Þjóðviljinn - 13.03.1981, Page 7
Föstudagur 13. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Oþarfi aö sœkja vetrarupplyftingu til útlanda
Hluti skiöalands Akureyringa I Hliöarfjaili. Efsta brekkan milli Strýtu og Stromps. Upp hana liggur
spjaldalyftan. — Ljósm. vh.
Suðurgötumenn
sýna í Noregi
6 islenzkum listamönnum, sem
kenndir eru viö Galleri Suöurgötu
7, hefur veriö boöiö að halda sýn-
ingu á verkum sinum i Noregi hjá
Bergens Kunstforening.
Þeir sem þarna sýna verk sin
eru listamennirnir Steingrimur
Eyfjörö Kristmundsson, Margrét
Jónsdóttir, Jón Karl Helgason,
Halldór Asgeirsson, Friðrik Þór
Friðriksson og Bjarni H. Þórar-
insson.
Verkin sem verða sýnd eru
málverk, teikningar, þrivið verk,
ljósmyndir, kvikmyndir og gern-
ingar. Er þetta liður i kynningu
Bergens Kunstforening á is-
lenskri nútimalist, og má geta
þess að á næstunni veröa sýnd
verk eftir Erro á þessum sama
staö.
Sýningin verður opnuö i dag og
fóru nokkrir listamannanna utan
til þess að annast uppsetningu
hennar. Bæði norska rikiö og
menningarsjóður hafa lagt fram
styrk til að standa undir kostnaði
við flutning listaverkanna og
ferðir listamannanna.
Bæjarstjórn Selfoss:
Harmar skrif
um Sjúkrahús
Suðurlands
Nýlega samþykkti bæjarstjórn
Selfoss einróma á fundi sinum þá
tillögu, sem hér fer á eftir:
„Bæjarstjórn Selfoss harmar
þar blaöaskrif, sem nú fara fram
um málefni Sjúkrahúss Suður-
lands og ályktar, að slik skrif séu
sist til þess fallin, að vinna mál-
inu gagn.
Skrif um einstaka starfsmenn
eru aðeins til að skapa sundrungu
og óeiningu heima fyrir, og tefja
fyrir framgangi málsins”.
v — mhg
Því ekki að skreppa
norður eða austur?
Einsog undanfarna
vetur hefur verið mjög
mikið um heimsóknir 'til
höfuðborgarinnar utanaf
landi og er fólk í leikhús-
ferðum, innkaupaferðum,
f jölskylduheimsóknum eða
öllu saman í bland. Sé
nánar að gáð kemur oft í
Ijós, að hér er verið að nota
sér „helgarpakkana" svo-
kölluðu sem Flugleiðir
bjóða uppá í samvinnu við
hótel i Reykjavík, en inni-
falinn í þeim er verulegur
afsláttur af bæði fargjöld-
um og gistingum. Hinu
hafa Reykvíkingar etv.
ekki veitt athygli, að þeim
stendur til boða sambæri-
legur pakki ef þeir vilja
skreppa helgarferð út á
land.
Varla er hægt að hugsa sér
meiri upplyftingu frá vetrar-
drunganum en að komast i
annað umhverfi og njóta útivistar
og skemmtana, enda láta margir
sig dreyma um skiðaferðir til
útlanda um þessar mundir. En
ekki hafa allir fé né fri til sliks og
reyndar þarf ekki að sækja svo
langteftir tilbreytingu. Það er úr
heilmiklu að velja fyrir þá sem
vilja fara helgarferð útá land og
miðað við venjulegt flugfargjald
kemur hótelgistingin i helgar-
pakka út á hlægilega lágu verði.
Þessi sérstöku kjör gilda framað
18. mai, að undanteknu timabil-
inu 6.-24. april. Velja má um
Akureyri, Egilsstaöi, Hornafjörö,
Sauðárkrók og Húsavik.
Að sjálfu leiðir, að höfuðstaður
Norðurlands Akureyri býður upp
á fjölbreyttasta skemmtunina,
þvi þar er jafnan mikið um að
vera vetur sem sumar. Skiðaað-
staða i Hliðarfjalli er mjög góð og
brekkur þar við hæfi jafnt þeirra
sem vanir eru og óvanir. Þar er
1000 metra stólalyfta sem flutt
getur580manns á klst., 200metra
há, og 520metra löng spjaldalyfta
ofar i fjallinu, sem flytur 520
manns á klst. Auk þess eru kaðal-
brautir fyrir lægri brekkurnar.
Snjótroðarar eru i gangi alla daga
og hluti af skiðabrekkunum flóð-
lýstar á kvöldin. Skiðastaðir
nefnist skálinn með veitingasöl-
um, gistiherbergjum, salerni,
gufuböðum osfrv. Auk hans er
ofar i fjallinu þjónustuskálinn
Strýta með veitingasölu og
snyrtiaðstöðu. Þaðan er stjórnað
skiðamótum i Hliðarf jalli.
Gönguskiðabrautir eru aftur i
skóglendinu Kjarna innan við
Akureyrarbæ.
Þeirsem ekki fara á skiði þurfa
ekki að vera i vandræðum með
sig. Þeir geta brugðið sér á
skauta, i gönguferðir, nú eða
stundað menninguna og
skemmtanalifið. Margir góðir
veitingastaðir eru á Akureyri.
bæði þeir gömlu og góðu einsog
Hótel KEA og Sjallinn, þar sem
bæði er hægt að boröa og dansa,
en einnig nýrri svo sem Smiðjan,
litill notalegur staður með úrvals
mat, en litlu dansgólfi, og H-100,
þar sem fjöriö er jafnan i
hápunkti á diskðinu hiá unga
fólkinu. Akureyri er skólabær og
ungt fólk setur þvi mikinn svip á
bæjarlifið.
Austur- og
Suðausturland
A Egilsstöðum er gist að
Gistiheimilinu. Egilsstaðir eru
samgöngumiðstöð á Austurlandi.
Þarer aðalflugvöllurinn og þaðan
greinast leiðir til allra átta.
Egilsstaöir er mjög vaxandi stað-
ur og með tilkomu nýja mennta-
skólans er þar oröinn skólabær. A
Egilsstöðum eru bilaleigur og
hamli ekki færð er þvi mögulegt
að heimsækja firðina og ferðast
um Hérað, heimsækja Hallorms-
stað o.s.frv.
A Hornafirði er gist á Hótel
Höfn. Hornafjörður er mikill
athafnabær og ört vaxandi.
Þaðan er viðsýnt og fagurt um að
litast. Jafnan er snjólétt á
suðausturhorni landsins og þvi
fært bæði i Oræfi og út á
Stokksnes. Marga fýsir að
fylgjast með atvinnulifi þeirra
Hornfirðinga. Þaðan hafa löngum
róið harðduglegir sjómenn og er
mikil gróska i bæjarlifinu.
Norræna félagiö
á Akranesi 25 ára
Listsýning og afmœlishátið
Norræna félagið á Akra-
nesi verður 25 ára sunnu-
daginn 15. mars n.k. Það
var stofnað af Magnúsi
Gíslasyni sem þá var
framkvæmdastjóri Nor-
ræna félagsins á íslandi.
Fyrsti formaður þess var
Hálfdán Sveinsson, sem
lengi var forseti bæjar-
stjórnar og bæjarstjóri um
skeið.
Félagið hefur staðið fyrir
margskonar fræðslu- og kynn-
ingarstarfi um norræn málefni og
tvisvar staðið fyrir vinabæjamóti
á Akranesi, 1957 og 1972.
1 tilefni af afmælinu hefur
félagið opnað listsýningu i Bók-
hlööunni dagana 8,—15. mars og
er sýningin opin á hverju kvöldi
kl. 20—22.
Þá gengst félagið fyrir af-
mælishátið i Rein laugardaginn
14. mars n.k. kl. 20.00. Þar veröur
sameiginlegt borðhald og margt
til skemmtunar. Þar mun m.a.
verða formaður Norræna félags-
ins i Bamble i Noregi, Reidunn
Tollefsen, og maður hennar, en
henni er boðið hingað i tilefni af-
mælisins.
Stjórn Norræna félagsins skipa
nú, Þorvaldur Þorvaldsson for-
maöur, en aðrir i stjórn eru Lilja
Guðmundsdóttir, Þjóöbjörn
Hannesson, Svandis Pétursdóttir
og Sigurbjörn Guðmundsson.
Sauðárkrókur
A Sauöárkróki er gist að Hótel
Mælifelli. A undanförnum árum
hefur iðnaður þróast mjög ört á
Sauðárkróki og auk þess sjávar-
útvegur. Bærinn er þvi i örri upp-
byggingu. Margt er hægt að gera
sér til gamans á Sauðárkróki og I
Skagafirði. Allir hafa heyrt getið
um Sæluvikur þeirra Skagfirð-
ing^enda eru heimamenn þekktir
fyrir létta lund og gleðskap.
Húsavik. Hótel Húsavik er
nýjasta hótelið sem boðið er uppá
i helgarferðunum. A Húsavik er
oft mjög góð skiðaaðstaða. Skiða-
lyfta er i Húsavikurf jalli rétt fyrir
ofan hótelið og bærinn sjálfur
aðlaðandi og skemmtilegur.
Margir útlendingar dást mjög að
höfninni á Húsavik og þvi
athafnalifi sem þar er að sjá. A
útmánuðum hefst hrognkelsa-
veiði á Húsavik og mikið um að
vera við höfnina. Frá Húsavik má
skjótast i Mývatnssveit og jafnvel
alla leið til Kröflu. Kisilvegurinn
er jafnan fær þótt eitthvaö snjói
og fegurð Mývatnssveitar er öll-
um kunn jafnt að sumri sem
vetri.
Samvinnubankinn
Sparivelta
Nú getur þú stofnað verðtryggðan spariveltureikning í
Samvinnubankanum. Um leið og þú verðtryggir pening-
ana þina tryggir þú þér rétt til lántöku, - Samvinnu-
bankinn skuldbindur sig til að lána þér sömu upphæð og
þú heíúr sparað að viðbættum vöxtum og verðbótum!
Sparivelta Samvinnubankans er jafngreiðslulánakerfi,
sem greinist í þrennt: Spariveltu A, skammtímalán;
Spariveltu B, langtímalán; og Spariveltu VT, verðtryggð
lán.
Láttu Samvinnubankann aðstoða þig við að halda í við
verðbólguna. Fáðu nánari upplýsingar um spariveltuna
hjá næstu afgreiðslu bankans.
VERÐTRYGGÐ
Sparivelta
Fyrirhyggja í fjármálum