Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1981 Föstudagur 27. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Stjórnarfrum varp um breytta skipan atvinnuleysistryggingar: Sanngjarnari bótaréttur Dagpeningar verða á bilinu fjórðungur til fullra launa og verður bótadögum fjölgað úr 130 i 180 á 12 mánaða timabili Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim meginbreytingum frá gildandi lögum sem felast. i stjórnarfrumvarpi um atvinnu- leysistryggingar. Frumvarp þetta er lagt fram i samræmi við yfirlýsingu rikisstjórarinnar við gerð kjarasamninga i október sl.: „1.1 16. gr. frv. er kveðið á um, að til þess að öðlast rétt til at- vinnuleysisbóta, skuli maður hafa unnið a.m. k. 425 dagvinnu- stundir i tryggingaskyldri vinnu á siðustu 12 mánuðum, Kemur þetta i stað ákvæða gildandi laga um 1032 dagvinnutima i heils- dagsvinnu og 516 dagvinnutima i hálfsdagsvinnu. þingsjá 2. t 18. gr. er gert ráð fyrir þvi, að sá sem sækir námskeið eða gengur undir starfsþjálfun tii þess að öðlast hæfni i starfi sinu eöa til að stunda ný störf, njóti á meðan bóta i allt að 6 vikur, ef at- vinnuleysi hefði skapað honum rétt til slikra bóta þegar starfs- þjálfunin eða dvölin á námskeið- inu höfst. Skv. frv. er það ekki skilyrði fyrir greiðslu bóta i þessum til- vikum, að þátttakandi njóti at- vinnuleysisbóta, eins og nú er skv. gildandi lögum. Er ákvæði þessu ætlað að stuðla að þvi að lauanafólk geti notið starfsþjálf- unar vegna nýrrar tækni eða breyttra atvinnuhátta til þess að halda starfi sinu. 3. 1 frv. 20 gr. er nú gert ráð fyrir þvi að umsækjandi bóta skuli skrá sig vikulega hjá vinnu- miðlun. Kemur þetta i stað ákvæða gildandi laga um daglega skráningu. Einnig er I greininni nýmæli þess efnis, að stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs geti við tilteknar kringumstæður ákveðið, aö skráning fari fram oftar en vikulega. 4. I 22. gr. er lagt til að bóta- dögum veröi fjölgað úr 130 i 180 á 12 mánaöa tímabili. 5. 1 23. gr. frv. er nú að finna ákvæði um ákvörðun dagpeninga. Dagpeningar eru samkvæmt frv. á bilinu 1/4 hluti fullra launa skv. efsta starfsaldursþrepi 8. fl. Verkamannasambands Islands. Að auki eru barnadagpeningar 4% nefndra launa fyrir hvert barn. Loks er ákveðið að greiða skuli iðgjald til llfeyrissjóðs af bótunum. Greiðir bótaþegi 4% og Atvinnuleysisstryggingasjóður 6%. Hér er horfið frá reglu 18. gr. núgildandi laga um ákvörðun dagpeninga. Skv. gildandi lögum miðast dagpeningar við næst- lægsta taxta Dagsbrúnar og eru 80% launanna fyrir aðalfyrir- vinnu heimilisins, 70% til ein- staklinga og 6,5% með hverju barni, þó ekki fleiri en þremur. Hálfsdagsvinna veitir rétt til hálfra dagpeninga. Er þannig um það að ræða skv. gildandi lögum, að bótaþegi njóti annað hvort fullra eða hálfra bóta, mis- munandi eftir framfærslubyrði. Samkvæmt frv. verða dagpen- ingar frá fjórðungi launa til fullra launa, litiö er á hvorn bótaþega sem sjálfsstæðan aðila án tillits til hjúskaparstéttar eða tekna maka og ekki er takmarkaður fjöldi barna sem greitt er með skv. frv. 6. I 24. gr. frv. er ákvæði um hvernig hótaréttur einstakra um- sækjenda er ákvarðaður. Miðað er við dagvinnustundafjölda á siðustu 12 mánuðum. Hámarks- bætur greiðast, þegar dagvinnu- stundir eru 1700 eða fleiri, en lágmarksbætur þegar þær eru 425. Skulu greiðsluþrep vera 76, frá 25% til 100% viðmiðunar- launa, þ.e. hækki um eitt prósent fyrir hvert þrep eftir starfstima- fjölda frá 425 til 1700 dagvinnu- stunda á siðustu 12 mánuðum. Hér er um verulega breyttar reglur að ræöa frá gildandi lögum. 7. 1 38. gr. er nú gert ráð fyrir þvi að rfkissjóöur ábyrgist greiðslur úr sjóönum ef hann þrýtur fé.” Skógarbúskapur ílOár Nú eru 10 ár liðin slðan efnt var til skógræktar á nokkrum bæjum austur i Fljótsdal (Fljótsdals- áætlun). Er þar jöfnum höndum beitt friöun og uppgræðslu og hugmyndin sú, aö bændur geti, með timanum, komið sér upp nytjaskógum. Lofa þessar til- raunir góöu. Stjórn Búnaðarsa m b a n d s Austurlands beindi þvi til Bún- aðarþings að það beitti „áhrifum sinum til þess, að gert verði stór- átak i áframhaldandi ræktun nytjaskógar i áföngum á þeim stöðum á landinu, þar sem skil- yrði til þess eru talin best”. Búnaðarþing tók undir álit Austfirðinga og hvetur búnaðar- samböndin til þess ,,að koma á samstarfi bænda um skógarbú- skap” i þeim héruðum, þar sem það sýnist álitlegast. En þar sem arður af skógarbúskap skilar sér ekki fyrr en 15-40 árum eftir að ræktun er hafin telur þingið að rikinu beri aö styrkja þessa starf- semi verulega og skorar á Skóg- rækt rikisins og Framkvæmda- stofnun aö leggja fram liðsinni sitt og efla á þann hátt atvinnulif sveitanna. —mhg Aðalfundur iðnfræðinga Iönfræöingafélag tslands hélt nýlega aöalfund sinn, en iön- fræöingur er starfsheiti þeirra sem hafa sveinspróf og tveggja og hálfs árs nám frá Tækniskóla islands i rafmagni, vélum og byggingum, eöa hafa sambæri- legt nám frá öörum skólum. Aðalmarkmið féiagsins eru að gæta hagsmuna félagsmanna, lögvernda starfsheiti, vinna að kjaramálum, kynna iðnfræðinga fyrir atvinnurekendum og almenningi og bæta samvinnu tæknimanna. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir starfseminni sl. ár, sem var fyrsta starfsár félagsins. Þar kom fram að nokkuð hefur þokast I áttina að fá starfsheitið iðn- fræðingur lögverndað og ákveðið var að stofna kjaradeild innan félagsins á þessu ári. I stjórn félagsins sitja: Sigurður Orn Gislason raf- magnsiðnfræðingur, formaður, Eyjólfur Baldursson vélaiön- fræöingur, varaformaður Benedikt Egilsson byggingaiðn- fræöingur , ritari, Eyjólfur Gislason rafmagnsfræðingur, gjaldkeri, og Garðar Sigurðsson, vélaiðnfræðingur, meðstjórnandi. *i.vgg>ngasvæöið I Fossvogi er I beinu framhaldi af núverandi byggö og sést Borgarspitalinn fyrir miöju á líkaninu. Ljósm. eik. Bústaöa vegur er neöst á myndinni og í krikanum ofan viö byggingasvæöiö veröur stofnanasvæöi þar sem m.a. hcfur verið rætt um skrifstofubyggingu Sambandsins, dómhús o.fl. Nýja útvarpshúsiö er á móts viö svonefnda E-götu, sem er lengst til hægri á likaninu. Raöhúsin tuttugu eru fremst tii vinstri, hitt eru fjölbýiishús. Kringlumýrarbrautin er vinstra megin viö Hkaniö. Ljósm.-eik. Fremst á myndinni er Eiðsgrandinn (Sólarlagsbraut!) og svæöin sem til úthlutunar eru nú eru merkt meö örvum. Til hægri viö þau hafa Verkamannabústaöirnir fengið athafnasvæöi, en hvlti flöturinn fyrir aftan er I landi Seltjarnarness. Ljósm. —eik. Neöst til vinstri á myndinni er kirkjugaröurinn I Fossvogi og kapelian efst á þvl svæöi. Gamli Hafnar- fjarðarvegurinn, sem nú hefur fengið heitiö Suöurhliö verður sveigöur nær kirkjugaröinum og frá hon- um og Kringlumýrarbraut sem er lengst til hægri á likaninu veröur innkoma á svæöið. Brúin yfir Kringlumýrarbraut og vegurinn áfram til vinstri er framhald Bústaöavegar. Ofan viö byggingasvæöiö er öskjuhliöarskólinn. Ljósm. —eik. Nýju byggingasvæðin í Reykjavík Það er eins gott að komiö hefur veriö á hinu svokallaða punktakerfi I Revkjavik i sambandi viö úthlutanir lóöa og pólitiskur litur umsækj- anda eöa aðrir hagsmunir koma ekki til álita við skiptingu kökunnar I ár. Eins og skýrt er frá á forsíðu veröa trúlega fjölmargir um hverja lóð sem nú er til ráðstöfunar og það eykur á eftirspurnina að i boöi eru faileg landsvæði i miðri borginni sem bjóöa upp á góða þjónustu strax I upphafi. Punktakerfiö eitt kemur til meö aö gera upp á milli manna I þessu tilliti en það byggist á búsetu eða atvinnu í Reykjavik, núverandi húsakosti og svo þvi hvort menn hafa fengiö aukapunkta fyrir aö hafa verið hafnaö á undanförnum árum þó þeir ættu fullan rétt. Ef menn eru jafnir aðstigum verður dregið á milli þeirra. Hér á slðunni eru myndir af likönum af byggingasvæðunum fjórum og upplýsingar um hvað á þeim er. Myndirnar tók —eik á skrifstofu borgarverkfræðings þar sem likönin cru til sýnis og byggingaskilmálar og umsóknarevðublöö liggja frammi. A öllum svæðunum er byggt i þyrpingum og reiknaö með sameigin- legu rými undir leiksvæði, gestabílastæði, gangstlga o.þ.h. FOSSVOGUR A svæðinu við Eyrarland og Fossvogsveg verður úthlutað lóðum' undir 150 ibúðir, 18 verða sérhannaðar fyrir fatlaða og Geðvernd fær 4. Af þeim hundrað ibúðum sem þá eru til ráðstöfunar eru 16 i einbýli, 44 f raðhúsum og parhúsum og 42 i fjölbýli. Höfundur skipulags á þessusvæðier Gunnar Friöbjörnsson.arkitekt. Fjölbýlishúsin eru litil með 5—6 ibúðum hvert og eru gatnagerðargjöld af þeim um 16 þúsund krónur á ibúð. Raðhúsin eru tvenns konar, annars vegar um 700 rúmmetrar á tveimur hæðum og hins vegar um 400 rúmmetrar á einni hæð. Einbýlis- húsin eru um 700 rúmmetrar og lóðir, bæði við einbýli og raðhús á bil- inu 5—700 fermetrar. Fjórum einbýlishúsum hefur þegar verið ráð- stafað vegna uppgjörs á erfðafestu. Gatnagerðargjöld af einbýlishúsum eru rúmlega 73 þúsund krónur og af stórum raðhúsum 50 þúsund og þeim litlu 28 þúsund. Tengd gjöld eru hin sömu fyrir öll sérbýlishúsin, tæp 36 þúsund. Þessar tölur miða við nýja byggingavisitölusem var reiknuð 1. april og eru skilmálar þeir að greiða ber gatnagerðargjöldin i þremur hlutum á árinu og 75% af tengdum gjöldum á sama tima. NYR MIÐBÆR I öðrum áfanga nýs miðbæjar i Kringlumýri verður úthlutað lóðum undir 200 ibúðir i fjölbýli og 20 ibúðum i raðhúsum. Um 70 ibúðir i fjöl- býlishúsunum fara til tveggja samtaka aldraðra,en hér er um fremur stór fjölbýlishús að ræða, tveggja til sex hæða með mismunandi fjölda ibúða i hverju. Höfundur skipulags á þessu svæði er Haukur Viktorsson, arkitekt og aðstoðarmenn hans voru Jóhannes S. Kjarval arkitekt og Reynir Vil- hjálmsson landslagsarkitekt. Raðhúsin eru um 700 rúmmetrar að stærð og eru gatnagerðargjöld af þeim um 50 þúsund krónur. Tengd gjöld eru tvenns konar, annars vegar um 2.700 krónur þar sem borgin annast aðeins gerð heimæðar og hins vegar tæp 18 þúsund þar sem borgin sér um gerð bilastæða, heim- æð^göngustigso.þ.h. Ibúðimar i fjölbýlishúsunum eru mjög fjölbreyti- legar að stærð og gerð og liggja fyrir umsóknir frá byggingameisturum og ýmsum byggingasamvinnufélögum um þau. EIÐSGRANDI A Eiðsgranda, þriðja áfanga verður úthlutað tólf einbýlishúsalóðum I tveimur þyrpingum, sex i hvorri,og i öðrum áfanga verður úthlutað fimmeinbýlishúsalóðumog lOraðhúsalóðum. Hviti hlutinn á myndinni er i landi Seltjarnarness, og úthlutunarsvæöin eru fremst hægra megin á henni. Höfundur skipulags i þriðja áfanga á Eiðsgranda er Geirharöur Þorsteinsson.arkitekt. Þar eru sem fyrr segir tólf einbýlishús og eru þau óháð samkeppninni sem haldin var i fyrra og byggt er eftir i öðrum áfanga. Einbýlishúsin eru um fimm hundruð rúmmetrar að stærð og lóöirnar fremur litlar eða um 500 fermetrar. Gatnagerðargjöld eru áætluö um 47.500 krónur og tengd gjöld tæp 27 þúsund. Leiksvæöi, bilastæði o.þ.h. er sameiginlegt. I öörum áfanga verður úthlutað fimm einbýlishúsum og tiu rað- húsum og geta úthlutunarhafar valið milli þeirra þriggja húsateikn- inga sem verðlaun fengu i samkeppninni i fyrra. SUÐURHLIÐAR Suðurhliðar heitir nýtt byggingasvæði milli Kringlumýrarbrautar. garnla Hafnafjarðarvegarins og tilvonandi framhalds af Bústaðavegi Inni á svæðinu er öskjuhliðarskólinn og það er i góðum tengslum við útivistarsvæðið i öskjuhliö. Undirgöng fyrir gangandi vegfarendur tryggja tengsl við hliðarnar og nýja miðbæinn. Höfundur skipulagsá þessu svæði er Valdís Bjarnadóttirarkitekt, og aðstoðarmenn hennar voru Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur, og Þórir Helgason arkitekt. A svæðinu er gert ráð fyrir 113 ibúöum i 16 einbýlishúsum og 77 raö- húsum. Þrjú einbýlishúsanna eru litil eða um 300 rúmmetrar að stærð, hin 13 eru 700—850 rúmmetrar. Lóðirnar eru mjög misstórar, sumar yfir þúsund fermetrar aðrar minni. Raðhúsineru 77 og er gert ráð fyrir tveimur ibúðum I tuttugu þeirra, eins konar aukaibúð fyrir aldraða fjölskyldumeðlimieða þá yngrisem eru aðbyrja að búa. Lóðirnar eru i kringum 700 fermetrar að stærð. Þegar hefur verið ráðstafað tveimur einbýlishúsum og einu parhúsi vegna uppgjörs á erfðafestu á þessu svæði. Gatnagerðargjöld fyrir 700 fermetra einbýlishús eru áætluð tæplega 74 þúsund krónur en tengd gjöld eru tvenns konar, allt eftir þvi hversu stóranhlutaborginannast I frágangi gatna og lóða. Þar sem borgin sér um frágang gestabilastæða, bilastæöa, botnlanga o.þ.h. eru tengd gjöld fyrir 700 rúmmetra einbýlishús um 38 þúsund krónur en þar sem hús- byggjendur annast þetta að mestu sjálfir eru gjöldin tæplega 10 þúsund krónur. 75% þeirra greiöast á þessu ári með gatnagerðargjöldum. — AI á dagskrá þær breytingar sem orðið hafa á eðli her- stöðvanna hérlendis, og þær sem í ráði eru, tel ég svo alvarlegar, að þær fari langt í að jafnast á við það óheillaspor, þegar bandaríski herinn var kallaður til landsins. Guömundur Georgsson Alþingi götunnar kvatt til funda Nú liður að þeim degi, sem her- stöðvaandstæðingar hafa gert að árlegum baráttudegi sinum. 32 ár eru liðin frá inngöngu Islands i NATO og allan þann tima hefur verið háð sú utanþingsbarátta eeen erlendu valdi og innlendum þjónum þess, sem við kjósum sjálf að nefna alþingi götunnar, en andstæðingar okkar velja önnur heiti, öllu smánarlegri, kommaskrill eða eitthvað i þeim dúr. Þeir, sem velja utanþings- baráttu herstöðvaandstæðinga slik nöfn, hafa þá sérstæðu af- stöðu til lýðræðis, að það felist i þvi að setja kross á kjörseðil á fjögurra ára fresti og láta sig siðan engu skipta, hvernig þeir fara með umboöið, sem fá það. Herstöðvaandstæðingum hefur raunar ætfð verið haslaður völlur fyrir baráttu sina utanþings. Afdrifarikustu sporin i utanrikis- málum Islendinga, þ.e. inn- gangan í NATO og varnarsamn- ingurinn við Bandarikin, voru stigin án þess, að þau mál heföu borið á góma i undanfarandi þingkosningum. Nú skal ekki vanmetið það and- óf sem á undanförnum áratugum hefur verið haldið uppi innan veggja alþingis. En þeir þing- menn sem hafa látið til sin taka á þeim vettvangi hafa verið fáir og með örfáum undantekningum úr einum stjórnmálaflokki. Full- trúar þeirra herstöðvaand- stæðinga, sem aðhyllast aðra stjórnmálaflokka, jafnvel Ðokka, sem hafa haft andstöðu gegn her á stefnuskrá sinni, hafa tæpast látið frá sér heyra og þannig að vissu leyti brugðist kjósendum sinum. Nú þykir mörgum sem málstaður herstöðvaand- stæðinga hafi sjaldan staðið tæpar en á þvi alþingi, sem fundar nú innan grágrýtismúra við Austurvöll. Ýmsir draga i efa gildi utan- þingsbaráttu herstöðvaand- stæðinga. Þeim finnst litt hafa miðað og benda á þá staðreynd, að enn erum við i hernaðarbanda- lagi og enn situr hér bandaríksur her. Þó að erfitt sé um sannanir, tel ég að baráttan hafi tvimæla- laust haft gildi. A þvi leikur eng- inn vafi, að Bandarikjamenn vildu fá aðstöðu fyrir hernaðar- umsvif sin víðar um landið. Hið samfellda andóf hefur örugglega unniðgegn þeirri þróun og ljóst er að vegna þess hafa tslendingar ætið verið taldir ótryggir banda- menn. Nú eru hins vegar ýmsar blikur á lofti. Svo virðist sem Banda- rikjamenn sjái lag og gerast nú ásælnir mjög. Þeir vilja fá ný landsvæöi undir oliugeyma og radarstöðvar jafnframt þvi að búa enn betur um sig á Miðnes- héiðinni með sprengjuheldum flugskýlum og flugstöðvarbygg- ingu. Má vera að erfið staða her- stöðvaandstæðinga á þingi og i stjórn geri þá djarfari i ásælni sinni.. Gengur svo langt aö em- bættismenn rikisins i varnar- málanefnd telja sig þess um- komna að lýsa þvi yfir, aö ekki ætti að vera nein fyrirstaöa að fá nýtt land. Islenskir herstöðva- sinnar boða herflugvöll á Sauðár- króki og beita hinum klyfjaða asna hernámsgróðans fyrir sig. Mér er engin launung á þvi, aö ég tel þær breytingar sem hafa orðið á eðli herstöðvanna hérlendis ásamt þeim sem eru i bfgerð mjög alvarlegar og spurn- ing hvort þær fari ekki langt i aö jafnast á við það óheillaspor, þegar bandariski herinn var kallaður til landsins. A þeim tæpum þremur áratugum sem liðnir eru hefur orðið gjörbyiting i vigbúnaði i heiminum, svo að nú yfirskyggir tortimingarhættan öll önnur óþrif af herstöðinni. Svo virðist af þeim umræðum, sem hafa farið fram, að utanrikisráð- herra telji sig hafa eindæmi i þessum málum og gegnir það furðu. Það gegnir einnig furöu, að einn maður skuli vilja taka á sig ákvarðanir, sem geta skipt sköpum fyrir framtið þessarar þjóðar. Það er þvi brýn nauðsyn að kveðja alþingi götunnar saman til funda, bæði til að stappa stáli i félaga okkar á þingi og i stjórn, hvar i flokki sem þeir standa, og til að sýna andstæðingum okkar, að við tökum ekki frekari land- sölu þegjandi. Aðgeröirnar um næstu helgi eru aðeins upphaf. Tökum þátt i þeim. Eflum sam stöðu okkar og baráttuanda við baráttulist i Háskólabió á sunnu daginn og sýnum styrk okkar og þrótt á mótmælafundinum á Austurvelli á mánudaginn, á þeim stað sem landsölu hefur verið mótmælt af mestum þrótti. Ávarp i tilefni Alþjóðaleikhúsdagsins: Ein stund eða dagur í leikhúsi mannkynsins Jarðarkringlan okkar er eitt stórt hringsvið, i hrikalegri um- gerð óendanleikans. Leikverkið er miskunnarlaus upplifun augnablika, er safnast siðan saman i óskýra mynd fortiðar- innar. Framvinda leiksins er bar- átta mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Hvort sem at- burðurinn snertir heilar þjóðir, eða er svo smár, sem sungið er yfir vöggubarni, er mikilvægi hans fyrst og fremst fólgið i upp- lifun einstaklingsins og rétti hans til að varðveita sjálfan sig. Ef leikstjórnin verður miskunnar- laus, fær leikurinn yfirbragð fáránleikans og allt fer að lokum úr böndunum, svo aö gera verður smá leikhlé. Siðan heldur leikur- inn áfram, næstum eins og ekkert hafi skeö. Það kemur þó stöku sinnum fyrir að gömul saga er endursögð, þvi svo virðist sem þessi gamla sögn sé i rauninni að ske þá stundina. Sagan getur aldrei verið nákvæm upplifun lið- ins tfma, heldur er hún túlkuð og lifuð i nútiöinni hverju sinni I sög um, söngvum og myndum eru minni fortiðarinnar varöveitt og þannig er fortiðin samferða lið- andi nútið og þvi eins konar leik- rit i leikritinu. 1 einum afkima þessa stóra hringsviðs, hér uppi á Islandi, var leikurinn i leikritinu, fyrr á öldum, fluttur af sagnamönnum og söngvurum. Sviðsmyndina þurfti hver hlustandi að imynda sér, en samt er munurinn á bað- stofunni og ieiksviði nútimans i rauninni vart merkjanlegur og sögumaðurinn hinn sami og leikarinn i dag. Að segja sögu, túlka tilfinningar og flytja boð- skap er ain framvinda fortiðar og nútíðar. Leikurinn i leikritinu, leikhús nútimans, fjallar um ein- staklinginn, drauma hans og veruleika, gleði hans og sorg, baráttu hans og örlög og áheyr- endur taka þátt i leiknum, hlæja eða gráta. Hvort sem vettvangur- inn er baðstofa, illa búin ljósum, eða fullkomnasta leiksvið ver- aldar, er hver leikur aöeins tima- bundin og staðfærö afmörkun þeirra umsvifa mannlifs. er alls staðar blasa við, ein stund, eða einn dagur i leikhúsi mannkyns- ins. Jón Asgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.