Þjóðviljinn - 12.03.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Qupperneq 3
Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 járniönaðarmanna: \Óvenju \ \liflegt ! I félagslíf ! 1 nær öllum stéttarfélögum I I hefur félagslif verið með I I daufasta móti undanfarin ár, I , jafnvel svo að sum hafa lagt * ■ út i dýrar sjónvarpsauglýs- I I ingar til að minna fólk á I I vilvist sina. Þessu virðist • , vera talsvert öðru visi farið J ■ hjá járniðnaðarmönnum i I I Félagi járniönarmanna. Þjóðviljanum hefur borist • i skýrsla stjórnar félagsins, J | sem lögð var fram á siðasta I I aðalfundiþess27. feb. sl. Þar I | kemur fram að félagslif hef- * ■ ur verið hið blómlegasta hjá J l járniðnaðarmönnum. í skýrslunni kemur fram, I | að fyrir utan aðalfund 1980 ■ > voru haldnir 8 almennir . I félagsfundir og 23 bókfærðir I | stjórnar. og trúnaðarráðs- I | fundir á árinu. Þá voru og J • haldnir fjölmargir fundir . I með félagsmönnum á vinnu- I I stöðum. Þá hefur félagið keypt J • nýja húseign að Suðurlands- > I braut 30 en húseignin að I | Skólavörðustig 16 seld. Þá á | I félagið 7 orlofshús á fjórum ■ stöðum á landinu og að auki I á félagið jörðina Kljá á I Snæfellsnesi þar sem unnið • hefur verið að endurbótum á ’ húsnæðinu, sem verður 8. I orlofshúsið, auk þess sem | félagar geta dvalist þarna i I töldum eða i húsvögnum. J Hefur aðsókn að orlofs- I húsum Félags járniðnaðar- I manna verið mjög góð yfir ■ orlofstimann. J Margt fleira mætti nefna | sem kemur fram i skýrslunni I sem sýnir hve félagslif hjá ' járniðnaðarmönnum virðist J standa með miklum ágæt- I um. — S.dór | Afmœlisrit i til heiðurs Lúðvík Kristjáns- syni I Sfðla þessa árs verður hinn I kunni fræðimaður Lúðvik • Kristjánsson, rithöfundur, I sjötugur. Af þvi tilcfni hefur I Sögufélagið ákveðið að gefa I út afmælisrit honum til ' heiðurs og tjá með þvi nokk- I urn þakklætisvott fyrir mik- I ilsvert framlag hans i þágu • isienskrar sagnfræði. Meginefni bókarinnar I verða ritgerðir eftir Lúðvik, I sem birst hafa á við og dreif, • einkum i blöðum og timarit- J um, undanfarna áratugi og I telja má ótviræðan feng að fá I safnað saman á einn stað. ' Enn fremur munu veröa i J ritinu grein um Lúðvik, ævi | hans og störf, skrá um rit- I smiðar hans, svo og heilla- ' óskalisti (tabula gratulat- J oria). Útgáfuna annast I Bergsteinn Jónsson dósent I og Einar Laxness cand. J mag. Þeir, sem vilja heiðra | Lúðvik Kristjánsson með þvi I að láta skrá nafn sitt á J heillaóskalista og gerast þar > með áskrifendur að ritinu I (verð kr. 200.-), eru vinsam- I lega beðnir fyrir 1. júni n.k. J að tilkynna það á afgreiðslu ■ Sögufélags að Garðastræti I 13b (gengið inn frá Fischer- I sundi), opið virka daga kl. J 14—18, simi 14620. * ÞEGAR VORIÐ KOM... Veðrið var það vorlegt i gær, að þaö er ástæða til að mæra það á fleiri en einum stað i dagblaði. Allir árgangar fóru á kreik, ekki sist þeir yngri. Það var loks ástæða til að sleikja is undir beru lofti og ekki hætta á þvi lengur að það væri i leiðinni tilræði við heilsuna. Og það er lika hægt að totta vorið i sig blygðunarlaust um túttur, rétt eins og maður vildi framlengja frumbernsk- una... (ljósm. eik) Barnabókadagar 5% ágóðans rennur til Félags heyrnarlausra Barnabókadagar verða i Markaðshúsi Bókhlöðunnar við Laugaveg 39 dagana 13.—28. mars. Þar verða á boðstólum gamlar og nýjar barnabækur, en cigcndur verslunarinnar hafa ákveðiðað 5% af sölunni renni til Félags heyrnarlausra i tilefni af ári latlaðra. Jafnframt bókamarkaðnum verður efnt til kynninga á baðstofuloftinu uppi yfir mark- aðnum, þar munu höfundar lesa úr eigin verkum, en ekki er ljóst enn hverjir koma þar fram. Þeir Eyjólfur Sigurðsson eigandi Bókhlöðunnar og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson formaður Félags heyrnarlausra kynntu barnabókadagana og sagði Vilhjálmur að félagið myndi nota peningana sem til þess rynnu til þess að ljúka við innréttingar félagsheimilis að Skólavörðustig 21. Vilhjálmur sagði að mjög greinilegt væri að skilningur væri að aukast á fötiun heyrnarlausra, sérstaklega eftir Vilhjálmur B. Vilhjálmsson form. Félags heyrnarlausra og Eyjólfur Sigurösson eigandi Bókhlöðunnar kynna Barnabókadaga.— Ljósm:eik. að sjónvarpiö hóf útsendingar frétta á táknmáli. Eyjólfur minnti á að það vildi oft gleymast að heyrnarleysi er ein tegund fötlunar og þetta framtak Bókhlöðunnar væri til þess ætlað að minna á það. Vilhjálmur bætti þvi við að i sinum augum væri heyrnarleysi þreföld fötlun, engin heyrn, skert- ur málþroski og allt öðruvisi raddbeiting en hjá þeim sem heyra. Félagheyrnarlausra hefur að undanförnu beint kröftum sin- um að félagsheimilinu, verið með happdrætti i gangi og er þökk að öllum þeim stuðningisem fólk vill veita neyrnarlausum. — ká Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Námsferðir, kvikmynda- hátíð og fyrirlestrar Vikuna 16.—20. mars verður haldin starfsvika i Fjölbrautaskóla Suðurnesja (F.S.) og fellur öll formleg kennsla niður i þeirri viku af þeim sökum. I stað venjulegrar kennslu mun neniendum m.a. verða boðiö upp á átthagaferðir um Reykjanes, svo og ferðir i ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum og stór-Reykjavikursvæðinu sem tengjast námi þeirra á einhvern hátt. Þá verður efnt til fyrirlestrahalds i skólanum um hin ýmislegustu efni er tengjast jafnt skóla og menntamálum, svo og þjóðmálum og byggðamál- um Suðurnesja. Munu fyrirlestrarnir verða haldnir á milli kl. 15 og 17 alla daga vikunnar og verður hægt að velja milli þriggja fyrir- lestra samtimis. Fyrirlestr- ar þessir eru opnir nemendum jafnt sem öðrum ibúum Suðurnesja. Nemendafélag skólans mun i tilefni starfsvikunnar gangast fyrir kvikmynda- hátið i Félagsbiói ofan- greinda daga og hefjast sýn- ingarnar kl. 17 dag hvern. Meðal mynda þeirra er sýndar verða eru ýmsar mestu perlur kvikmynda- gerðarlistarinnar svo sem myndir eftir Chaplin, Buster Keaton, Roman Polanski o.fl. Aðgangur að kvik- myndasýningunum er öllum heimill. A mánudagskvöldið kl. 20.30 verður sýnt leikritið KONA eftir Dario Fo i flutn- ingi Alþýðuleikhússins i Félagsbiói, og starfsvikunni lýkur svo á föstudagskvöld i Félagsbiói kl. 20.30 með tónlistarhátið sem nemenda- félagið gengst fyrir. Stofna Félag íslenskra safnamanna Nýlega hefur verið stofnað Félag islenskra safnmanna, þe. þeirra sem vinna i fag- legu starfi við lista-, minja- og náttúrufræðisöfn og lokið hafa námi i greinum sem nýtast i starfsemi þessara stofnana. Islenskir safnmenn, sem eru nokkuð fjölmennur hóp- ur, hafa ekki fyrr bundist formlegum samtökum. en félagsstofnunin kemur i kjöl- far ráðstefnu um safnmál, sem safnmenn i Árbæjar- safni gengust fyrir á sl. vori og sótt var af fyrirsvars- mönnum og safnvörðum viðsvegar að af landinu. Tilgangur félagsins er ma. eins og segir i lögum þess ,,að efla samstarf og kynni milli safna og safnmanna, fjalla um «afnamál og ýmsan vanda þeim tengdan. og annast samskipti við safn- menn og hliðstæð samtök erlendis.” A stofnfundinum var samþykkt að félagið skyldi fyrst um sinn standa að útgáfu timaritsins Ljóra sem hóf göngu sina i árslok 1980 og er meðal annars ætlað að fjalla um safnmál og minjavernd. Um 30 manns hafa þegar óskað inngöngu i félagið. Fyrirhugað er að halda fyrsta almenna félags- fundinn i Arnagarði stofu 423, laugardaginn 21. mars 1981 kl. 14.00 og verður tekið þar til umræðu efnið: Tengsl safnanna i nútið og framtið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.