Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
tlgefandi: Utgáfufélag Þjoöviljans.
Framkvæmdastjóri: E öur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergtnann. Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Eriöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþor Hlööversson
Blaöamenn: Altheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
íþróttafréttamaöur: lngóllur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
Útlit og hönnun: Gúöjon Sveinbjörnsson, Sævar Gúöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
liandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhiidur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarfon.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Skipulag íhaldsins
var óraunhœft
og úrelt
Það er hlaupin pólitik i skipulagsmál Reykjavikur og
er það vel. Þau verða væntanlega átakamál i næstu kosn-
ingum og borgarbúum ætti að gefast tækifæri til þess að tjá
hug sinn til þeirra skipulagshugmynda sem uppi eru.
Endurskoðun þeirri á aðalskipulagi nýrra bygginga-
svæða Reykjavikur, sem ákveðin var i fyrravor, er nú lok-
ið. Nýja tillagan, sem lögð hefur verið fyrir borgarráð,
gerir ráð fyrir þvi að byggingasvæði Reykvikinga til alda-
móta verði i nánum tengslum við núverandi byggð: í
Ártúnsholti, i Selási norðan og austan við Rauðavatn og i
Norðlingaholti. Markmiðið með þéttingu byggðar og
breyttum áformum um ný byggingarsvæði er að skapa
heildstæðari borgarmynd og hagkvæmari borgarrekstur.
En hversvegna þurfti að endurskoða aðalskipulagið
frá 1977? Vegna þess að þáverandi meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins byggði á algjörlega óraunhæfum skipulagshug-
myndum, auk þess sem ýmsar forsendur hafa breyst.
í fyrsta lagi er engin leið að byggja samkvæmt hinu
gamla skipulagi Sjálfstæðisflokksins. Stærsta hluta
byggðakjarnans var ætlaður staður inni á Keldnalandi,
sem ekki er i eigu borgarinnar og heldur ekki falt.
Samningaviðræður hafa staðið i áratug án árangurs. Sjálf-
stæðismenn vilja nú taka landið eignarnámi, en þar er við
ramman reipað draga, þvi eigandinn sjálfur, rikið, verður
að gefa slika heimild. Þá taka eignarnámsmál langan tima
og ekki er hægt að láta ákvarðanir um uppbyggingu
borgarinnar biða meðan beðið er óvissrar niðurstöðu i
þessháttar máli.
i öðru lagi er gamla skipulagið gallað að þvi leyti að á
byggingasvæði þess er Gufunesradióið, en miklir ann-
markar eru á að byggja nálægt stöðinni vegna hættu á
truflunum. Forráðamenn Gufunesradiós hafa ekki hug á
að flytja stöðina i bráð, enda myndi það kosta marga
milljarða gamalla króna. Þá má ekki gleymálÁburðarverk-
smiðjunni, sem bæði stafar mengun af og sprengihætta,
ekki sist eftir að hún hefur verið stækkuð. öskuhaugar
Reykjavikurborgar verða áfram á sinum stað næstu árin,
og það er þvi mikil blekking hjá Sjálfstæðisflokknum að
halda þvi fram að hægt sé að byggja meðfram ströndinni á
Keldnasvæðinu, nema þá i Grafarvogi. Ströndin er að öðru
leyti undirlögð af sorphaugum og verksmiðjum fyrir utan
Korpúlfsstaðafjöruna, en þá náttúrudásemd, sem fæstir
Reykvikingar þekkja, stendur til að friða.
i þriðja lagi var hið gamla skipulag Sjálfstæðismanna
ekki raunhæft vegna þess að samkvæmt þvi hefði sá ibúða-
fjöldi, sem að var stefnt, ekki rúmast á svæðinu nema þá i
stórum fjölbýlishúsum. Slikum byggingarmáta eru nú
flestir að gerast fráhverfir.
í fjórða lagi hafa forsendur byggðaþróunar breyst með
þvi að mannfjölgun i Reykjavik hefur verið hægari en ráð
var fyrir gert. Það gerir þá stefnu að þétta byggðina og
njóta góðs af tengslum nýrra svæða við gróna byggð ennþá
rökréttari.
í fimmta lagi hefur borgin eignast nýtt land, Reynis-
vatnsland, og rétt þótti að endurskoða skipulagshugmynd-
ir miðað við þá möguleika sem þar opnast.
i sjötta lagi eru sérfræðingar á sviði vatnsöflunar
þeirrar skoðunar, að ekki sé þörf á þvi að viðhalda vatns-
verndá svæðinu kringum Rauðavatn vegna Bullaugnanna,
og koma suðurhliðar norðan og austan vatnsins þvi til álita
sem byggingarsvæði.
Hér hafa verið raktar nokkrar brýnar ástæður sem
lágu til þess að nauðsynlegt var talið að endurskoða óraun-
hæft aðalskipulag Sjálfstæðisflokksins. Einstök atriði i
hinninýju skipulagstillögu kunna að verða mjög umdeild. t
heild hefur hún það þó framyfir gamla skipulagið að vera
allt i senn skynsamleg, hagkvæm og raunhæf. Hinsvegar
er afar nauðsynlegt að nýja tillagan verði rækilega kynnt
borgarbúum og að borgarskipuleggjendur hafi þann
sveigjanleika til að bera að koma til móts við réttmætar
óskir um breytingar á henni.
— ekh
klrippt
í Texas hefur kafli um
rwin i liffræöikennslubók
skroppið saman úr 1300 orðum
niöur i 45!
Ný apamál vestra
Bibliulesarar Bandarikjanna
virðast eiga erfitt meö aö melta
það enn þann dag i dag, að hinar
ýmsu tegundir lifvera hafi
smám saman þróast frá lág-
þróuðum verum til háþróaöra
og að maðurinn eigi sér forfeður
útdauða, sem voru náskyldir
þeim öpum sem nú eru uppi.
Arið 1925 voru fræg málaferli
haldin þar i landi út af þróunar-
kenningu Darwins, sem heit-
trúaðir menn kenndu viö guð-
last. Og enn er eitthvað svipað
aö gerast. Ekki alls fyrir löngu
kærði maöur aö nafni Kelly
Seagraves Kaliforniuriki fyrir
brot gegn trúfrelsi — ástaáian
var sú, að syni hans hafði verið
sagt i skóla, ,,að maðurinn væri
kominn af öpum”. Dómarinn
sem með málið fór vildi ekki
fallast á slika ákæru, en hann lét
með vissum hætti undan
Seagraves og „sköpunar-
sinnum”, sem eru að verða
verulegt pólitiskt þrýstiafl i
Bandarikjunum, með þvi að
skipa svo fyrir, að dreift skuli i
rikinu samþykkt frá skólamála-
nefnd um að forðast beri
„kreddufestu” i kennslubókum,
þegar fjallað er um uppruna
Skrýtin blanda
Sköpunarsinnar sem svo eru
nefndir byggja á einkennilegri
blöndu úr bókstarfstrú og ein-
hverju sem gæti við fyrstu sýn
likst visindalegri gagnrýni, M.
a. beita þeir fyrir sig mönnum
sem telja aö þær geislavirkni-
mælingar, sem hafðar eru til að
timasetja m.a. jarölög og fornar
leifar íifvera, séu "óáreiðan-
legar. Þeir hamast mjög á þvi
aö eyður séu i það steingerv-
ingasafn af útdauðum lifverum
sem þróunarkenning styðst við
og segja, að „enginn hefur séð
skriðdýr breytast i fugl.”
Visindamönnum hefur ekki
reynst sérlega erfitt að hrekja
viðbárur af þessu tagi, en hitt er
svo nokkuð dapurlegt, að þeir
bókstafstrúarmenn sem kenna
sig við „sköpunarvisindi” (og
telja m.a. að tegundirnar séu til
orönar á sex dögum og stein-
gervingar séu af lifverum sem
syndaflóöið tortimdi) skuli geta
hrætt liffræðikennara i stórum
stil frá þvi aö halda þvi fram
sem þeir vita réttast, eins og
nú er að gerast i allstórum stil i
Bandarikjunum. Ekki sist
vegna þess, að I raun setja þeir
aöeins á Bibliunni heldur og á
menntun, siðferði og stjórn-
málum. Þessum hópum var i
verulegum mæli beitt fyrir póli-
tiskan vagn hinna nýju ihalds-
riddara Reagans og félaga, ekki
sist i rikjum og kjördæmum þar
sem átti að fella þá þingmenn úr
hópi demókrata sem höfðu
nokkurt orö á sér fyrir frjáls-
lyndi.
„Fúndamentalistar” Bibliu-
bæjanna voru allviða virkjaðir
til að koma i bréflegu eða öðru
formi inn á heimili manna i
þingdæmum frjálslyndra marg-
háttuöu fordómaslúðri um að
þeir sætu á svikráðum við
trúna, við fjölskylduna, við her-
inn, við varnir landsins, við
grundvallaratriði siðgæöis og
þar fram eftir götum. Með
þessum hætti fengu háborgara-
legirstjórnmálamenn úr röðum
demókrata, sem höfðu þaö eitt
til „saka” unnið að hafa á sinum
tima gagnrýnt styrjöld i Viet-
nam, tekið undir jafnréttisbar-
áttu blökkumanna og kvenna
eða mælt meö umburðarlyndri
löggjöf i siðferöismálum, yfir
sig ósköp svipaöa meðferð og
Svarthausar beita alla þá sem
þeir vilja láta heita komm-
únista. Og varö herferðin þeim
mun viðurstyggilegri sem hún
marséraði undir fánum
heilagrar trúarsannfæringar.
I
L
Sköpunarsýn Williams Blakes — og Kelly Seagraves meö syni sfnum — sá sem kærði Kalifornfurlki
fyrir guölast.
mannsins. Þetta hljómar sak-
leysislega, en niðurstaöan er sú
að Kelly Seagraves og aðrir
„sköpunarsinnar” telja sig hafa
unnið sigur.
Kennarar á flótta
Þeir menn keppa nú mjög að
því að fá kennslubókum i
náttúrufræöi breytt. Og yfirlýst
markmið þeirra er aö koma
málum svo fyrir aö þróunar-
kenningin sé kölluð tilgáta og
hafðir á henni ýmsir fyrirvarar
og aö þeirra eigin viðhorf, sem
eru mestöll ættuð úr bókstafstrú
á sköpunarsögu Bibliunnar,
veröi tekin sem gild andmæli
gegn „tilgátunni” — og þá i
náttúrufræöitímunum sjáifum.
Enn hefur þeim að visu ekki
tekist aö fá löggjafa til að inn-
leiða þetta, en þeir hafa býsnin
öll af rétttrúuöum skóla-
nefndum á sinu bandi. Náttúru-
fræðikennarar hafa hopað á"
hæli af ótta viö að lenda á milli
tannanna á herskáum
sköpunarsinnum og eru nú viða
farnir að forðast að minnast á
þróunarkenninguna yfirhöfuð.
Viða hefur kennslubókum
verið breytt. Tekin eru dæmi af
ýmsum útgefendum kennslu-
bóka sem hafa þegar sleppt
öilum myndum af steingerving-
um útdauðra dýra og plantna,
til að friða „sköpunar-
sinna”. Ennfremur hefur verið
sleppt úr nýjum útgáfum slikra
hóka köflum um jarðsögutima-
ekki traust sitt á þau rök sem
tekin eru gild á vettvangi jarð-
sögu og liffræöi, heldur á þaö að
kynda undir fordóma. For-
dómarnir eru þeir, að þróunar-
hugmyndir svipti manninn
ábyrgðartilfinningu. Eða eins
og einn af nýjum málsaöilum
apamálaferla þar vestra,
Braswell Deen, dómari i
Georgiu hefur að oröi komist:
„Apagoöfræöi Darwins er
ástæðan fyrir þvi að menn telja
sér nú allt leyfilegt, fyrir laus-
læti, getnaðarvarnapillum,
öfuguggahætti, óléttustandi,
fóstureyðingum, klámlækn-
ingum, mengun, eitrun og út-
breiðslu allskonar glæpa” !
Það munar um minna.
Pólitik líka
Þessi nýju apamál i Banda-
rikjunum kunna aö sýnast smá-
vægileg. En þau hafa ýmsar al-
varlegar hliðar, sem ganga
reyndar út yfir stööu kennara
sem verða fyrir þrýstingi og
láta undan honum af ótta við
árekstra. Hægrisveiflan svo-
nefnd i Bandarikjunum hefur á
undanförnum misserum m.a.
komið fram i upphlaupum harð-
linuhópa i trúmálum, sem hafa
beitt vafasömustu aöferðum til
að knýja menn til undirgefni viö
sinn sérstæða skilning, ekki
Áý
msu von
Þekktur bandariskur efna-
fræðingur hefur svo að orði
komistum apamál hin nýju, að i
fyrstu hafi hann undrast mjög
trúgimi fóoks, en síðan hafi
hann komist að þvi sér til hrell-
ingar, að hún endurspeglaði
menntunarástand i landinu:
venjulegur Bandarikjamaöur
væri blátt áfram ófær um aö
fara meö slika hluti. Við fengum
bréfasyrpu mikla i vetur um
sköpunarsögumálin i Vel-
vakanda Morgunblaðsins, og
hún virtist benda til hins sama*.
að þeir væru furðu margir sem
ættu ómögulegt að gera sér
grein fyrir þvi hver væri munur
á Biblíu og náttúruvisindum,
guöfræöi og liffræði. Munurinn
er þó sá, að þvi er best verður
séö, að við höfum ekki kynnst að
ráði sem fjölmennri og fjár-
sterkri hreyfingu hinni undar-
legu blöndu af pólitisku aftur-
haldi og forneskjulegum lestrar
aðferðum á ritningar, sem nú
hrellir jafnt náttúrufræöinga
bandariska sem frjálslynda
demókrata. En við höfum
stundum haft tilhneigingu til aö
apa þaö eftir Bandarikja-
mönnum sem sist skyldi, þvi
miður.
áb
•a skorrið