Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981.
Benedikt Gröndal flytur tillögur um úrbætur í starfsháttum Alþingis:
Hömlur á ræðutíma
utan dagskrár
Aðeins 25
fyrirspurnir komu
fram 1925 en
nú þegar eru þær
orðnar 70
Fyrir nokkru siðan inælti
Benedikt Gröndal fyrir frum-
varpi sem hann flytur um breyt-
ingu á þremur þáttum i þingsköp-
um Alþingis. Er hér um að ræða
breytingar er varða þingsálykt-
unartillögur, fyrirspurnir og
umræður utan dagskrár. Þeir
Svavar Gestsson, Birgir tsleifur
Gunnarsson, Páll Pétursson og
Vilmundur Gylfason tóku til máls
um tillögur Benedikts og þökkuðu
honum frumkvæði hans í þessu
efni, þó þeir hefðu ýmsar athuga-
semdir við þær að gera. Hér á eft-
ir verður gerð grein fyrir nokkr-
um þeim atriðum sem fram komu
i umræðunum.
Fyrirspurnir
takmarkast við
ráðherra og
fyrirspyrjenda
Benedikt Gröndal sagði að
samkvæmt frumvarpi sinu væri
tillögum til þingsályktunar skipt i
tvo flokka eftir efni þeirra. Fjalli
tillögurnar um stjórnskipan utan-
rikis- eða varnarmál eða stað-
festingu framkvæmdaáætlana
(t.d. vegaáætlunar) er gert ráð
fyrir óbreyttri meðferð, tveim
umræðum og nær ótakmörkuðum
ræðutima. Um allar aðrar tillög-
ur skal fara fram ein umræða.
Flutningsmaður fái 10 minútur til
framsögu, en siðan verði tilllög-
unni visað til nefndar án frekari
umræðu. Þegar nefnd hefur af-
greitt málið fer fram umræða um
það, og fá framsögumenn nefndar
og flutningsmaður 5 minútur, en
siðan er ræðutimi takmarkaður
við 3 minútur. Þingsályktunar-
Svavar
Birgir
Páll
Vilmundur
tillögur verði aðeins leyfðar i
sameinuðu þingi. Sá heildartimi,
sem þær taka, mundi við þessa
breytingu styttast verulega.
Varðandi afgreiðslu fyrir-
spurna sagði Benedikt að sú
breyting fælist i frumvarpinu að
einungis fyrirspyrjandi og
ráðherra, sem svarar, taki til
máls. Við þetta styttist sá timi,
sem þarf til afgreiðslu á hverri
fyrirspurn, og ættu þá aðrar fyr-
irspurnir að fá afgreiðslu mun
fyrr. Óvist er að timi til fyrir-
spurna i heild styttist, en fleiri
fyrirspurnum yrði svarað.
Þá sagði Benedikt að gert væri
ráð fyrir þvi i frumvarpinu að sett
verði i fyrsta sinn ákvæði i þing-
sköp um umræður utan dagskrár,
en þær hafi á siðari árum orðið
veigamikill og nauðsynlegur
þáttur þingstarfa. Gert er ráð
fyrir að slikar umræður fari
aðeins fram i sameinuðu þingi,
enda ekki eðlilegt að önnur
deildin ræði ein „aðkallandi mál,
sem ekki þola bið”, sagði
Benedikt. Settar eru .hömlur á
ræðutima, svo að slikar umræður
fari ekki úr böndum eða ryðji
öðrum þingstörfum frá.
Fyrirspurnir
þróast i
eldhúsumrœðum
Benedikt rakti með tölum
ýmsar breytingar sem orðið hafa
á starfsemi Alþingis undanfarna
áratugi og sem allar kölluðu á
breytt vinnubrögð. Fram kom að
veruleg aukning hefur orðið á
fjölda fyrirspurna og þíngsálykt-
unartiilagna auk þess sem
umræður utan dagskrár hafa
færst mjög i vöxt. Þannig voru
1925 fluttar 23 þingsályktunartil-
lögur, en 1976 voru þær orðnar 88
og það sem af er þessu þingi er
búið að flytja 60. Þá voru árið 1925
bornar fram 4 fyrirspurnir, en
1976 eru þær komnar upp i 54 og
það sem af er þessu þingi eru
komnar fram um 70 fyrirspurnir.
Benedikt sagði að þessi mikli
fjöldi fyrirspurna samfara til-
hneigingu þingmanna til að gera
umræður um fyrirspurnir að eld-
húsumræðum kallaði á breytta
skipan þessara mála.
þingsjá
Styrkja þarf
löggjafarvaldið
Birgir tsleifur Gunnarsson tók
til máls eftir Benedikt og sagði að
starfshættir Alþingis væru svo
samtvinnaðir þvi sambandi er
rikti milli framkvæmdavaldsins
og löggjafarvaldsins, að ekki væri
hægtað slita þingsköp Alþingis úr
tengslum viö þær umræður sem
nú fara fram um breytingu á
stjórnarskránni. Birgir gerði
siðan grein fyrir nokkrum atr-
iðum er hann sagði að ættu að
miða að þvi að auka veg og
virðingu Alþingis og umfram allt
koma á betra jafnvægi milli
löggjafarvalds og framkvæmda-
valds, en enginn vafi væri á þvi að
það jafnvægi hefði raskast lög-
gjafarvaldinu i óhag. Þau atriði
sem Birgir nefndi voru eftir-
farandi:
1) Þriskipting rikisvaldsins i
löggjafarvald, framkvæmdavald
og dómsvald er engan veginn svo
afgerandi samkvæmt stjórnar-
skránni eða framkvæmda-
venjum, að ekki sé nauðsynlegt
við og við að taka þessa valda-
skiptingu til athugunar og endur-
skoðunar til að tryggja að eðlilegt
jafnvægi verði á milli þessara
meginþátta. Sérstaklega ber þá
að hafa i huga eftirfarandi:
2) Vaxandi tilhneigningu rikis-
stjórna til útgáfu bráðabirgða-
laga á að mæta með þvi að tak-
marka mun meira en nú er gert
útgáfu bráðabirgðalaga.
Núverandi heimild er allt of rúm
og færir of mikið vald frá Alþingi
til rikisstjórnar.
3) Lengja á starfstima
Alþingis.
4) Lengri starfstimi ætti að
tryggja vandaðri vinnubrögð i
iöggjafarstarfi og gera siður
nauðsynlega þá hraðafgreiðslu
sem nú tiðkast fyrir lengri þing-
hlé. Lengri starfstimi getur og
auðveldað Alþingi að taka til
meðferðar önnur mikilvæg mál,
sem ekki snerta beint löggjafar-
starf, t.d. almennar umræður urri
mikilvæga málaflokka eins og
utanrikismál.
5) Stöðu æðstu embættismanna
þingsins á að taka tilendurskoð-
unar og staða og embættiskjör
forseta sameinaðs þings á að vera
fyllilega sambærilegt við ráð-
herra.
6) Alþingi á að draga úr vax-
andi tilhneigingu til að afsala sér
valdi i hendur framkvæmda-
valdsins með mjög rúmum heim-
ildum til að skipa málum með
reglugerðum.
7) Þingrofsréttinn á að flytja
frá forsætisráðherra og rikis-
stjórn i hendur Alþingis sjálfs.
8) Þingmenn sem taka sæti i
rikisstjórn eiga að láta af þing-
mennsku og láta varamenn taka
þingsæti sitt meðan þeir gegna
ráðherrastöðu.
Spor i rétta átt
Svavar Gestsson tók næstur til
máls og sagði að ljóst væri að
breyta þyrfti þingsköpum
Alþingis talsvert. Hann lagði
áherslu á að sem fyrst yrði reynt
að ná fram breytingum á þeim
þáttum sem samstaða væri um en
ekki beðið eftir heildarb-’eyting-
um á þingsköpunum sem gæti
orðið öllu erfiðara.
Hótel Loftleidir:
Ungversk vika
Ungverskur matur og vín auk
skemmtiatriða og ferðahappdrœttis
á Loftleiða- hótelinu
1 gær hófst áð Hólel Loftleið-
um ungversk vika, þar sem
fram fer mjög ýtarleg kynning á
Ungverjalandi, landi og þjóö.
Þar verða einnig kynntir ferða-
möguleikar til landsins, en
Ferðaskrifstof a Kjartans
Helgasonar mun gangast fyrir
ferðum til Ungverjalands i vor
og sumar i samvinnu við Flug-
leiðir h.f.
Á ungversku vikunni að Hótel
Loftleiðum veröur boðið uppá
ungverskan mat, búinn til af
einum frægasta matreiðslu-
manni Ungverjalands, Zoltan
Bara. Og aö sjálfsögðu verður
boðið uppá ungversk vin, en
Ungverjar eru frægir vingerð-
armenn. Þá er komin til lands-
ins ungversk zigaunahljómsveit
og söngkona, sem flytja munu
ungverska tónlist. Matseðlar
verða númeraðir og verða
happdrættisvinningar dregnir
út á hverju kvöldi, en aðal vinn-
ingurinn verður dreginn út nk.
sunnudagskvöld og er það ferð
fyrir tvo til Ungverjalands og
dvöl þar i landi.
Auk Ferðaskrifstofu Kjartans
Helgasonar og Flugleiða h.f.,
standa að þessari ungversku
viku Ferðamálaráð Ungverja-
lands og ungverska flugfélagið
MALÉV og að auki ferðaskrif-
stofan IBUSZ.
Auk þeirrar Ungverjalands-
kynningar sem fram fer i Vik-
ingasal á hverju kvöldi verður
Ungverjalandskynning i
Blómasal i hádeginu meðan
kynningarvikan stendur. Þar
munu ungverskir réttir veröa á
kalda borðinu og sigaunahljóm-
sveit leikur. Þá verður ung-
verskur réttur á matseðli Veit-
ingabúðar þá daga sem kynn-
ingin stendur.
Sem kunnugt er hefur Hilmar
„Spilaðu sfgauni...” segir f islenskum sönglagatexta og nú getur
fólk hlustað á sfgauna spila og synga á ungversku vikunni sem
stendur yfir að Hótel Loftleiðum. (Ljós,. — Ella)
Jónsson veitingastjóri sýni-
kennslu i matgerðarlist i Leifs-
búð hvert þriðjudagskvöld kl.
18:00. Þriðjudaginn 17. febrúar
mun Hilmar ásamt Zoltan Bara
hinum ungverska matsveini
sýna gerð ungverskra rétta.
Þess má geta að Zoltan Bara
vann fyrstu verðlaun i
evrópiskri keppni matsveina
fyrir nokkru.
—S.dór
Benedikt: Fyrirspurnir hafa til-
hneigingu til að þróast f eldhús-
umræður.
Svavar sagðist telja að
frumvarp Benedikts væri spor i
rétta átt. Hann væri t.d. i
meginatriðum sammála hug-
myndum Benedikts um fyr-
irkomulag utandagskrár-
umræðna. Hins vegar sagðist
hann telja að fulLmiklar skorður
væru settar varðandi fyrirspurnir
og umræður um þingsályktanir.
Þrátt fyrir athugasemdir sinar
itrekaði Svavar að brýnt væri að
aðlaga þingsköpin og þinghaldið
að þeim gjörbreyttu aðstæðum
sem orðið hefðu i landinu og
Benedikt hefði rakið ma. i sinum
tölum. Svavar sagði að i þessu
sambandi væri einnig fróðlegt
fyrir menn að velta þvi fyrir sér
að á sama tima og mikil breyting
hefur orðið á þingstörfum, þá hef-
ur orðið veruleg breyting i öllu
stjórnkerfinu. Siðastliðin 20 ár
hafa umsvifin i stjórnarráðinu og
ýmsum rikisstofnunum aukist
mjög. Sagði Svavar að þetta
leiddi hugann að þvi hvort að ekki
væri óhjákvæmilegt að taka jafn-
framt til rækilegrar endur-
skoðunar lögin um Stjórnarráð
Islands og stjórnarráðsreglu-
gerðina.
Svavar ræddi siðan nokkur atr-
iði sem fram komu i ræðu Birgis
Isleifs. Hann lýsti sig andvigan
þeirri hugmynd að þingmenn sem
sæti taka i rikisstjórn láti af þing-
mennsku og láti varamenn taka
sæti sitt meðan þeir gegna
ráðherrastöðu. Sagði Svavar að
slikt fyrirkomulag væri óæski-
legt. Ráðherrastörf væru vissu-
lega erfið og krefjandi, en hann
taldi þó að ráðherrar ættu að vera
á þingi og taka þar þátt i störfum
þess og þingflokkanna. 1 Noregi,
þar sem það fyrirkomulag rikti er
Birgir vildi taka upp, hefði sú
staða oftlega komið upp að veru-
legur hluti ráðherra eru
embættismenn, sem aldrei hafa
tekið þátt i lýðræðislegu starfi,
hvorki starfað i stjórnmálaflokk-
um né á þingi. Sumir þeirra hafa
eingöngu komið i gegnum
embættismannakerfið. Sagðist
Svavar telja að slikt kynni ekki
góðri lukku að stýra.
Ráðherrar láti
af þingstörfum
Páll Pétursson lysti ynr
stuðningi við tillögur Benedikts
varðandi utandagskrárumræður
en hafði eins og Svavar fyrirvara
á varðandi fyrirspurnir og
umræður um þingsályktunar-
tillögur. Varðandi fyrirspurnir
sagðist hann telja fulUþröngt að
aðeins fyrirspyrjandi og ráðherr-
ar gætu tekið til máls, þvi i máli
þessarra manna gætu komið
fram atriði og staðhæfingar sem
aðrir þingmenn teldu óhjákvæmi-
legt að svara. Hann sagðist sam-
Framhald á bls. 17.
Rang-
feðraður
Sigurður
Einhver meinloka olli þvi að
annar höfundur Mexikópistils
sem birtist i Helgarblaðinu var
rangt feðraður. Sigurður Hjartar-
son var kallaður Ragnarsson.
Þetta leiðréttist hér með með iðr-
un og afsökunarbeiðni.