækifæri hafi gefist til um- fjöllunar um þær eðlis- breytingar. Þar hefur verið ólýðræðislega staðið að verki og er mál að linni. —ekh og shorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.