Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 1
MOWIUINN Föstudagur 27. mars 1981 —72. tbl. 46. árg. Flugstöðvarbyggingin: St j órnarsamningur að sögn Pentagon Nauðsynlegt að plöggin verði birt t fjárveitingarbeiðni Pentagon, bandariska varnarmálaráðu- ncytisins, fyrir áriö 1981 er beðiö um 20 miljón dollara framlag til „flugstöðvar I tvennum tilgangi” á Keflavikurflugvelli. t upp- gefnum kostnaðartölum segir að skiptingin milli islensku og bandarisku stjórnarinnar sé 20 miijón dollarar og 26 miljónir dollara af tslands háifu. I greinargerð fyrir fjárveit- ingarbeiðninni segir: „Fjárveiting til þess að standa undir hluta Bandarikjanna i kostnaði vegna flugstöðvar i tvennum tilgangi sem á að þjóna farþegaflugi á friðartimum og hernaðarþörfum (military requierments) á striðs- ogóvissutimum, (,,intimeof war and contingency”). Minnisblað um sameiginlegan skilning milli riksstjórna Islands og Banda- rikjanna, dagsett 22. október 1974, mælir svo fyrir aö farþega- og herflug skuli aðskilið. Riksstjórn- irnar samþykktu 18. júli 1979 hvernig kostnaði við byggingu nýju flugstöðvarinnar skyldi skipt, eins og hér er lýst”. Ljóst er að bandariska varnar- málaráðuneytið litur svo á að um rlkisstjórnarsamning sé að ræða frá 18. júli 1979, þvi að Iselin að- miráll sagði i yfirheyrslu fyrir undirnefnd fjárveitingarnefndar Bandarikjaþings 12. mars 1980 að á striðs og óvissutimum væru tslendingar samkvæmt honum skuldbundnir til þess að afhenda Bandarikjaher flugstöðina 100% til hernaðarafnota, og að banda- riski herinn hefði tekið að sér hönnunina til þess ,,að fá ná- kvæmlega þá flugstöð sem við viljum”. Sjá mynd af f j árveitingar beiðni Pentagon á síðu 6 A Alþingi i gær kom fram að álit varnarmálaráðuneytisins og bandariska aðmirálsins væri á misskilningi byggt, en til þess að málið hljóti fullnaðarskýringu hlýtur að verða að birta öll plögg er það varðar, minnisblaðið frá 22. otóber 1974, nótuskiptin i mai 1978, og íundargeröina frá 18. júli 1979. —ekh Stjómarfrumvarp um breytingar á bótum atvinnuleysistrygginga: Bótaréttur nú sanngjamari Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði i gær fram á Alþingi frumvarp um atvinnuleysistryggingar þar sem m.a. er kveðið á um rýmkun bótaréttar, lengingu bótatima, breytingar á atvinnuleysisskrán- ingu og hækkun bóta. Frumvarp þetta er i samræmi við yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga i október s.l. 1 frumvarpinu er um að ræða kerfisbreytingu bótagreiðslna. t staðþesssem er i gildandi lögum, að bætur eru annað hvort heilar, ef umsækjandi hefur unnið a .m .k. hálft starf (1032 dagvinnu- Herstöðvaandstæðingar minntu á tilveru sina á götum Reykjavikur i gær. Jafnframt minntu þeir á úti- fundinn sem hefstkl. 18 á mánudaginn 30. mars. Ljósm. Ella. stundir), eða hálfar ef umsækj- andi hefur unnið að a.m.k. 1/4 starf (516 dagvinnustundir, þá greiðast samkvæmt frumvarpi þessu lágmarksbætur ef umsækj- andi hefur a.m.k. 425 dagvinnu- stundir s.l. 12 mánuði. Bætur taka siðan hlutfallslegri hækkun miðaö við vinnuframlag og ná há- marki ef umsækjandi hefur unnið a.m.k. 1700 dagvinnustundir s.l. 12 mánuði. Samkvæmt frumvarpinu byrjar nú bótaréttur fyrr og hann er jafnari og sanngjarnari en áður var. Hins vegar getur þessi kerfisbreyting leitt til lækkunar bóta i vissum tilvikum; t.d. fást nú hámarksbætur við a.m.k. 1700 stunda starf en fengust áður við 1032 stunda starf. bá er i frum- varpinu gert ráð fyrir fjölgun bótadaga úr 130—180 á 12 mánaða timabili. Nánari grein er gerð fyrir frumvarpinu á bls. 8. —þ Lóðaúthlutun 2000 eyðublöð ut! Gifurlegur áhugi er fyrir nýlega auglýstum byggingar- lóðum á þéttbýlissvæöunum i Reykjavik og sagði Hjörleifur Kvaran á skrifstofu borgarverk- fræðings i gær að nær tvö þúsund umsóknareyðublöð væru farin út af skrifstofunni. Hjörleifur sagði ljóst að þessi gifurlega eftirspurn gæfi enga visbendingu um raun- verulega þörf og tii samanburðar má geta þess að i fyrra bárust um þúsund umsóknir um byggingar- lóðir I Reykjavik. Nú eru riflega fimm hundruð lóðir i boði á fjórum svæðum i borginni, svo ljóst er að einungis fáir ðtvaldir koma til greina. Sjá nánar á opnu Framlag Bandaríkjamanna til flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli: Enginn samningur gerður segir utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra lýsti þvi yfir á Alþingi I gær að islensk stjórnvöld hafi ekki undirritað neinn samning viö rikisstjórn Bandarikjanna um framlag þeirra til byggingar flug- stöðvar i Kefiavik en i Iciðara Morgunblaðsins i siðustu viku var staðhæft að slikur samningur hefði verið geröur i júli 1979 I ráð- herratið Benedikts Gröndals. Siik staðhæfing hefur einnig komið fram I bandariskum gögnum og hefur £ví Þjóðviljinn undanfarna daga oskað eftir þvi að viðkom- andi aðilar gæfu ótviræðar upp- iýsingar um þetta atriði. Upplýst var á Alþingi að það sem Morgunblaðiö ög banda- riskur aömiráll hefur kallað samning var ekki samningur Óbreyttur kaupmáttur ráðstöfunartekna í ár og skattbyrðin minni samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar Með þeirri fjárfestingar- og iánsfjáráætiun, sem lögð var fram á Alþingi i fyrradag fylgir yfirlit Þjóöhagsstofnunar um þjóðhagshorfur og spá fyrir árið 1981. Þar kemur m.a. fram, aö Þjóð- hagsstofnun telur að á árinu 1981 verði kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann hinn sami og á sfð- asta ári. — Hér er um að ræða raungildi þeirra tekna sem menn halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir. Þjóðhags- stofnun telur að kaupmáttur taxtakaupsins muni lækka um 2% á árinu 1981, en kaupmáttur ráö- stöfunarteknanna muni samt veröa óbreyttur, — fyrst og fremst vegna skattalækkana. Þessi niðurstaða Þjóðhags- stofnunar kemur heim og saman við þá áætlun um þróun kaup- máttar launa sem rikisstjórnin setti fram i áramótaboöskap sin- um og kölluð var „slétt skipti”. Athyglisvert er að bera saman hver hefur orðið þróun kaup- máttar launa annars vegar og viðskiptakjara okkar út á við hins vegar á árunum 1977—1981, en einsog mennmuna var árið 1977, siðasta heila árið, sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar sat hér við völd. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma frá Þjóðhags- stofnun, þá er talið aö viðskipta- kjör okkar út á við verði á árinu 1981 um 15% lakari en þau voru árið 1977. Aftur á móti telur Þjóðhags- stofnun að kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann verði samt á árinu 1981 rúmlega 5% meiri en hann var á árinu 1977. — Þetta er býsna athyglisveröur árangur af varnarbaráttu verkalýðshreyf- ingarinnar og pólitiskra banda- manna hennar til að halda kaup- mættinum uppi þrátt fyrir það mikla áfall i utanrikisviðskiptum sem þjóðarbú okkar hefur orðið fyrir á siðustu 2—3 árum. Tafla sem sýnir þróun við- skiptakjara annars vegar og kaupmáttar ráöstöfunartekna á mann hins vegar litur svona út: Viðskiptakjör Kaupmáttur ráð- stöfunartekna 1977 , 100,0 100,0 1978 100,0 108,0 1979 89,7 110,7 1980 86,6 105,2 1981 85,3 105,2 Varöandi árið 1981 er byggt á spá Þjóöhagsstofnunar. heldur fundargerð frá sameigin- leguqi fundi islenskra og banda- riskra embættismanna sem fram fór 18. júli 1979. I fundargerðinni kemur fram aö eftirfarandi hafi gerst á fundinum: 1) Lögð var fram endurskoöuð kostnaöaráætlun varðandi flug- stöðvarbygginguna þar sem kveöið er á um hlutdeild Banda- rikjauna i kostnað allt að 20 miljónum dollara. 2) Bandarikjamenn setja fyrir- vara hvaö varðar samþykki bandariska þingsins fyrir sliku framlagi. 3) íslensku embættismennirnir lýstu sig fylgjandi þvi að Islend- ingar tækju að sér þann kostnað við bygginguna er væri umfram 20miljón dollara framlag Banda- rikjamanna. Þeir setja þó fyrir- vara hvað varðar samþykki Al- þingis. 4) Visaö er til vinnuplaggs sem er I fórum utanrikisráöuneytisins þar sem fjallað er um afnot varnarliðsins af flugstöðvarbygg- ingunni þegar neyöarástand rikir eða styrjöld brýst út. Yrði slikt I samræmi við varnarsamning landanna og háö samþykki is- lenskra stjórnvalda. 1 máli utanrikisráðherra kom fram aö i mai 1978 hafi náðst samkomulag viö Bandarikja- menn um aö þeir tækju þátt i kostnaði við flugstöðvarbygging- una, en ekki veriö gengiö frá þvi hversu framlag þeirra yrði mikiö. I júli 1979 hefði svo framan- greindur fundur embættismanna farið fram en þar hefði ekki veriö undirritað neitt samkomulag og Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.