Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. maí 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 EINAR MÁR JÓNSSON TALAR FRÁ PARÍS: Gífurlegur fögnuður vinstri manna yfir sigri Mitterrands Hátíð á Bastillutorgi: „Giscard í atvinnuleysið!” hrópaði mannfjöldinn Gífurlegur fögnuður varð meðal allra vinstri- manna þegar sjónvarpið franska lýsti því um átta- leytið á sunnudagskvöldið að Francois Mitterrand hefði verið kosinn forseti með góðum yfirburðum. Það var dansað og sungið á Bastillutorginu þar sem mikill mannfjöldi safn- aðist samati og fyrr en varði höfðu menn fundið sér sameiginlegt vigorð að fara með: Giscard au chomage! Giscard at- vinnulaus — og þótti víst mátulegt á hann. Og svo óku bílar um um allar götur og flautuðu dú-dú-dú, dú-dú- dú, tvisvar sinnum sex atkvæði, sem þyða Mitterrand président! — Mitterand er forseti. Það var von að vinstrimenn væru kátir. Þeim fannst að það hefði loksins gerst sem þeir hafa verið að biða eftir frá þvi að fimmta íyðveldið var stofnað: að vinstrimaður yrði forseti, en þar hefur stundum munað mjóu. Sumir telja sig hafa verið að biða allar göturfrá dögum alþýðufylk- ingarinnar 1936. ,/ Hin lifandi öf I" Sigur Mitterrand er mjög ótvi- ræður. Hann fær i Frakklandi sjálfu 52% atkvæða en Giscard 48%: Þetta er miklu meiri munur en var á þeim tveim árið 1974, en þá var hann vist innan við tvö prósent. Svo eru það „héruð handan hafsins” eins og Martini- que og Guadaloupe sem draga aðeins úr þessum mun, en allir vita að það er nokkuð málum blandað. Sumir vilja túlka sigur sósial- istaforingjans fyrst og fremst þannig, að hann hafi flotið á „Reagan-cffect” eins og það heitir: m.ö.o. að forsetinn sem fyrir var hafi verið svo óvinsæll, að andstæðingurinn hlytiað vinna á eftir því sem á kosningabarátt- una leið. Vist er Giscard mjög óvinsæll, og verr þokkaður en menn höfðu búist við. Þar ber margt til: stefnu hans, persónu- leika, drambsemina, demanta- málið og ýmislegt fleira. En þvi má heldur ekki gleyma, að vinstrimenn hafa áður verið nálægt sigri, og þeir telja sig geta lýst þessum úrslitum sem „sigri hinna lifandi afla”. Svo mikið er víst, að allur þorri verkamanna og yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks hefur kosið Mitterrand. Fögnuður vinstrimanna var þeim mun meiri vegna þess, að enda þóttMitterrand væri búinn að ná um helmingi atkvæða sam- kvæmt skoðanakönnunum fyrir seinni umferfína, þá trúðu um tveir þriðju hlutar kjósenda ekki öðru en að Giscard yrði endur- kosinn. Stefnumál híns nýja forseta Þjóðnýtingar, stytting vinnuvikunnar, aðferðir gegn atvinnu- leysi, eignaskattur og breyttstefna í kjarnorkumálum eru meðal hcirra stcfnumála sem nýkjörinn forseti Frakklands, Francois Mitterrand, hefur haft á lofti i þeirri kosningabaráttu sem nú hefur fært honum sögulegan sigur. Mitterrand hefur i hyggju að þjóðnýta niu meiriháttar iönaöar samsteypur. Meðal þeirra eru Rhone-Paulenc, vefnaðar- og efnaiðnaðarhringur og Dassaultverksmiðjurnar, sem meðal annars framleiða Mirage-orstuþoturnar. Þau 10% bankakerfisins sem de Gaulle ekki þjóðnýtti eftir strið verða nú þjóðnýtt. Félagsmálastefna Mitterrand gerir blátt áfram ráð fyrir þvi að meiri hallisé á fjárlögum Frakklands i ár en i fyrra. Astæðan er einkum sú, að Mitterrand vill margt til vinna til aðfækka at-l vinnuleysingjum sem nú eru 1,7 miljónir — en þeim gæti fjölgað á næstu misserum i 2,6 miljónir ef ekki verður reynt að snúa þróuninni við. Mitterrand ætlar að reyna að skapa 200 þúsund ný störf á vegum hins opinberra. Hann ætlar að veita fé til nýrra fram- kvæmda i vegamálum, til byggingar skóla og sjúkrahúsa til að bæta atvinnuástandið. Hinn nýi forseti stefnirað þvi að koma vinnuvikunni niður i 35 stundirmeð samkomulagi við aðila vinnumarkaðsins og með það fyrir augum að slik tilhögun gefi fleiri mönnum vinnu en nú hafa. I sama augnamiði vill hann lækka eftirlaunaaldurinn svo hann verðisextiuár fyrirkarla en 55 ár fyrir konur sem starfa á vegum hins opinbera. Mitterrand ætlar að koma á nýjum eignaskatti á eigur sem nema meira en 3,5 miljónum króna. Mitterrand fellst á að lokið sé við þær kjarnorkustöðvar seml eru í smiðum i Frakklandi, en hann vill ekki byrja á nýjum eins og Giscard ætlaði sér. Hinnnýi forseti ætlar að afnema dauðarefsingu, sem enn er við lýði i Frakklandi. Mitterrand ætlar ekki að láta smiða franska nifteindar- sprengju, en er meðmæltur sterkum vörnum Frakklands. 1 utanrikismálum mun Mitterrand að likindum halla sér meira að þriðja heiminumen fyrirrennari hans. Búast má við þvi, að stjörn hans styðji bæði Nicaragua og vinstrifylkinguna i E1 Salvador. (Byggtá DN) Mitterrand þjóðsögu. sumir kalla hann „Mythe Errante” — eða „gangandi Þingrof Mitterrand hefur þegar hér er komið sögu aðeins haldið eina stutta ræðu. En menn búast við þvi að um leið og hann tekur við embætti eftir hálfan mánuð muni hann rjúfa þing og reyna að fá þann þingmeirihluta sem hann þarf til að koma fram stefnu- málum sinum. Það er allt mjög spennandi vegna þess, að nú verða fyrstu eiginlegu stjórnar- skiptin i sögu Fimmta lýðveldis- ins. Og menn hafa jafnvel deilt um það, hvort stjórnarskráin og kosningafyrirkomulagið, sem de Gaulle smiðaði utan um sig, gæti yfirhöfuð leyft vinstrimönnum að taka við. Meðal annars vegna þess, að hægrimönnum nægði jafnan að vinna einar kosningar til að halda völdum — meðan vinstrimenn urðu að vinna tvenn- ar kosningar i röð til að ná völdum. Liklega mun Mitterrand byrja á því að skipa bráðabirgðastjórn, sem undirbýr kosningar. Spurningin um stjórnaraðild kommúnista kemur ekki upp strax. Kommúnistar hafa annars verið mjög hófsamir eftir að úr- slit urðu kunn, þeir skiluðu sér vel á kjörstað með Mitterrand, en hafa ekki borið fram neinar kröfur, og segjast munu taka á sig hverja þá ábyrgð sem þurfa þýkir. Lurða í hægrisinnum Giscard hefur þegar hér er komið (kl. 18.30 i Paris i gær) ekkert sagt annað en hann hefur sent Mitterrand heillaóskaskeyti og þar með að hann muni vinna áfram að heill Frakklands. Chirac, frambjóðandi Gaullista úr fyrri umferðinni, hefur á hinn bóginn þegar komið fram eins og væri hann væntanlegur leiðtogi sameinaðrar stjórnarandstöðu hægrimanna, en vafasamt er talið, að helstu liðsmenn Gis- cards, svo sem Barre forsætis- ráðherra, muni leyfa Chirac að komast upp með slikt spil. Grunnt er á þvi góða: kannski hefur um fjórðungur gaullistaatkvæðanna farið á Mitterrand i seinni umferð, og Chirac veitti Giscard eins dræman stuðning og unnt var eftir fyrri umferðina. Þó reyndi hann að breyta til þegar á leið kosningabaráttuna og bakka for- setann fráfarandi betur upp — líklega til að komast hjá þvi, að hægrimenn kenndu honum um ósigurinn. Mitterrand fékk þar að auki helming atkvæða umhverfis- verndarmanna úr fyrri umferð. Kosningaslagurinn Kosningabaráttan á milli umferða var um margt fróðleg. Bæði gaullistar og kommúnistar höguðu sér fyrst nokkuð öðruvisi en búist hafði verið við.Gaullistar voru mjög tregir við Giscard, en kommúnistar reyndu sama og ekki að spilla fyrir Mitterrand, eins og margir bjuggust við. Þegar frá leið breyttist þetta nokkuð: Chirac mælti meir með Giscard en fyrst og kommúnistar tóku upp aftur gagnrýni á miðju- sókn Mitterrands. En þetta breytti ekki áhrifunum af fyrstu viðbrögðum þessara aðila eftir fyrri umferð. Giscard herti mjög róðurinn gegn Mitterrand þegar á leið og greip til lágkúrulegri aðferða — m.a. með þvi að snúa út úr stefnu- skrá sósialistaforingjans i þá veru, að þar væri tekin stefna inn i skelfilegt Gúlagriki kommún- ismans. Ekki hefur þessi tilraun með hræðslu kjósenda tekist. Gera má ráð fyrir þvi að þing- kosningar verði siðustu sunnu- dagana i júni. Þangað til verður nógiað stússast fyrir Mitterrand, þennan merkilega persónuleika sem galgopar franskir kalla „Mythe Errantc” — eða „gangandi þjóðsögu”. emj/áb. Barnagæsla í sveit Okkur vantar 10—12 ára krakka, til að gæta þriggja ungra systkina i sveit i sumar. Upplýsingar i sima 28802 eftir kl. 7. UTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfa fyrir fjarvarmaveit- ur i Bolungarvik og á Patreksfirði. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Orkubúsins Stakkanesi 1, ísafirði, mánu- daginn 25. mai 1981 kl. 14.00. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Orkubús Vestfjarða gegn 300 kr. skila- tryggingu fyrir hvort verk. Orkubú Vestf jarða Tæknideild Reykjadalur Sumardvöl fyrir fötluð börn verður i Reykjadal i sumar, mánuðina júni-ágúst.- Umsóknir um dvöl fyrir börnin sendist skriflega til forstöðukonu S.L.F. sem allra fyrst. Matráðskona óskast til starfa á bumaheimilið i Reykjadal mánuðina júni—ágúst. Upp- lýsingar hjá forstöðukonu, Háaleitisbraut 13. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.