Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íbróttir [7^1 íþróttirpl Iþróttir [ V > I Umsjón: Ingólfur Haunesson. -» ■ v Erfiður leikur „Ég er ægilega þreyttur, þvi þetta var virkilega erfiöur leikur. Leikirnir gegn Finnum eru ein- ungis undirbúningur fyrir C-keppnina, þannig að við erum ekki komnir á toppinn. Ég er bjartsýnn á framhaldið,” sagði Pétur Guðmundsson að leikslokum. — IngH leikur í kvöid i kvöld leikur islenska kvenna- landsliðið I handknattleik gegn Norðmönnum. Leikurinn er liður i undankeppni HM og fer fram I Noregi. 1 fyrrakvöld léku islensku stelpurnar vináttulandsleik gegn Dönum i Kaupmannahöfn og sigraði danskurinn þar með 23 mörkum gegn 10 (10—6 i hálf- leik). Guðriður Guðjónsdóttir og Erla Rafnsdóttir voru marka- hæstar i islenska liðinu. Úrslitakeppni yngri flokkanna Fvrirhugað var að um siðustu helgi færi fram úrslitakeppni i vngri flokkum handboltans, en af þvi gat ekki orðið þvi Þórsarar frá Akureyri komust ekki suður, en þcireru i úrslitum allra flokka. Væntanlega verður reynt að koma keppninni á um næstu helgi. Þau lið sem keppa til úrslita eru eftirtalin: 2. flokkur kvenna: Haukar, 1R, Vikingur, Fram og Þór 3. flokkur kvenna: Grótta, Fylkir, FH, ÍR, UMFG, Vikingur og Þór 3. flokkur karla: Valur, KR, Týr, Stjarnan, Þróttur og Þór 4. flokkur karla: Valur, Stjarnan, UBK, Ármann, Þór, Ve, UMFN og Þór, Ak 5. flokkur karla: Valur, FH, Vikingur, Leiknir, KR, HK og Þór. Keppni i 2. flokki karla kemur til með að dragast eitthvað á langinn þvi úrslitliggja ekki fyrir og dómstóll hefur ekki afgreitt kærumál. Langbesta íslenska liðið sem ég hef séð „Þetta er langbesta islenska körfuboltalandsliðið, sem ég hef séð siðustu 20 árin. Liðið leikur nú agaö, það er mun meiri agi yfir liðinu, en áður,” sagði þjálfari Finnanna, Robert Petersen, að leikslokum i gærkvöldi. Robert er Bandarikjamaður, sem hefur búið lengi i Finnlandi. Hann sá lsland leika fyrst i Sviþjóð árið 1962 og ætti þvi að hafa góðan samanburð. — IngH Ystad varð Kvennalandsliðiö „Njósnari” frá Detroit Pistols fylgdist með Pétri Guð- meistari mundssyni Bandariska atvinnumannafél- agiö Detroit Pistols er á höttunum á eftir landsliðsmiðherjanum is- lenska i körfubolta, Petri Guö- mundssyni. „Njósnari” frá liöinu, Stanlcy Novak, er staddur hér á landi og hefur hann átt viö- ræður viö Pétur. Einnig fylgdist Novak meö landsleik tslands og Finnlandsi gærkvöldiog er óhætt aö fullyrða aö ekkihafi hann oröiö fyrir vonbrigöum meö Pétur, scm átti hreint frábæran leik. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál að svo stöddu, þaö skýrist fljótlega,” sagöi Pétur Guömundsson I gærkvöldi. — IngH Pétur Guömundsson..... leikur hann f bandarisku atvinnu- mannadeildinni, NBA, næsta vet- ur? Mynd: —cik — ekki til sigurs Islensku strákarnir byrjuðu leikinn af þvilikum fitonskrafti að annað eins hefur ekki sést til körfuboltalandsliðs fyrr. Aður en varði var staðan orðin 7-0 fyrir Island. Strákarnir okkar voru ekkert á þvi að slaka á og hertu undirtök sin til muna, 7-2 11-2, 15-6, 21-11 og 25-13. Allt gekk upp hjá Isienska liðinu á þessum upphafskafla, vörnin var nanast pottþétt og i sókninni gengu nær allar leikflétturnar upp. Pétur Guðmundsson fór á kostum, hirti fráköst og skoraði grimmt. Finnar voru ekki á þvi að gefast upp þó aö á móti blæsi, og þeirminnkuðu muninni jafnt og þétt, ásamt þvi sem dró af land- anum, 29-23, 31-28. Staðan i hálf- leik var eins og áður sagöi, 39-36 fyrir ísland. Fljótlega eftir aö blásið hafði verið til leiks i seinni hálfleikn- um voru Finnarnir komnir yfir, 44-43. Munurinn jókst jafnt og þétt, 57-65. Undir lokin sótti islenska liðið i sig veörið, 69-63 og þegar upp var staðið skildu aðeins 6 stig liðin, 71-65 fyrir Finnland. Finnarnir gerðu nokkuö margar slæmar villur i þessum leik, einkum framanaf. Það er e.t.v. ekki að undra, þvi þeir komu til landsins um miðjan dag i gær. Hvað um það, hér er greinilega á ferðinni mjög gott lið. Bestan leik áttu no. 15, Saaristo, no. 9, Lignell og no. 4, Zitting. Framhald á bls. 13 Ystad varð sænskur meistari i handknattleik i ár. Liðið sigraði Kristianstad i siðasta leiknum með 17 mörkum gegn 15. Símon Ólafsson hefur hér snúiö á finnsku vörnina i upphafi leiksins og skorar glæsilega. Þvl miöur tókst islenska liðinu ekki aö fylgja eftir hinni góöu byrjun, og tapaði nieö 6 stiga mun. — Mynd: — eik. Lugi tapaði á heimavelli Liöiö sem sló Víking út úr Ev- rópukeppni mcistaraliöa i hand- knattleik fyrr i vetur, Lugi frá Sviþjóð, lék fyrri lcik sinn gegn austur-þýsku meisturunum Magdcburg unt siöustu helgi. Leikurinn, sem fram fór i Svl- þjóö, var jafn og spennandi lengi vel, en Austur-Þjóöverjarnir reyndust sterkari á endasprett- inum og þeir sigruöu 20—18 (11—9 i hálfleik). Markmaðurinn Mats Olsson, Sten Sjögren og Tomas Heinonen, leikmennirnir sem léku Viking- ana grátti Ieiknum úti, voru aðal- mennirniri sænska liðinu, en hinn frábæri GQnter Dreibroth var allt i öllu hjá Magdeburg. Seinni leikur liðanna verður næsta sunnudag. „Viö bárum alltof mikla viröingu fyrir Austur-Þjóöverjunum, cn nú er hún ekki til staöar lengur og viö getuin sigrað þá I scinni leikn- um”, sagöi þjálfari Lugi, Bertil Andcrsen, aö lelkslokum. „Leikur minna manna i kvöld fór fram úr öllum þeim vonum, sem ég hafði gert mér. Þetta var hreint frábært hjá strákunum fyrstu 15 min., en við misstum aðeins taktinn i seinni hálfleik. Þá var ég hreinlega stoltur af varnarleik okkar, sem setti Finnana greini- lega úr jafnvægi. Ég er bjartsýnn á að okkur takist að standa i hinu frábæra liði Finnanna, sérstaklega i leiknum á laugardaginn. Já, ég held að það sé engin spurning, við erum að ná upp alvöruliði,” sagði á- nægður þjálfari islenska körfuboltalandsliðsins, Einar Bollason, eftir að ísland hafði tapað naumlega fyrir Norðurlandameisturum Finna i Höllinni i gærkvöldi, 65-71, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 39-36 landan- um i vil. I Frábær byrjun dugði Islandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.