Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. mai 1981 r1 ■ i ■ i ■ i ■ ■ i ■ i ■ i Úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni Jafnt hiá Tottenham og City, 1-1 100. úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fór fram síðastliðinn laugardag á Wembley-leik- vanginum í London. Tottenham og Manch- ester City gerðu jafntefli eftir framlengdan leik/ 1—1. Leikvöllurinn var mjög þungur yfirferðar, en það virtist þó há leikmönnum litið i byrjun, sérstaklega voru City- leikmennirnir sprækir. Þeir hófu stórsókn þegar i byrjun og fengu hverja hornspyrnuna á fætur annarri. Hins vegar féll fyrsta góða marktækifærið i skaut Tottenham þegar Roberts skallaði á markið af stuttu færi. Joe Corringan varði glæsilega eins og hann gerði svo oft sfðar i leiknum. A 30. min. tókst Manchester City siðan að ná forystu i leiknum. Ranson, bakvörður, geystist upp völlinn og gaf fyrir. Gamla rörið Tommy Hutchinson skaust fram og skallaði i markið framhjá Aleksic, markverði Tottenham. Þetta var laglega gert hjá Hutehinson, sem er þekktur fyrirallt annað en að vera lipur i kollspyrnum, 1—0. Og áfram hélt leikurinn. Svertinginn i liði Tottenham, Crooks. komst innfyrirvörn City, en enn varði Corrigen. Leikmenn Manchester City héldu undirtökum sinum, en tókst illa að skapa sér verulega góð marktækifæri. Glen Hoddle átti þrumuskot að marki Manchester City, Tommy Hutchinson rak hausinn i boltann, sem þaut i netið, 1—1. City hélt undirtökum sinum eftir leikhlé og á 59. min, fékk liðið sannkallað dauðafæri, færi sem hefði átt að gera út um leikinn. Steve McKenzie komst i gegnum vörn Tottenham, dauðafrir, en skaut i stöngina. Tottenham fór siðan að koma meir og meir inn i myndina og eftir að Brooke kom inná fyrir Argentinumanninn Villa náði Tottenham undirtökunum. Brooke fékk gott færi, en Corrigan varði skot hans með tilþrifum. Á81. min. fékk Tottenham aukaspyrnu rétt utan vitateigs Manchester City. Ardiles renndi knettinum til Glen Hoodle. Þrumuskot hans hrökk i Tommy Hutch- inson, og af honum i netið án þess að Joe Corrigan hefði minnstu möguleika að verja, 1—1. t framlengingunni skeði fátt markvert, leikmenn beggja liða dóluðu fram og aftur um völlinn, örþreyttir. Liðin verða að mætast að nýju á fimmtudagskvöldið og ferleik- urinn fram á Wembley-leikvanginum og er það i fyrsta sinn sem slikt gerist þegar um aukaleik er að ræða. Liðin i úrslitaleiknum voru þannig skipuð: Tottenham: Aleksic, Hougton, Perryman, Roberts, Miller, Hoddle, Ardiles, Villa (Brooke), Crooks, Archibald, og Galvin. Manchestcr City: Corrigan, Ransom, McDonald, Caton, Reid, Hutchinson, Gow, Power, Benett, Reeves og McKenzie. t 1 m I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I —IngH Úr einu í annað Rangers misnotaði vitaspyrnu Glasgow Rangers og Dundee Utd. léku til úrslita um skoska bikarinn i knattspyrnu um síð- ustu helgi. Jafntefli varö 0—0. Rangers misnotaði m.a. vita- spyrnu i leiknum. Gula spjaldið á lofti Vestmannaeyingurinn Guðmundur Erlingsson fékk að sjá fyrsta gula spjaldið á lslandsmótinu i knattspyrnu i ár þegar hann lagði Guðmund Steinsson á sniðglímu i ieik Fram og IBV. West Hamsetti met West Ham sigraöi Sheffield United i siðasta leik sinum i 2 deildinni ensku, 1—0. „Hamm ers” settu þar með met i deilri inni, hlutu 66 stig úr 42 leikjum • Janus og féiagar á skotskónum Janus Guðlaugsson og félagar hjá Fortuna Köln voru heldur betur i stuði um helgina þegar þeir sigruðu Hannover 5—0. Janus lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og skor- aði eitt markanna. • - Atli sýndi góða takta KR-ingurinn Atli Þór Héðins- son átti gott „come-back” i islensku knattspyrnuna sl. sunnudag þegar hann lék með KR gegn FH. Nokkuö á óvart kom aö hann lék sem framliggj- andi tengiliður, ekki sem miö- herji eins og hann var vanur áður fyrr. island hafnaöi í 5. sæti af 14 á Evrópumeistara- mótinu i kraftlyftingum sem haldið var á Parma á italíu um helgina siöustu. Jón Páll Sigmarsson og Víkingur Traustason kræktu i silfurverðlaun, og Sverrir Hjaltason náði í bronsverðlaun. Auk þess setti Skúli óskarsson Norðurlandamet í hné- beygju. Glæsilegur árang- ur þetta. B-lið KR B-lið KR-inga varð sigurvegari í 2. deild badmintonsins, en keppni þar fór fram i TBR-húsinu um helgina siðustu. Vestur- bæingarnir lögðu alla mótherja sina að velli og fengu fullt hús, 10 stig. Næstir komu Valsmenn með 8 stig, þá Grótta með 6 stig, siðan Badmintonfélag Hafnarfjarðar Kári Eli'sson hafnaði i sjötta sæti i 67.5 kg flokki og setti 3 tslandsmet, 242.5 kg i réttstöðu- lyftu, 222.5 i hnébeygju og i samanlögðu 600 kg. í 75 kg flokki féll Halldór Eyþórsson úr keppni. Viðar Sigurðsson varð fimmti i 100 kg flokki með 717.5. i 110 kg flokki hafnaði Halldór Magnússon i sjöunda sæti með 755 kg sam- tals. Skúli öskarsson keppti nú i fyrsta sinn á stórmóti erlendis i 82,5 kg flokki. Hann lyfti 140 kg i bekkpressu, 310 kg i réttstöðu- iyftu og 320 kg i hnébeygju, sem sigraði með 4 stig og Gerpla með 2 stig. Vikingum tókst ekki að krækja i stig og vermdu botnsætið. Um næstu helgi verður keppt i 1. deild i TBR-húsinu og þar verða „heimamenn” með 4 lið, KR og 1A senda sitt liðið hvort félag. —IngH er nýtt Norðurlandamet. Saman- lagt lyfti Skúli 770 kg, tslandsmet. Hann hafnaði i 4. sæti i keppninni, en sigurvegarinn, Ron Collins, náði þeim ótrúlega árangri að lyfta 855 kg. Sverrir Hjaltason varð þriðji i 90 kg flokknum, lyfti samtals 822.5 kg, sem er Islandsmet. Hann lyfti 302,5 kg i hnébeygju, 187.5 kg í bekkpressu og 332.5 kg i réttstöðulyftu, en það er Islands- met. Sviinn Nilson sigraði i 90 kg flokknum með 867.5 kg samtals og má mikið vera ef Sverri tekst ekki að þjarma að Svianum áður en langt um h'ður. Vi'kingur Traustason keppti i þyngsta flokknum, yfir 125 kg, og nældi þar i silfurverðlaunin. Hann lyfti 800 kg samtals. Miklar vonir voru bundnar við að Jóni Páli Sigmarssyni tækist að sigra i llOkg flokki, en fullyrða má, að meiðsli þau sem hann átti við að striöa hafikomið i veg fyrir að það tækist. A tslandsmótinu i kraftlyftingum fyrir skömmu lyfti hann 912.5 kg. Jón Páll lyfti 220 kg i bekk- pressu, 342.5 kg i hnébeygju og 310 kg i' réttstöðulyftu. Samtals er þetta 852J5 kg. Þess má geta'að sigurvegarinn, Edström frá Svi- þjóð, lyfti samtals 912.5 kg. -IngH Magnús Bergs lék sinn fyrsta leik með Borussia Dortmund i Bundesligunni vestur-þýsku um siðustu helgi þegar liðið sigraði Nurnberg, 1-0. Hann lék stöðu sóknartengiliðs og var tekinn útaf á 70. min. Atli Eðvaldsson lék ekki með Borussia Dortmund að þessu sinni. Ásdis Alfreðsdóttir, Reykjavik. / Asdís sigraði Asdis Alfreðsdóttir, Reykja- vik tryggði sér um hclgina sigurinn i bikarkeppni SKl. i karlaflokki varð Rcykvíkingur- inn Arni Þór Arnason hlut- skarpastui-. Sfðasta ,mót vetrarins fór fram á tsafirði um helgina siðustu. Asdis sigraði i svigi og varð önnur i stórsvigi. Þar sigraði hennar helsti keppi- nautur, Nanna Leifsdóttir, Akureyri. Nanna varð önnur i svigi og aðeins 10 stigum á eftir Asdisi i stigakeppninni. til íslands á Evrópumeistaramótinu í kraítlyftingum Dómarar með auglýsingar Nokkra athygli vallargesta á fyrstu leikjum lslandsmótsins i knattspyrnu um helgina vakti að dómarar og linuverðir voru merktir „aftan, framan og allt i kring” auglýsingum frá Seiko- úrum. Er þetta samkvæmt samn- ingi Seiko og Knattspyrnu- dómarafélags lslands. —IngH Sverrir lljaltason Jón Páll Sigmarsson Víkingur Traustason Skúli Óskarsson Tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun Magnús í slaginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.