Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 10
10 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981.
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Árni Tryggvason, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson f hlut-
verkum sinum.
Næsta firum-
sýning í
Þjóðleikhúsinu:
Sölu-
maöur
deyr
Laugardaginn 21. febrúar
næstkomandi frumsýnir Þjóð-
leikhúsið hið viðfræga leikrit
Sölumaður deyr, eftir Arthur
Milier. Það er dr. Jónas Krist-
jánsson sem þýðir leikritið, Þór-
hallur Sigurðsson er leikstjóri,
leikmynd gerir Sigurjón Jóhanns-
son, búninga sér Dóra E.inars-
dóttir um og Kristinn Danielsson
annast lýsinguna.
Gunnar Eyjólfsson leikur sölu-
manninn Willy Loman, Margrét
Guðmundsdóttir leikur Lindu
konu hans, Hákon Waage og
Andri örn Clausen leika Biff og
Happy syni þeirra. Andri leikur
nú sitt fyrsta hlutverk á fjölum
Þjóðleikhússins eftiraðhann lauk
leiklistarnámi frá Webber
Douglas Academy i London á sið-
astliðnu sumri. — Þá eru stór
hlutverk ennfremur i höndum
Randvers Þorlákssonar, Bryn -
disar Pétursd., Árna Tryggva-
sonar og Róberts Arnfinnssonar.
önnur hlutverk eru i höndum
Jóns S. Gunnarssonar, Þórunnar
Magneu Magnúsdóttur, Bessa
Bjarnasonar, Sigriðar Þorvalds-
dóttur og Eddu Þórarinsdóttur.
Arthur Milier er i hópi fremstu
leikritahöfunda samtimans og
hefur Þjóðleikhúsið okkar áður
sýnt fimm af verkum hans. Sölu-
maðurinn var á fjölunum fyrir
réttum 30 árum, frumsýnt i april
1951, með Indriða Waage og
Reginu Þórðardóttur i aðalhlut-
verkinu. Arið 1955 sýndi leikhúsið
verk hans í deiglunni (The
Crucible), 1957 kom siðan Horft
af brúnni á fjalirnar og naut
mikilla vinsælda, haustið 1965 var
Eftir syndafallið frumsýntog árið
1970 var á fjölunum vinsæl sýning
á leikritinu Gjaldið (The Price).
Þá má og geta þess að Leikfélag
Reykjavikur sýndi leikritið Allir
minir synir (All My Sons) eftir
Miller árið 1958.
Leikritið Sölumaður deyr var
frumsýnt i New York árið 1949 og
vakti þá gifurlega og verðskuld-
aða hrifningu allra jafnt almenn-
ings og leikhúsgagnrýnenda, en
skoðanir þessara tveggja aðila
fara ekki ætið saman. Hafa fá
leikritsnert kviku samtima sins á
jafn áhrifarikan hátt og Sölu-
maður deyr. Á þeim rösku 30
árum sem iiðin eru frá fyrstu
frumsýningu verksins, hefur það
veriðsviðsett og sýnt margoft um
allan heim og telst eiga öruggan
sess i hópi sígildra leikrita þess-
arar aldar.
Leikritið fjallar um Willy
Loman sem hefur verið farand-
sali allt sitt lif, konu hans, Lindu,
og syni þeirra Biff og Happy. —
Willy er tekinn að reskjast og
gerir sér ljóst að nú dregur að þvi
að þjóðfélagið fari að hafna
honum og losa sig við hann eins
og hvern annan úrgang. Honum
finnst ennfremur að hann hafi
brugðist, og þá fyrst og fremst
vonum sinum og draumum. Leik-
ritið fjallar sem sé um allt lif
þessa manns og gerist atburða-
rásin að talsverðu leyti i hugar-
heimi hans. Skilin milli nútiðar og
fortiðar eru mikið til horfin úr vit-
und Willy Loman og hann upplifir
atvik úr fortið sinni eins og þau
væru að gerast i nútiðinni, þvi
hann hefur þessa miklu þörf fyrir
að réttlæta lif sitt áður en þvi
lýkur.
Kennarar við Austurbæjarskólann:
Skólinn gegnir
hlutverki sínu
A kennarafundi i Austurbæjar-
skólanum, sem haldinn var I gær
voru samþykkt hörð mótmæli
vegna tillögu um að breyta skóla-
húsnæðinu i langlegudeild fyrir
aldraða. Sagði Alfreð Eyjólfsson,
skólastjóri i samtali við Þjóðvilj-
ann i gær að fregnir af þessum til-
löguflutningi hefðu vakið ótta hjá
nemendum skólans og foreldrum
þeirra og hefðu sér borist margar
fyrirspurnir og athugasemdir
vegna þessa máls.
Samþykkt kennarafundarins er
svohljóðandi:
„Kennarar Austurbæjarskól-
ans mótmæla harðlega tillögu Al-
berts Guðmundssonar í borgar-
stjórn Reykjavíkur um að skólan-
um verði breytt i hjúrkunarheim-
ili fyrir langlegusjúklinga. Aust-
urbæjarskólinn gegnir sist minna
þjónustuhlutverki en honum er
ætlað. 1 skólanum eru nú um 500
börn og ekki fyrirsjáanlegar
breytingar á barnafjölda skólans
i náinni framtið.
Furðuleg verður sú afstaða að
teljast að leggja beri niður skóla
þegar nemendafjöldinn loks er i
samræmi við hönnun húsnæðis-
ins. Ætlast verður til þess að
borgarfulltrúar kynni sér málið
af eigin raun en hlaupi ekki eftir
gróusögum svo að ályktanir og
tillögur þeirra verði ekki til að
vekja öryggisleysi og óánægju
nemenda skólans og aðstandenda
þeirra.”
Alfreð Eyjólfsson sagði að á
siðasta hausti og árið þar áður
hefði fjölgað á nýjan leik i Aust-
urbæjarskólanum, hverfið væri
að yngjast upp og full þörf væri
fyrir skólann sem fyrir 50 árum
hefði verið hannaður fyrir 600
börn.
—AI
Um það bil 150 miljónir
barna í veröldinni eiga við
alvarlega fötlun að búa.
Oft má rekja orsakir fötl-
unarinnar til atvika er
gerðust á meðgöngutima
móðurinnar. Stundum er
orsakanna að leita í ein-
hverju er gerðist á fyrstu
mánuðum eftir að barnið
fæddist, eða við fæðing-
una. James P. Grant,
framkvæmdastjóri Barna-
hjálparsjóðs Sameinuðu
þjóðanna, hefur látið svo
um mælt, að ef unnt væri
að útbreiða þekkingu um
það hvernig koma megi í
veg fyrir atvik eða óhöpp
sem hafa fötlun í för með
sér á þessu afdrifaríka
tímaskeiði, þá myndi þeim
börnum, sem eiga við fötl-
un að búa, fækka mjög
verulega á skömmum
tíma, einkum í þróunar-
löndunum.
Grein eftir
Jörgen Larsen,
Upplýsingaskrif -
stofu Sameinuðu
þjóðanna í
Kaupmannahöfn
1 þróuðu löndunum eru það einkum slysin sem eru fötlunarvaldurinn, en fjölmargar orsakir aðrar svo
sem smitnæmir sjúkdómar, eiturefnanotkun og annað sem veldur meðfæddri fötlun koma þar til.
Þriðjungur fatlaðra eru
börn
Fátæktin er oft aðalorsök þess að tii fötlunar kemur hjá börnum i þróunarlöndunum.
80% allra barna sem búa við
fötlun, eiga heima i þróunarlönd-
unum. Þar er yfirleitt ekki nokk-
ur kostur endurhæfingar eða ann-
arrar aðstoðar.
Þegar rætt er um þarfir þriðja
heimsins á sviði heilbrigðismála,
gerist það ærið oft að vandamál
fatlaðra verða útundan og er þá
gjarnan til þess visað, að það
myndi verða óheyrilega dýrt að
gera verulegt átak i þessum efn-
um i þróunarlöndunum, m.a.
vegna þess, hversu tiltölulega fáa
fatlaða einstaklinga er þar um að
ræða, segir i ársskýrslu fram-
kvæmdastjóra Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna, Hagur
barna um viða veröld 1980.
Mikiö fæst fyrir lítiö fé
t skýrslunni er þvi haldið fram,
að eitt af mikilvægustu verkefn-
unum á ári fatlaðra 1981, sé að
kveða þessa skoðun i kútinn.
Þessi skoðun er sem sé alröng.
i fyrsta lagi eiga langtum fleiri
við fötlun að búa en menn al-
mennt halda. Talið er að um það
bil 450 miljónir manna eigi við að
búa einhvers konar likamlega eða
andlega fötlun. Um það bil þriðj-
ungur þessa stóra hóps eru börn
undir 15ára aldri, bæði i þróuðum
löndum og þróunarlöndum. Tölur
sýna, að það er næstum sama til
hvaða þjóðar er litið, um það bil
10% ibúanna eiga við einhvers
konar fötlun að striða.
i öðru lagi er kostnaðurinn við
það annars vegar að koma i veg
fyrir fötlun og hins vegar að
hjálpa þeim sem eiga við fötlun
að búa, til að lifa nokkurn veginn
eðlilegu Hfi, dkki svo mikill að
slikt sé óyfirstiganlegur þrösk-
uldur, jafnvel i þróunarlöndun-
Alþjóðaár
fatlaðra
1981
um. Rannsókn, sem nýlega fór
fram á vegum Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar (WHO) i
Mexico, i samvinnu við heil-
brigðismálasamtök Ameriku-
rikja, leiddi í ljós að 80% þess
sem til var talið þurfa, var yfir-
leitt til staðar á hverjum einstök-
um stað.
Til dæmis leiddi athugunin það i
ljós, að margs konar hjálpartæki
fyrir fatlaða er hægt að framleiða
i borgum, bæjum og þorpum til
sveita, með tiltölulega litlum til-
kostnaði.
Fátækt kemur í veg fyrir
aðgerðir
Ágætt dæmi um það hversu
mikið er hægt að gera fyrir til-
tölulega litið, er hvað það myndi
kosta að bjarga sjón þeirra 250
þúsund barna, sem árlega verða
blind vegna skorts á A-vitamini.
Kostnaðurinn við þetta er innan
við 30aurar á barn á ári. Ef i við-
komandi þorpi eða byggð er
hjúkrunarkona eða starfsmaður á
sviði heilbrigðismála, sem
annast gæti frumþjónustu á þessu
sviði.
Slik undirstöðu-, eða frumþjón-
usta krefst ekki mikillar fjár-
festingarog gæti i mörgum tilvik-
um ráðið bót á veikindum eða
þjáningum áður en afleiðing
þeirra verður fötlun.
Vannæring verðandi mæðra i
fátæku löndunum er oft orsök
þess, að börn fæðast með sjúk-
dóma, sem valda fötlun. Það er
þess vegna staðreynd að fátæktin
er oft aðalorsök þess að til fötl-
unar kemur hjá börnunum. Það
sem hér þarf því til að koma fyrst
og fremst, er örari efnahagsleg
og félagsleg þróun i sveitahéruð-
um þróunarlandanna.
Samt sem áður heldur fram-
kvæmdastjóri barnahjálpar-
sjóðsins, James Grant, þvi fram,
að mjög mikið sé unnt að gera
fyrir fátækustu þjóðfélagshóp-
ana, m.a. með betri heilbrigðis-
þjónustu og leiðbeiningum um
skynsamlegt mataræði.
Fötlun í þróuöu löndunum
Orsakir fötlunar hjá jafnt börn-
um sem fullorðnum geta verið ó-
tal margar. Þegar um er að ræða
meðfædda fötlun, má ekki
gleyma þvi, aö hún kann að hluta
til aö hafa gengið að erfðum og
slikt er auðvitað oftast erfitt að
koma i veg fyrir.
Aðrar tegundir fötlunar eiga
sér rætur i smitnæmum sjúk-
dómum eða slysum, á vinnustað,
heima eða i umferðinni. I þróuðu
löndunum eru það einkum slysin
sem eru fötlunarvaldurinn. En
einnig kemur hér til misnotkun
deyfilyfja, áfengis og annarra
eiturefna. Enn bætist það við að
fötlun, sem i þróunarlandi myndi
talin tiltölulega litilvæg, getur
talist langtum alvarlegri i iðn-
væddu og þrautskipulögðu riki,
vegna þess að sá sem að við fötl-
unina á að búa, á erfiðara með að
lifa eðlilegu lifi i sliku þjóðfélagi.
Slik fötlun, — til dæmis mál-
helti, tornæmi, eða „taugaveikl-
un” virðist þó ennþá útbreiddari i
þróuðu löndunum. Bandarisk
rannsókn þar sem m.a. er fjallað
um ofangreint, leiddi til þeirrar
niðurstöðu, að i Bandarikjunum
ætti eitt barn af hverjum tiu við
einvers konar fötlun aö búa.
Hvaö er fötlun?
Bæði i Bandarikjunum og i
Vestur-Evrópu hafa menn talið
sig taka eftir þvi að þvi er varðar
börn, sem komið er með á stofn-
anir, — i upphafi e.t.v. aðeins til
skammrar dvalar, vegna litils
háttar fötlunar eða aðlögunar-
erfiðleika, — að oft gerist það, að
fötlunin eykst og i vissum tilvik-
um kemur einnig til ný fötlun.
Ástæða þessa virðist vera að
dvöl á stofnun og hin mannlegu
tengsl þar dragi úr getu barnanna
til að lifa eðlilegu lifi. Að mati
sérfræðinga er hér vissulega um
meginatriði að ræða, að þvi er
varðar stöðu fatlaðra. Það geta
verið kringumstæðurnar sem
gera heilsubilun, sjúkdóm eða
geðræn vandamál að fötlun. Fötl-
un er ekki sjálfur sjúkdómurinn
eða þjáningarnar, heldur það að
sá sem á við fötlun að búa getur
ekki lifað eðlilegu lifi. Að þvi er
börn varðar, þá getur þetta þýtt
það að þau geta ekki stundað
venjulegt skólanám, notið sam-
vista við félaga: eru svipt þeirri
ánægju sem önnur börn geta not-
ið.
Afleiðingin verður sú, að barnið
einangrast, fötlunin eykst og
verður til lifstiðar. Nema þvi að-
eins, að kringumstæðurnar, bæði
hinar næstu og i þjóðfélaginu i
heild breytist, komið sé til móts
við hina fötluðu, og þeim gert lifið
léttbærara, þvi aðeins getur þetta
breyst. Það er lika,— og ekkí sist
i þróuðu löndunum — þetta, sem
ár fatlaöra 1981 snýst um.
Jörgen Larsen,
Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna i Kaupmannahofh.
á dagskrá
Þetta ómanneskjulega launakerfi
bónusinn hefur fyrir löngu gengið
sér til húðar og er óhætt að fullyrða
að bónusinn hafi alltof lengi haldið
niðri almennu tímakaupi í landinu
Jón Kjartansson,
Vestmannaeyjum:
Bónus — Bónus
Timamæld ákvæðisvinna er eitt
hinna svo kölluðu afkastahvetj-
andi launakerfa og hefur veriö við
lýði i u.þ.b. 20 ár i frystihúsum
hér i Eyjum og gengur i daglegu
tali undir nafninu bónus.
Atvinnurekendur riðu fyrst á
vaðið hér i Vestmannaeyjum við
að koma þessu launakerfi á i fisk-
iðnaðinum. En bónusinn er hing-
að kominn frá Noregi og er þetta
launakerfi raunar gert fyrir
aðrar aðstæður en hér tiðkast við
vinnslu sjávarafla, þ.e. 8 klst.
vinnudag 5daga vikunnar,enda er
bónusgrunnur miðaöur við dag-
vinnukaup á klst. (þ.e. umfram-
afköst greidd á dagvinnukaupi).
Jafnframt þessu var þak sett á
afköst (170—180) og er það gert
með vinnuverndarsjónarmið i
huga. En þvi hefur litt verið sinnt
hér i Eyjum.
I sjávarplássum hér á landi
hefur það frá ómunatið veriö
lenska og talið eðlilegt og sjálf-
sagt að vinna langan vinnudag
við björgun sjávarafla og hefur sá
hugsunarháttur litið breyst við
tilkomu nýrra vinnubragða og
nýrra launakerfa. Við slikar að-
stæður var fyrir 20 árum reynt að
aðhæfa afkastahvetjandi launa-
kerfi byggt á 40 stunda vinnuviku,
aðstæðum þar sem 98 stunda
vinnuvika var algeng a.m.k.
hluta úr hverju ári og 40 stunda
vinnuvika var óþekkt fyrirbæri.
Verkalýösfélögin voru ekki i
stakk búin að gera samninga um
bónusinn, þar sem þau höfðu enga
þekkingu á sliku launakerfi og
áhrifum þess; hið sama má
reyndar segja um atvinnurek-
endur, enda hafa bónussamn-
ingar i Vestmannaeyjum boriö
þess merki til þessa. Til dæmis
var I upphafi ekkert gert til að
setja hömlur á vinnutimalengd
eða afköst og þó að stéttar-
félögunum hafi á sumum sviðum
tekist aö slipa nokkra vankanta af
bónusnum, er enn langt i land að
vinnuverndarsjónarmiðum sé
fullnægt og er þar ekki um að sak-
ast viö atvinnurekendur eina.
Eins og áður er getiö er bónus-
grunnur miðaður við dagvinnu-
kaup, það þýðir að öll umframaf-
köst, hvort sem þau eru innt af
hendi i dagvinnu, eftirvinnu eöa
næturvinnu eru reiknuð sem dag-
vinnuigildi. Vegna hins langa
vinnudags hér hafa verið i gildi
s.k. 90% staðlar i stað 100%
staðla, sem i gildi eru annars-
staðar á landinu, en með 90%
stöðlum er átt viö að áætlaður
timi til að skila ákveðinni vinnu-
einingu er 11% lengri en annars
og hafa atvinnurekendur i þessu
talið sig koma til móts við langan
vinnudag fiskvinnufólks.
Launakerfi þessu hefur verið
fundið margt til foráttu: t fyrsta
lagi hve það er flókið i útreikningi
og að fæstir þeirra sem eftir þvi
vinna eöa sjá um skráningar og
eftirlit með þvi skilja þaö.
I öðru lagi skapar það launa-
misrétti á vinnustað og þar með
úlfúð og óánægju með sifelldan
samanburð á milli starfshópa. t
þriðja lagi hefur bónusinn i mörg-
um tilfellum mjög skaðleg áhrif á
heilsu fólks, vegna mikils vinnu-
álags og þeirrar streitu, sem þvi
fylgir og er það til litils hróss fyrir
verkalýöshreyfinguna og lækna-
stéttina, hve þvi máli hefur verið
litill gaumur gefinn.
Það hefur verið sagt að ekkert
kerfi sé það fullkomið að ekki sé
unnt að spila á það, sé vilji fyrir
hendiog hefur þaðsannast á bón-
usnum. Þess eru dæmi að verk-
þættir, sem litla tekjumöguleika
gefa, séu hækkaöir upp með þvi
að falsa bónusskýrslur meö vit-
und atvinnurekanda, ekki svo að
skilja að það hækki tekjur þessara
hópa að neinu marki — ,, heldur
tit að gefa þeim blóð á tenn-
urnar”, eias og einn hag-
ræðingurina orðaði það svo
smekklega. Jafnframt er i sum-
um frystihúsunum ekki viöhöfð
meiri nákvæmni en svo við skrán-
ingu á framleiddu magni að á
sumar fiskvinnsluvélarnar
vantar teljara og er þá slumpað
á afköst starfsfólksins við gerð
bónusskýrslna og sá slumpa-
reikningur notaður við útreikn-
inga á kaupauka þess.
t mörgum tilfellum er engu lik-
ara en að þeir, sem sjá eiga um
útfærslu og framkvæmd bónusins
i frystihúsunum, hafi litinn eða
engan skilning á þessu launa-
kerfi, eða taki það ekki allt of há-
tiðlega (nema hvorttveggja sé)
og skráningar og eftirlit með
framkvæmd oft i litlu samræmi
við verklýsingar. Allt orsakar
þetta skekkju i útreikningi bónus-
ins. Það má þvi segja að launa-
kerfi þetta sé löngu sprungið hér
vegna vanþekkingar og óstjórnar
annarsvegar og þess launamis-
réttis, sem það felur I sér hins-
vegar.
Annarsstaðar á landinu er
þróun þessa launakerfis
skemmra á veg komin,en þó hafa
stéttarfélögin og atvinnurek-
endur lært af mistökunum, sem
hér voru gerð á sinum tima, með
þvi að setja skorður á vinnutima
og afköst. Þó virðist viðasthvar
gæta sömu tilhneigingarinnar og
áður er getið um, launaskriðs,
ónákvæmni og vanþekkingar á
launakerfinu.
Atvinnurekendur hér i Eyjum
hýggjast nh reyna að lappa upp á
þetta launakerfi með þvi að segja
upp gildandi samningum viö
stéttarfélögin hér og taka i þess
staö upp svo kallaöan landssamn-
ing sem gefur u.þ.b. 20% rýrari
tekjumöguleika. Þessu visa
verkalýðsfélögin algjörlega á
bug, en hafa i þess stað bent á
margt, sem betur mætti fara i
stjórnun og framkvæmd bónus-
ins. Jafnframt hafa félögin sett
fram kröfur um aö ýmislegt mis-
rétti verði lagfært. Mikill
skoðanaágreiningur er á milli
deiluaðila og allt útlit fyrir að
slitnað sé upp úr samningavið-
ræðum a.m.k. i bili.
Eins og áður hefur verið getið,
þá er þetta ómanneskjulega
launakerfi, bónusinn.löngu gengið
sér til húðar og er óhætt að full-
yrða að bónusinn hafi allt of lengi
haldið niðri almennu timakaupi i
landinu. Það er þvi löngu orðiö
timabært að leita eftir öðru
launakerfi, sem leyst gæti bónus-
inn af hólmi, launakerfi þar sem
meira tillit væri tekið til vinnu-
verndar og hinna mannlegu þátta
en nú er. Það er ljóst að þegar af-
kastahvetjandi launakerfi á borð
við bónusinn er einu sinni komið
á, er ekki unnt að leggja það niður
nema annað komi i staðinn. En
meðan þetta nýja launakerfi ekki
finnst væri hugsanlegt að lappa
upp á það sem fyrir er. En þar
sem launahækkanir virðast vera
bannorð, hvort sem i hlut eiga at-
vinnurekendur eða rikisstjórnir,
þá mætti hugsa sér að upp væri
tekin e.k. „bónusuppbót”, sem
greidd væri í hundraðshluta af
timalaununum, meðan unnið er i
bónus, en staðlar lækkaðir i sama
hlutfalb og „bónusuppbótinni”
nemur. Jafnframt yrðu settar
strangari skorður á vinnutima-
lengd og afköst.
Eitt af feimnismálunum, sem
sjaldan er minnst á er, að vöru-
gæði eru yfirleitt I öfugu hlutfalli
við aukin afköst. Til að hamla
gegn þessu hafa atvinnurekendur
komiö sér upp ströngu eftirlits-
kerfi, sem þó er aöeins haft með
einum verkþætti, borðavinnunni,
og eru ströng viðurlög við, sé ein-
hver staöinn að þvi að skila gall-
aðri vöru. Viðurlögin eru endur-
vinnsla á tilteknu magni og sums-
staðar er enn við lýöi hinn ill-
ræmdi refsibónus. Óréttlætið sem
er samfara þvi aö aðeins einn
verkþáttur er háður eftirliti er
svo augljós að hann verður ekki
tiundaður hér. En þrátt fyrir
þetta stranga eftiriit berast stöð-
ugt kvartanir frá kaupendum
fiskafurða okkar erlendis frá, svo
augljóst er að hin ströngu refsi-
ákvæði duga ekki. Við eigum i
harðnandi samkeppni á fisk-
mörkuðum okkar og kröfur um
gæöi framleiðslunnar fara sifellt
vaxandi. Er ekki oröið timabært
að leggja niður refsibónus og
aðrar hirtingar á verkafólki, en
verðlauna það heldur fyrir vel
unna vöru með þvi að taka upp
n.k. gæðabónus?