Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. mal 1981 ✓ Olafur Ragnar Grímsson í umræðum um Þróunarsamvinnustofnun íslands Stjórnmálaflokkanitr taki höndum saman / Islendingar verji 0,7% af þjóðar- tekjum í þróunaraðstoð fyrir 1985 Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra mælti nýlega fyrir frumvarpi til laga um Þróunar- sam vinnustofnun islands, sem taka á við af þeirri skrifstofu sem annast hefur aðstoð Islands við þróunarlöndin og starfrækt hefur verið samkvæmt sérstökum lög- um frá 1971. Ólafur Ragnar Grimsson lagði til i lokaumræðu i efri deild um þetta frumvarp að allir stjórn- málaflokkarnir i landinu taki upp viðræður siná milli næstu mánuði með það fyrir augum að ná sam- komulagi um að fyrir miðbik þessa áratugar verði framlag Is- lands til þróunaraðstoðar 0.7% af þjóðartekjum, en það er nýtt I Mikill möguleiki er á þvi að I hljóðvarpið geti flutt inn I nýja | útvarpshúsiðeftir3árog hafið ! þar fulla starfsemi, þóttsvo aö það muni dragast enn um sinn I að sjónvarpið flytji inn. Þessar upplýsingar komu j fram í máli Ingvars Glsla- I sonar menntamálaráðherra i I miklum umræöum sem uröu i J sameinuöu þingi i fyrrakvöld • um skýrslu menntamálaráö- markmið sem Sameinuðu þjóöimar hafa sett. Hér á eftir fer hluti af ræðu Ólafs Ragnars og annarra þingmanna sem til máls tóku I þessum umræðum, en um- ræður um þróunaraðstoö tslands eru sjaldgæfar i sölum Alþingis. Ólafur Ragnar sagði að það væri ntí orðinn nokkuð langur timi siðan Sameinuðu þjóðirnar mörk- uðu þá stefnu að 1% af þjóðar- tekjum skyldi varið til aðstoðar þróunarlöndunum. Nokkrar þjóðir i Evrópu, eins og Sviar, Norðmenn og Hollend- ingar, hafa gengið á undan og ákveðiðá undanförnum árum, og hrint i framkvæmd, að auka framlag sitt til þróunarlandanna herra um starfsemi rlkisút- varpsins. Ingvar sagði að hægt yrði að koma húsinu _ undir þak á næsta ári og full- búið yrði húsið á árunum 1986-1987. Hins vegar væri hægt að haga innréttingum á þann veg að hljóövarpiö gæti flutt inn á árinu 1984 þótt drægist enn um sinn að sjón- varpið gæti hafið þar starf- semi. — Þig upp i þá prósentutölu sem SÞ höfðu markað. Við tslendingar höfum hins vegar verið hér langt á eftir, svo langt á eftir, og með svo lágt hlutfall að það er i raun til vansa, að við sem búum við einhver auðugustu og bestu lifs- kjör i veröldinni og höfum gnægð auðlinda hér i okkar eigin landi; skulum leggja fram til þessara mála svo litið sem raun ber vitni. Reyndar eru þær tölur, sem gefn- ar eru upp af opinberri hálfu látnar hækka frá þvi sem raun- verulegt er með þvi að telja fram- iag okkar i þessu skyni hluti, sem vafasamt er að það eigi að reikna með. Sameinuðu þjóðirnar hafa markað þá stefnu að þar sem ljóst er að eitt prósent markið muni ekki hafa þann viðtæka pólitiska stuðning I verifldinni sem vonast var til i upphafi, þá verði miðað að þvi að árið 1983 verði 0,7% af þjöðartekjum einstakra landa varið til þessara málefna. Við Islendingar höfum hins vegar aðeins náð um 1/10 af þess- ari upphæð. Ég vildi hér við lokaumræðu um þetta frumvarp lýsa þeirri skoðun minni að það sé nauðsyn- legt að allir stjórnmálaflokkar i | landinu taki upp viðræður sin á ■ milliá næstu vikum og mánuðum I um að breyta þessu ófremdar- I ástandi og hrinda þvi slyðruorði | af okkur, sem opinberar tölur i Iþessum efnum gefa til kynna á al- þjóðavettvangi. Með haustinu ' verði komið samkomulag stjórn- I málaflokkanna i landinu um það I að hækka framlög okkar i þessum ■ efnum á næstu árum i áföngum, J þannig að i'siðasta lagi fyrir mið- I bik þessa áratugs hafi Islending- I ar náð þvi marki sem Sameinuðu þjóðimarsettu fyrir nokkru siðan að ætti að verða náð 1983, þ.e. að a.m .k. 0.7% af þjóðartekjum væri rHíjóðvarpið f nýtt húsl 984 segir menntamálaráðherra Ólafur Ragnar Grimsson Þingsjá varið til þessara mála. Vissulega eru það háar upp- hæðir, mjög háar upphæðir, mið- að við það sem við verjum i dag. Það má ætla að það séu um 14 milljaröar á ári gkr., sem við þyrftum þá að verja i þessu skyni, og það er stórt stökk frá þeim upphæðum sem við verjum i dag. Ég held hins vegar að það sé nauðsynlegt, ef við viljum halda reisn okkar i samfélagi þjóðanna að sýna það að viö látum okkur annt um þá ömurlegu eymdar- fátækt sem þúsundir milljóna búa við i heiminum, og við viljum leggja okkar litla lóð á þá vogar- skál að jafna kjörin i veröldinni. Þvi' eiga allir stjórnmála- flokkarnir að taka höndum sam- an nii og breyta þessu. Karl Steinar Guðnason (A) tók næst til máls og lýsti þvi fyrir hönd þingflokks Alþýðuflokksins að þeir væru reiðubúnir til hvers kyns umræðna um þessi mál með það að markmiði að auka fram- lag okkar til þróunaraðstoðar og vonaðist hann til að þessar við- ræðurgætu hafist sem allra fyrst. Lárus Jónsson (S) sagðist vilja taka undir orð Ólafs Ragnars um að nauðsynlegt væri að efla að- stoð okkar við þróunarlöndin og lýsti hann sig fúsan til viðræðna um sli'kt. Einnig taldi hann nauð- synlegt að umræður hér á landi um málefni þróunarlanda yrðu efldar og almenningi gert betur ljósthver vandamál þeirra væru. — Þig ÍSex þlngs- ; j ályktanir | jsamþykktari Sannkallað ályktunarregn | I átti sér stað á Alþingi fyrir ■ • helgina. Þingsályktunar- I I tillaga frá Benedikt Gröndal I I um að takmarka aðgang er- | I lendra herskipa og herflug- ■ • véla að 12 milna landhelgi I I islands var samþykkt, eftir I I að utanrikismálanefnd hafði | • mælt með samþykkt hennar. • j Þá var samþykkt tillaga frá I I Helga Seljan (AB), og I I Stefáni Jónssyni (AB), | • ásamt þingmönnum úr öllum • J flokkum um geðheilbrigðis- I I mál þar sem skorað er á I I rikisstjórnina að taka til I ' endurskoðunar þessi mál ■ j Tillaga frá Skúla Alexand- I I erssyni (AB) og Sigúrði I I Magnússyni (varamaður) I J (AB) um upplýsinga- og * • merkingaskyldu við rikis- I I framkvæmdir var og sam- I I þykkt. Þessi ályktun felur i I J sér að rikisstjórnin hlutist til ' Ium að við allar nýbyggingar I og meiriháttar framkvæmd- I ir á vegum rikisins verði sett I upp skilti með upplýsingum , um framkvæmdina. Fjórða ályktunin, sem send var til rikisstjórnarinnar frá I Alþingi i gær var flutt af , nokkrum þingmönnum Sjálf- ■ stæðisflokks, Framsóknar- I flokks og Alþýðuflokks, með | Halldór Blöndal sem fyrsta , flutningsmann. Alyktunin ■ beinir þeim tilmælum til I menntamálaráðuneytisins að skipuð verði nefnd til að ■ endurskoða lög um launasjóð i rithöfunda. Þá var samþykkt ályktun | frá þingflokki Alþýðuflokks- • ins þar sem skorað er á rikis- I stjórnina um að marka opin- I bera stefnu i áfengismálum, | en fyrsti flutningsmaður ■ þessarar tillögu var Arni I Gunnarsson. Loks var samþykkt álykt- | un um tilraunageymi til ■ veiðarfærarannsókna, flutt I af Pétri Sigurðssyni (S), I Helga Seljan (AB), Ólafi I Björnssyni (A) og Stefáni ■ J Guðmundssyni (F). —Þig I Gunnar J.Friðriksson sextugur Gunnar Jósef Friðriksson, iðn- rekandi er sextugur i dag. Meö fáeinum oröum vil ég senda honum afmæliskveðjur og þakka honum ánægjulegt og lærdóms- rikt samstarf að málef num iðnað- arins undanfarin ár og persónu- leg kynni. Gunnar hefur á langri starfsævi helgað iðnaðinum í landinu alla starfskrafta sina af einstakri elju, hógværö og þrautseigju, þar sem alla tið var á brattann að sækja og berjast þurfti við drauga skiln- ingsleysis og skammsýni. Sex- tugur stendur hann enn með óskerta starfsorku og viljaþrek og liggur ekki á liði sinu. Gunnar veitir forstööu Sápu- gerðinni Frigg hf. og þetta fyrir- tæki hefur hann rekið frá árinu 1945 af dugnaði og fyrirhyggju. Um þrjátiu ára skeið hefur Gunnar J. Friðriksson veriö I for- ystusveit islenskra iðnrekenda. Þaö mun hafa verið 1951, sem hann var fyrst kosinn i stjórn Félags islenskra iðnrekenda en I stjórninni var hann óslitiö i 23 ár, þar af 11 ár, sem formaöur hennar. Án þess aö kastað sé rýrð á aðra, sem með honum unnu, má óhikaö fullyröa, að hann hafi á þessu timabili átt einna drýgstan þátt i þvi aö vekja menn hérlendis til vitundar um hlutverk iönaðar- ins i þjóðarbúskap Islendinga i framtiðinni. ósleitilega beitti hann sér fyrir aðgeröum til fram- leiöniaukningar i þeim iöngrein- um, sem þegar voru komnar á legg og hvatti menn sifellt til að leggja Ut I nýiðnað. Munu iönrekendur i dag sjálf- sagt þakka honum vel unnin störf I þessum efnum. Auk fjölmargra annarra trún- aðarstarfa er Gunnar nú for- maður bankaráös Iðnaðarbanka Islands, hf., 1 þvi starfi koma honum að notum, nú og i framtið- inni, starfsreynsla hans og við- sýni svo og alhliöa þekking hans á starfsskilyröum Islensks iðnaðar. Ég kynntist Gunnari fyrst af al- vöru 1971, er ég kom inn i stjórn Iönlánasjóös og starfaði þar með honum i nokkur ár. Gunnar hafði látið sér mjög annt um Iönlána- sjóö, uppbyggingu hans og eflingu og trúöi á, aö hægt væri að gera sjóðinn að öflugum bakhjarli iðn- væðingar hérlendis. I stjórn Iðnlánasjóðs var Gunnar mjög vandvirkur, sann- gjarn og hlutlægur i störfum sin- um og fjarri var þaö honum aö ganga þar erinda tiltekinna aöila eða afla. Aldrei voru atkvæði látin skipta við afgreiöslu mála. Grundvallarprinsipp átti Gunnar sér á þessum árum en það var, að ekki mætti ganga á höfuðstól sjóðsins og allt yrði aö gera til að vernda hann gegn veröbólgunni. A þessum árum varð lika mikil breyting á starfstilhögun stjórnar sjóðsins. Aöur fyrri þurftu menn að sækja um lán úr sjóðnum fyrir ákveöinn dag á ári. Ef menn gerðu þaö ekki, beið umsóknin næsta árs. Nú tókum við um- sóknir til umfjöllunar allt árið eftir þvi sem þær bárust, en af- greiddum þær í kippum svona á 2ja mánaöa fresti. Þetta var mikil bót og aukið hagræöi fyrir þá, sem voru meö fjárfestingar- áform I iðnaöi og vildu leita til sjóðsins. Núverandi stjórn Iðnlánasjóðs vottar Gunnari J. Friörikssyni virðingu sina á þessum merkis- degi I Hfi hans og flytur honum þakkir fyrir ómetanlegt framlag hans og störf i stjórn sjóðsins frá 1967 til 1978. Gunnar J. Friðriksson er Sjálf- stæðismaöur i pólitik, þótt flokkurinn sá hafi illa hagnýtt sér hæfileika Gunnars og stööu hans I þjóðlifinu. A hinn bóginn er Gunnar ekki flokkspólitiskur eins og sagt er um margan manninn heldur mundi ég vilja skýrgreina hann sem iðnaðarpólitlskan mann. 1 einkalifi sinu er Gunnar mikill hamingjumaður. Upp úr miöju siðasta striöi, 1943, giftist hann Elinu Kaaber, dóttur Ludvigs Kaaber bankastjóra og þau hafa eignast 7 mannvænleg börn. Enn I dag eru Gunnar og Elin nýtrú- lofuð. Viö hjónin óskum þeim til hamingju með afmælisdaginn og flytjum þeim bestu þakkir fyrir ógleymanlegar samverustundir. Ingi R. Helgason. Ég, sem þessar linur rita, hefi um árabil haft náin kynni af Gunnari, bæði sem húsbónda og á sviði félagsmála, sem eins af for- ystumönnum iönrekenda. 011 hafa þau kynni verið á eina lund, sem húsbóndi ljúfur og glaðvær og við samningaboröið maður sem af hógværö og festu hélt fram sinum málstað en meö fullum skilningi á málstaö viösemjenda sinna. Þegar ég byrjaði aö vinna I Sápugeröinni Frigg fann ég fljótt þaö sérstæða andrúmsloft er rikti á vinnustaönum, létt og glaövær framkoma Gunnars við starfs- fólkiö aflaði honum traustra vinsælda þess, þannig aö vinnu- staöurinn varð likari samhentri fjölskyldu en verksmiðju. Ég, sem sannarlega var góðu vanur eftir að hafa um mörg ár unnið hjá Smára, varð þvi siöur en svo fyrir vonbrigðum við komu mina þangað, þvi þar var virkilega gaman að vinna. Undir stjórn Gunnars hefir Sápugeröin Frigg vaxiö úr litlu fyrirtæki er bjó viö þröngan húsakost i stórt fyrirtæki I fyrir- myndarhúsnæði þar sem vel er séð fyrir öllum aðbúnaði. Framleiösla þess nýtur almennra vinsælda, sem góö vara i smekk- legum umbúöum. Vöruvöndun hefir ávalt setiö þar i fyrirrúmi. Ég man vel hve óljúft Gunnari var, hér á verstu haftaárunum, að vera neyddur til að nota lakari hráefni en hann taldi þörf á, enda beið hann ekki boðanna þegar á höftunum linaði að bæta um og afla þeirra bestu hráefna, er völ var á hverju sinni. Þessi viðleitni hefir borið þann ánægjulega árangur að nú mun ekki ofmælt aö framleiðsluvörur Sápugerðar- innar standi fyllilega jafnfætis þvi besta sem hér er fáanlegt sinnar tegundar. Ég held að það sé mikið aö þakka Gunnari og mönnum á borð við hann úr hópi inrekenda, að verksmiðjuiðnaðurinn hefir komist til þess þroska, sem nú er, þrátt fyrir vanmat valdhafanna á þýðingu hans fyrir þjóðarbúskap okkar. Eins og að likum lætur meö mann meö hæfni og starfsgetu Gunnars hafa samtök iðnrekenda falið honum mörg og margvisleg trúnaðarstörf. Sá listi er of langur til aö tiundast hér, þó aö hann væri talandi tákn um það traust er iönrekendur og samtök þeirra bera til hans, enda var hann formaöur samtaka þeirra um skeið. Vegna þessara starfa sinna hefir hann átt mikil samskipti við verkalýðssamtökin og þar, sem annarsstaðar aflað sér virðingar og vinsælda, sem einbeittur en sanngjarn andstæðingur er ávalt leitaði farsællar lausnar I hverju máli. Að senda Gunnari afmælis- kveðju á þessum timamótum án þess að minnast á hans ágætu konu, frú Elinu, væri naumast viö hæfi þvi traustari og betri félaga á lifsleiðinni gæti hann varla hafa óskað sér. Aö endingu óska ég þeim hjón- um gæfu og gengis og þakka þeim samskipti okkar á liðnum árum, með von um að þau megi vara sem allra lengst. Björn Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.