Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 12. mai 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Pabbi segir aö fölk sé búiö til úr ryki, erum viö aö safna hérna? hvern Afmælisbörnin illa svikin: / Attu að borga 150 kr. sænskar fyrir gjafimar Þau fóru heldur betur á mis við afmælisgjafirnar sinar tvö ömmubörn i Svfþjóð nýlega og ekkí verður betur séð en þar sé lélegri upplýsingagjöf póstþjón- ustunnar um að kenna. Amman leit við hér á Þjóðviljanum fyrir skemmstu og sagði sinar farir ekki sléttar. Hinn 9. febrúar s.l. scndi hún tveimur sonarbörnum sinum i Sviþjóð úlpu og sam- festing i afmælisgjöf og iét hangikjötsbita fylgja handa for- eldrunum sem eru við nám úti. Kassinn var um þrjú kiló að þyngd og burðargjaldið var rúmar fimmtíu krónur. ömmunni var sagt á póstin- um að ekki þyrfti að greiða neinn toll af sendingunni, en þegar pakkinn kom til Sviþjóðar fylgdi honum rukkun upp á 150 krónur sænskar. Auraráð náms- manna eru ekki mikil og úr varð að pakkinn skyldi endursendur og börnin fengju aímælisgjaf- irnar þegar þau koma heim i sumar án þess að þurfa að Helgi / gegn \ lesendum I dag er peðum þeytt áfram. Lesendur léku 20. -f7-f5,og þvi svarar Helgi með 21. h3-h4 —eik— L. Þarna sjást afmælisgjafirnar sem biða sumarfrisins hér uppi á tsiandi. Ljósm. —Ella. borga stórfé fyrir þær. Heim var pakkinn ekki kominn fyrr en 1. april þvi endursendingar fara allar i skipapóst. Er nema von að amman spyrji hvernig standi á slikri þjónustu. „Ég hefði aldrei farið að senda þetta ef ég hefði fengið upplýsingar um að þau þyrftu aöborga svona mikiö fyrir pakkann”, sagði hún. ,,Og það versta er að ég spurði og fékkröngsvör. Hjá póstþjónust-l unni ættu auðvitað að liggja! frammi leiðbeiningar um þessa hluti”. Undir það geta áreiðan- lega allir tekið. — AI vidtalið Rætt við Inga Hans Jónsson um blaðaútgáfu í Grundarfirði Gamall draumur rætist Vestur i Grundarfirði er farið að gefa út blað. Nefnist það Birting og kemur út á vegum Aiþýðubandalagsfélags Grund- arfjarðar. Blaðið er i ritlings- formi, offsetprentað, og abyrgðarmaður þess er Krist- berg Jónsson. I ávarpsorðum Inga Hans segir m.a.: „Við Alþýöubandalagsmenn höfum talið að fólk almennt fylgist ekki nægjanlega vel með málum byggðarlagsins og litið sé gert til þess að gera þvi það kleift. Við álitum, að ef vel tekst til með útgáfu Birtingar, verði auðveldara fyrir fólk aö kynnast málunum, a.m.k. frá sjónarhóli okkar Alþýðubandalags- manna”. Og svo hringdum við I Inga Hans: — Og þiö eruð bara farnir að gefa út blaö? — Já, við höfum ráöist i þessa útgáfu. Það er nú eiginlega gamall draumur okkar að reyna að gefa hér út blað. I lögum Alþýðubandalagsfélags Grund- arfjaröar, sem stofnað var 2. okt. 1959, segir m.a.: „Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum Alþýðu- bandalagsins og sveitar- stjórnarmálum, með þvi m.a. að halda uppi félagslegri og pólitiskri starfsemi, svo sem fundahöldum, blaðaútgáfu o.fl.”. Þessi hugmynd, sem nú er reynt að gera að veruleika, er þvi jafn gömul félaginu. Við getum sagt, að þetta fyrsta tbl. sé einskonar tilraunaútgáfa. Stjórn félagsins var falið að sjá um efnisöflun i blaöiö og vinnslu á þvi og siöan var kosin þriggja manna rit- nefnd henni til ráðuneytis. A fundi, sem væntanlega verður haldinn n.k. sunnudag (10. mai), verður svo fjallað frekar um fyrirkomulag þessarar útgáfustarfsemi. — Hvað hafið þið hugsað ykkur að gefa út mörg tbl. á ári? — Þaö er alveg einhugur um það að gefa blaðið út á þriggja mánaða fresti. — Og þið hugsiö ykkur þetta sem alhliöa blaö þar sem fjallað verður um málefni byggðar- lagsins jafnframt þvi, að litiö verður til pólitikurinnar? — Já, fyrst og fremst hugsum við okkur aö ræða þarna og reifa mál, sem sérstaklega snerta byggöarlagið og svo þjóömál almennt, eftir þvi sem rúm og önnur aöstaða leyfir. Buröar- greinarnar i þessu fyrsta tbl. mega teljast vera fjórar: Sigurður Lárusson ritar um verkalýðsmál, Ragnar Elbergs- son um hreppsmál, Jóhann Asmundsson um upphaf verka- lýðshreyfingar I Grundarfirði og Skúli Alexandersson, alþingimaður, um sitthvaö snertandi Snæfellsnesið, eink- um noröanvert. Ætlunin er, að i hverju tbl. birtist grein eftir ein- hvern þingmann Alþýðubanda- lagsins. — Hver annast prentun á blaöinu? — Það gerir Stensill við Óöinsgötuna i Reykjavik. — Er þetta ekki I fyrsta sinn sem blað er gefið út i Grundarfirði? — Jú, þetta er fyrsti visir að reglulegri blaðaútgáfu hér. — Og hvernig viðtökur fékk blaðið? — Afskaplega góöar viötökur. Undan þeim þarf svo sannar- lega ekki að kvarta. — Svo þið eruð ekki hræddir um aö halli verði á fjárlögun- um? — Þetta fyrsta tbl. kom út meö mátulega miklu tapi. Það sagði nefnilega einn af okkar góðu mönnum hér á Grundar- firöi, þegar ráðist var i þessa útgáfu, að hann tæki sér i munn þau orð Magnúsar Kjartanssonar, sem hann viðhafði einhverntima á afmæli Þjóðviljans, að hann vonaði að það blað yrði aldrei rekið með hagnaði. En að þvi slepptu þá held ég að við þurfum svona 300 eintök til þess að blaðið beri sig. Við höfum fulla möguleika á að dreifa 200 eintökum, þannig að við leggjum svona hæfilega mikið með þessu sjálfir. — mhg Fjölskyldulifið á áreiðanlega mikla framtíð fyrir sér. Nú þora ungiingarnir ekki lengur út af ótta viðaðkarlinn og kerlingin detti i það, og foreldrarnir þora ekki út af ótta við að börnin komist I klámmyndirnar. Ailir eru hcima! Bjarni Guðmundsson túbuleikari og William Gregory básúnuleikari halda tónleika að Kjarvalsstöðum I kvöld kl. 20.30. Þeir leika verk eftir Hindemith, Krenek, Vaughan Williams og fieiri og með þeim koma fram Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, David Johnson og Nora Kornblue. Um bágindi ÓLA JÖ Þessar vísur urðu til fyrir nokkrum vikum, þegar flugstöðvarbyggingin var til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur lætur ekki nafns síns getið: óli Jó á orðið bágt, orðið fátt til vina. Ansi flýgur andinn lágt um f lugherstöðina. Kominn er í krappan dans klærnar alþjóð sýnir. Uta nr íki sráðher ra ns raustu dimma brýnir. Herfræðileg heimsmynd skýr hreinum línum dregin: Óli Jó sem orðinn nýr, orðinn hei laþveginn. AAargt í kusu kolli er skrýtið kynlegt mjög á þingi tal. Fyrir kappann lagðist lítið, lengi manninn reyna skal. 'i < [i i Q t O ÞL, 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.