Þjóðviljinn - 12.03.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1981. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Utgáíuíélat' Þjóöviljans. Kramkvæmdastjóri: E'öur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Oiaísson. Umsjónarinaöur sunnudagshlaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Vaiþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eiiasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröar^on. Afgreiðsla: Kristin Hétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sígrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Heykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Með kappi þarf forsjá í Klrippt n • Meira er nú rætt um virkjanamál en oftast áður á landi hér. • Það mun samdóma álit flestra að á þessu ári verði að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun, en eins og oft vill verða eru þá ekki allir nákvæmlega sammála um það hver sé besti kosturinn. • Orkuskorturinn nú í vetur hefur átt sinn þátt í að hleypa f jöri i umræðurnar um næstu áfanga í virkjunar- málum og beina hugum manna að þessum mikilsverða málaf lokki. Lífleg umræða í þessum efnum er sannarlega fagnaðarefni og bæði rétt og sjálfsagt að hver og einn beri fram rök fyrir þeim virkjunarkosti, sem viðkom- andi telur skynsamlegastan. Hér má landshlutarígur hins vegar ekki ganga úr hófi, þótt skiljanlegt sé að Blönduvirkjun eigi miklu fylgi að fagna á Norðurlandi og Fljótsdalsvirkjun á Austurlandi svo dæmi séu tekin. Aðeins vandleg og skynsamleg yf irvegun með hags- muni þjóðarheildarinnar í huga á að skera úr um það hvar verði ráðist í næstu meiriháttar virkjun. I þeim efnum þarf á næstu vikum að vinna að sem víðtækastri samstöðu, því engin ákvörðun nær fram að ganga í þessum efnum nema fyrir henni sé þingmeirihluti. Valdið er í höndum Alþingis og á þvi hvilir ábyrgðin í þessum efnum. • Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að næsta meiriháttar virkjun verði byggð utan eldvirkra svæða og koma þá í rauninni eingöngu Blanda og Fljótsdalsvirkj- un til álita, vegna þess að annars staðar er rannsóknum mun skemmra á veg komið. • Rökin fyrir því að virkja næst utan hins eldvirka Þjórsársvæðis eru margvísleg. Þar kemur ekki eingöngu til hættan af eldsumbrotum og jarðhræringum, heldur líka önnur öryggissjónarmið, m.a. þeir kostir sem því fylgja að dreifa virkjunum á ólík veðurfarssvæði. — Mörg atvinnutækifæri bjóðast einnig bæði við virkjunar- framkvæmdir og við þá atvinnustarfsemi í nánd stórra virkjana, sem ætla má að þar rísi, og ekki óeðlilegt í því tilliti, að horft sétil f leiri landsf jórðunga en eins. • Margir eru bráðlátir og vilja sjá ákvörðun um virkj- un í sinu héraði strax á morgun. Hér sem oftar eru þó kapp best með forsjá. • Sannleikurinn er sá að iðnaðarráðuneytið hef ur gert allt sem unnt er til þess að hraða rannsóknum í sambandi við helstu virkjunarkosti og jaf nhliða hef ur af þess hálf u verið að því unnið að finna friðsamlegar lausnir á ágreiningsefnum heimamanna þar sem þau hafa verið fyrir hendi. • Það eru niðurstöður þessara rannsókna, sem ættu að liggja fyrir á næstu mánuðum og á þeim mun ráðuneytið byggja sína tillögugerð. Hér er ekki þörf á neinum f laustursákvörðunum, en ákvörðun þarf að taka á þessu ári. • Dæmið um Kröfluvirkjun ætti að vera okkur næg viðvörun, hvað varðar nauðsyn rannsókna á undan ákvörðunartöku. Og dæmið um Laxárdeiluna fyrir rösk- um áratug ætti að kenna okkur hversu mikilvægt það er aðná skaplegum friði við heimamenn um tilhögun virkj- anaf ramkvæmda. • Austf irðingar og Norðlendingar ættu að leita sam- komulags, sem báðir gætu við unað, en varast illdeilur sín á milli. Þeirra hagsmunir eru á margan hátt sam- eiginlegir, og þannig yrði þeirra styrkur mestur, — en umfram allt þá eru það hagsmunir þjóðarheildarinnar sem hér eiga að ráða. • En þótt ákvörðun verði tekin á næstu mánuðum um að hef ja virkjun Blöndu eða í Fljótsdal hið allra fyrsta, — þá verður ný stórvirkjun ekki komin í gagnið fyrr en eftir 5—6 ár. • Samt eigum við ekki að þurfa að óttast alvarlegan orkuskort á þessu árabili að loknum yf irstandandi vetri. Innan árs eiga tveir áfangar Hrauneyjarfossvirkjunar með samtals 140 Mw afli og 850 Gwh orkuvinnslugetu á ári að verða tilbúnir. • Á næstu fimm árum er síðan hægt að bæta við síðasta áfanga Hrauneyjarfossvirkjunar, stíflu við Sultartanga og Kvíslarveitum á Þjóðsársvæðinu, en samtals gætu þessar framkvæmdir aukið orkuvinnslu- getu landskerfisins um yf ir 500 Gwh á ári og fyrirbyggt orkuskort þar til næsta stórvirkjun kemst í gagn. —k. I Ostyttir þingmenn ■ Sjónvarpiö brást snöfurlega I við f fyrrakvöld og kippti út af I dagskrá gamalli lummu til þess , að rýma fyrir umræðu utan • dagskrár á Alþingi um Blöndu- I virkjun. Þetta mætti oftar gera I enda harla gott sjónvarpsefni. , Hinsvegar var það ljóður á út- ■ sendingunni i fyrrakvöld að I ræður þingmanna voru flestar I meira eða minna styttar, og hjá , sumum komust aðeins auka- ■ atriði eða aðfararorð að. Megin- I kostur þess að sýna umræður I frá Alþingi i sjónvarpi ööru , hvoru er, að þá gefst áhorfend- ■ um kostur á að meðtaka visku I þingmanna ótilreidda og I óbrenglaða af blaðamanna- höndum. Fljótheitaklippingar á ■ máli þeirra setja fréttamanninn I á milli þings og þjóðar rétt einu I sinni, og þrátt fyrir blankheitin , margumræddu ætti aö mega ■ klipa af danslagakeppni og I þviumliku til þess að koma I þingmönnum óstyttum og i allri J sinni lengd tilþjóðarinnar þegar ) mikið liggur við. Besti kosturinn Helsta niöurstaða þess sem horföi á sjónvarpið frá Alþingi i fyrrakvöld varð óhjákvæmilega sú, aö „besti kosturinn” i virkjunarmálum er aö vera Vestfjarðaþingmaöur. í þeim landshluta eru stórvirkjanir ekki á dagskrá og þvi geta full- trúar hans leyft sér þann munað að vera landsföðurlegir og hafnir yfir hrepparig i þessum málum. önnur niðurstaða var sú, að liðsafnaður Norlendinga hitti ekki i réttan stað með þvi aö gera skyndiáhlaup á Alþingi. Nær hefði verið að snúa liðinu austur á land eða i Sunn- lendingafjórðung til þess að berja virkjunarkröfur úr heimamönnum þar. Allir sammála Um það eru menn hjartanlega sammála aö það þurfi að virkja. Þeir sem eru með og á móti Blönduvirkjun eru til dæmis öldungis sammála um að virkja verði Blöndu bæði hratt og mikið — og fyrst. Þeir eru lika sammála um að nást verði samkomulag sem taki mið af hagsmunum heildarinnar og heimamanna á virkjunar- svæðinu. Það er aðeins stigs- munur i afstöðu til landsspjalla sem skilur menn að, þó aað dag- blaðafréttir hafi bent til þess að að við borgarstyrjöld lægi i Norðurlandi vestra. Suður- göngumenn eru vafalaust dálitið hræddir við að lausn Höllustaða-Páls geri virkjunina svo dýra, að hún ýtist aftur fyrir i virkjanaröðinni. Röðunarmálið virtist vera númer eitt i hugum flestra þing- manna i umræðunni. Enda þótt landið sé nú alltsamtengt i einu raforkukerfi og sama sé hvaðan gott kemur ef það á annað borð kemur, lita menn virkjunar- vinnu hýru auga, stóriðjumögu- leika og fleira „gott”. Sunnlend- ingar, Reyknesingar og Reyk- vikingar vilja virkja mikið og hratt og byrja á Sultartanga. Austfirðingar vilja lika virkja mikið og hratt og byrja á Austurlandsvirkjun. Norð- lendingar vilja virkja, en ekkert sérstaklega hratt né mikið; þeir vilja bara Blöndu. Þeim er skit- sama um stóriðju, enda hafa þeir nóg viö raforkuna annað að gera en selja hana á tombólu- pri's i eilifan taprekstur er- lendra auðhringa. Nema náttúrlega Eyjólfur Konráð. Hann sagöi i umræðunni að hann vildi „stór- iðju að vissu marki”. Klippara fannst augnablik að þarna væri um stefnubreytingu að ræða hjá Eykon, en var siðan bent á það að þetta vissa mark væri liklega 20 álverksmiðjur. Svo eru þeir sem vilja hafa allt undir i einu, eins og Sverrir Hermannsson, Egill Jónssoh, Magnús Magnús- son, Kjartan Jóhannsson og fl. En áður en röðunarvandamálið leysist munu einnig þeir berast á banaspjótum. Gegn Ijóðavinum En aftur að Blöndu. Páll Pétursson á heiður skilið fyrir að hvika hvergi i þvi máli. Hann bentiá félagslegar og vistfræði- legar ástæður fyrir efasemdum sinum um ágæti núverandi hönnunarforsendna Blöndu- virkjunar eins og það heitir á góðu máli. Þar með er t.d. það vandamál að þegar virkjunar- framkvæmdum lýkur verður að vera biíið að tryggja fram- haldslif á svæðinu i atvinnulegu tiliiti. Svo eru það hreint ekki einföld landeigendasjónarmið sem ráða þvi að menn hafa efa- semdir um tilhögun Blöndu- virkjunar eins og hún er nú á teikniborði. Hvaða villimennska er það t.d. af Blöndungum að ætla að veita uppistöðulóni yfir Galtará? Þangað leita kannski ekki margir á hverju ári til þess að lifa sig inn i ljúfsáran trega Jónasar Hallgrimssonar. En vonandi verða ljóðavinir á íslandi um ókomnar þúsundir ára, og þeir eiga sinn rétt hvað sem liður skammtimasjónar- miðum fyrir norðan. „Greiddi ég þér lokka við Galtará, vel og vandlega. Brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr.” Af ljóðrænum ástasðum einum saman væri full ástæða til þess að setja stóra stopp á Blöndu- virkjun, og skulu Blöndungar gæta sin á þvi að egna ljóðavini sameinaða gegn sér. Hið vistfrœðilega sjónarmið Hér er ef til vill um dálitið sérhæft sjónarmið að ræða. En tveir heiðursmenn og náttúru- fræðingar birta i Morgun- blaðinu 7. mars kafla úr skýrslu frá 1976 um náttúruverndargildi virkjunarsvæðis Blöndu með fróðlegum formála, þar sem þeir hnykkja á niðurstöðum sinum, sem margir hafa mis- túlkað. Þeir Helgi Hallgrimsson og Hörður Kristinsson ræða i formála um sjónarmið bóndans / ræktunarmannsins og kaup- staðarbúans i náttúruverndar- málum, það er að segja annars- vegar landgæði til búskapar og hinsvegar fegurðina. Bæði blandast þau i Blöndumál vegna þess að afréttur mun fara undir vatn og náttúrufegurð er mikil t.d.við Galtárflóa og á svæöinu þar i kring, svo eitthvað sé nefnt. En þriðja sjónarmiðið i náttúruvernd er ekki eins viðtekið — hið vistræðilega sjónarmið. Samkvæmt þvi er lögð áhersla á hin nánu tengsl alls þess sem lifsanda dregur og allt sem stuðlar að viðhaldi lif- kerfisins er talið hafa mikið og raunar ómetanlegt verndar- gildi. „Frá því sjónarmiöi séö er eyöing gróöurs mjög mikið alvöruefni, i hvaöa tilgangi sem sú eyðing er gerð, þvi að gróöur- inn er undirstaöa alls annars lifs (þar með talin húsdýr og bændur)”,segja þeir Hörður og Helgi. Dýrmæt auðlind Þeir leggja áherslu á mikil- vægi votlendisgróðursins og segja að enda þótt „frjósemi þurrlendisins sé rýrð af lang- varandi beit”, sé „allt of stór hluti hálendisins oröinn örfoka land, sem ekki er hægt aö græða nema meö miklum tilkostnaði, og þvi veruleg eftirsjá að þeim löndum, sem enn halda jarövegi sinum, og geta þvi auöveldlega endurheimt sina fyrri frjó- semi.” Og fyrir alla hugsandi menn er vert að gefa gaum að ályktunarorðum þessara náttúrufræðinga, sem kunnir eru aö því að vera ekki fleipur- gjarnir menn. „Þegar alltkemur til alls er þvi gróðurlendi heiðarinnar sem skemmist eöa eyðist viö fyrir- hugaöa virkjun harla dýrmæt auölind, sem er ævarandi ekki siður en raforkuframleiðslan. Aukinn stofnkostnaður virkj- unar i þeim tilgangi að bjarga einhverju af þessum auöæfum, er hinsvegar varla tiltökumál, þvi þar er um aö ræða gjald sem er grcitt einu sinni.” Meiriháttar slys? Þá er það bjargföst skoðun þeirra að þegar hið vistfræði- lega sjónarmið hafi öðlast þá viðurkenningu hérlendis sem þvi ber með aukinni upplýsingu breytist hugsunarháttur manna: „Mundi þá Blönduvirkjun i núverandi h ön nun a rf orm i væntanlega verða talin til mciriháttar slysa, ef gcrð verður.” Hvorki meira né minna en „meiriháttar slys”. — Gráta þá i lautu góðir blómálfar, og varla lægi Jónas kyr, ef svo hrapalega tækist til. 1 Blönduvirkjunar- málinu þurfa menn að sam- einast um slysavörn. Viðhorfin breytast hratt i þessum efnum: Myndi nokkrum detta i hug að gera Skeiðsfossvirkjun i Fljótum og sökkva heilli sveit? Og eru þeir ekki margir sem óska þess að það hefði verið látið ógert? —ekh •9 skoriði

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.