Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 13
Æskulýðsfélag sósíalisfa vegna hinna viötæku aögerða Samtaka herstöövaandstæöinga I kring- um 30. mars. veröur ráöstefnu Æ.s. um utanrlkismál frestaö til laugar- dagsins 25. april. Nánar sföar. Stjórnin erlendar bækur The Works of Lionel Trilling: The Opposing Self, Nine Essays in Criticism. A Gathering of Fugitives. Oxford University Press 1980. „The Opposing Self” er safn niu meiriháttar ritgerða um skáld og rithöfunda og þær breytingar sem marka má i ritum þeirra um sjálfsvitundina og tengsl þeirra viö menningu sinna tima. Þessir höfundar eru: Keats, Jane Austin, Wordsworth, Tolstoj, Dickens Flaubert Howells, Henry James og Orwell. Trilling segir i formála, að „sjálfsvitund hafi verið mönnum eiginleg, að minnsta kosti frá þvi að véfréttin i Delfi réð mönnum að þekkja sjálfa sig”, en sú sjálfsvitund, sem Trilling telur að komi fram sem sterkt einkenni seint á 18. öld i bókmenntum og ljóðum, er að hans mati annars eðlis og magn- aðri en áöur var merkjanlegt i verkum skálda og höfunda. Trill- ing telur að aðaleinkenni þess- arar nýju sjálfsvitundar, sé „næmleiki og einnig viss fjörrun frá menningu eigin tima og sjálfsrannsókn og imyndunar- afl...” Skáldin gerast sjálfhverf- ari en áður. Bók þessi kom fyrst út 1955 og er nú gefin út sem eitt bindi ritverka Trillins, af Oxford útgáfunni. Lionel Trilling lést 1975 og var þá talinn meðal merkustu gagn- rýnenda og ritgerðahöfunda sem rituðu á enska tungu. Hann fædd- ist i Boston 1905. Stundaði nám við Columbia háskólann og varö siðan prófessor og hlaut margvis- lega viðurkenningu fyrir störf sin aö bókmenntarannsóknum bæði i Bandarikjunum og viðar. Ýmsar ritgerðir hans varðandi menn- ingarmál og stefnur eru með þvi betrasem ritað hefur verið um og eftir miðja þessa öld. Siðara bindið ,,A Gathering of Fugitives” er safn tækifæris- greina, sem ritaðar voru flest- allar fyrir timaritið The Griffin. Þær fjalla um tuttugustu aldar rithöfunda, svo sem Santayana, Freud, Robert Graves, C.P.Snow ofl. ásamt viðfangsefnum þeirra og Trillings. Þessar greinar voru fyrst gefnar út i heild 1956 og eru heimild um það sem Trilling þótti athyglisverðast i boðskap þess- ara höfunda og eru jafnframt tjáning þess, sem þá var efst á baugi. Vikings. Magnus Magnusson. The Bodley Head 1980. Höfundurinn er vel kunnur rit- höfundur og sjónvarpsmaður hjá BBC. Hann hefur skrifað rit um ferðir vikinga og um fornleifa- fræöi ásamt fjölmörgum þáttum fyrir sjónvarp. Auk þessa hefur hann þýtt nokkrar Islendinga- sögur á ensku svo og skáldsögur eftir Halldór Laxness. Höfundurinn hefur til að bera forsendur til þess að nálgast þessi efni, fremur öðrum, vegna ætt- ernis, enda gerir hann það. Hann notar nýjustu heimildir um at- hafnir vikinga sem voru engu siður harðdrægir kaupmenn en vikingar og ránsmenn. Kaup- mennska og rán fóru oft saman á þeim timum þegar hin fornu sam- félög voru að gliðna og ummynd- ast til nýrra hátta. Höfundur leggur talsverða áherslu á þetta atriði. Vikingaöldin svonefnda stóð i tæpar þrjár aldir og þessir raufarar ollu skelfingu og hryll- ingi með þeim þjóðum, sem þeir lögðust á og rændu og rupiuðu; e.t.v. hafa þeir einnig verið at- hafnamestu þrælaveiðarar og þrælasalar á timabilinu 793—1066. Þaö voru einkum Sviar sem stunduðu þræiasöluna með mest- um árangri austur i Garðariki og til Araba og Konstantinópel. Þegar þessari hryðju lauk, hófst annaö timabil, þar sem afkom- enda þessara ránsmanna gætti mjög sem skipuleggjenda og stofnenda rikja með nýju sniði. Sem kaupmenn stofnuðu þeir til nýrra borga og mikilla markaða og þar að auki voru þeir mestir landkönnuðir i Evrópu sam- timans. Ný riki og þjóðir myndast á vikingatimabilinu, jaðar Ev- rópu tekur að byggjast og byggð Vikinga eða afkomenda þeirra náði til landa handan Dumbhafs. Frásagnir múnka um aðgerðir vikinga eru allar i eina átt, en það voru afkomendur þeirra sjálfra sem skráðu skilmerkilegast sögu forfeðranna og með svo miklum glæsibrag að vekur furðu. Þeir settu sjálfum sér óbrotgjarnan bautastein með þeirri iðju. Þótt margir hafi lagt hönd að rann- sóknum á arfleifö vikinganna, þá ermargtóunnið og verður áfram, t.d. samanburður á áhrifum vik- inga i hinum ýmsu löndum, þar sem mest gætti áhrifa þeirra. íþróttir Framhald af bls. 11. tslenska liðið lék stórvel i byrjun og lok leiksins, en greini- legt er að leikmenn þess eru þreyttir eftir erfiðar æfingar undanfarna daga. Pétur átti frábæran leik, jafnt i vörn sem sókn. Finnarnir brugðu á það ráö aö setja 2 menn á hann i seinni hálfleik. Það segir vist ansi mikiö. Þa var Torfi traust- ur og Kristinn og Jón börðust eins og ljón. Stig tslands skoruðu: Pétur 28, Torfi 10, Simon 9, Jón 6, Kristinn 4, Kristján 4, Valur 2 og AgUst 2. Stigahæstir Finna voru: Saaristo 16, Kasko 12 og Lignell 12. Liðin leika i Keflavik i kvöld og hefst viöureignin kl. 20. — IngH Enginn samningur Framhald af bls. 1 þvi hefði Benedikt Gröndal ekki bundið tslendinga aö einu eða neinu leyti i sinni ráöherratiö. Ef til byggingar flugstöðvarinnar kæmi þá þyrfti aö gera samning við Bandarikjamenn m.a. hvað varöaði not af flugstööinni á neyöartima. Það var Jón Baldvin Hanni- baisson sem hóf umræðu um málið á Alþingien hann situr þar I forfölkim Benedikts Gröndals. Oskaði hann eftir þvi að utan- rikisráðherra gæfi yfirlýsingu um málið svo hreinsa mætti Benedikt Gröndal af þeim áburði að hann hefði farið á bak við Alþingi og rikisstjórn meö þvi að undirrita samkomulag i júli 1979. Ólafur Ragnar Grimsson sagð- ist fagna þvi að áburður Morgun- blaðsins á hendur Benedikt Grön- dal I forystugrein heföi reynst til- hæfulaus. Albert Guðmundsson lýsti þeirri skoöun sinni að hann teldi óeðlilegt að einhverjir aðilar heföu neitunarvald um byggingu flugstöðvarinnar á Keflavikur- velli eins og væri i stjórnarsátt- málanum. Sagðist hann telja meirihluta vera fyrir þvi á Al- þingi aö hafist yröi handa um framkvæmdir við flugstöövar- bygginguna. I samtali við fréttamann út- varps I gærkveldi lýsti utanrikis- ráðherra þvi yfir að jafnvel þó að þingið samþykkti að veita fjár- magni til flugstöövarbyggingar á lánsfjárlögum þá þyrfti að koma til samþykki allra aðila rikis- stjórnarinnar áöur en hafist yröi handa um framkvæmdir, þ.e. samþykki allrar rikisstjórnar- innar myndi þurfa til þess að nota hugsanlega heimild I lánsfjár- lögum — Þ Föstudagur 27. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Alþýðubandalagið á Akranesi — Árshátið Laugardaginn ll.april verður haldin siðbúinn Góu-fagnaður i Rein og liefst samkoman með borðhaldi kl. 19.30. Hátiðin er að þessu sinni hald- in til heiðurs Jónasi Árnasyni fyrrv. alþingismanni, og konu hans Guð- rúnu Jónsdóttur,og jafníramthelguðþviað20áreru núliðin frá opnun félagsheimilis sósialista i Rein. Dagskráin nánar auglýst siðar. — Skemmtinefndin. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Opinn fundur með Svavari Gestssyni, félags- málaráðherra, verður að Kirkjuvegi 7, Selfossi, sunnudaginn 29. marskl. 14e.h. Allir velkomnir. — Stjórnin. Svavar Alþýðubandalagið Hafnarfirði Almennur fundur um skipulagsmál verður haldinn i Skálanum mánu- daginn 30. mars kl. 20.30 Sigurður Gislason og Páll Bjarnason arkitektar kynna aðalskipulag og ibúðabyggingar i Hafnarfirði. Félagar fjölmennið. — Bæjarmálaráö. Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur Mánudaginn 30. mars verður haldinn almennur félagsfundur i Rein kl. 20.30. Fundarefni: 1. Fréttir af för bæjarfulltrúa til Norðurlanda. 2. Forvalsreglur AB 3. önnur mál. Stjórnin Fundaröö Alþvöubandalagsins i Reykjavik um starf og stefnu flokks- ins. Niðurstöður fundaraðarinnar. Siðasti fundurinn i fundaröð ABR um starf og stefnu flokksins verður miövikudaginn 1. april á Grettisgötu 3. Fundurinn hefstkl. 20:30. Á þessum fúndi verður reynt að taka saman hvað hafi tekist vel og hvað illa Istarfi flokksins meö tilliti tilþess sem rætt var á fyrri fundum. Félagar fjölmennið. Einkum eru frummælendur og þátttakendur fyrri funda hvattir til aö mæta. Rauðsokkahreyfingin boðar til árs- fjórðungsfundar laugardaginn 28. mars kl. 14 i Sokkholti, Skólavörðustig 12. Á dagskrá er m.a.: umræður um starfið það sem af er vetri og það sem framundan er, 1. mai, Forvitin Rauð, framtið mið- stöðvar o.fl.. Fundurinn er öllum opinn en aðeins félagar hafa atkvæðisrétt. Rauðsokkahreyfingin Föstudagur: Opið frá kl. 10—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. Laugardagur: Opið frá kl. 19—03. Hljómsveitin Glæsir og diskó. Sunnudagur: Opið frá kl. 19—01. Gömlu dansarnir. Bragi Hlið- berg og hljómsveit leika undir af alkunnu fjöri. SjnWiurinn Borgartúni 32 Símj. 35355. Föstudagur: Opiö frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Hver og diskótek. Laugardagur: Opið frá kl. 22.30—03. Hljómsveitin Hver og diskótek. Sunnudagur: Opið frá kl. 21—01. Dúndrandi diskótek. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 BLÓMASALUR: Opið alla daga vikunnar kl. 12—14.30 og 19—23.30. VINLANDSBAR: Opiö alla daga vikunnar, 19—23.30, nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið i hádeginu kl. 12—14.30 á laugardögum og sunnudögum. VEITINGABUÐIN : Opið alla daga vikunnar kl. 05.00—21.00. #HOTEL# TSkálafeU 'simi 82200 FÖSTUDAGUR: Opið kl. 19—01. Organleikur. LAUGARDAGUR: Opiö kl. 12—14.30 og 19—23.30. Organleik- ur. SUNNUDAGUR: Opið kl. 12—14.30 og kl. 19—01. Organleik- ur. Tiskusýningar alla fimmtu- daga. ESJUBERG: Opið alla daga kl. 8—22. Sigtún FÖSTUD AGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin Brimkló diskótek og „Video-show”. Grillbarinn opinn. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22—03. Hljómsveitin Brimkló, diskótek og „Video-show”. Grillbarinn opinn. Bingó kl. 14.30 laugardag. FöSTUDAGUR: Opið frá kl. 21—03. Hljómplötutónlist við allra hæfi. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 21—03. Meira fjör, komið snemma og foröist biðraðirnar. SUNNUDAGUR: Gömlu dans- arnir frá kl. 21—01. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar svikur engann!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.