Þjóðviljinn - 12.03.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1981. Albert Guftmundsson Tillaga Alberts og GuðmundarJ.: Aldrei tekið meir en 75% af launum Albert Guömundsson mælti i gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Guömundi J. Guömundssyni þess efnis aö launagreiöend- ur skuli aldrei halda eftir meir en nemur 75% af heildariaunagreiöslu hverju sinni. 1 framsöguræöu sinni sagði Albert m.a.: ,,Oft hefur verið undan þvi kvartað, að innheimta opin- berra gjalda gangi svo langt að launafólk hafi ekki til hnifs og skeiðar milli launa- greiðsludaga. Frumvarp þetta er flutt til þess að koma i veg fyrir að áfram verði haldið á þeirri braut, að launagreiðendum verði gert að skyldu að taka allt að full- um launum launþega upp i opinber gjöld. Með þvi að takmarka það við 75% af heildarlauna- greiðslum, sem launa- greiðendur innheimta hverju sinni, er tryggt að launþegi fái ávallt að minnsta kosti 1/4 launa sinna til ráðstöf- unar milli launagreiðslu- daga. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að vandi heimilanna er mikill, ef fyrirvinna fær eingöngu greiöslukvittun fyrir opin- berum gjöldum i stað pen- inga á útborgunardegi”. ólafur Þ. Þóröarson tók einnig til máls og lýsti stuðningi við frumvarpið. — Þ- Fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni: Ráðstafanir vegna hættu á hafiskomu Stefán Jónsson hefur beint eftirfarandi fyrirspurn til forsætisráðherra um ráð- stafanir vegna hafishættu: „Hvaða ráðstafanir ætlar rikisstjórn að gera i öryggis- skyni vegna bráðrar hættu á hafiskomu aö Noröurlandi á komandi vori?” Fyrirspurn þessari veröur svaraö á næstunni. — Þ Skattstjóra verði gert skylt að lækka tekju- skattsstofn ef gjaldþol skerðist verulega Verði ekki háð geðþóttaákvörðun Segir Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur J. Guðmundsson mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Alberti Guðmundssyni um breyt- ingu á skattalögum þess efnisað skattstjórum verði skylt að lækka tekjustofna manna i vissum tilvikum/ en i gildandi lögum er aðeins um heimild til handa skattstjóra að lækka skattstof ninn og öll ákvörðun í málinu háð geðþótta hans. Samkvæmt frumvarpinu verður skatt- stjóra skylt að taka til greina umsókn manns um þingsjá lækkun tekjuskattsstofns þegar svo stendur á sem hér greinir á eftir: 1) Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjaldþol manns verulega. 2) Ef á framfæri manns er barn sem haldið er langvinnum sjúkdómum eða er fatlað eða vangefið og veldur framfæranda verulegum útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostnað og mótteknar bætur. 3) Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sinu. 4) Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna 16 ára eða eldri. 5) Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila. 6) Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á úti- standandi kröfum, sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans. Guömundur J. Guömundsson 7) Ef maður lætur af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum. í framsöguræðu sinni sagöi Guömundur J. að flutningsmenn vildu með frumvarpinu taka af öll tvimæli um að skattstjóra væri skylt að taka tillit til ofangreindra atriða. Reyndin sé sú að mjög mismunandi sé hvernig skatt- stjórar túlki þessi ákvæði og oft sé um að ræða mismunandi úrskurði i sama skattumdæmi. Hér væri um slikt mál að ræða að ekki mætti koma til geðþóttar- ákvörðun viökomandi skatt- stjóra. Guðmundur J. sagði einn- ig að nauðsynlegt væri að vekja athygli fólks á þessum ákvæðum þvi fjölmörgum væri ekki kunnugt um þennan rétt sinn. — Þ- Sveinn Jónsson og Helgi Seljan um bankaþjónustuna á Austurlandi 11 Astandið er óviðunandi Sveinn Jónsson og Helgi Seljan hafa lagt fram á Alþingi tiilögu um úrbætur i bankaþjónustu á Suður- fjörðum i Austurlands- kjördæmi og hljóðar til- lagan svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hlutast til um að komið verði upp viðunandi bankaþjónustu fyrir svæðið frá Stöðvarfirði um Breiödalsvik og til Djúpavogs, með útibúum frá rikisbönkum”. I greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „Atvinnulif á Djúpavogi hefur verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu, þó ekki hafi það hátt farið. A staðnum er nýtt frysti- hús, en enginn bátur hefur þar landað afla framan af vetri — húsinu lokað og klippt á rafmagn- ið. Þegar afli svo berst loks þarf að toga i spottana á efstu stööum til að fá straumi hleypt á á ný, gegn bankaábyrgð. A Djúpavogi búa 397 manns og hafa byggt afkomu sina á sjávarútvegi og fiskvinnslu öðru fremur. Þar er umboðsskrifstofa opin eftir hádegi virka daga og þjónar helstu heimilisþörfum, en vixlar og smærri Ián eru afgreidd i gegnum sima frá aðalútibúi á Höfn, þar sem veðsetningar fást afgreiddar. A Breiðdalsvik, að Breiðdal meðtöldum, búa um 400 manns. Þar er fábrotið atvinnulif, tengt útgerðeins báts einsog er, og nær það varla til að skapa 8 tima vinnu i landi. Fyrirhuguð hefur verið nýsmiði 250—300 tn. fiski- skips, en ekki fengist samþykkt enn sem komið er. Ctibú frá Samvinnubankanum er þar auk umboðsskrifstofu frá útvegs- bankanum. Segja verður að I----------------------------------— — ------------ j Alþingi ályktar um eftirgjöf á ársfjórðungsgjaldi I fyrir síma elli- og örorkulífeyrisþega: Skal ná tU allra sérbyggðra íbúða S i ö a s 11 i ð i n n þr i ö j u d a g ■ samþykkti Alþingi þingsályktun I um eftirgjöf á ársfjóröungs- ■ gjaldi fyrir síma elli- og örorku- I lifeyrisþega. Flutningsmenn ■ voru Guðrún Helgadóttir og ■ Albert Guömundsson. Alyktunin ! hljóöar svo: „Alþingi ályktar að sam- ■ gönguráðherra feli Póst- og I sfmamálastofnuninni að H framkvæma reglugerö nr. I 426/1978 um eftirgjöf á afnota- ■ gjaldi af sima elli- og örorkulif- ■ eyrisþega á þann veg, að ibúar I allra sérbyggðra ibúða fyrir ■ aldraöa og öryrkja njóti um- | ræddrar eftirgjafar, ef þeir ■ uppfylla skilyrði reglugerðar- I________________________________ innar að öðru leyti.” 1 greinargerð með þessari þingsályktun segir m.a.: ,,A undanförnum árum hef- ur Reykjavikurborg og fleiri sveitarfélög byggt ibúðir fyrir aldrað fólk. Einnig rekur Sjálfsbjörg slika byggingu fyrir öryrkja, sem eru svo mikið fatl- aðir að þeir þarfnast sérstaks húsnæðis, en geta þannig að mestu leyti séð um sig sjálfir. Ibúar þessa húss njóta niður- fellingar af sima og hið sama gildir um Ibúa þriggja af fjórum ibúðarhúsum fyrir aldraða i Reykjavik. 1 hinu fjórða, húsinu nr. 27 við Dalbraut og þrem hjónahúsum sem tengd eru við það, hefur ibúum verið synjað um þessa niðurfellingu, þar sem almenningssimi sé i aðalhúsinu. Hiö sama er þó að segja um öll húsin, þvi að almenningssimi er i þeim öllum. Nokkru meiri þjónusta er I húsunum við Dal- braut 27, en þeir, sem það geta, hugsa þar aö öllu leyti um sig sjálfir. Húsaleiga þar er tölu- vert hærri en i hinum húsunum vegna þessarar þjónustu. Simi er svo mikilvægt tæki hinum öldruðu til að vera i sambandi við ættingja og vini að einn almenningssimi fyrir tugi ibúöa dugir þar ekki til. Þess vegna leggja þeir áherslu á að halda sinum sima, þó að þeir þjónusta þessara umboða við útgerð og fiskvinnslu sé litil eða engin, og veðsetningar fara fram hjá Landsbanka Islands á Eski- firði. A Stöðvarfirði er 351 ibúi og þaðan er gerður út togari, sem veitir trygga og örugga afkomu, en atvinnulifið allt hvilir á honum þarsem um litla aðra útgerð er að ræða. Þar er útibú Samvinnu- banka Islands, en öll meiri háttar viðskipti eru þó rekin frá Lands- bankaútibúinu á Fáskrúðsfirði. Astand bankamála þessara staða, sem að framan er rakið er talið óviðunandi. Einn liöur i þá átt að koma styrkari stoðum undir atvinnulif þessa svæðis er að bankamálum þess veröi komið i viðunandi horf, og er þvi farið fram á það, að rikisstjórnin sjái til þess að svo verði.” — Þ i ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ Guftrún Helgadóttir ■ I ■ flytji i hús þar sem þeir búa við | ákveðið öryggi, enda nutu þeir ■ flestir niöurfellingar afnota- I gjalda áöur og áttu ekki von á aö J vera sviptir henni, þó að þeir > flyttu i betri ibúð.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.