Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 mörg atriði til álita. Eru þessi helst, og er þá röðinni ekki endi- lega ætlað að sýna mikilvægi hvers um sig: — Krafan um virk islensk yfirráð yfir framleiðslu, tækniþróun og markaðsstefnu. — Arðsemi — Nálægð við helstu virkjunar- staði — Umhverfisvernd — Byggðasjónarmið — Staðhættir, þar með talin rösk- unarhætta á byggð og atvinnu- starfsemi sem fyrir er. — Markaður fyrir afurðir sé tryggður. Tillit þarf að taka til áltilegra þróunarmöguleika i öðrum at- vinnugreinum og fella orkuöflun- ar- og orkunýtingarstefnuna að efnahagsgetu þjóöarbiísins og viðtækum þjóðhagsáætlunum. Varast ber óeðlilega þenslu á vinnumarkaði af þessum sökum svo sem föng eru á og ná þarf sem bestri og jafnastri nýtingu vinnu- afls og tækja á þessu sviði. Með hliðsjón af framanrituðu og að teknu tilliti til allra þeirra sjónarmiða, sem rakin voru, er eðlilegt að ganga út frá eftirtöld- um megindráttum: — Farið veröi með gát I uppbygg- ingu orkufreks nýiðnaðar og tryggt verði virkt islenskt forræði, ma.meðþvi að leggja i fyrstu áherslu á þá kosti að öðru jöfnu, sem minni eru i sniðum og viðráöanlegastir. Höfuðáhersla veröi lögð á slika miðlungsstóra iðnaöarkosti (400—500 GWh), fram undir lok þessa áratugar. — Siðar kemur einnig til álita að ráðast i stærri fyrirtæki. Þar ber sérstaklega að leggja áherslu á traustan markað, staðgóða tækniþekkingu og hátt raforkuverð. — Almennum iönfyrirtækjum og smáum orkufrekum fyrirtækj- um verði komið upp i öllum landshlutum eftir þvi sem hag- kvæmt þykir. — Huga ber að þróun úrvinnslu úr afurðum orkufreks iðnaðar i landinu. Orkunýting og dreifing iðnaðar Eins og að framan greinir er stef nt að þvi að draga verulega úr oliunotkun i iðnaði. Athugun sem nú er unnið að á vegum Orku- stofnunar o.fl. aðila og nú er langt komin, bendir til að hagkvæmt geti verið að nota raforku i stað oliu til gufuframleiðslu i loðnu- bræðslum. Raforkunotkun i þessu skyni fyrir allar helstu loðnu- bræðslur landsins yrði um 200 GWh/ári. í heild er þvi ekki óvar- legt að reikna með 200—300 GWh/ári vegna átaks sem gert yrði til að draga úr oliunotkun á næstu 10—15 árum. Minni ný- iðnaðarverkefni, svo sem stein- ullarframleiðsía, saltvinnsla, stálbræðsla o.fl. munu kalla á raforku umfram það sem orkuspá gerir ráð fyrir til almenns iðnað- ar og má ætla i þessu skyni 100—200 GWh/ári að lágmarki á næstu 10—15 árum. Þá er m.a. i athugun á vegum iðnaðarráðuneytisins orkufrekur iðnaður svo sem pappirsverk- smiðja (350—400 GWh)m natri- umklóratvinnsla (200 GWh), magnesiumvinnsla (500 GWh), kisilmálmverksmiðja (450 GWh) og eldsneytisframleiðsla og vinnsla úr innfluttri hráoliu með svonefndri vetnisauögun („hydrocracking”) sem hugsan- lega myndi nýta verulega raforku (allt að 1000 GWh). Bent hefur verið á hagkvæmni þess að nýta aöstöðu við þau stór- iðjuver sem fyrir eru, svo sem ál- verið i Straumsvik, en ýmsum grundvallarforsendum þyrfti að breyta frá þvi sem nú er, áður en slikt kæmi til álita. A næstu misserum og árum mun skýrast nánar hagkvæmni þeirra iðnaðarkosta sem nú eru til athugunar og margir fleiri munu eflaust fylgja á eftir. Aherslu ber aö leggja á fyrrnefnd grundvallaratriði I þessu sam- bandi, þar á meðal að iðnaöar- kostir, einnig orkufrekur iðnaður, dreifist á landshlutana, með tilliti til atvinnuástands, byggöaþróun- ar og öryggis i orkumálum. Meö tilliti til áætlana um uppbyggingu raforkukerfisins er mikilsvert að fyrir liggi stefnumörkun um slika dreifingu iðnaðar á einstaka landshluta i viðráðanlegum áföngum. íslensk orkustefna Hagur Islendinga byggist öðru fremur á lifrænum auðlindum og hagnýtingu þeirra, svo og orku fallvatna og jarðhitasvæða. Þá undirstöðu má nýtá til fjölþætts iðnaðar og öruggrar afkomu ef vel er á haldið. Fáar þjóðir eiga að tiltölu yfir að ráða slikri gnótt af virkjanlegri vatns- og varma- orku sem Islendingar. Það er mikilvæg auðlind iheimiþar sem main eiga við sivaxandi orku- vandamál að etja og stöðugt hækkandi orkuverð. Nú stendur yfir lokaátak við að koma inn- lendum orkugjöfum i gagnið i upphitun húsa i landinu og á öðrum sviðum, eftir þvi sem hag- kvæmni og núverandi tækni leyf- ir. Enn munum við þó um hrið þurfa að flytja inn röskan þriðj- ung þeirrar orku sem við notum i formi fljótandi eldsneytis og öflun þess og endurgjald varðar I senn efnahagsþróun þjóðarinnar og öryggi. Eðlilegt er að við stefnum markvisst að þvi að jafna metin með afurðum er við framleiðum til Utflutnings i eigin fyrirtækjum ikrafti innlendrar orku. A má)an við erum ekki sjálfum okkur nóg- ir á þessu sviði hljótum við að freista þess að tryggja viöskipta- lega hagsmuni okkar og öryggi i oliuinnflutningi sem best og gagnkvæm skipti á innfluttri orku og útfluttum orkuiðnaðarafurð- um með einum eða öðrum hættí sem hljóta að teljast áhugaverð stefnum iö. Að þeirri mynd falla gagnkvæm samskipti við grannþjóðir, er hafa oliuá boðstólum sem og aðra trausta viðskiptaaðila. Vatnsorka mun fyrirsjáanlega standast samanburð við aðra orkugjafa varðandi framleiðslukostnað um langa hrið og vinnslu hennar fylg- ir engin umhverfismengun. Enn er lftill hluti fallorkunnar virkjaö- ur og nýting jarðvarma til raf orkuvinnslu er á byrjunarstigi. Ráðstöfun þessara orkulinda er eitt örlagarikasta mál þjóöarinn- ar og ákvarðanir þar að lútandi geta skipt sköpum um efnahags- legt og stjórnarfarslegt sjálfstæði hennar.Þess vegna ber að leggja höfuðáherslu á islenskt forræði yfir öllum meginþáttum orku- framleiðslu og orkunýtingar — virkjunum, iðnaðarfyrirtækjum og markaðsstefnu. Hér er um stórbrotið þróunarátak að ræða, verðugt viðfangsefni fyrir inn- lendar rannsókna- og verkfræði- stofnanir og þekkingu uppvax- andi kynslóða. Hagnýtingu þess- ara dýrmætu auðlinda þarf að tengja eflingu annarrar atvinnu- starfsemi i landinu. Ljóst er að vaxandi áhugi hlýtur að verða á næstu árum á nýtingu orkulind- anna og þvi er brýn nauðsyn að þjóðarsamstaða takist um islenska orkustefnu, jafnt orku- vinnslu og orkunýtingu til fram- búðar. Nýtingarstefnu varðandi orku- lindirnar þarf jafnframt að fylgja verndarstefna, þar sem hugað er að islensku umhverfi, verndun þess er mestu máli skiptir og ströngum kröfum gegn mengun náttúru og á vinnustööum. Nýleg friðlýsing Gullfoss og Þjórsár- vera, er dæmi um eölilegt tillit gagnvart gersemum islenskrar náttúru, sem við höfum full efni á að sýna tillitssemi. Sérstök sam- starfsnefnd iðnaðarráðuneytisins og Náttúruverndarráðs hefur starfað frá árinu 1972 að telja og að þvi er stefnt að móta áætlun um verndun þeirra svæða og nátt- fyrirbæra er verðmætusteru talin og snerta hugsanlega hagnýtingu orkulinda landsins. Með greinargerð þeirri sem birt er með frumvarpi þessu eru dregin fram nokkur almenn grundvallaratriöi, sem rikis- stjórnin telur að leggja beri áherslu á við mótun islenskrar orkustefnu, en að tiUögum um fleiri þætti og langtimastefnu- mörkun i þessum mikilvæga málaflokki er unnið, og mun af- rakstur af þvi starfikoma fram á næstu mánuðum og misserum. á dagskrá Stefnuskrár hafa alltaf verið þyrnir i mínum augum. Og ég hef alltaf getað nefnt stefnuskrár karlakjaftæði, orðaflaum án Mábyrgðar, fjálgleg orð og lofori Æ sem aldrei stendur til að framkvæma Um stefnuskrá sam- viimuhreyfingarinnar Eftirfarandi erindi var flutt á aðalfundi Kf. Vopnfirðinga á sumardaginn fyrsta 1981. Eftir að hafa hlýtt á undirtektir félags- manna að flutningi þess loknum, þykir mér rétt að birta það opin- berlega svo það komi fyrir augu sem flestra samvinnumanna. Umræðan um stefnuskrármálin fram að þessu hefur verið nokkuð einlit, svo varla skaöar að bæta fleiri litbrigðum við. Kemur þá erindiö: Hér stend ég og get víst ekki annaö, þar sem ég hef opinberað það fyrir félögum hér I félaginu okkar og öðrum félagsmönnum f samvinnuhreyfingunni aö eitt aðaláhugamál mitt er fram- gangur samvinnuhugsjónar- innar. En ástæöan fyrir þvi að ég nánast biðst afsökunar á þátttöku minni i þessari umræöu er hve dæmalaust litinn áhuga ég hef á málefninu. Og þrátt fyrir land- burð af pésum og fræðsluefni um væntanlegt framtak samvinnu- manna i stefnuskrárgerð sem á fjörur minar hefur drifið undan- fariö hefur áhuginn ekkert lifnaö. Eftir þvi sem ég les meira um efniö, þeim mun meiri andúð hef ég á þvi; ég er nánst kominn á þaö stig að vilja berjast gegn þvi. Einsog ykkur mun öllum kunn- ugt hefur á allra siðustu árum heldur lifnaö yfir þátttöku al- mennra félagsmanna innan sam- vinnufélaganna. Meö ári hverju hefur aukist jákvæð umræða félagsmanna um störf og tilgang samvinnufélaganna. Fræðsla meðal félagsmanna hefur aukist og tengsl félagsmanna við for- svarsmenn félaganna stööugt oröið virkari. Atti það vel viö aö hreyfingin okkar gengi I endur- nýjun lifdaga nú þegar tæp 100 ár eru liöin frá þvi að elsta starfandi samvinnufélagið var stofnað. t tilefni af þeim timamótum fékk einhver þá hugmynd að timi væri til aö gefa nú hreyfingu okk- ar stefnuskrá. Og þá erum viö komin aö kjarna máls mins. Stundum, en ekki mjög oft, prisa ég mig sæla að vera kona. Stefnu- skrár hafa alltaf verið þyrnir i minum augum. Og (kannske vegna sárlltillar þátttöku kvenna i félagsmálum) hef ég alltaf getaö nefnt stefnuskrár karlakjaftæöi, orðaflaum án ábyröar, fjálgleg orð og loforðaskrum sem aldrei stendur til að framkvæma. Þær stefnuskrár sem við þekkjum best eru stefnuskrár stjórnmála- erlendar bækur Farewell to Europe A Novel by Walter Laqueur. Weidenfeld and Nicolson 1981. Þessi skáldsaga Laqueurs er framhald The Missing Years, flokkanna og öll vitum viö um efndir þeirra i reynd. t tuttugu ár hef ég reynt aö vera fyndin á kostnað stefnuskrár- gerðar stjórnmálaflokkanna með þvi aö segja söguna af simastúlku stjórnmálaflokks eins, sem kall- aði eitt sinn inn á skrifstofu fram- kvæmdarstjóra flokks sins, rétt fyrir kosningar „Siggi, hefur flokkurinn einhverja stefnu- skrá”. Og nú sit ég uppi meö þaö aö samvinnuhreyfingin, sem komist hefur af i 100 ár án stefnu- skrár, ætlar að fara að sjóöa sam- an orðagraut og loforöasúpu. Frumherjarnir gáfu okkur sam- vinnuhugsjónina og hún hefur dugaö okkur vel. Að hætti góðra hugsjóna hefur hún lagað sig að breyttum timum og aðstæðum og iyft grettistaki vfða um byggöir landsins. Án þess að vera njörvuð niöur i stefnuskrá eöa loforða- lista, sem kannski hefði á stund- um orðið sem haft á kraft siungr- ar hugsjónar. Lögö hafa verið fram drög að stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar, rit sem ég er tilbúin að lána þeim sem áhuga hafa á efninu. En þvl miður gefur það ekki til- efni til umræðu um stefnuskrá fyrir samvinnuhreyfinguna, ef fé- lagsmenn hefðu virkilega áhuga á aö stefnuskrá yrði mörkuð. Ef einhvert ykkar hefur I fórum sin- um stefnuskrá einhvers Isl. stjórnmálaflokks má eins nota hana sem umræöugrundvöll. Uppsetningin er sú sama, niður- röðun á stefnuskráratriöum ná- kvæmlega eins og orðalag nánast það sama. Dæmi: atvinnugreina- kaflarnir teknir I þessari röö, landbúnaðarmál, sjávarútvegur, iðnaður; siöan kemur undantekn- ingin sem sannar regluna, fjár- mál, og siöan er almenna reglan notuð aftur, fræöslumál, menn- ingarmál, félagsmál, neytenda- mál. Þaö eins sem vantar er kafl- inn um heilbrigðismál. Sam- vinnuhreyfingin er ekki pólitiskur flokkur og þarf þvi ekki á að halda loforðalista til að krækja sér i atkvæði. Samvinnuhreyfing- in hefur ekkert að gera viö félags- menn sem laðast aö henni fyrir fögur orð og fyrirheit I stefnu- skrá, heldur fólk sem litur á verk- in og framkvæmdirnar og gengur til liös við hreyfinguna til þess að taka þátt i störfunum, móta hreyfinguna á hverjum tima aö eigin vilja og annarra, heildinni til hagsbóta. Samvinna og sam- staöa, án einstaklingshyggju sem oft býr aö baki ákvörðunar um sem kom út i fyrra og sem vakti verðskuldaöa athygli og hlaut ágæta dóma. Höfundurinn er sagnfræðingur og hefur meðal annars skrifað bók um þjóðar- morð gyöinga „The Terrible Se- cret”, sem kom út 1980. Dr. Lasson er aðalpersóna þess arar sögu og heldur áfram veg- ferð sinni eftir lok siðari heims- styrjaldar, en fyrra bindinu lauk I striðslok. Sagan hefst i rústum Berlinar og slðan segir frá dr. Lasson og sonum hans. Sögusviðið er um tima Palestina og siðan Kali- fornia, baráttan við Araba og upplausnin i bandariskum há- skólum. Lasson hefur kvatt Evrópu og hann á i rauninni hvergi heima eftir það, viö honum þátttöku sem tekin er að loknum lestri loforðalista. Mig langar að benda ykkur á að lesa Rochdaie-reglurnar svo- nefndu sem samþykktar voru á þingi Alþjóðasamvinnusam- bandsins 1966, en þar er I tiltölu- lega stuttu máli komiö á framfæri öllu þvl er þörf er á aö hafa i stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar og öll nánari útfærsla að - eins orðaleikur. Þykir mér liklegt aö loknum þeim lestri séu margir mér sammála að nóg sé að stiga á stokk og strengja þess heit að vinna eftir þessum reglum næstu 100 árin og mun þá vel fara, ekki siöur en þegar frumherjarnir* settu fyrsta kaupfélaginu á tslandi lög og starfsreglur. Það eru þó nokkur mál sem margir félagsmenn vildu gjarnan ræöa við forystumenn samvinnu- hreyfingarinnar, svo sem hluta.- félagaþátttöku breytingar á þátt- töku starfsmanna I félagsstarfi, aukið lýöræði og slðast en ekki Sist aukið jafnrétti. Þessi mál koma hvergi fram i drögum að stefnuskrá sem dreift hefur veriö. Og umræöan hefur litiö snúist um þau. t afmælisgjöf til hreyfingar- innar gætu félagsmenn iagt hver sinn hlut til aukinnar umræðu og virkari þátttöku I félögunum og reynt með þvi að snfða af sam- vinnustarfinu þá vankanta sem mörgum eru þyrnir I augum, i stað þess að eyöa öllu sinu púðri i stefnuskrárgerð sem ekkert nýtt færir okkur, aðeins setur á prent sumt aö þvi sem við höfum veriö að gera, ásamt þvi sem við getum aldrei gert. Góöir félagar, sjálfsagt þykir nú einhverjum nóg komiö af svo neikvæðu tali um þetta svokall- aöa merkismál samvinnuhreyf- ingarinnar; vænti ég þess aö þeir hinir sömu standi nú upp og sann- færi mig um aö ég hafi rangt fyrir mér og bendi okkur öllum á ein- hvern raunhæfan umræðugrund- völl og starfsgrundvöll fyrir stefnuskráriði samvinnuhreyf- ingarinnar. Agústa Þorkelsdóttir. Rétt er að láta fylgja með til- lögu sem tveir félagar i Kf. Vopnf. lögðu fram á áöurnefndum aöalfundi og var samþykkt i einu hljóöi: „Ef talið er nauðsynlegt aö setja samvinnuhreyfingunni stefnuskrá, sem fundurinn dregur I efa, þá hljóði hún þannig: Sam- vinnuhreyfingin skal stuöla að al- mannaheill. Siðan komi Roch- dale-reglurnar og ekkert annað.” blasir útþynning þeirra verö- mæta, sem voru honum einhvers viröi. Israel varö honum von- brigöi og óljósar frjálsræðishug- myndir bandariskrar æsku, rugl. Laqueur skrifar þessa bók með miklum ágætum og afstaða sögu- persónunnar minnir stundum á andrúmsloftið i ævisögu Zweigs, „Veröld sem var”. Sögunni lýkur i fornum byzönskum rústum I tsrael og með hugrenningum dr. Lassons um forgengileikann og e.t.v. hina eilifu endurtekningu mennskrar viðleitni. Þessi skáldsaga er meöal þeirra, sem lesandinn man eftir og höfundinum hefur tekist að skapa spegilmynd heims, sem nú er aö hverfa og móta andrúmsloft sem glæðir heim sögunnar llfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.