Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. mars 1981 ÞJODVILJINN — SÍÐA 7 Leikarar og leikstjóri á æfingu. Leikfélag MA frumsýnir: Kvöldvaka á ísailrði Herstöðvaandstæðingar á tsa- firði efna til kvöldvöku i Góð- templarahúsinu á sunnudags- kvöld, í tilefni af 30. niars. A ísa- firði hefur þess verið minnst i a 11- mörg ár er island gekk i Nato og erlendur her kom aftur til lands- ins, með baráttusa mkonui gegn her f landi. Að þessu sinni verður ræðu- maður kvöldsins Finnbogi Hermannsson varaþingmaður Framsóknarflokksins, Kjarn- orkusöngsveitin tekur lagið, flutt verður leikrit eftir ' borstein Marelsson og Bolvikingar taka saman dagskrá. Gunnar Gutt- ormsson kemur að sunnan og syngur baráttusöngva, en kynnir verður buriður Pétursdóttir frá Bolungarvik. 1 Gúttó verður boðið upp á kaffi og veitingar og ef að likum lætur mun þar rikja baráttustemming. —ká 30. mars á Akureyri: Fundur og tónlefkar Skagiirðlngafélagíð: Áthafnasamt átthagafélag Er á meðan er Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir sunnudag- inn 29. mars kl. 20.30 i Samkomu- húsinu á Akureyri bandariska gamanleikritið ,,Er á meðan er” eftir þá Kaufman og Hart. Leik- stjóri er Guðrún Alfreðsdóttir. Leikarar og starfsfólk eru allir nemendur við skólann en alls munu um 40 manns taka þátt i sýningunni, þar af fara 19 með hlutverk. „Er á meðan er” er frægt gamanleikrit og hefur hvarvetna hlotið góða dóma. Verkið hefur áður verið tekið til sýningar hjá L.M.A., árið 1964. 1 leikritinu geta höfundar mynd af bandarisku þjóðlffi i kreppunni á gaman- saman en þó raunsæjan hátt. „Er á meðan er” er 34. verkefni Leikfélags M.A. og annað leik- ritið sem félagið sýnir eftir Kauf- man og Hart. Hitt var Gestur til miðdegisverðar sem sýnt var 1958. Sýningafjöldi er óákveðinn en næstu sýningar á leikritinu verða i Samkomuhúsinu á mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. A Akurevri verður 30. mars minnst með samkomu i Sjálf- stæðishúsinu á laugardag kl. 14.. en um kvöldið verða svo tónleikar i Nýja Bió. 1 Sjálfstæðishúsinu flytur Óttar Einarsson ávarp, siðan verður uppfestur, söngur og fjöldasöng- ur. Oll atriðin verða stutt og er miðað við það að allir megi hafa af nokkra skemmtan og að foreldrar komi með börn sin. Að kvöldi dags koma hljóm- sveitirnar Uta nga rðsmenn Fræbbblarnir og beyr fram með sina dagskrá, væntanlega i tengslum við baráttuna gegn hernum og NATO. Ef til vill verða einhverjar uppákomur á ferðinni en allt kemur það i ljós á sinum tima. Starfsemi Skagfirðingafélags- ins i Reykjavik hefur verið gróskumikili vetur, eins og raun- ar oftast áður. Arshátið félagsins stendur nú fyrir dyrum, verður þann 28. mars n.k. i Domus Medica, og að nokkru i breyttu formi. bar mun Skagfirska söng- sveitinkoma fram m.a. og syngja undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur, en undirleikari verður Ólafur Vignir Albertsson. Söngsveitin æfir nú af miklum krafti úndir söngför til Kanada, sem ráðgerð er i sumar. Fyrir siðustu áramót gaf Söng- sveitin út tvær breiðskifur: „Heill þérDrangey” og „Létt i röðum”. Var þeim ágætlega tekið og eru nú nær uppseldar. Kvennadeildin er mjög at- hafnasöm en hún, ásamt félaginu, hefur gestaboð fyrir aldraða á uppstigningardag. Með tilkomu félagsheimilisins Drangey i Siéumúla 35, sem fé- lagar komu að verulegu leyti upp með sjálfboðavinnu, hefur að- staðan til margháttaðrar félags- starfsemi gjörbreyst. bar fara fram söngæfingar, spiluð er fé- lagsvist, skákæfingar og -keppni, bær brugðu sér i bæjarferð eina helgi þessar tálknfirsku konur, sem við hittum þar sem þær voru búnar að skvera sig af og farnar að skoða lystisemdir höfuðborg- arinnar, ætluðu að byrja á að borða á Hótel Holti og fara svo i bjóðleikhúsið. Kvenfélag Tálknafjarðar stóð fyrir þessari ferðen það er reynd- ar langtifrá, að það sé eitthvert skemmtifélag, þvi það er með umtalsverða starfsemi á sinum heimaslóðum. bað lét á sinum tima gera upp og rekur nú félags- heimilið á staðnum, Dunhaga, og fyrirnokkrum árum stóð það fyr- ir átaki i dagvistunarmálum, byggði og rek-ur dagheimili fyrir börn með þeim myndarbrag, að fram kom i könnun sem félags- málastofnun Akureyrar stóð fyrir i fyrra að í Tálknafirði væri besta ástand á landinu i dagvistunar- málum. —Ljósm. Ella „ Valfrelsi” leggur til: Hringmyndaða kjörseðla! Hugsjónahreyfingin Valfrelsi hefur sent frá sér tillögu um að stjórnarskrárnefnd athugi hvort æskilegt væri að kjörseðlar væru hringmyndaðir. Einnig leggur Valfrelsi til að óflokksbundnu fólki verði gert auðvelt að vera i íramboði, t.d. með eftirfarandi löggjöf: „Nú hefur einn af hundraði kjósenda i vissu kjördæmi mælt með sér- stökum manni, er þá skylt að nafn viðkomanda sé sett á framboðs- listann og skal vera merkt með bókstafnum V, sem mun þá þýða óflokksbundinn valkostur”. Framkvæmdanefnd Valfrelsis, sem skipuð er Hilmari Guðjóns- syni, Lárusi Loftssyni, Mariasi Sveinssyni, Smára Stefánssyni og Sverri Runólfssyni, segir i greinargerð með tillögunni: „Rannsóknir hafa farið lram af heimssamtökum, sem án efa sýna að hlutfallslega fái þeir frambjóðendur sem ofar eru á framboðslistum fleiri atkvæði en þeir sem neðar eru. bau próf- kjörsem fram hafa íarið á vegum stjórnmálaflókkanna sýna þessa sömu útkomu án tvimælis. Fram- kvæmdanefnd Valfrelsis álitur að með ofangreindum tillögum muni hlutdrægni hverfa og þeir sterku stjórnmálaskörungar sem þjóðin þarfnast svo mjög koma fram á þjóðmálasviöið. Einnig álitur nefndin að tillögurnar séu stórt skref i áttina að koma á lýðræði á Islandi.” Forvitin Rauð koniiii út: kynningarfundir, námskeið og kvöldvökur. Vikulega koma menn saman og spila bridge og er ný- lokið sveitakeppni, þar sem 12 sveitir spiluðu. Keppt verður við Húnvetningafélagið 31. mars n.k.. —mhg TÁLKNFIRÐINGAR í BÆJARFERÐ Unnin af konum í Khöfn r-----------------------i iMeistara-! jmótTS | - Nýlega lauk meistaramóti I I Taflfélags Seltjarnarness. J ■ Efstur i A-flokki varð Björg- ■ | vin Viglundsson með 7.5 I ■ vinninga af 9 mögulegum. 5 ■ Næstur kom ögmundur | “ Kristinsson sem hlaut 6 vinn- ■ Iinga og er þvi skákmeistari I T.S. 1981, þvi Björgvin er J JJ utanfélagsmaður. | 1 B-flokki sigraði Gylfi ■ ■ Gylfason með 7 vinninga af 5 |9 I ■ Hilmar Karlsson varð | “ hraðskákmeistari T.S.. ■ ■______________________.J Forvitin Rauð, blað Rauð- sokkahreyfingarinnar, er komið út. Að þessu sinni er blaðið unnið með öðru sniði en áður, þvl islensku kvennahóparnir i Kaup- mannahöfn sáu að öllu leyti um blaðið, skrifuðu, hönnuðu og létu prenta I kóngsins Kaupinhafn. Efnið er fjölbreytt og á að gefa mynd af þvi sem helst er til um- ræðu þar ytra. bar má nefna grein um hlutastörf (hálfsdags vinnu) þar sem sagt er frá um- ræðum, kostum og göllum sliks skipulags, sem hefur hingað til einkum orðið hlutskipti kvenna. Ein grein fjallar um skipulags- mál frá sjónarmiði kvenna og nefnist hún Flýttu þér, flýttu þér. Staða kvenna I S-Afriku er kynnt, ená kvennaráðstefnum þeim sem haldnar voru i Höfn sl. sumar voru lagðar fram skýrslur um hrikalega aðstöðu kvenna i landi kynþáttaaðskilnaðarins S-Afriku. Goðsagnir og veruleiki heitir grein sem tekur fyrir konur og heilbrigðismál frá ýmsum hlið- um, kynlffið, getnaðarvarnir o.fl. bá kemur viðtal við Ninu Björk Eliasson, sem stundaði tónlistar- nám i Köben (hún á grein um sagnadansa i bókinni Konur skrifa), en Nina spilar á básdnu i kvennabigbandi i Köben. bá skrifa tvær konur sem leggja stund á leikhúsfræði grein um kvennaleikhús. Fjallað er um pilluna sem löngum hefur verið deiluefni, og að lokum ergreintlrá stöðu kvenna i Rússlandi, en ný- lega kom út i Danmörku þýðing á bók sem fjöldi rússneskrá kvenna skrifaði þar sem þær sögðu frá lifi sinu I ljóðum, sögum, viðtölum og greinum. 1 kjölfarið fylgdu bönn og handtökur. Forvitin Rauð fæst i Sokkholti og i bókabúðum, en einnig er hægt að gerast áskrif- andi hjá Rauðsokkahreyfingunni i sima 28798. Arsf jórðungsfundur Rauðsokka Arsf jórðungsfundur' Rauð- sokkahreyfingarinnar verður haldinn á laugardaginn kl. 14 i Sokkholti. Að venju verður rætt um starf vetrarins og það sem fram undan er, rætt um framtið miðstöðvar, aðalverkefni næsta ársf jórðungs og ýmislegt það sem erá döfinni. Af ófyrir sjáanlegum ástæðum tafðist fundarboð til fé- laga en að sjálfsögðu er öllum heimilt að koma og kynna sér starf Rauðsokka. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.