Þjóðviljinn - 27.03.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. mars 1981 'ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Hringid i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
Landverndarvísur
„Vestri” sendi okkur eftir-
farandi visur og baö um aö
þær yrðu birtar meö baráttu-
kveöjutil Páls á Höllustööum:
Nú um húnvetnsk heiðarlönd
hart er deilt og barist,
allt frá dal og út að strönd
er þar sótt og varist.
Auragirnd er ekki smá
upp hún mun þó spana.
Húnvetningar hyggjast ná
i hundrað miljarðana.
Pálmi ötull aö þvi rær
— óska hefur leiði —
er i nöp við allt sem grær
uppi á Kúluheiði.
Bergljót hringdi:
— Mig langar til að gera tvær
athugasemdir við útvarpsdag-
skrána.
1 fyrsta lagi er það hann Jónas
Jónasson. Hann hefur þann
leiöa sið að kynna lögin, sem
hann spilar i þættinum sinum i
miðdagsútvarpinu, alltaf á
ensku. Við sem hlustum á hann
erum alls ekki skyldug til að
kunna ensku. Ég held hann
hljóti að hafa nægan tima til að
veljalögin og undirbúa þættina,
og honum yrði áreiðanlega ekki
Páll er vandi i vegi þar
virðist ekki glaður.
t sunnan-blöðum sagður var
skelfing landsár maður.
Þó að blási mjög á mót
á manninn fær ei hrinið.
Grær hér enn á gildri rót
Guðlaugsstaða-kyniö.
Uppistaðan ekki smá
efst er nú við bauginn.
Kraftaskáld þarf kalla á
að kveöa niður drauginn.
Grafin i djúp er Galtará,
gremst henni vatnsins ok.
„Kemur þá aldrei aftur sá
sem orti Ferðalok?”
skotaskuld úr þvi að þyða heitin
á lögunum.
Og svo er það Morgunpóstur-
inn. Annaðhvort eru umsjónar-
menn hans komnir i eitthvert
timahrak eða þeir eru hættir að
leggja sig fram, þvi að þeir eru
farnir að tala alltof hratt og
óskýrt.
Ég þykist hafa sæmilega
heyrn en ég missi oft úr hálfu og
heilu setningarnar. Ég hef heyrt
marga kvarta undan þessu
sama. Mennirnir ættu þvi að
taka sig á og fara að vanda sig.
„Smávinir fagrir, foldar skart”
finnast hér ekki meir,
„brekkusóley við mættum margt”
muna er landið deyr.
Ef að Jónas ennþá hér
ætti hlut að máli,
hiklaust mynd’ann halla sér
að Höllustaða-Páli.
Vestri
Neyðaróp
Ellilifcyrisþegi hringdi:
Hvar er allt þetta fólk sem
búið er að tala og skrifa svo
mikið um okkur gamla fólkið
núna, þegar á aö fara að stytta
dagskrá sjónvarpsins? Þetta er
nú eina dægrastyttingin sem við
höfum og sjónvarpiö er okkur
mikils virði, sérstaklega þeim
sem eru alein.
Fólk sem er á faraldsfæti
gerir sér alls ekki grein fyrir þvi
hversu mikils virði þetta er.
Hvar er t.d. hún Guðrún okkar
Helgadóttir sem hefur unnið svo
mikiðfyrir okkur gamla fólkið?
Ég skora á hana að taka þetta
baráttumál okkar upp.
Ef fjárþröng er raunverulega
skýringin, af hverju er þá ekki
tekinn upp nefskattur á sjón-
varpsgjöldum? Viða eru 3—4
fulloröniri'heimiliogþeir borga
það sama og einn ellilifeyris-
þegi fyrir sjónvarpið. Unga
fólkið og fjölmenn heimili ættu
að geta borgað meira en við.
Athugasemdir við
útvarpsdagskrána
Barnahornid
Hvað ft
vantar?
Á fleygiferð niður
brekkuna i kassabiln-
um... en myndirnar
eru ekki alveg eins. Á
þá neðri vantar nefni-
lega fimm atriði, sem
eru á þeirri efri.
Geturðu fundið þau?
Stjaman
Reynið að fylgja eftir
linunum sem mynda
þessa stjörnu, án þess
að fara tvisvar yfir
sama staðinn. Þið getið
byrjað hvar sem er, og
dregið linu eftir braut-
inni miðri með blý-
anti — og gefist ekki
upp fyrren þið eruð
komin alla leið! Þolin-
mæðin þrautir vinnur
allar, einsog kerlingin
sagði.
I spegli fréttaima
— Af erlendum vettvangi
veröa þrjú efni i þættinum,
sagöi ögmundur Jónasson,
sem ásamt Helga E. Helga-
syni annast Fréttaspegil i
kvöld. — Þaö er þá fyrst Pól-
land, og veröur fjallaö um
ástandiö þar i ljósi vaxandi
spennu siöustu daga, og um
verkalýöshreyfinguna Sam-
stööu scm ýmsir ætla aö ekki
standi undir nafni um þessar
mundir.
Ég mun ræð.a viö tvo menn,
sem báðir eru nýkomnir frá
Póllandi og áttu viðtöl við
framámenn Samstöðu, en þeir
eru Hans Kristján Arnason og
Haukur Már Haraldsson.
I þættinum verður einnig
gerð stuttleg grein fyrir
nýstofnuðum jafnaðarmanna-
flokki Bretlands, sem reyndar
er formlega stofnaður i dag,
og loks verður Suður-Afrika á
dagskrá. Ég mun ræða við tvo
menn sem dvalist hafa i
Suður-Afriku, þá Hilmar
Kristjánsson og Berharð
Guðmundsson.
Af innlendum vettvangi
verður aðallega fjallað um
vetrarrikið hér á landi, að
sögn Helga E. Helgasonar. —
Við skruppum norður, og
tylltum fyrst niður fæti á isi-
lagðan Kollafjörð og Barða-
strönd, flugum siðan til Eyja-
fjarðar, stöldruðum við á
Ölafsfirði, ræddum við menn
og reynum að bregða upp
mynd af þessu mikla vetrar-
riki sem enn er við völd. Þá
verður rætt við Jónas Jónsson
búnaðarmálastjóra um áhrif
þessa vetrar á landbúnaðinn.
Loks verða svo teknar til
umræðu þær sveiflur sem
orðið hafa á fisksölumálum
tslendinga að undanförnu.
Rætt verður við fulltrúa fryst-
ingar, saltfisks og skreiðar og
leitað svara við ýmsum spurn-
ingum i sambandi við sölu-
málin.
Sjónvarp
TT kl. 21,15
Bing Crosby leikur f föstudagsmyndinni.
Garöur dr. Cook
Föstudagsmynd sjónvarps-
ins er ckki æltuö börnum. Hún
lieitir „Garöur læknisins"
(Dr. Cooks’s Gardcn) og er
bandarisk byggö á leikriti eft-
ir Ira Levin.
Bing Crosby leikur aðalhlut-
-verkið i myndinni. Aðrir leik-
endur eru Frank Converse,
Blythe Danner og Bethel
Laslie.
Myndin gerist i sveitaþorp-
inu Greenfield, þar sem Cook
4Jj. Sjónvarp
fý kl. 22,25
læknirhefurstarfað áratugum
saman. Nýr læknir kemur til
sögunnar og vill starfa með
gamla lækninum, en sá gamli
er tregur til. Eitthvað óhreint i
pokahorninu hjá honum, ef aö
likum lætur. — ib
Allt í gamni
Þótt ótrúlegt kunni aö viröast voru atriði einsog þetta tekin án
þess aö öryggisnet væru notuð.
ýC )a Sjónvarp
Ty kl. 20,50
og fólk hefði ekki áhuga á
þeim. Sjálfur átti hann nóg af
peningum og þurfti ekki að lifa
af gamalli frægð.
En svo dó karlinn árið 1971
og siðan hafa margir upp-
götvað han á nýjan leik, og
myndir hans hafa fengið betri
dreifingu. Mesjta aðdáun vek-
ur Harold Lloyd fyrir fifldjörf
uppátæki einsog það sem sjá
má hér á myndinni og er i
einni þekktustu mynd hans:
Safety at Last, sem gerð var
árið 1923. — ih
Ilarold Lloyd kemur á
skjáinn I kvöld, væntanlega
öllum til ánægju og upplyft-
ingar á þessum vctri, sem
aldrei virðist að taka enda.
Syrpan sem verið er að sýna
er unnin úr gömlum myndum
Lloyds. Á þriðja áratugnum
var Lloyd talinn einn af þrem-
ur bestu gamanleikurum
Bandarikjanna — hinir tveir
voru auðvitað Chaplin og
Buster Keaton. En Lloyd var
um árabil næstum alveg
gleýmdur, og er sagt aö það
hafi að mestu verið honum
sjálfum að kenna. Hann sá
nefnilega sjálfur um dreifingu
mynda sinna og hafði fengið
þá flugu i kollinn að þessar
myndir væru orðnar úreltar