Þjóðviljinn - 12.03.1981, Page 9

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Page 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1981. Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Jarða- sjóður fjáryana Fyrir nokkrum árum var stofn- aður svonefndur Jarðasjóður. Skyldi hlutverk hans vera þriþætt. 1 fyrsta lagi að aðstoða sveitarfélög við eigendaskipti á jörðum. 1 annan stað að aðstoða bændur við samskonar eigenda- skipti. 1 þriðja lagi að kaupa jarð- ir ef þannig stendur á. A sl. ári voru tekjur Jarðasjóðs 55 milj. gkr. Af þeirri upphæð fóru 30 milj. i afborganir og vexti vegna áður gerðra jarðakaupa. A þessu ári er veitt til sjóðsins á fjárlögum 60 milj. gkr. Til viðbótar koma svo vextir af lán- um og jarðasölu. Nú liggja fyrir óskir 5 aðila um fyrirgreiðslu: tvö sveitarfélög hafa beðið um lán og 3 bændur hafa óskað eftir að sjóðurinn ■ kaupi af þeim jarðirnar. Ráðgert er og að sjóðurinn kaupi hálfa jörð að kaupverði 20 milj.gkr. Siðan er að standa skil á afborg- unum og vöxtum. Jarðasjóður er þvi algerlega fjárvana nema aukafjárveiting frá ríkissjóöi komi til. Fyrir Búnaðarþingi lá álit milliþinganefndar um Jarðasjóð. Búnaðarþing lagði til að tekjur sjóðsins skuli vera: Arlegt framlag á fjárlögum að upphæð kr. 2.000.000,- Framlagið sé verðtryggt, þannig að árlega sé greidd á það verðlagsuppbót er samsvari hækkun visitölu bygg- ingarkostnaðar milli ára miðað við 1. okt. ár hvert, i fyrsta sinn frá og með 1. okt. 1980. Andvirði seldra rikisjarða, og vaxtatekjur. Þá verði og breytt útlánaregl- um Lánasjóðs sveitarfélaga og/eða Byggðasjóðs á þá lund, að þar komi heimildir til að lána sveitarfélögum til jarðakaupa, ef fyrirgreiðsla Jarðasjóðs nægir ekki. Taldi Búnaðarþing að fáist ekki aukið fjármagn sé ,,i raun brost- inn sá hlekkur jarðalaga, sem annars tryggir sveitarfélögum áhrifastöðu i þessum málum og þau verða nauðug viljug að halda að sér höndum”. — mhg Líf og land: Tengsl við lands- byggðina aukin Aðalfundur Lifs og lands var haldinn 26. febrúar s.l. og voru á honum kosnir tveir stjórnarmenn svo og félagar í allar stjórnar- nefndir. Úr stjórn samtakanna gengu Bjarki Jóhannesson arkitekt og Tómas Ingi Olrich, konrektor. Þeirra i stað voru kosnar Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur og Magdalena Schram. Aðrir i stjórn eru: Jón óttar Ragnarsson, for- maður, Sigurður Blöndal, vara- formaður, og Hans Kr. Arnason. Formaður framkvæmdanefnd- ar var kosinn Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur, formaður fjölmiölunarnefndar Helga Thor- berg leikari og formaður fjáröfl- unarnefndar Valgerður Bjarna- dóttir viðskiptafræðingur. A aöalfundinum voru sam- þykktar nokkrar breytingar á félagslögum, m.a. var samþykkt að koma á fót sérstöku trúnaöar- mannaráði er verði tengiliður samtakanna viö landsbyggðina. Frá álverinu í Straumsvík Hér gildir samkvæmt álsamningnum reglan um við- miðun við verð i //viðskiptum óskyldra aðila"/ — en hinn bandaríski höfundur þessarar greinar segir: Það verður að segjast að sú aðferð/ sem bandaríska rikisf járhirslan beitir er með öllu úrelt/ en aðaleinkenni hennar er reglan um aðskilið bókhald eða „viðskipta- regla óskyldra aðila". Þá er litið á útibú og deildir f jöl- þjóðahrings sem sjálfstæða viðskiptaaðila, en það gerir fjölþjóðamöngurum kleift að koma ágóðanum fyrir í edenslundum skattleysis eða lágra skatta. Þetta hefur mjög bitnað á vanþróuðum löndum. gagnvart fjölþjóða- hringum á að vera: Álagning í hverju skattumdæmi (landi/héraði) á að fara eftir hlutdeild í eignum, launa- greiöslum, söluveltu, en ekki eftir við- skiptareglu óskyldra aðilja og fjölskiptu bókhaldi Bandarískur skatt- fræöingur segir sitt álit Höfundur greinarinnar, Jonathan Rowe, er velmet- inn bandarískur sér- fræðingur í skattamálum. Á árunum 1977—79 var hann aðstoðarritari opin- berrar nefndar sem fjallaði um samtíma skattaálagningu af hálfu tveggja eða fleiri fylkja innan Bandaríkjanna. Hann er nú einn af for- göngumönnum hreyfingar sem krefst réttlætis til handa skattgreiðendum. Greinin er þýdd og endursögð úr bandaríska tímaritinu Multinational AAonitor, 9. hefti 1980. Hvað á að vera á hverjum stað? Þjóðir heims standa frammi fyrir miklum vanda i skatta- málum: að greiða úr flóknum reikningsskilum fjölþjóðahringa og setja reglur um það, hvað telja eigi fram af ágóða þeirra á hverjum þeim stað, þar sem þeir koma við sögu. Reynslan sýnir að það þýðir ekki að leggja skatt á fjölþjóða- hringana eftir 18. aldar mælistiku. Slikt leiðir aðeins til þess að hringavaldið getur skotið ágóða sinum undan réttmætum skatti. Það verður að segjast að sú aðferð, sem bandariska rikis- fjárhirslan beitir er með öllu úrelt, en aðaleinkenni hennar er reglan um aðskilið bókhald eða viðskiptaregla óskyldra aðilja. Þá er litið á útibú og deildir fjölþjóðahrings sem sjálfstæða viðskiptaaðilja, en það gerir fjölþjóðamöngurum kleift að koma ágóðanum fyrir i edenslundum skattleysis eða lágra skatta. Þetta hefur mjög bitnað á vanþróuðum löndum. Eignir, laun og sa la Hér á eftir er fjallað um annað og miklu vænlegra fyrirkomulag sem kalla má hlutdeildarregluna. Þessi nýja aðferð hefur hlotið verðskuldaða athygli þrátt fyrir andbyr af hálfu bandarisku rikis- fjárhirslunnar. Raunar er reglan upprunnin hjá skattyfirvöldum fylkjanna hér vestra, og leikur enginn vafi á þvi að skattyfirvöld þjóörikja gætu beitt henni með árangri til að koma lögum yfir fjölþjóðahringa, hvað fjárstreymi snertir. Um það er að ræða að hverfa frá reglunni um viðskipti óskyldra aðilja — enda eru aðiljarnir ekki óskyldir heldur náskyldir eða öllu fremur hlutar sömu heildar — og taka upp einfaldari aðferð sem felst i þvi að lita á raunveruleg viðskipti fyrirtækis, afklædd venju- bundnum bókhaldshjúpi. Þetta hafa mörg fylki innan Bandarikj- anna þegar gert og taka þá til at- hugunar þrjár helstu kennitölur viðskiptanna innan lögsögu sinnar: eignir, launagjöld og söluveltu. A grundvelli þessara kennitalna eru tekjur af starf- seminni metnar. Skattskil milli fylkja Setjum svo að einn fimmti hiuti eigna, launagreiöslna og "veltu fyrirtækis falli innan lögsögu tiltekins fylkis — eða lands — og ætti þá viðkomandi fylkisstjórn eða landstjórn að skattleggja hjá sér einn fimmta hluta af heildar- ágóðafyrirtækisins, óháð þvi hvar hann er bókhaldslega fram talinn. Þessi aðferð, hlutdeildar- aðferðin, losar tekjuskattsálagn- ingu fyrirtækja að miklu leyti undan gerræðislegum og breyti- legum reikningsskilum og dregur stórlega úr skattamisferli. Langt er siðan fylki Bandarikjanna tóku að kljást við vandamál sem spretta af starf- ræsklu fyrirtækja beggja vegna landamæra. Þetta hófst raunar á fyrri öld þegar farið var að leggja járnbraut um álfuna þvera og endilanga. Aöalskattstofninn á þeim tima var eignarskattur, og skattstjórar áttu við þann vanda að etja, hvernig meta skyldi til eignar járnbrautarteina sem lágu um lögsagnarumdæmi þeirra. Formælendur járnbrautanna höfðu svör á takteinum: Hér væri eingöngu um járn og tré að ræða sem ekki væri hægt að skatt- leggja nema að verðgildi efnisins. Hófarnir: hestur eða lím? Skattstjórum fannst ekki mikið vit i þessu, eða væri hægt að meta eignarhluta i veöhlaupahesti eftir þvi, hvað fengist fyrir hófana til límgeröar? Vitaskuld voru brautarteinarnir annað og meira en járnbitar og timburstokkar. Þeir voru óaðskiljanlegur hluti döngunarsams fyrirtækis, undir- staða hrings sem tæki til vöru- geymslna, brautarstöðva, skrif- stofuhúsnæðis oþh. Ógerlegt væri að meta brautarteinana af neinni sanngirni án þess að taka tillit til alls fyrirtækisins sem þeir eru hluti af. Það væri ábyrgðarlaus leikur að tölum, ef verðmæti alls rekstursins væri dreift á einstaka hluta hans samkvæmt bókhaldslykli. Þess vegna styttu fylkin sér leið með formúlunni sem við kölluðum hlutdeildar- reglu. Hlutiaf heild, ekki einangraður rekstur Þegar fylkin tóku upp tekju- skatt á atvinnurekstur, fyrr á öldinni, var hlutdeildarreglan til reiðu, enda komin reynsla á hana frá eignarskattsálagningu. Beiting bókhaldsbragða til að skjóta tekjum undan skatti i tilteknu fylki var ekki annað en nýtiskuleg útgáfa af gömlu sögunni um brautarteinana sem ekki áttu að vera meira virð' en brotajárr. og brenni. Kaliforniufylki var brautryðj- andi að framkvæmd skattalaga gagnvart stórfyrirtæk jum. Fyrsta skrefið var að lita á hvert fyrirtæki sem eina heild, enda þótt forráðamenn þess hefðu skipt rekstrinum i hundruð að- skilinna dótturfélaga, eins og oliufélög og aðrir gera i skjóli lagareglna. I annan stað tók Kali- fornia fyrir svo sem 15 árum að telja þá heild, sem fylkið skatt- legði að hluta, vera alheimsvið- skipti hringsins en ekki aðeins reksturinn innan Bandarikjanna einna. Að halda ágóðanum heima Hlutdeildarreglan hefur þann meginkost að draga úr forskoti erlends fyrirtækis gagnvart innlendu að þvi er varðar mögu- leika á þvi að flytja ágóða út úr viðkomandi skattumdæmi. Fiestir fjölþjóðahringar hafa beitt sér mjög gegn hlutdeildar- reglunni. Það hefur komið fram i málarekstri þeirra fyrir dómstólum, i itökum þeirra á löggjafarþingum og i áróðri á þeirra vegum i fjölmiðlum. Þvi er haldið fram að hlutdeildarreglan leggi þeim slika skýrslugerðar- byrði á heröar að þeir fái ei undir risið. Þetta stenst engan veginn gagnrýni, þvi að viðskiptaregla óskyldra aðila gerir mun meiri kröfur um sundurliðað bókhald. Reglan er einföld og sanngjörn Aðferðir rikisfjárhirslunnar bandarisku til að skattleggja f jölþjóðahringa samkvæmt viðskiptareglu óskyldra aðilja eru harla fálmkenndar, enda lýkur flestum deilumálum með hljóðlátlegum samningum milli hringanna og skattheimtumanna. Má geta nærri hvort þetta sé ekki að skapi þeirra sem eiga að snara út skattpeningi hringanna. Vitaskuld er hér tekist á um fjárhæðir fremur en fræðilegar reglur. Það sem prýðir hlut- deildarregluna er einfaldleiki og sanngirni, og sum fylki hafa tekið hana upp af þessum raunhæfu ástæðum einum. Staðreyndin er lika sú, að reglan kemst fyrir ágóða sem ella mundi hafna i erlendum skattfriðindalundum eða gufa upp i dauðaholum bók- haldsklækja. Reglan í Kaliforníu og Idaho Um Kaliforniu er svo ástatt að hlutdeildarreglan aflar fylkinu um 1500 miljón dollara viðbótar- skatts á ári (upphæðin fer stækk- andi) og helmingur þess kemur frá oliufélögunum. Ýmis minni fylki hafa hagnast á sambæri- legan hátt; t.d. tvöfaldaði Idaho fyrirtækjaskattinn hjá sér með þvi að beita hlutdeildarreglunni. Reglan hentar einkar vel til að komast að reikningsskilaklækj- um oliufélaga. Hæstiréttur hefur nýlega kveðið upp tvo dóma og þar með heimilað stjórnvöldum að beita hlutdeilarreglunni gagn- vart stórfyrirtækjum sem gefa upp litinn sem engan hagnað. Hæstiréttur Bandal- rikjanna ver regluna Annað þessara hæsta- réttarmála varðaði oliuhringinn Mobil sem notfæröi sér aðskilið bókhald til að greiða 1900 doliara i skatt á þremur árum til Vermont- fylkis af samtals 27 miljón dollara sölu i fylkinu. Tvö árin hafði Mobil reyndar sagst tapa á viðskiptum i Vermont. I hinu málinu var Exxon-hringurinn staðinn að þvi aö beita aðskildu bókhaldi til að telja fram nær 4ra miljón dollara tap á fjórum árum i Wisconsin, en á þeim tima hafði salan þar numið yfir 60 miljón dollurum. Gagnvart báðum þessum aðilj- um studdust stjórnvöld við hlut- deildarregluna til þess að ná amk. einhverjum skattgjöldum af umsvifunum. Og i báðum málum hafnaði hæstiréttur málsrökum oliumanna þess efnis að álagn- ingaraðferðin væri ólögmæt eða ósanngjörn. Hagsmunagæsla rikisf járhirslunnar Þess mátti raunar vænta að fyrirtækjasamsteypur væru andvigar hiutdeildarreglunni við framtal til skatts og álagningu skatta. Hitt kynni að vekja furðu, af hverju rikisfjárhirsla Banda- rikjanna hefur tekið sér stöðu við hlið hringavaldsins. Formælendur rikisfjárhirslunnar halda þvi fram, að viðskiptaregla óskyldra aðilja sé „viðurkennd alþjóðahegla” og þvi verði að byggja samræmi i viðskiptum þjóða á þeim grundvelli. Gott og vel. Það sem þessir embættis- menn Bandarikjastjórnar þegja yfirer ósköp einfaldlega þetta, að sú alþjóðaviðurkenning sem viðskiptaregla óskyldra aöilja nýtur, sprettur af opinberum stuðningi Bandarikjanna við hana. Það væri rétt eins auðvelt að hvetja til notkunar á hlut- deildarreglunni. Raunar mundi hlutdeildarreglan fela i sér miklu strangara samræmi milli þjóða en gamla bókhaldsaðferðin. Hvernig mótast alþjóöareglur? Þá má og nefna að lögfræðingar og hagfræðingar rikisfjárhirsl- unnar hneigjast af sálfræðilegum ástæðum við viðskiptareglu óskyidra aðilja, en hún virðir formgerð stórfyrirtækja og hug- myndir um markaðsfrelsi, og þeir eru aldir upp til skilyrðislausrar hollustu við slik markmið. Þar að auki er innangengt á milli alþjóð- legu skattadeildanna hjá rikis- fjárhirslunni og þeirra ráðgjafar- fyrirtækja sem vinna fyrir hringana, og það hefur ekki aukið likurnar á eftirgjöf af hálfu alrikisins. Rikisfjárhirslan virðist gripin af sömu hræðslu og fjölþjóða- hringarnir þjást af; hræðslu við það að vanþróuð riki komi sér upp virku og hagkvæmu skattkerfi. Þetta kemur fram hvað eftir ann- að i viðræðum við embættismenn- ina, þegar þeir leyfa sér að vera hreinskilnir. Þeir eru raunveru- lega hræddir við það, að rikis- stjórnir þriöja heimsins taki að beita hlutdeildarreglunni banda- riskum atvinnurekstri i.óhag, og þetta er áðalástæöan fyrir þvi að rikisfjárhirslan leitast við að fara skattasamningaleiðina til að girða fyrirútbreiöslu reglunnar. Hlutdeildar- reglan vinnur á Andstaða rikisfjárhrislunnar hefur að visu mátt sin mikils út á við, en innan Bandarikjanna vex hlutdeildarreglunni fiskur um hrygg. Sérstaklega hafa fylkis- stjórnirnar laöast aö hlut- deildarreglunni fyrir það, hve hún er einföld, hve miklar tekjur hún getur skapað og hversu vel hún hentar til að koma álagningu mismunandi skattumdæma á sameiginlegan grundvöll. Vissu- lega hefur þó veriö farið varlega i sakirnar. Samskattanefnd 19 fylkja hefur mælt með reglunni, og nær 10 þeirra beita henni nú reglubundið. Svo er komið að fylkin geta nú stuðst við fræðilegar álitsgerðir, þar sem virt timarit og höfundar telja hlutdeildarregluna tækni- iega fullkomnari en aðrar aðferð- ir til að deila niður skatti milli skattumdæma. Vitnisburður að bestu manna yfirsýn Lögfræðitimarit Harvard- háskóla hefur gert nákvæman samanburð á hlutdeildarreglunni og viðskiptareglu óskyldra aðilja, og telur að hin fyrrnefnda „verðskuldi að vera tekin til al- varlegrar athugunar sem form- legur valkostur gagnvart núverandi fyrirkomulagi” (að reglu óskyldra aðilja). I álitsgerð um viðtæka athugun Brookings-stofnunarinnar á bandariskum fjölþjóðafyrirtækj- um var komist að þeirri niður- stöðu, að hlutdeildarreglan kynni að vera „að lokum eina fullnægjandi lausnin” á vanda- málum' varðandi framkvæmd skattheimtu. Þeir sem hafa atvinnu af þvi að fást við skattskil eru einnig að slást i förina. Brian Augiers á Lundúnaskrifstofu Peat, Marwick og Mitchell, skrifað i timaritið Tax Planning Internationa) að hlutdeildarað- ferðin „kunni að vera fyrirheit um framtiðina”. Hættir bókhaldsf lækjan að bera sig? Hér lýkur endursögn á grein Jonathans Rowe. t siðasta kafla hennar fjallar hann um viðhorf stórfyrirtækja til hlutdeildarregl- unnar, og bendir hann á að þar megi nú þegar finna dæmi þess að menn sætti sig allvel við hana, enda sé viöskiptaregla óskyldra aðilja með eindæmum vinnufrek og kosti mikla sérfræðiaðstoð. Og það verði æ erfiðara aö réttlæta hið flókna bókhald fyrir aðgangs- hörðum endurskoðendum hins opinbera. Niðurskurður á bókhaldsbyrði fyrirtækjanna kunni til lengdar að vera meira virði en sá skammtima sparn- aöur i skattgreiðslum sem fjölskipt bókhald á að færa með sér. _ hj á dagskrá Dæmi um mikilsvert mál sem hefur verið borið fram í sölum alþingis en ekki náð fram að ganga, er þingsálykt- unartillaga, sem Guðrún Hallgríms- dóttir flutti á síðast liðnu vori um könn- un á áhrifum af ákvæðislaunakerfum Könnun á ákvæðis- launakerfum Þau eru mörg málin sem ber á góma á Alþingi tslendinga, en þau hljóta misjafna athygli. Það verðum við vör við, sem.lesum blöð og hlustum £ útvarp og sjón- varp. Það virðist ekki ávallt fara eftir mikilvægi mála hvort þau eru rædd til hlitar og siðan af- greidd, eins og þau eiga sannar- lega skilið. Þar liggja mörg góð mál eftir. Dæmi um mikilsvert mál, sem hefur verið borið fram i sölum al- þingis en ekki náð fram að ganga, er þingsályktunártillaga, sem Guörún Hallgrimsdóttir flutti á siðastliðnu vori um könnun á áhrifum af ákvæðislaunakerfum. I greinargerð, sem fylgdi tillög- unni.segir orðrétt: „A undanförnum árum hefur komist á i ýmsum starfsgreinum ýmiss konar fyrirkomulag launa- greiðslna, sem vikja frá hefð- bundnu timakaupi eða öðrum hliðstæðum launaformum, og er i þessu sambandi oft talað um af- kastahvetjandi launakerfi, en meginatriði þeirra eru einhvers konar ákvæði um afköst og tengsl þeirra við laun. Notkun þessara iaunakerfa er yfirleitt studd þeim rökum, að þau leiði til framleiðni- aukningar hjá fyrirtækjum og til kjarabóta fyrir launafólk. Þeim starfshópum fer sifellt fjölgandi sem vinna eftir þessum kerfum, enda þótt litlar upplýsingar liggi fyrir um áhrif þeirra á heilsu verkafólks og félagsleg samskipti þess”. Það sem gert er ráð fyrir aö kannað verði er eftirfarandi: • „Hve stór hluti verkafólks i landinu vinnur eftir ákvæðis- launakerfum, hvaða kerfi og afkastamælikvarðar eru notuð i cinstökum greinum? • Hver cru heilsufarsleg áhrif ákvæðisiaunakerfa með tilliti til slitsjiíkdóma, streitu og slysatiðni? 0 Hver eru áhrif ákvæðislauna- kerfa á samstarf fólks á vinnustað, á meðalstarfsaldur i viðkomandi grein og skipt- ingu í aldurshópa svo og á þátttöku yngra og eldra fólks i atvinnulffi?” 0 „Hve stór hluti verkafólks i landinu vinnur eftir ákvæðislaunakerfuin, hvaða kerfi og afkastamæli- kvarðar eru notuð I einstök- um greinum? 0 Hver eru heilsufarsleg áhrif ákvæðislaunakerfa með tilliti til slits júkdóma, strcitu og slysatiðni? 0 Hver eru áhrif ákvæöislauna- kerfa á samstarf fólks á vinnustað, á meðalstarfs- aldur i viðkomandi grein og skiptingu i aldurshópa svo og á þátttöku yngra og eldra fólks I atvinnulifi?” Það eitt, að ekki skuli liggja fyrir hve stór hluti verkafólks hér á landi vinnur eftir einhvers konar ákvæðislaunakerfi er nægjanlegt tilefni könnunar. En þó fjöldinn sé óljós er vist að þeim fer fjölgandi, sem taka laun eftir ákvæðislaunakerfi og i sifellt fleiri starfsgreinum eru afkasta- hvetjandi kerfi lögð til grund- vallar þeim launum, sem greidd eru. Það er einnig umhugsunar- vert, að þaö virðist fara saman, að i erfiðum störfum og illa launuðum eru betri laun háö af- köstum fólksins, en i þeim störf- um, sem oft eru léttari, þrifa- legri og eftirsóttari eru ekki greidd laun i hlutfalli við afköst. Nei, þar eru launin greidd án tillits til afkasta og gæða. Þeir sem á gólfinu standa þurfa sem sagt að keppast við til að bera meira úr býtum, en þeir sem á teppinu eru og fylgjast gjarna meö hinum i gegnum glugga eöa á sjónvarpsskermi fá sin laun hvað sem li"ður afköstum og gæð- um. Allir þeir, sem vinna eftir af- kastahvetjandi launakerfum eins og hreinu ákvæöi, bónus og jafn- vel premiu þekkja þá galla, sem þeim fylgja og geta vitnað þar um. Margir þeirra geta vitnað um slæma heilsu sina, sem rekja má til vinnunnar og þess kerfis, sem vinnan er háð. Mörg slik dæmi mætti rekja, en verður ekki gert hér. Að sjálfsögðu er ástæða til að gera sér grein fyrir þvi, að af- kastahvetjandi kerfi, eins og til að mynda bónus i frystihúsum, verður ekki afnumið. Að minnsta kosti ekki i bráð. Launaviðbótin, sem bónusinn gefur er meiri en svo að honum verði auðveldlega sleppt. Ekki nema álika laun verði tryggð eftir sem áður, og þaðhefur sjaldnastveriðgert,þvi miður. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði i ágætri ræðu á alþingi i tilefni af tillögu Guðrúnar Hallgrímsdóttur að tekjuaukningin lægi allt frá 30%—100%, eftir þvi hver ætti i hlut. Hann sagði að bónuskerfið hefði þvi hækkað laun fólks meira en flest annað, jafnframt sem hann gagnrýndi réttilega marga þá þætti sem bónusnum fylgja. Ekkisistþa semsnúaað heilsufari fólks. I ljdsi þess að við munum búa viö afkastahvetjandi launakerfi i einni og annarri mynd á komandi árum er enn brýnna að sniönir verði af þeim þeir agnúar og gallar sem unnt er og launakerf- unum fylgja. Og til þess að það veröi gert er nauðsynlegt aö fyrir liggi sem áreiðanlegastar og gleggstar upplýsingar um þau áhrif, sem launakerfin hafa i för meö sér. Þaðer mikilvægast fyrir launafólkið sjálft og þvi ber stéttarféiögunum aö hvetja stjórnvöld til þess að könnun sem þessi fari fram. Reyndar bendir margt til þess nú, að nokkur stéttarfélög sem ásamt ýmsum sérfræðingum hafa átt aðild að vinnuverndarhópi og starfað hefur að undanförnu verði fyrri til meö könnun, sem leitt getur til niðurstaðna, sem orðið geta starfi hreyfingarinnar að góðu gagni á sviði vinnuverndarmála. Enn- fremur hefurfrést af þvi, að hlið- stæð könnun sé á dagskrá á vett- vangi Jafnréttisnefndar Norður- landaráðs fyrir frumkvæði Svövu Jakobsdóttur. Það er góðs viti ef mál af sama toga eru viða til um- ræðu, þc með nokkuð ólíkum hætti sé. Reyndar er ástæða til að hafa i huga, þegar þessi mál eru rædd, að ef greidd eru föst laun fyrir ákveðin störf, eins og t.a.m. fast timakaup, þá er ekki þar með sagt aö öeðlilegt vinnuálag sé úr sögunni. Það er mikill misskiln- ingur. Hvers konar kapp og eftir- rekstur getur orsakað vinnu- hraða, sem er langt fyrir ofan það, sem talist getur eðlilegur vinnuhraði, og ef unnið er eftir föstum launum hefur aukið vinnuálag ekki i för með sér aukin laun, þrátt fyrir að afrakstur vinnunnar verði mun meiri. Það er i raun einnig galli. Það, sem þó stendur upp úr eru hinir geig- vænlegur annmarkar, sem fylgja afkastahvet jandi launakerfum og verður mörgum manninum dýr- keypt. Liöur i þvi að breyta ástandinu til betri vegar er að ýtarleg athugun á rikjandi ástandi fari fram. A niðurstöö- unum veröur hægt að byggja til- lögur til úrbóta. Það væri þvi ánægjulegt ef tillögu Guðrúnar Hallgrímsdóttur frá liðnu vori verður fylgt eftir á alþingi með endurflutningi, umræðum, sam- þykkt og að siðustu framkvæmd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.