Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 16
MÐVHHNN Föstudagur 27. mars 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Eru fasteignasalar að blekkja kaupendur íbúða? Gefa ekkl upp raun- verulegt kaupverð Fólk sem er reynslulítið í viðskiptum illa leikið, segir Ólafur Jónsson „Ég hef nýverið séð tvö dæmi um þá furðulegu viðskiptahætti sem viðgangast hjá fasteignasöl- um i Reykjavik að selja ibilðir með áhvilandi lánum og geta aöeins um nafnverð eftirstöðva lánanna, en ekki þess að verð- tryggingarákvæði skuldabréf- anna hafa hækkað fjárhæöir um helming eða meira. 1 báðum þessum dæmum var farið illa meö reynslulitiö fólkið”, sagöi Óiafur Jónsson, stjórnarfor- maður HUsnæðisstofnunar rikis- ins, i samtali við blaðið i gær. Ólafur Jónsson gat þess að sennilega hefðu fasteignasalar fengið kvartanir frá kaupendum sem hafa áttað sig á þessum stað- reyndum eftir að gengið var frá samningum þvi að nU væru þeir farnir að bæta þvi ákvæði við i samningana, að kaupandi taki að sér aö greiða áhvilandi lán „ásamt verðbötum”. „Þetta ákvæði sker Ur þvi svo að ekki verður um deilt að kaup- andinn greiðir áfallnar verö- bætur, en fasteignasalarnir láta þaö ógert að upplýsa viöskipta- vini sina um hvaða fjárhæðir þarna er að ræða. Það kynni að spilla fyrir sölu. Að sjálfsögðu má segja að það standi næst þeim sem er að kaupa ibUÖ að kanna hvaða lán hvila á þeirrieign sem hann er að kaupa, enalgengaster þó, að sá aðili sem annast söluna og gerir kaup- Ólafur Jónsson. samning afli slikra upplýsinga. Þó að verðtrygging á lánum hafi viögengist hér um nokkur ár þá vantar mikið á það, að almenn- ingur hafi að fullu áttað sig á þvi hvernig verðtryggingin virkar á eftirstöðvar lána”, sagði Ólafur ennfremur. Þjóðviljinn innti Ólaf Jónsson eftir þvf hvort hann hefði ákveðin dæmi um að illa hefði farið fyrir fólki vegna þessara viðskipta- hátta. „Ég hef hér hjá mér 2 nýlega gerða kaupsamninga, gerða á virðulega pappira fasteignasala hér i borginni. 1 báðum samning- hefur verið unum stendur þessi sama klausa eftir að tilgreindar eru eftir- stöðvar lánanna; „auk visitölu- álags sem kaupandi tekur aö sér að greiða”. önnur ibiiðin er seld á 380.000 nýkrónur. Útborgun er 280 þús- und og lán frá Veðdeild Lands- banka Islands að eftirstöðvum kr. 35.746. Ég kannaði stöðu eftir- stöðvanna að viðbættum verðbót- um og reyndist hún vera 72.172 eða 36.426 kr. hærri en skráð var i kaupsamningi. Hin ibúðin var 2ja herbergja og seld samkvæmt kaupsamningi á 300.000 nýkrónur. A ibúöinni hvildu 2 verðtryggð lán, samtals að eftirstöðvum 19.036, en voru með verðbótum kr. 56.121. Mismunurinn var þvi 37.085 kr. sem kaupandi hafði skuldbundið sig til að borga með undirskrift sinni hjá fasteignasalanum. Ibúð þessa keypti einstæð móðir sem lital reynslú hafði i viðskiptum og hefði þvi þurft hollari ráðgjafa en þennan fasteignasala.” Þjóðviljinn spurði Olaf að lok- um hvort erfitt væri að afla upp- lýsinga um stöðu lána: „Það tók aðeins 15 minútur að fá uppgefið hjá Veðdeild Lands- bankans hverjar væru eftir- stöðvar lánsins. Það er þvi engin afsökun til hjá fasteignasalanum að afla ekki þessara upplýsinga og láta það koma hreint fram hvað ibúðin raunverulega kostaði.” —ekh Sjómenn samþykktu samningana Þáttaka i medallagi 1 gær fór fram kosning um kjör undirmanna á stærri togurum og jafnframt um bátakjarasamn- inga i Sjómannafélagi Hafnar- fjarðar. Bátakjarasmaningarnir voru samþykktir með 15 at- kvæðum gegn þrem, en 2 skiluðu auðu. Sjómannafélög Eyja- fjaröar, Hafnarfjarðar og Reykjavikur höfðu sameiginlega atkvæðagreiðslu um kjör á stærri togurum og voru samningarnir samþykktir i þeirri atkvæða- greiðslu með 56 atkvæðum gegn 30 en 2 seðlar voru auðir. Kjarasamningar fyrir undir- menn á flotanum hafa þá veriö samþykktir alls staðar annars staðar en i Grindavik en þar var samkomulag bátasjómanna fellt. Hefur- sjómannafélag Grinda- vikur farið þess á leit við Útvegs- mannafélag Suöurnesja, LIO svo og rikissáttasemjara að teknar verði uppviðræður um samninga. Formaöur Sjómannasam- bandsins, óskar Vigfússon taldi að þátttaka i atkvæðagreiðslúnni i gær hefði veriö þokkaleg, en þátttakan var viða mjög dræm i atkvæðagreiðslunni um bátakjara samningana á dögunum einkum Rikisspitalarnir Helmingur lækna við rikis- spftalana hefur sagt stööum sin- um lausum að sögn Daviðs Á. Gunnarssonar á skrifstofu rikis- spitalanna, læknarnir hafa tveggja mánaða uppsagnarfrest. Uppsagnirnar taka gildi þann dag sem þær eru dagsettar, og hinar fyrstu bárust 18. mars og koma þvi til framkvæmda 18. mai. Upp- sagnir hafa verið að berjast jafnt og þétt undanfarna daga. Það er fjármálaráöuneytið sem hefur þettamál á sinni könnnog á fundi I gær I stjórn rikisspital- anna var samþykkt að vekja athygli ráöuneytisins á þeim hjá Sjómannafélagi Reykjavikur þar sem innan við 30 greiddu at- kvæði. vanda sem uppsagnimar skapa. Einhverjir kynnu að segja að læknar mættu una þokkalega við sinn hlut ef almenn laun i landinu eru höfð til viðmiöunar. Um þetta atriði sagði Daviö að föst laun sjúkrahúslækna væru ekki til að sjá ofsjónum yfir. Yfirvinnu þeirra er reynt aö halda innan hóflegra marka. Ætlast er til að sérfræðingar vinni ekki meir en 20 tíma á viku og aðstoðarlæknar ekki meir en 60. Vinnuálag á læknum er mikið,en ef menn vilja hafa mikið upp úr starfinu verða þeir að taka á sig gifurlega langan vinnutima. — j Helmingur lækna hefur sagt upp | Nýja aðalskipulagið: i Sendið inn spurningar j og við leitum svara! • Nýja aðalskipulagiö að Austursvæðunum svonefndu er mikið til umræðu þessa dagana og mun Iborgarstjórn væntanlega afgreiða þaö i næstu viku. Þjóðviljinn hefur ákveðiö að bjóða lesendum sin- um og öllum áhugamönnum upp á þá þjónustu að taka við spurningum þeirra varðandi skipulagiö og leita siðan svara hjá fulltrúum borgarstjórnar og embættismönnum. — Hringið I sima 81333 eða ■ sendiö linu meðspurningum eöa ábendingum og við munum kria út svör! 1 ■ J Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða gerir samanburð á fargjöld- um Flugleiða og annarra flugfélaga. Mikið tap á innanlandsfluginu Ekki hægt að þvinga okkur til hallareksturs „Enginn uppgjafartónn” Tap Flugieiða á innanlands- flugi nam 450 miljónum kr. á sið- asta áriog farþegum fækkaði um 7%. 1 ár er spáð 3% aukningu, en það sem af er árinu hefur orðið fækkun, meðai annars vegna þess hve flug hefur gengið erfiðlega i ótiðinni að undanförnu. Það er þvi ekki aðeins f Amerikufluginu sem erfiðleikar steðja að Flugleiðum, en að sögn forráðamanna félags- ins er Iangt frá þvi að nokkur upp- gjafatónn sé i þeim. Flugleiðamenn boðuðu blaða- menn á sinn fund i gær til að kynna sumaráætlun félagsins og til að greina frá stöðunni nú, en það þarf ekki að minna lesendur á þær miklu umræður sem urðu um Flugleiðamálið á sl. ári. Sigurður Helgason hafði orð fyrir Flugleiðamönnum og hóf mál sitt á upplýsingum þeim um innanlandsflugið sem sagt var frá hér i upphafi. Hann sagði að verð- lagsyfirvöld vildu ekki heimila hækkanir á fargjöldum innan- lands og svo virtist sem geðþótta- ákvarðanir réðu þvi hvenær hækkanir væru leyfðar. Sigurður sagði að ekki væri hægt að þvinga félagið til halla- reksturs með of lágum fargjöld- um. Sumaráætlunin innanlands sem gengur i gildi 1. mai er með svipuðum hætti og siðasta ár, en áhersla er lögð á að þétta sam- göngunetið frá áfangastöðum Flugleiða með tengslum viö minni vélar og langferðabila. Varöandi millilandaflugið sagði Sigurður Helgason að undanfarið hefði félagið fengist við stór verk- efni i fjarlægum löndum, i Ind- landi, Libýu, Saudi Arabiu ög Nigeriu. Leiguflug i þessum lönd- um er félaginu hagkvæmt og veitir sérhæfðu starfsliði Flug- leiða vinnu, sem annars væri ekki fyrir hendi. Millilandaflugið verður að mestu meö liku sniði og áður, flogið verður til New York og Chicago, en meðal nýunga má ■ nefna ferðir til Amsterdam. Flug- leiðamenn voru spurðir hvers vegna Amsterdam hefði orðiö fyrir valinu og svöruðu þeir að þeir væru að reyna að ná til markaðarins I Miðevrópu og einnig að Hollendingum einum þjóða hefði fjölgað meðal feröa- manna hér sl. ár. Þá vék Sigurður Helgason sög- unni að fargjöldum Flugleiða og sagði að þeir hefðu oftlega fengið aö heyra ómaklegar ásakanir um of há fargjöld á leiðum félagsins. Hann sýndi linurit með saman- burði við aðrar flugleiðir og sagði að þegar grannt væri skoðað væru þau fluggjöld sem Flugleiðir biðu upp á töluvert lægri.þegar borinn væri saman kostnaður á hverja flugmilu. 1 ár verður boðið upp á ný far- gjöld svokölluð APEX fargjöld svipuð þeim jólafargjöldum sem kynnt voru i des. sl. Þau gilda ^ðeins fyrir ferðir báðar leiðir, farseðill verður að greiðast að fullu tveimur vikum fyrir brottför og brottfarar- og komudag verður að ákveða og verður ekki breytt. Flugleiðamenn töldu að öll far- gjöld og þjónusta félagsins væru fullkomlega samkeppnishæf og sambærileg við það sem gerist meðal annarra flug-félaga, hins vegar væru tekjurnar af fluginu hingað mun lægri en gerist á öðr- um flugleiðum og væri það ástæða þess að erlend flugfélög sæktust ekki eftir að fljúga hingað. Flugleiðamenn voru spurðir um ýmis mál t.d. leiguflug Sam- vinnuferða og Útsýnar en þeir sögöust ekki vilja segja annað en það að Flugleiðir byðu mjög svipuð kjör og hin erlendu félög. Þá var spurt hvernig Flugleiða- menn litu á samkeppni annarra félaga og hvort þörf væri á öðru flugfélagi. Sigurður Helgason sagði að viðast hvar i löndum Evrópu væri að þvi stefnt að styrkja eitt flugfélag enda sam- keppnin mikil. Það væri hægt að fullnægja flutningsþörf tslend- inga til annarra landa með tveimur flugvélum hálft árið og af þvi gætu menn dregið ályktanir um það hvort þörf væri á öðru félagi, hins vegar fögnuðu Flug- leiðamenn allri aukningu á ferð- um Islendinga. — ká Flugleiöamenn kynna starfsemi félagsins og þjónustu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.