Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1981 Af Dananum djarfa Þó nokkuð sé liðið frá þvi að mótinu i Linares á Spáni lauk verður það áfram á dagskrá þáttarins, ekki sist vegna þess að þar voru tefldar margar sérlega skemmtilegar skákir. Bent Larsen sannaði þarna enn einu sinni hæfni sina, hann hlaut 7 vinninga úr 11 skákum og að venju var barist til siðasta manns þegar hann var annar aðilinn við borðið. Hann fékk raunar færri vinninga en efni stóð til. Gegn Ribli teygði hann sig of langt (hefur nú kannski hent hann áður) og tapaði, og gegn Spasski fauk hálfur vinningur út um gluggann á eftirfarandi hátt: Ég var búinn að tefla til vinn- ingsfrá fyrsta leik , segir Larsen i skýringum sinum, en nú blasti jafnteflið. Ég lék: 43. Df3???? (Larsen notar hrópmerki og spurningarmerki I rikum mæli. Greinarhöfundur fylgir hér for- dæmi hans.) 43. ..-g4+! Ljótu vandræðin. Nú verð ég að leika 44. Kxg4 en þá kemur 44. -Bh5+! og mát eða drottningar- tap er nokkuð sem ekki verður gengið framhjá. Ég gafst þvi upp . 1 annan stað tefldi Larsen nokkrar einkennandi skákir. Hann virðist hafa mikinn áhuga á þvi að gera Lubomir Kavalek gramt i geði og i seinni tið hafa menn ekkert getað botnað i þvi Bent Larsen hvað Kavalek sé að stilla upp á móti Dananum djarfa. Hvitt: Bent Larsen Svart: Lubomir Kavalek 1. Rf3-g6 2. e4-d6 3. d4-Rf6 4. Rc3-Bg7 5. h3-0-0 6. Be3- (Þannig tók Guðmundur Sigur- jónsson á móti Pirc-vörninni hér fyrr á árum. Fræg er t.d. skák hans við Botterill sem lauk eftir aðeins 19 leiki með glæsilegum sigri Guðmundar.) 6. ,.-c6 (Botterill lék 6. -c5 sem Guð- mundur svaraði meö 7. dxc5-Da5 8. cxd6-Rxe4 9. dxe7.) 7. a4-Rbd7 8. a5-Dc7 9. Be2-e5 10. dxe5-Rxe5 11. 0-0- („11. Rxe5-dxe5 12. Bc4 gefur agnarsmátt (mikróskópiskt) frumkvæði”, segir Larsen i aths. sinum.) 11. ,.-Hd8 12. Dc 1-Rxf3 + 13. Bxf3-Be6 1 - ah°i! 16. Dd2-Re5 17. Be2-Bc4 18. IIa4-Bxe2 19. Dxe2-b5? (Að sögn Larsen sást Kavalek yfir 23. leik hvits.) 20. axb6-axb6 21. Hxa8-Hxa8 22. f4-Rd7 23. Be7!-Bf8 24. Bxf8-Rxf8 25. Dd2-Hd8 26. f5!-f6 27. I)d4-Kg7 28. b4-b5 29. Re2-IIe8( ?) (Svartur var i timaþröng og brást þolinmæðin. Hann var að biða átekta og treysta á varnar- mátt stöðu sinnar. Nú kemur upp endatafl sem Larsen meðhöndlar af mikilli nákvæmni.) 30. Dxd6-Dxd6 31. Hxd6-gxf5 (Eða 31. -Hxe4 32. Rd4 o.s.frv.) 32. Rd4!-fxe4 33. Hxc6-e3 34. Kf 1-He4 35. C3-Rg6 36. Rf5+-Kg8 37. Hc8+-Rf8 38. Ke2-He5 39. Hc5-Hxc5 40. bxc5-Rc6 41. c6-Rc7 42. Kxe3-Kf7 43. Ke4-Ke6 44. g4-Ra6 45. Rd4 + -Kd6 46. Kf5-Rc7 47. Kxf6-Rd5+ 48. Kg7-Rxc3 49. g5- — Hér átti skákin að fara i bið en Kavalek sá ekki ástæðu til að halda áfram vonlausri baráttu og gafst upp. Th Vínnuskóli ~ Hafnarfjarðar Æskulýðsráð Hafnarfjarðar auglýsir eftirtalin sumarstörf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar laus til umsóknar: 1. Flokksstjóra við Vinnuskólann. 2. Leiðbeinanda við starfsvelli og skóla- garða. 3. Leiðbeinanda við iþrótta- og leikjanám- skeið. Umsóknarfrestur er til 13. april n.k. Umsóknareyðublöð afhent i Æskulýðs- heimili Hafnarfjarðar þriðjud. — föstud. milli kl. 16 og 18. Upplýsingar á sama tima i sima 52893. Starf vinnuskólans hefst 1. júni n.k.. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar \ Blaðberabió i tr / \ / i ^ ySl \ Begn- f | • boganumVjr^ / ( ^ Blaðberabíó! Loftskipið Albatros, geysispennandi mynd eftir sögu Jules Verne. Aðalhlutverk eru i höndum Vincent Price og Charles Bronson. Sýnd á laugardag i Regnboganum, sal A, kl. 1. Góða skemmtun! DJÚDVIUINN s.81333. Gítartónleikar á Akureyri Pétur Jónasson gitarleikari heldur tönleika i Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri laugar- daginn 28. mars kl. 14.00. A efnisskránni cru verk eftir Luys de Narváez, Manuel M. Ponce, J.S. Bach, VVilliam W’alton, H. Villa-Lobos og Isaac Albéniz. Pétur hóf gftarnám við Tón- listarskólann i Görðum niu ára gamall og var kennari hans Eyþór Þorláksson gitar- leikari. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfararprófi ári siðar. Pétur Jónasson. gitarleikari Haustið 1978 hóf Pétur framhaldsnám við hinn þekkta gitarskóla Estudio de Arte Guitarristico i Mexico- borg og var einkakennari hans argentinski gitarleikarinn Manuel López Ramos. Burt- fararprófi lauk hann i ágúst 1980. Pétur hefur haldið einleiks- tónleika i Mexicoborg, Reykjavik, Isafirði, Akranesi og Höfn i Hornafirði og hlotið lofsamleg ummæli gagnrýn- enda. Auk þess hefur hann gert útvarpsþætti fyrir Radio Educación i Mexicoborg og islenska rikisútvarpið Handbók bœnda konún út Kominn er út hjá Búnaðar- félagi Islands 31. árg. Handbókar bænda. ólafur Dýrmundsson, landnýtingar- ráðunautur, hefur nú tekið við ritstjórn bókarinnar og segir i formála: „Reynt hefur verið að hafa efni Handbókarinnar sem fjöl- breytilegast, en áhersla er lögð á ýmiss konar hand- bókarupplýsingar, I texta og tölum, um hinar fjölmörgu greinar landbúnaðar. Þannig hefur bókin verið færð nær þvi formi, sem hún var i upphaf- lega. Margir nýir þættir hafa verið teknir upp en annað efni endurskoðað. Nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar á niðurröðun og kaflaskiptingu og leitast hefur verið við að dreifa auglýsingum um bók- ina með hliðsjón af efninu. Sem dæmi um nýja efnisþætti mætti nefna upplýsingar um útgáfustarfsemi i landbúnaði, leiðbeiningar um notkun varnarefna i gróður, ýtarlegt yfirlit um ýmsar gerðir bUvéla, leiðbeiningar fyrir áhugamenn um loðdýra- og fiskirækt og greinar um trygg- ingamál landbUnaðarins og forfallaþjónustu i sveitum. Með köflum um heyverkun, bUfjárræktog búfjársjUkdóma eru skrár um allt, sem birst hefur um þau efni i Handbók bænda siðast liðinn áratug”. Bókin er 466 bls. og ákaflega efnismikil. HUn er prentuð i Gutenberg, fæst hjá BUnaðarfélagi Islands og kostar 55,- kr. — mhg Greiöari strandsiglingar Skipadeild SÍS notfærir sér nU i siauknum mæli strand- siglingaþjónustu Skipaútgerð- ar rikisins og fást með þeim hætti fljótari og greiðari flutn- ingar á vörum frá útlöndum og til hinna ýmsu hafna Ut um land. Margfölduðust slikir flutningar á árinu sem leið frá þvi, sem áður var. Skipadeildin býður nú reglu- bundna þjónustu við lands- byggðina i tengslum við styrkjavöruflutninga frá út löndum og til Reykjavikur, bæði i lausum vörum og gám- um. Samræming á reglu- bundnum siglingum Skipa- deildar til Reykjavikur og Skipaútgerðarinnar á strönd- ina stóreykur möguleika á greiðum flutningi miðað við það að deildin flytti eingöngu vörur á ströndina með núver- andi skipakosti sinum. —mhg Engin fyrirgreiösb til leigjenda „Stjórn Leigjendasam- takann. itrekar þá ósk sam- takanna að húsaleiga verði frddráttarbær til skatts og minnir i þvi sambandi á þingsályktunartillögu frá vor- inu 1978 þess efnis”. Þannie hefst bréf sem leigjendasam- tökin hafa sent Ragnari Arnalds fjármálaráðherra. 1 bréfinu segir enn fremur: „Leigjendasamtökin hafa aflað sér upplýsinga ma. frá Þjóð- hagsstofnun um opinbera fyr- irgreiðslu vegna húsnæðis- kostnaðar. Athugun þessi nær yfir siðustu þrjátlu ár og til þess tima er hávaxta- og verðtryggingastefna kom til. Komið hefur i ljós, að venju- legur húsbyggjandi hefur aðeins greitt hluta kostnaöar ibúðar sinnar. Hitt hafa aðrir greitt. Þarna hafa komið til hagstæð lán og skattaafslátt- ur, ásamt fleiru. A sama tima hafa leigjendur enga fyrir- greiðslu hlotið frá opinberum aðilum til að mæta húsnæðis- kostnaði. Stjórn Leig jendasam - takanna itrekar þvi fyrra erindi sitt”. Kvenréttindafélagiö breytir ekki um nafh Esther Guðmundsdóttir var , nýlega kosin formaður Kvenréttindafélags tslands á aðalfundi félagsins. A lands- fundi KRFl sem haldinn var , sl. haust var samþykkt að vinna sérstaklcga að þvi að auka hlut kvenna við ákvarðanatöku i samfélaginu. Gerir félagið sér von um að sú ■ stefna muni þegar skila I árangri á næsta ári, þegar sveitastjórnarkostningar verða hér á landi. IA aðalfundinum var fjallað um drög aö nýjum lögum, sem meðal annars fólu i sér að , nafni félagsins yrði breytt. ■ Tillaga var samþykkt um að nafnið yröi óbreytt að sinni og var stjórninni falið að kanna hvort vilji væri fyrir nafn- breytingu meðal félags- manna. Þá samþykkti aðal- fundurinn að skora á sjón- varpið að sýna mynd þá er Magnús Guðmundsson frétta- ritari i Kaupmannahöfn gerði um k vennaráðstefnuna i Kaupmannahöfn sl. sumar. I stjórn sitja nú auk for- manns þær Arnþrúður Karlsdóttir, Asdis J. Rafnar, Berglind Asgeirsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Guðrún Sigri'ður Vilhjálmsdóttir, Jónina Margrét Guðnadóttir, Marfa Ásgeirsdóttir og Oddrún Kristjánsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.