Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. mai 1981 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: E;öur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólaisson. úmsjónarmaöur suntiudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþör Hlööversson Klaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaöur: Ingolfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröar^on. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreibsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prcntun: Blaöaprent hf.. Atak í orkumálum • Það frumvarp um raforkuver, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær gerir ráð fyrir að stjórnvöld fái heimiid til að tvöfalda virkjað vatnsafl f landinu, og reyndar gott betur, á næstu 10—15árum. Um síðustu ára- mót var uppsett vatnsaf I í landskerf inu öllu um 540 MW. AAeð frumvarpi ríkisstjórnarinnar er leitað heimilda til að virkja 720 AAW í viðbót af vatnsafli, 50 AAW í nýjum jarðvarmavirkjunum og enn 50 AAW í varaafli umfram það sem fyrir er. • Hér eru stór áform á ferðinni, en auðvitað er tekið fram að endanlega muni virkjanahraðinn ráðast af þeim orkunýtingarkostum sem í boði verða, hagkvæmir reynast og samrýmst geta stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. • Þær vatnsafIsvirkjanir sem stefnt er að samkvæmt frumvarpinu eru Blönduvirkjun upp á 180 AAW, Fljóts- dalsvirkjun upp á 330 AAW, Sultartangavirkjun upp á 130 AAWog Villinganesvirkjun í Skagafirði uppá 40 AAW. Auk þesser leitað viðbótarheimildar upp á 40 AAW í sambandi við Hrauneyjarfossvirkjun umfram fyrri heimildir er hana varða. • f athugasemdum með frumvarpinu kemurf ramaö á Þjórsársvæðinu er gert ráð fyrir miklum fram- kvæmdum á næstu árum. Þar er um að ræða miðlunar- framkvæmdir af ýmsu tagi, og má nefna svokallaðar Kvfslarveitur, stíflu við Sultartanga og auknu miðlunar- rými Þórisvatns. Þessar miðlunaraðgerðir eru allar taldar mjög hagkvæmar bæði fjárhagslega og hvað varðar aukið öryggi í landskerfinu. Þeim er ætlunin að Ijúka á næstu 4—5 árum, og er talið að þær einar gætu aukiðorkuvinnslugetuna hjá landskerfinu um allt að 800 Gwh á ári, sem samsvarar heilli Blönduvirkjun. • í athugasemdum með frumvarpinu kemur einnig fram að stefnt sé að því að Ijúka bæði Blönduvirkjun og fyrri áfanga Fljótsdalsvirkjunar (meginhluta virkjunarinnar) á næstu 10 árum svo f remi að markaðs- aðstæður leyfi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við þessar tvær miklu virkjanir skarist nokkuð og verði við það miðað að önnur þessara virkjana geti hafið rekstur á árunum 1986—1987, en hin um 1990. • Það kom fram i máli Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra á fundi með fréttamönnum í gær, er hann kynnti frumvarp ríkisstjórnarinnar, að samkvæmt síðustu útreikningum verkfræðinga, þá er framleiðslu- kostnaður á orkueiningu talinn um 20% lægri við hag- kvæmustu gerð Blönduvirkjunar heldur en við Fljóts- dalsvirkjun, sem þar kemur næst á eftir. Hins vegar býður Fljótsdalsvirkjun upp á mjög hagstæða miðlunar- kosti, sem einnig þarf að vegaog meta áður en endanleg ákvörðun er tekin um röð þessara tveggja virkjana. AAiðað er við að sú ákvörðun verði tekin af Alþingi f yrir næstu áramót. • í athugasemdum með frumvarpinu segir að það sé stefna ríkisst jórnarinnar að leita eftir samkomulagi um virkjanir þessar, og réttindi sem þeim tengjast, við þá sem lögmætra hagsmuna eiga að gæta, áður en fram- kvæmdir hef jast. — Slíkum samningum er enn ekki lokið á öllum virkjunarstöðum, t.d. ekki við Blöndu. • Iðnaðarráðherra tók fram að þótt ákvörðun um röðun milli Blöndu og Fl jótsdalsvirkjunar biði í nokkra mánuði enn, þá þyrfti það ekki að þýða nokkra minnstu töf hvað varðar virkjanaundirbúning og virkjanafram- kvæmdir því i sumar yrði unnið að undirbúningi beggja virkjananna. Samkvæmt frumvarpinu á ríkisstjórnin að fá heimild til að bæta 50 miljónum króna við fyrri f jár- veitingar til undirbúnings þessum tveim virkjunum. • Væru þær vatnsafIsvirkjanir, sem í frumvarpinu er leitað heimilda fyrir, virkjaðar á næstu 15 árum yrði um að ræða nálægt 2400 GWH aukningu á raforkufram- leiðslu í landskerf inu umfram þarf ir almenns markaðar og núverandi orkufreks iðnaðar samkvæmt spám. Til samanburðar er vert að hafa f huga, að á síðasta ári var orkunotkunin hér samtals um 3140 Gwh, þar af um 1780 Gwh til stórnotenda. • Um orkunýtinguna segir m.a. í greinargerð frum- varpsins: „ Farið verði með gát í uppbyggingu orkufreks iðnaðar og tryggt verði virkt íslenskt forræði, m.a. með því að leggja í fyrstu áherslu á þá kosti að öðru jöfnu, sem minni eru í sniðum og viðráðanlegastir. Höfuð- áhersla verði lögð á slika miðlungsstóra iðnaðarkosti (400—500 Gwh) fram undir lok þessa áratugar." k. klippt I Fölsuö frásögn Merkilegt blaðahneyksli hef- ur verið mjög á döfinni f Bandarikjunum. Hið virta blað, Washington Post, sem fékk á sig milöð orð fyrir „rannsökna- blaðamennsku” þegar flett var ofan af Watergatemálum Nixons forseta og aðstoðar- manna hans, sendi i Pulitzer- keppnina frásögn sem ein af starfsmönnum blaðsins, Janet Cooke, hafði samið um átta ára dreng sem hafði verið gerður aö heröinsjúkling og var verið að þjálfa til starfa eiturlyfjasölu- manns. Frásögnin þótti svo merkileg, að hún hlaut reyndar Pulitzerverðlaun, sem er mesta viðurkenning sem blaðamönn- um getur hlotnast þar vestra. En svotil samdægurs sprakk blaðran: ýmislegt stemmdi ekki ifrásögn Janet Cooke um náms- feril og fleira, og fyrr en varði hafði það komist upp, að sagan af heróindrengnum Jimmy var algjör uppspuni: blaðakonan unga hafði farið með skáldskap til aö koma sér áfram i blaða- heimi. Afall, eitt af Heróindrengurinn Jimmy sem aldrei var til: Nýja blaða- mennskan sagði frá atvikum sem „hefðu getað gerst”. morgum I Um þetta hefur margt verið skrifað. Meðal annars segja bandarisk vikublöð að hér sé komið mikið áfall fyrir rannsóknarblaðamennskuna og yfirhöfuð trúverðugleika blaða- manna. Afallið er þeim mun stærra sem Janet Cooke vann undir yfirstjórn Bobs Wood- wards, annars þeirra sem heimsfrægur varð i Watergate- málum. Atburðurinn hefur einnig orð- ið tilefni til að rifja upp aðrar falsanir: árið 1972 birti San Fransisco Examiner fimm greina flokk eftir blaðamann sem blaðið hafði sent til Kina, en fór i raun aldrei lengra en tií Hong Kong og laug þaðan upp, langferðum um hið mikla kin- verska riki. Sama ár flaskaði Lifeá falsaðri ævisögu miljóna- mæringsins Howard Hughes. Þvi má og við bæta, að meðan Iranskeisari var og hét létu fréttamenn meira að segja jafn- sæmilegra blaða og Washington Post hafa sig i lystireisur til Janet Cooke: Þurfa ungir blaöamenn aö ljúga til að lifa af bandariska samkeppni:, spurði breska blaðið Guardian. Irans, þar sem þeir létu Leyni- lögregluna Savak mata sig á upplysingum og frásögnum sem áttu að afsanna vel rökstuddar ásakanir um hræðilegar pynt- ingar á pólitiskum föngum i fangelsum Irans. Satt og logið En mest af þvi sem um þetta mál hefur verið skrifað lýtur að þvi, að harðnandi samkeppni milli blaðamanna um að „skúbba” leiði þá æ lengra inn i þær ógöngur þar sem skáld- skapur og veruleiki hafi bland- ast saman með undarlegasta hætti. Newsweek segir á þá leið, að á sjöunda áratugnum og upp frá þvi, hafi það orðið „forsvar- anlegt” einnig meðal alvöru- blaðamanna (m.ö'.o. ekki blaða- manna gulu pressunnar svo- nefndu) að stunda svonefnda „nýja blaðamennsku”. Þessi nýja blaðamennska fól það meðal annars i sér, að notaðar voru „ívitnanir sem voru upp- spuni eða mjög úr lagi færðar, atvik sem gerðust kannski ekki alveg strax en hefðu getað gerst og persónur, sem voru búnar til úr raunverulegu fólki”. Þessi aðferð var réttlætt með þvi að með henni væri hægt að komast nær einhverskonar æðri sannleika, það væri hægt að skýra það, sem mestu skiptir,- betur með þvi að einfalda og hagræða sannleikanum. Á þess- ari braut hafa ýmsar syndir verið framdar, og málið hans Jimmy,áttaára héróinsala, var hið versta. Og hefði kannski alls ekki komist upp að sagan var uppspuni, ef að frásögn Janet Cooke hefði ekki hlotið fræg og eftirsótt verðlaun sem 1236 aðrir bandariskir blaðamenn vildu rækja sér i. Það sem mestu skiptir Dálkahöfundur einn sem skrifar i Chicago Sun-Times, Mike Royko, hefur samt komið . fram með þá gagnrýni á hegðun I stjórnenda Washington Post og koilega þeirra i andanum, sem mestu skiptir. Hann sagði: „Hér var annað og mcira á seyði en frétt. Það var verið að myrða átta ára gamlan drcng. Ritstjórarnir áttu að segja: gleymdu fréttinni og finndu barnið! Hvaðhalda þcssir menn að þeir séu: guð almáttugur? Fólk úr öllum öðrum starfs- grcinum hefði farið beint til lög- reglunnar”. Þetta er mjög þörf áminning. En svo má bæta öðru við: Sagan kom i Washington Post og hún vaktifeikna athygli. Meðal ann- ars vegna þess, að enginn efað- ist um að saga af átta ára dreng, sem búið var að gera að herólnista og var verið að venja á sölumennsku gæti verið sönn. Einnig það segir sina sögu. —áb. 09 Skorwi Fundir um þróunarlönd Að undanförnu hafa Samtök herstöðvaandstæðinga gcngist fyrir fundum um vanda þróunar- landa. Fundirnir hafa verið á skrifstofu Samtakanna að Sköla- vörðustig 1 A. Nú hafa verið haldnir alls fimm fundir og hefur verið fjallað al- mennt um vandamál þróunar- landa og þróunarhjálp. Einnig hefur verið rætt um einstök lönd i Afriku og Ameriku. Til framsögu hefur valist fólk sem hefur starfað við þróunarhjálp og hafa fundimir verið mjög fróðlegir og vakið mjög liflegar umræður. Nú verður þessari fundaröð haldið áfram eftir nokkurt hlé. I kvöld (miðvikud. 13. mai) mun Arni B jörnsson þjóðhátta fræðingur segja frá baráttu nýlendustúdenta, en Arni kynnt- ist þeirri baráttu mjög vel á sjötta áratugnum. Fimmtudaginn 21. mai, mun Haukur Már Haraldsson blaða- fulltrúi ASl fjalla um kókmálið svonefnda i Guatemala, en það er dæmigert fyrir framferði auð- hringa i þróunarlöndunum og er Haukur Már manna fróðastur um þetta efni. Ætlunin er að ljúka þessari fundaröð þann 27. mai með umræðufundi, þar sem frummæl- endur á þessum fundum skiptast á reynslu og skoðunum og svari fyrirspurnum. Rannsóknir á hrefnu- stofninum við Island Jóhann Sigurjónsson heldur I kvöld erindi á vegum Llf- fræöiféiags Islands, sem hann nefnir „Um lifnaðarhætti hrefnu og nýlegar rannsóknir á stofninum hér viö land”. Erindið byggir aö mestu á þeim rannsóknum, sem á undanförnum árum hafa farið fram á vegum Haf- rannsóknarstofnunar og beinst hafa að öllum þeim þáttum er auövelda kunna stjórnun hrefnuveiöanna hér við land. I erindi nu verður stuttlega fjallað um almenna lifnaðar- hætti hrefnunnar og útbreiðsla hennar skoðuð með tilliti til veiðanna. Erindiö verður haldiö I stofu 158 i húsi verkfræði- og raunvisindadeildar, Hjarðar- haga 2-4 og hefst kl. 20.30. öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.