Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Bætum strætó Eins og Strætó hér i Reykja- vík hefur verið stjórnað nií um langt árabil, liggur næst að halda að samtök bifreiðainn- flytjcnda hefðu stöðugan mciri- hluta i stjórninni. Lógikin er alltaf jafn dásamlega idjódisk: Sparnaður i rckstri gengur út á að veita ómögulega þjónustu til að halda útgjöldum i lágmarki. Erlendis hafa menn uppgötv- að að til að fá fólk til að nota strætó þarf að bjóða góða þjón- ustu. Það eru ef til vill fáir sem nota strætó á kvöldin en lausnin á þvi vandamáli er að sjálfsögðu ekki strjálar ferðir. Það á að þre- falda eða fjórfalda fjölda strætisvagna á þeim leiðum sem færri farþegar nota (sbr. reynslu erlendis frá) þannig að einungis li'ði 5-7 minútur milli ferða i mesta lagi. Þetta væri gáfulegt og mikill sparnaður fyrir þjóðarbifreiðina þegar til lengdar léti. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu Agústsdóttur fyrir gott starf; hún hefur sett fram ágætar hugmyndir i strætisvagnamálum, en það verður að veita henni stuðning. Ég skora þvi á áhugamenn um almennings-samgöngur að látai sér heyra. Vesturbæingur. Ung- linga- skemmti- staður Enginn hópurá Islandi er eins » kúgaður og unglingar, það er sama hvert litið er, alls staðar er traðkað á þeim og litið á þá sem 3. flokks þjóðfélagsvérur. Nú er kominn timi til aö ung- lingar i Reykjavik standi upp og taki höndum saman um að opna unglingaskemmtistað sem við rekum sjálf. Sinnuleysi Æsku- lýðsráðs og borgaryfirvalda i málefnum unglinga er til hábor- innar skammar. Það er mál til komið að ung- lingar fái að vera með i að móta stefnuna i æskulýðsmálum Reykjavikurborgar. Við ung- lingar i Reykjavik vilj um að það sé tekiö mark á okkur og okkur sé treyst. Unglingar i Reykjavik,stönd- um saman, kref jumst þess að fá eitthvað að segja um okkar eigin málefni. Markmiðið er: Unglinga- skemmtistaður i miðbæ Reykjavikur. Unglingur. Barnahorniö Vor- söngur Krakkar út kátir hoppa úr koti og höll, léttfættu lömbin skoppa um laut og völl. Smalar í hlíðum hóa sitt hvella lag. Kveður f lofti lóa svo léttan brag. Vetrarins f jötur fellur, þá fagnar geð. Skólahurð afturskellur og skruddan með. Sóleyjar vaxa í varpa, og vorsól skín. Velkomin vertu, Harpa, með vorblóm þín. Margrét Jónsdóttir. Hvar eru þau? Á neðri myndina vantar 5 atriði; geturðu fundið þau? Útvarp kl. 20.20 AÐ VESTAN Umsjónarmaöur þáttarins „Að vestan” er Finnbogi Her- mannsson. 1 þessum þætti verður m.a. rætt við Gisla Eiriksson umdæmisverkfræð- ing á ísafirði um næstu stór- verkefni i vegagerð á Vest- fjöröum og Birki Friðbertsson Útvarp %/!# kl. 22.35 bónda i Birkihlið i Súganda- firði um mjólkurflutninga á Vestf jörðum. t kvöld kl. 21.50 veröur um- ræðuþáttur i sjónvarpssal sem ber heitið neysluþjóöfélagiö. Umsjónarmaður er Árni Bergur Eiriksson stjórnar- maður i Neytendasamtökun- um. Þeirsem taka þátt i um- ræðunumeru: Daviö Scheving Thorsteinsson iðnrekandi, Friðrik Sophusson alþingis- maður, Jón Magnússon, lög- fræðingur Neytendasamtak- anna, og Tómas Árnason viö- skiptaráðhera. Reynt verður að skilgreina hvað við er átt með hugtakinu neysluþjóðfélag, talað verður Sjónvarp ’O' kl- 21.50 við fólk sem hefur haft mikil afskipti af neytendamálum. M.a. verður talað við fyrrver- andi formann Neytendasam- takanna dr. Bjarna Helgason, Jóhannes Gunnarsson hjá verðlagsráði, Sigriði Haralds- dóttur hjá leiðbeiningamið- stöð húsmæðra, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og dr. Jón Óttar Ragnarsson matvæla- fræöing. Kvöld- vaka 1 kvöldvökunni kennir ýmissa grasa. Liljukórinn syngur islensk lög undir st jórn Jóns Asgeirssonar. Jón Gisla- son póstfulltrúi flytur siðari hluta frásögu sinnar um bónda á Loftsstöðum i Flóa forðum tið. Kvæði eftir Guölaug Guðmundsson fyrrum prest á Stað i Steingrimsfirði, Guðrún Guölaugsdóttir les, og Eggert ólafsson bóndi i Laxárdal i Jón Asgeirsson tónskáld. Þistilfirði mun flytja frásögu- þátt. Litli barnatíminn Útvarp kl. 17.20 Neysluþj óðf élagið Sigrún Björg Ingþórsdóttir stjórnar barnatimanum að þessu sinni sem fjallar um tannpinu, allir vita nú hvað það er vont, og hversu mikil- vægt það er að bursta vel tennurnar og borða ekki of mikið af sælgæti. Þessu til á- réttingar heyrum viö m.a. seinni hluta leikritsins ,,Kari- us og Baktus” eftir Thorbjörn Egner. Besta ráöið krakkar til þess að losna við þá félaga er auðvitað að bursta tennurnar oft og vel, fara til tannlæknis á hálfs árs frestiog svo aö borða góöan.hollan mat.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.