Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 12. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Steingrimur Ilerm annsson sjávarútvegsráöherra er nú i opinberri heimsókn I Bretlandi i boöi Peter Walkers, sjávarút- vegs- og landbúnaöarráöherra Breta. Heimsóknin stendur til 15. mai . og fer ráöherra m.a. til Aberdeen, Grimsby og Hull. Þá mun hann skoða rannsóknastofnanir sjávarútvegsins i Bretlandi, og heimsækja nýstofnað markaðs- fyrirtæki Sambands islenskra samvinnufélaga i Lowestoft. 1 för með ráðherranum verður kona hans Edda Guðmundsdóttir og Már Elisson, fiskimálastjóri. Sjávarútvegsráðherra í opinberri heimsókn i Bretlandi Spurningar og svör um blikksmiði Félag blikksmiöa og blikk- smiöjueigenda efna til sameigin- legs fræöslufundar aö Hótel Esju, i kvöld kl. 20.00 um byggingar- regiugeröina, námskrá og „Reglugerö um sveinspróf i blikksmiöi”. Á fundinum verða flutt fjögur stutt framsöguerindi en að öðru leyti sitja framsögumenn fyrir svörum og er það markmið fundarins að ná sem best til þeirra manna i atvinnulifinu sem fundinn sækja og gefa þeim kost á að koma með spurningar um það sem þeir vilja og þurfa að fá svör viö. Framsögumenn verða Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi er kynnir félagslegu hlið bygginga- reglugerðarinnar, Friðrik S. Kristinsson byggingatæknifræð- ingur er kynnir tæknihliö reglu- gerðarinnar, Þuriður Magnús- dóttir fulltrúi Iðnfræðsluráðs er kynnir námskrá i blikksmiði og Einar Þorsteinsson bygginga- tæknifræðingur er kynnir reglu- gerð um sveinspróf i blikksmiði. Einnig mæta frá byggingafull- trúaembættinu i Reykjavik Hall- grimur Sandholt deildarverk- fræðingur og Ragnar Gunnarsson tæknifræöingur. Fundarstjóri veröur Kristján Ottósson blikk- smiður og ritari Sveinn A. Sæmundsson blikksmiða- meistari. SÆLKERA Aslaug Jónsdóttir Burtfarar- / c / prof í píanóleik I kvöld heldur Aslaug Jóns- dóttir burtfarartónleika I safnaðarheimilinu i Garðabæ. Hún er að ljúka námi i píanóleik frá Tónlistarskólanum i Görðum, en áður nam hún hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og Arna Kristjáns- syni. Undanfarið hefur kennari hennar verið Gisli Magnússon pianóleikari. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Mozart, Schubert, Prokoffieff og Chopin. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. jm^ HÖFÐABAKKA SlMI85411. REYKJAVlK. 9. Efnahagur KRON hefur styrkst á undanförnum arum Aöalfundur KRON var hald- inn sl. laugardag. Rekstraraf- koma Kron var svipuð áriö 1980 og 1979. Heildarvelta félagsins var 6.5 miljaröar og jókst um 60% frá árinu áöur. Tekjuaf- gangur varð 151 miljón krónur. Niöurstaöa efnahagsreikn- ings er 4,4 miljarðar þar af eigið fé 59%. Frá aöalfundi KRON. Frá vinstri: Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri, Adda Bára Sigfúsdóttir fráfarandi formaöur, Haukur Hafstað fundarstjóri, Helgi Skúii Kjartansson og Sólveig Gunnars- dóttir fundarritarar og Andrés Kristjánsson rithöfundur i ræöustól. Ljósm —gel—. Skeyti Svavars til Mitterrands: Ný sókn til eflingar samvinnuverslun Rekstur búöa félagsins var nokkuö misjafn en lang bestur hjá KRON I Fellagörðum og Stórmarkaðinum I Kópavogi. Formaður félagsins, Adda Bára Sigfúsdóttir, sagði að nú hefði náðst samkomulag viö Samband isl. samvinnufélaga um eignarhluta og rekstur stór- markaðar i Holtagörðum. Mun verða unnið að þvl máli af fullum þunga á næstunni. A fundinum kom fram að efnahagur félagsins hefur mjög styrkst á undanförnum árum og rikti mikill einhugur hjá fundar- mönnum að hefja nú sókn til að efla samvinnuverslunina á höfuöborgarsvæðinu. Úr stjórn áttu að ganga Adda Bára Sigfúsdóttir, ólafur Jóns- son og Böðvar Pétursson. Adda Bára gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hún hefur setiö i stjórninni i 15 ár og verið for- maður félagsins tvö undanfarin ár. Þeir Olafur og Böövar voru endurkjörnir en Asgeir Jóhann- esson að auki. Kaupfélagsstjóri er Ingólfur Ólafsson. Bó Nýr togarí Húsvíkinga Sigur sem gefur evrópskri yinstrihreyf- ingu byr undir vængi t tilefni sigurs Mitterrands i forsetakosningunum i Frakklandi hefur Svavar Gestsson félags- málaráöherra og formaöur Al- þýöubandaiagsins sent svohljóö- andi skeyti: „Til Sósialistaflokks Frakk- lands og kjörins forseta, Francois Mitterrands. Alþýðubandalagiö, flokkur islenskra sósialista, færir frönskum sósialistum og kjörnum . forseta Francois Mitterrand og franskri alþýðu innilegustu ham- ingjuóskir með stórkostlegan sigur. Þetta er sigur sem mun gefa vinstrihreyfingu i Evrópu byr undir vængi sem aldrei fyrr og gæti táknað upphaf að nýrri sókn til að bæta lifskjör verka- fólks I álfunni. Þetta var nauð- synlegur og kærkominn sigur i heimi þar sem kaldir hægri vindar hafa blásiö um stund. Enn einu sinni beina sósialistar og aörir umbótasinnar augum sinum til Frakklands. Alþýðu- bandalagið á tslandi óskar þess af einlægni að sigur Francois Mitterrands, þess merka og virta stjórnmálaskörungs, verði tákn um djúptækar breytingar og opni nýjar leiöir baráttu fyrir friði, samvinnu og afvopnun. Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins. Ellefu ✓ um Arsel Hin nýja félagsmiðstöö sem reist hefur veriö fyrir Arbæjar- og Seláshverfi og hlotið hefur nafnið Ársel veröur væntanlega opnuö næsta haust. Nýlega var auglýst eftir umsóknum um fram- kvæmdastjórastööu I Arseli og bárust 11 umsóknir. t leynilegri atkvæöagreiöslu i æskulýðsráöi hlaut Valgeir Guöjónsson (úr Spilverkinu) fimm atkvæöi og Guömundur Elias Pálsson tvö at- kvæöi. Borgarráö tekur endan- lega ákvöröun um ráöninguna. Vorhraðskák Arlegt vorhraðskákmót Skák- félags Hafnarfjarðar verður i kvöld og hefst kl. 20. Teflt er i Oldutúnsskóla og eru áhugamenn hvattir til að mæta. Þessi nýja lína er gerð fyrir fólk, sem hefur ánægju af mat og kryddi. ( henni eru krúsir fyrir kaffi, te, sykur ogauk 20—30 tegunda krúsa fyrir krydd, sultur og marmelaði. Þá eru í línunni ofnföst föt af mörgum stæröum og gerðum. A sunnudaginn sigldi nýr skut- togari, Kolbeinsey ÞH-10 fánum skrýddur inn á heimahöfn sina, Húsavik. Þar var tekiö á móti honum meö viöhöfn eins og tltt er við slik tækifæri. Fyrir er I flota Húsvikinga einn skuttogari, Július Havsteen ÞH-1. Kolbeinsey ÞH-10 er 430 brúttólestir að stærö og smiöuö i Slippstööinni á Akur- eyri. Hún er búin öllum full- komnustu tækjum til fiskileitar og siglinga og er aö öllu leyti eins vel smiöaö og útbúið skip og völ er á aö sögn Kristjáns Asgeirs- sonar, forstjóra útgeröarfélags- ins Höröa h.f. sem er eigandi togarans. Kristján sagði að á Húsavik væri fyrir hendi aðstaða, bæði hvaö varðar mannafla og búnað til að vinna allan þann afla sem við bætist með tilkomu Kolbeins- eyjar. „Við erum tilbúnir til að vinna hér 12—13 þúsund tonn á ári,” sagði Kristján, en ársaflinn hérna hefur komist hæst i 9 þúsund tonn, 1000 tonn höfum við keypt annars staðar frá. Ctgerðarfélagiö Höfði sem nú Þessi mynd var tekin á Akureyri þegar Kolbeinsey var hleypt af stokk- unum. rekur tvo togara er i sameign Fiskiðjusamlagsins, sem á 49% hlutafjár, Húsavikurbæjar sem á 25%,Kaupfélags Þingeyinga sem á 13% og einstaklinga og félaga, þar á meðal verkalýðsfélagsins á staðnum. Kristján Asgeirsson sagði að atvinnuástand hefði verið óvenju slæmt i vetur. Þvi veldur m.a. gæftaleysi en á Húsavik er mikið gert út á smærri bátum og trillum. Nú er atvinnan heldur að glæðast, góður afli á linu, og að auki hefur grásleppuvertiðin verið óvenju góð. _j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.