Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 17

Þjóðviljinn - 18.02.1981, Síða 17
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Þórarinn Framhald af 13. siðu. alls kyns plöntum sem eiga að öðrum kosti erfitt uppdráttar. Þykk hönd og sterkir fingur hans léku mjúklega við viðkvæmustu plöntur og græðlinga, en I annan tima beitti hann þessari sömu hönd einni, svo vel sem aðrir tveimur á hin grófustu verk og verkfæri. Um samskipti okkar Þórarins vil ég kannski ekki segja mikið. Gagnkvæmar heimsóknir eru fáar, allt of fáar, en við vitum hver af öðrum. En þegar við tölum saman, þá er það i fullri einlægni og skrumlaust með öllu, enda á maðurinn það ekki til. í starfi eins og þvi sem ég gegni kynnist maður alls konar fólki, sem betur fer mörgu ágætisfólki. Eðli málsins sam- kvæmt þarf maður á stuðnings- mönnum að halda, en I öllu þessu stappi, næstum allrar gerðar, er kannski fyrst og fremst þörf á að eiga sér sér- staka stuðningsmenn af gerð Þórarins, trausta og fasta fyrir, svo kunnuga manni sjálfum, að hann þarf varla að spyrja til að vita nokkuð vist hvar maður stendur. Á slikum mönnum má byggja. Þeir eru fastir punktar i tilverunni. Mér kemur stundum i hug, þegar mér verður hugsað til manna sem Þórarins, það sem helgisagan segir eftir meistar- anum frá Nazaret, þegar hann gekk til fiskimannanna á vatns- bakkanum og sagði við Simon: þú skalt heita Kefas (klettur). Þórarinn kvæntist ungur Laugu konu sinni. Gunnlaug Einarsdóttir frá Bakkafirði. vinkona min, er að visu ekki orðin sextug, en ég veit að hún móðgast ekki, þótt ég segi aö mér finnist hún vera það lika, svo samstiga eru þau hjón, að mér finnst eins og þau séu fædd sama daginn. Bestu heillaóskir á þessum afmælisdegi. Garðar Sigurðsson. Þingsjá Framhald af 6. siðu. mála að takmarka ræðutima við umræður um þingsályktunartil- lögur en væri þó andvigur þvi að tillögu væri strax visað til nefndar eftir að framsögumaður hefði mælt fyrir málinu. Oft væri um hápólitiskt mál að ræða sem aðrir þingmenn myndu vilja tjá sig strax um. Páll sagðist telja til bóta i þing- haldi ef varamenn mættu fyrir ráðherra meðan þeir sætu i ráðherrastólum. Hins vegar væri nauðsynlegt að ráðherra hefði reynslu af þingstörfum og þeir yrðu að vera viðstaddir umræður þegar þeirra mál væru til meðferðar. Það væri ofrausn á starfskröftum ráðherra að gera ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Bolungavik Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Bolungavik verður haldinn föstudaginn 20. febrúar 1981 kl. 20.30 I Sjómannastofunni. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Kjartan Ólafsson mætir á fundinum og gerir grein fyrir stjórnmálaástandinu og svarar fyrir- spurnum. Félagar eru hvattir til að mæta vel. Nýir félagar velkomnir. Opinn fundur með iðnaðarráðherra Laugardaginn 21. febrúar n.k. verður haldinn opinn fundur með iðnaðarráðherra i Fram- sóknarhúsinu Eyrarvegi 15 á Selfossi og hefst hann kl. 14. Fundarefni: Iðnaðar- og orkumál Framsögumaður: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Allir velkomnir Stjórn Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis. Hjörleifur Guttormsson Æskulýðsfélag sósíalista Fjöltefli Næstkomandi fimmtudag kl. 20.30. býður Æ.S. uppá fjöltefli við Helga ólafsson stór- meistara. Fjölteflið veröur á Grettisgötu 3. Þátttakendur eru minntir á að taka töflin með sér. Félagar fjölmennum. Allir vel- komnir. Stjórnin. Stj órnmálafundir Eins og félögum Æ.S. er kunnugt eru stjórnarfundir hjá félaginu opnir öllum félögum Æ.S. Fundir verða framvegis haldnir á laugardögum kl. 10.00 f.h. að Grettisgötu.3. Stjórnin. Helgi Alþýöubandalagið i Reykjavik Fundaröð um starf og stefnu Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið i Reykjavik gengst fyrir fundaröð um starf og stefnu Alþýðubandalagsins nú á næstu vikum. Haldnir verða 6 fundir, sem byggðir verða þannig upp að bæði verður um að ræða fræðslu og umræðu um hugmyndalegan grundvöll flokksins og starf hans i valdastofnunum þjóðfélagsins. Eftirtaldir fundir verða haldnir, en hver þeirra verður augiýstur nánar i Þjóðviljanum Fimmtudaginn 19. febrúar Hugmyndir Marx um sósíalisma og lýöræöi. Fyrsti fundurinn i fundaröðinni verður fimmtudaginn 19. febrú- ar i Sóknarsalnum við Freyjugötu og hefst hann kl. 20:30. Frummælandi: Svanur Kristjánsson Fimmtudaginn 26. febrúar Sögulegt yfirlit yfir hugmyndagrundvöll sósíalískr- ar hreyfingar á íslandi. Annar fundurinn fjallar um hugmyndagrundvöll sósialiskrar hreyfingar á íslandi frá stofnun Alþýðubandalagsins sem flokks Þröstur 1968, með sérstakri áherslu á stefnuskrá flokksins. Gunnar Loftur 20:30. .. . ^ 1 Frummælendur: Hjalti Kristgeirsson og Loftur Guttormsson Þriðjudaginn 3. mars \ w~~' Meirihlutasamstarfið i borgarstjórn Reykjavíkur. 1<jRÉ A* JR Starfið og árangur þess. Frummælendur: Gunnar H. Gunnarsson og Sigurjón Pétursson. Fimmtudaginn 12. mars Ríkisstjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins sigurjón i97i—1974, 1978—1979 og í núverandi rikisstjórn. Frummælendur: Svavar Gestsson og Þröstur Ólafsson. Svanur. Þriðjudaginn 17. mars Verkalýösbarátta á islandi s.l. áratug. Frummælendur: auglýstir siðar. Miðvikudaginn 1. apríl Niðurstööur A þessum fundi verður reynt að taka saman hvað hafi tekist vel og hvað illa i starfi flokksins með til- liti til þess sem fjallað hefur verið um á fyrri fund- um. Félagar fjölmenn- um og tökum virkj- an þátt i starfi félagsins. Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik. þeim að skyldu að sitja á þing- fundi heilu næturnar og biða eftir atkvæðagreiðslu. Þó aö ráöherrar létu af þingmennsku þá væri engu að siöur nauðsynlegt að þeir störfuðu i þingflokkunum eins og þeir gerðu i dag. Þingtíminn verði lengdur Vilmundur Gylfason var siðastur ræðumanna og lýsti hann stuðningi við frumvarp Benedikts. Vilmundur ræddi einkum um nauðsyn þess að lengja starfstima Alþingis og minnti á að Alþingi starfaði ekki nema liðlega 6 mánuði á ári hverju. Þetta ætti sér vissulega eðlilegar skýringar þvi upphaf- lega hafi starfstimi Alþingis verið sniðinn eftir þörfum land- búnaöarsamfélagsins og langt fram eftir þessari öld var meiri- hluti þingmanna bændur. Sagðist Vilmundur telja eðlilegast aö miðað væri viö að Alþingi tæki sér sumarleyfi aðeins i tvo mánuði þ.e. I júli og ágúst. Þá ræddi Vilmundur nokkuð um nauðsyn þess að breyta stöðu þingnefnda og gera þeim skylt að fylgjast með framkvæmd laga. -þ. Búnaðarþing Framhald af bls. 9. frá sveitarfölögunum úr 150 kr. á ibúa i 300 kr. og er það jafnframt bundið visitöluhækkunum. Verk- svið Bjargráðasjóðs stækkar stöðugt og er þvi nauðsynlegt að efla enn fjárráð hans. Lög um forfalla- og afleysinga- þjónustu i sveitum komu til fram- kvæmda á sl. ári og hafa þegar sannað þýðingu sina. Nýlega er afstaðinn hinn árlegi ráðunautafundur. Það var m.a. skýrt frá niðurstöðum rannsókna á notagildi heimafengins fóðurs: þurrheys, votheys, gras- og heyköggla. Leiddu þær rann- sóknir i ljós, að hægt er að nota þetta fóöur, a.m.k. þvi sem næst eingöngu, nema þegar um er að ræða mjög hámjólka kýr. Asgeir Bjarnason kom viðar við i ræðu sinni en svo, að hér verði það allt tiundað. En niðurlagsorð hans voru þessi: „Landbúnaðurinn er einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar”. Hann veitir fjölda manna vinnu og skilar þjóðarbúinu árlega miklum verðmætum. Þjóðinni fjölgar, þvi þarf að vera vel á verði um allt, sem tryggir at-. vinnulif og verðmætasköpun. Landbúnaðurinn, — dreifbýlið — hefur i þessum efnum mikla möguleika. Frjósöm gróðurmold, virkjun jarðhitans, raforka um land allt og betri samgöngur fela i sér mörg áður óþekkt tækifæri. Flestir landsmenn vilja byggja landið allt. Það skulum við gera smám saman á myndárlegan hátt”. Aö lokinni setningarræðu formanns Búnaðarfélagsins fluttu þau ávörp Pálmi Jónsson, landbúnaðarráöherra og Maria Pétursdóttir, formaður Kven- félagssambands Islands. Yerður nánar að þeim vikiö i annarri frásögn. —mhg Hjörleifur Framhald af 20. siöu. þykkt yrði gerð né heldur neinum boðum beint til Framkvæmda- stofnunar rikisins um málið. Eftir sjónvarpsfréttir i kvöld hafði ég samband við Ingva Hrafn Jónsson fréttamann, sem greindi mér frá þvi að heimildar- menn sinir væru ekki ráðherrar heldur einstakir þingmenn og þar á meðal Sverrir Hermannsson, forstjóri Framkvæmdastofnunar- Ég tel fréttaflutning af þessu tagi með eindæmum og eitt furðu- verkið af mörgum i tengslum viö þetta sérkennilega togarakaupa- mál”. —v. Togarinn Framhald af 20. siðu. viðbótarkostnaði sem stafar af breytingum á skipinu. Hitt er svo eftirþanki fyrir suma af þing- mönnum Norðurlands eystra, sem ekki voru hafðir með i ráðum um kaup á skipinu, hvort ekki hefði verið betra að hafa enga ráðunauta sér við hlið, heldur en slæma. Þá undanskil ég ekki sölu- mann skipsins, sem jafnframt gaf sig i það að vera lögfræðilegur ráðunautur þeirra i þessu máli. En skipiö verða þeir aö fá.” BÓ Tryggingafélagið Framhald af bls. 1 sjómilur frá landi og dráttartaug- in enn ekki komin á milli þeirra. Setti varðskipið þá á fulla ferð og hélt ótilkvatt áleiðis til skipanna. Kl. 00.30 heyrðist að tvo menn hefði tekið út af Heimaey og var hún þá komin i brimgarðinn. 00.35 var Heimaey strönduð. Varðskip- ið aðstoðaði við að koma boðum áleiðis um strandið og við fjar- skipti miili björgunarsveitar og bátsverja. Varðskipið yfirgaf strandstaðinn kl. 2.37 og var þá siðasti maður kominn i land. Svo mikill var veðurofsinn að á leið- inni á strandstað tók einn björg- unarbáta varðskipsins út. Höskuldur Skarphéðinsson kvað það mjög alvarlegt ef menn i landi væru að hlutast til um ákvarðanir skipstjórnarmanna i sjávarháska, og kvaðst hann ætla að taka málið upp á vegum Far- manna- og fiskimannasambands- ins. —ekh Alþýðubandalagið ísafirði: Almennir stjórnmálafundir á ísafirði og Boiungavik Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmáfunda i Bolungavik og á Isaíirði 21. og 22. febrúar. Fundurinn i Bolungarvik verður haldinn i félagsheimili verkalýðsfélagsins þar og hefst kl. 16 laugardaginn 21. febrúar. Fundurinn á ísafirði verður haldinn i Góðtemplarahúsinu og hefst klukkan 16 sunnudag- inn 22. febrúar. Ólafur Ragnar Grimson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagisins og Kjartan Ólafsson, ritstjóri verða máls- hefjendur á báðum fundunum. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi Reynir Snjólfsson andaðist að morgni 17. febrúar i Borgarspitalanum. Jónina Guðjónsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður Guðjóns Páls Arnarsonar Sigurósk Garðarsdóttir örn Guðjónsson Garðarog Leó

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.