Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Blaðsíða 20
DIOÐVIUINN Miðvikudagur 18. febrúar 1981. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i áfgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsúni 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Rafmagns- truflanir um allt land Jón Ingi- marsson Akureyri er látinn Aðfaranótt s.l. sunnudags lést á Akureyri Jón Ingi- marsson, formaöur Iðju, félags vcrksmiðjufólks þar i bæ. Jón var fæddur á Akur- eyri 6. febrúar 1913, og þvi 68 ára að aldri er hann lést. Jón Ingimarsson var for- maður Iðju á Akureyri hátt á fjórða áratug og gegndi þeim störfum til dánardægurs. 1 Iðju hafði hann starfað frá stofnun félagsins 1936. Jón var i marga áratugi einn helsti forystumaður stjórnmálasamtaka sósial- ista á Akureyri og átti m.a. lengi sæti i bæjarstjórn. Hann var virkur baráttu- maður I verkalýðssamtökun- um og Alþýöubandalaginu til hinsta dags. Þjóðviljinn vottar fjöl- skyldu Jóns Ingimarssonar innilega samúð nú við fráfall hans. Jóns verður nánar minnst hér i blaðinu siðar. Linum sló saman, staurar brotnuðu og alls konar brak fauk ú línur Mjög miklar rafmagns- truflanir urðu um allt land af völdum óveðursins í fyrradag. Segja má að raf- magnstruflanir hafi orðið allsstaðar nema á Aust- fjörðum. Að sögn Guðjóns Guömundssonar hjá RARIK urðu miklar trufl- anir á byggðalínurmi, allt frá Hvalfirði og austur á land, og var þar fyrst og fremst um samslátt og áfok að ræða. Auk þess brotnuðu staur- ar í línunni á tveimur stöðum, norðan við Vatns- hamra í Borgarfirði og við Gilsf jörð, og var unnið að viðgerð á þessum bilunum öllum í gær. Sagði Guðjón, að rafmagn væri að koma á viðast hvar síðdegis. Þá bilaði linan frá Mjólkár- virkjun til ísafjarðar og varð að keyra díselvélar á ísaf irði. Straumur fór af öllum Lands- virkjunarlínunum að austan, og fór þá rafmagn af öllu Reykja- vikursvæðinu og Reykjanesi. Gekk mjög illa að koma Reykja- neslinunni inn aftur og það var ekki fyrr en i gærmorgun að linan frá Elliðaárstöðinni út á Reykja- nes komst i lag. A linunni frá Geithálsi til Reykjavikur urðu all miklar skemmdir vegna þess aö lauslegt brak sem fauk um i fyrrakvöld lenti á linunum og skemmdi þær. A meðan viðgerð for fram i gær, var rafmagn skammtaö i Reykja- vik. Fyrir utan bilanir á aðallinum er mikið um bilanir á sveita- linum, einkum á Vesturlandi, en unnið var i gær af kappi að við- gerð á þeim eins og öðrum linum. —S.dór. Hluti þaksins á nýbyggingu Fæðingardeildar Landspitalans fauk af og var unnið að viðgerðum þar i gær sem víðar. — Ljósm. -eik-. Fárviðrið í fyrradag: Mestí meóalvindur sem mælst hefur í fárviðri, eins og því sem gekk yfir landið í fyrradag, eru vindmæl- ingar veðurstofunnar með tvennum hætti. Annars- vegar er mældur meðal- vindhraði, sem er samfelld vindmæling i 10 mínútur, og reyndist meðalvind- hraðinn í fyrrakvöld vera 77 hnútar, sem er mesti meðalvindhraði sem mælst hefur hér á landi frá upp- hafi vindmælinga, að sögn Braga Jónssonar veður- fræðings. Hinsvegar eru svo mældar mestu vindkviðurnar og hafa þær mælst hraðari hér á landi en I fyrradag. I mestu hviðunni i fyrradag mældust 102 hnútar hjá veðurstofunni i Reykjavik, en 24. september 1973 iþvi mikla óveðri, sém þá geisaði, mældust mestu hviðurnar 108 hnútar. I janúar 1942 gekk yfir óskaplegt veður og þá mældust 109 hnútar i mestu kviðunni. Er þaö mesti vindhraði sem mælst hefur hjá veðurstof- unni. Afturá móti þykir þeim á Stór- höfða i Vestmannaeyjum ekki mikið til þessara talna koma, Við Engihjalla i Kópavogi varð mikiö tjón, bæði á húsum og ekki slður á bifreiðum, en margar þeirra fuku um, eins og myndin sýnir. — Ljósm. -eik-. landið. Lægðin fór svo yfir landið eins og hvert mannsbarn varð vart við og var i gær komin yfir Tobinhöfða. Mun hún valda að- gerðalitlu vestanveðri i dag, en á morgun er von á annarri lægð, sem valda mun all- hvössu veðri, austanátt með slyddu eða rigningu. —S. dór. enda er höfðinn mesti vindrass á tslándi. I óvéðrinu i fyrradag mældust 117 hnútar kl. 19.57 og 115 hnútar kl. 21.00 á Stórhöfða i mestu kviðunum. Það var óvenju djúp lægð sem olli fárviðrinu i fyrradag, hún var 935 millibar djúp eða þar um bil, en að sögn Braga er dálitiö erfitt að mæla það, þegar lægðarmiðj- an er úti á hafinu hér vestan við Mikil fundahöld í stjórn Framkvœmdastofnunar i gœr Togarinn kemur Leysi niður um Sverri Hermannsson, segir Stefán Jónsson Nú virðist loks vera að sjást fyrir endann á hinu umdeilda togaramáli þeirra Norður-Þing- eyinga. Rfkisstjórnin fjallaði um málið á fundi sinum í gærmorgun, en geröi enga samþykkt i málinu. Tveir fundir voru haldnir i gær i stjórn Framkvæmdastofnunar- innar. A hinum siðari var sam- þykkt að byggðasjóður lánaði sem svaraði 20% af 28 miljónum norskra króna, um þaö bil 3,3 miljarðar Gkr., sem er kaupveröiö ásamt nauösynleg- ustu breytingum og kostnaði. Af þessu láni byggðasjóðs kemur helmingur beint úr byggðasjóði en hinn hlutinn af sérstöku framlagi rikissjóðs að upphæð 15 miljónir Nkr. til byggðasjóðs á lánsfjáráætlun, sem ætlað er til skipakaupa eða bygginga. Sá hluti er með rikis- ábyrgö, þannig að alls eru 90% af lánum vegna skipsins með rikis- ábyrgð. Þessar upplýsingar komu fram hjá Stefáni Guðmundssyni sem situr i stjórn Framkvæmdastofn- unar, en hann ásamt Þórarni Sigurjónssyni, Geir Gunnarssyni, Matthiasi Bjarnasyni og Ólafi G. Einarssyni stóðu að þessari sam- þykkt en hjá sátu Eggert Haukdal og Karl Steinar Guðnason. Útgerðaraðilar skipsins á Raufarhöfn og Þórshöfn munu hafa tilkynnt seljendum að af kaupunum yröi, þannig að þeir fá togarann þrátt fyrir allt. Það sem mestu mun hafa ráðið um afstöðu manna i stjórn Fram- kvæmdastofnunar eru ' þau hundruð miljóna G.kr. sem greiða hefði þurft ef kaupunum hefði verið rift. Skipiö veröa þeir að fá Mörg þung orð hafa verið látin falla um þessi kaup. Ma. sagði Sverrir Hermannsson þingmaöur og framkvæmdastjóri Fram- kvæmdastofnunar að leysa þyrfti niður um nokkra menn vegna málsins. Ekki tókst Þjóðvilj- anum að ná i Sverri eftir fund stjórnar Framkvæmdastofnunar i gær, en Stefán Jónsson alþingis- maður var spurður um hvort hann væri einn þeirra manna sem leysa þyrfti niður um. ,,Ég er einn af þeim sem ætla að leysa niður um Sverri Hermannsson fyrir frammistöð- una i þessu máli. Rikisstjórnin fól Framkvæmdastofnun að sjá um lausn þessa máls, ekki aðeins að reiða af höndum peninga- greiðslur, heldur aðstoða við val og kaup á skipinu og veita sér- fræðilega aðstoð við kaup á hæfi- lega stóru og góðu skipi sem hentaði til hráefnisöflunar á Þórshöfn og Raufarhöfn. Rikisstjórnin verður úr þvi sem komið er að koma þessu máli i gegn. Framkvæmdastofnunin verður aö sjá fyrir 20% af Framhald á bls. 17. Hjörleifur Guttormsson: Villandi frétta- flutningur í sjónvarpi Af tilefni fréttaflutnings i sjón- varpinu i gærkvöldi i sambandi við togarakaup til Þórshafnar og Raufarhafnar, þar sem fullyrt var að rikisstjórnin hefði beint til- mælum til stjórnar Fram- kvæmdastofnunar rikisins á fundi sinum i gærmorgun óskar Hjör- leifur Guttormsson iðnaðaaðar- ráðherra að taka fram eftirfar- andi: „Engin samþykkt var gerð um þetta mál á fundinum og þvert á móti ákveðið að engin slik sam- Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.