Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kveðjuorð J ón Jósep Jóhannesson Cand. mag. Fæddur 11.3. 1921 - dáinn 5.5. 1981 Jón Jósep var hugsjónamaöur- inn i orösins fyllstu merkingu. Hugsjón hans var aö sjá tsland klæöast aftur grænum skógi eins og á fyrri tiö. Bestu ár ævi sinnar lagöi hann sinn skerf til þess aö sjá þann draum veröa aö veru- leika. Hann menntaöist til kennslu- starfa og kennsla varö honum lika hugsjón, ekki siöur en skóg- ræktin. Uppfræðsla ungu kyn- slóöarinnar meö viröingu fyrir þjóötungunni og ræktun landsins tvinnuöust saman i huga hans. Hann setti saman bók i félagi viö vin sinn, Snorra Sigurösson, er bar nafniö „Æskan og skógur- inn”. Nafnið var ekki tilviljun. Þessu tvennu, sem er tákn lifs og grósku i landinu og þjóöinni, gaf Jón Jósep krafta sina. Hann var baráttumaður, sem var reiðubú- inn aö hlaöa götuvigi, ef þvi var aö skipta. Samt var hann viö- kvæmari en margir þeirra, sem deigari eru i baráttu. Ég hygg, að þessar andstæöur i fari hans og lifi hafi tekið á hann og kannski átt einhvern þátt i þvi, aö heilsa hans bilaöi á miöjum aldri. Jón Jósep Jóhannesson var fæddur 11. mars, 1921 á Hofsstöö- um i Skagafiröi. Foreldrar hans voru hjónin Kristrún Jóseps- dóttir, Björnssonar fyrrum skóla- stjóra á Hólum, og Jóhannes Björnsson, sem þá bjuggu þar, en fluttust siðar til Reykjavikur. Þau voru einstakar sómamann- eskjur, sem mikil ánægja var aö kynnast. Jón Jósep gekk menntaveginn, eins og þaö hét áöur fyrr: Hann varö gagnfræöingur úr Gagn- fræðaskóla Reykvikinga 1938, hóf nám i stæröfræöideild Mennta- skólans i Reykjavik, en „verter- aöi” yfir i máladeild Menntaskól- ans á Akureyri og lauk þaöan stú- dentsprófi 1942. Siöan stundaöi hann nám i islenskum fræðum viö Háskóla Islands og lauk cand. mag. prófi 1949. Hann fór á nám- skeiö i dönskum bókmenntum i Danmörku 1952 og löngu siðar dvaldist hann i Englandi við nám i ensku og i enskum bókmenntum i Cambridge einn vetur. Siöar sótti hann námskeið i bókasafns- fræðum við Háskóla Islands. Hann réöist kennari i islensku viö Skógaskóla undir Eyjafjöllum við stofnun hans 1949 og kenndi þar viö mjög góöan oröstir i 15 ár. Hefi ég heyrt nemendur hans frá þessum árum ljúka miklu lofsoröi á kennslu hans og þá sérstöku alúð, er hann lagði i starfiö. Jón festi rætur á Skógum i þeim mæli, aö þegar hann hvarf þaöan, var eins og einhver strengur slitnaöi. Hann fékkst aö visu viö kennslu- störf i Reykjavik nokkur ár eftir þetta, m.a. viö Sjómannaskólann, en hann náöi aldrei þeim sama fasta takti, sem hann gekk eftir i Skógum. Siöustu árin stundaöi hann sem hlutastarf bókavörslu hjá Vegagerð rikisins og síöast á Kleppsspitalanum ásamt einka- kennslu. Jón Jósep byrjaöi áriö 1943 sumarstörf hjá Skógrækt ríkisins. Hann hélt þvl áfram meira og minna til ársins 1969 og svo aftur sumariö 1979, sem var siöasta sumariö, er hann vann hjá Skóg- rækt rikisins. En fleiri stofnanir nutu krafta hans viö skógræktar- störf. Fremst er þar aö telja Skógaskóla. Jón var lífiö og sálin i þvi aö koma upp skógarteig i brekkunni ofan við skólann og á Skógaárunum var hann einn af forystumönnum Skógræktar- félags Rangæinga. Hann lagöi einnig hönd aö verki á landi Til- raunastöövar Háskólans á Keld- um, en þeirri stofnun tengdist hann gegnum mág sinn, Björn heitinn Sigurösson, lækni. Kynni min af Jóni Jósep hófust löngu áöur en ég byrjaöi aö starfa viö skógrækt. Þegar viö tveir sveitungar komum noröur til Akureyrar i M.A. á útmánuöum 1940, vildi svo til, aö Jón Jósep var einn sá fyrsti af skólapiltum, sem viö töluöum viö og kynnt- umst. Hann var þá i 4. bekk og frægur latinugarpur. Hann tók okkur sveitapiltum af elskuleg- heitum og leiðbeindi okkur marg- vislega i ólgusjó skólalifsins. Siö- an vorum viö samtiöa tvo vetur i M.A. Veturinn 1945-1946 hitti ég Jón oft i Reykjavik, en þá á öörum vettvangi. Það var i Sósialista- félagi Reykjavikur, þar sem hann haföi orö á sér fyrir snerpu i starfi. Um þær mundir var hann ekki fastur viö nám, en haföi ferö- ast i nær hálft ár um vesturhluta landsins < við aö safna áskrif- j endum aö Flateyjarbók og oröiö j griöarlega vel ágengt. Þegar svo j bókin kom út, olli útlit hennar honum svo miklum vonbrigöum aö hann vildi aldrei eignast hana. Kynni okkar og samskipti hóf- ust þó ekki fyrir alvöru fyrr en 1956, er hann réöst aö Hallorms- staö sem sumarmaöur og flokks- stjóri viö Skógræktina. Siöan var hann þar meira og minna á sumr- in til 1969. Jón Jósep haföi veriö eitt sum- ar áöur á Hallormsstað, 1951, hjá Guttormi móöurbróður minum. Þá stjórnaöi hann gróöursetningu fyrsta lerkiteigsins eftir Guttormslund. Þessi teigur er 1.2 ha aö flatarmáli og ber nafnið Jónsskógur eftir Jóni Jósep. Trén þar eru nú orðin yfir 10 m há og mun þessi skógarteigur standa sem minnisvarði um starf þessa öðlings og hugsjónamanns um einhver hundruö ára. Hann stend- ur einnig sem afsönnun þeirrar kenningar, aö skógræktarmenn sjái ekki árangur verka sinna i lifanda lifi. En hann sá marga fleiri teiga vaxa upp á Hallormsstaö en Jóns- skóg. Þeir greniteigar, sem viö sýnum nú meö mestu stolti á Hallormsstaö frá 1956 og á næstu árum á eftir, voru gróðursettir undir hans stjórn og ætiö gróöur- setti hann mikið sjálfur, þvi aö =|p Vinnuskóli == Hafnarfjarðar 1981 Umsóknarfrestur um vinnu i Vinnuskóla Hafnarfjarðar er til 22. mai n.k. Rétt til vinnu eiga hafnfirskir unglingar fæddir 1966 og 1967. Þá eiga unglingar fæddir 1968 kost á timabundinni vinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi i Æsku- lýðsheimilinu, opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 16—18. Þar eru jafnframt gefnar allar nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans i sumar. Simi Æskulýðs- heimilisins er 52893. Æskulýðsráð. Hvolpar — gefins! Hver vill bjarga lifi 4ra fallegra hvolpa? Miskunnsamir snúi sér til heimilisfólksins Hrisdal Snæfellsnesi, simi um Borgarnes 93-7102. Voff, Lúlli og Lotta. Jóseps við gróöursetningu á Hall- ormsstaö, og þaö hefir flýtt verk- inu og bætt verklag. Nokkur hundruö þúsund tré i Hallormsstaöaskógi munu um langa framtiö minna okkur á starf þess óvenjulega manns, sem var hitaður upp af eldmóði hug sjónar. A þeim árum haföi þessi eldmóbur Jóns ómetanlega þýö- ingu i starfi okkar. Skógrækt á tslandi er þess eölis aö lengi mun þörf á þess háttar viðhorfi til starfsins. Arið 1964 kom út bók eftir hann og Snorra Sigurösson, sem fyrr var nefnd, „Æskan og skógur- inn”. Hún var samin I þeim anda, sem Jón Jósep boöaði sýknt og heilagt, að það yröi aö fá unga fólkiö á Islandi til þess aö klæöa landiö skógi. Þaö gladdi hann mjög haustið 1979, þegar fram- kvæmdanefnd „Ars trésins 1980” ákvaö aö gefa hana út I þriöja sinn og senda hverju islensku skólabarni, sem brautskráöist úr grunnskóla vorið 1980, til leiö- beitingar og hvatningar á „ári trésins”. Þaö var mat þeirra, sem um fjölluöu, að ekki yröi samin betribók fyrir þetta tilefni. Þaö var enn eitt stórt framlag hans til skógræktar á Islandi. Nokkur siðustu sumrin á Hall ormsstaö bjó Jón Jósep á heimili minu. Hann gat verið allra manna skemmtilegastur, þegar hann lét gamminn geysa i orðum og var þá ekki alltaf aö skera utan af þvi i athugasemdum um menn og málefni. Hann var ákaflega kurteis og tillitssamur maöur á heimili, svo að viö bregöum þvi oft við og það yljar okkur jafnan aö minnast hans frá þessum árum. Eftir 1965 tók heilsu Jóns Jóseps að hraka og siðasta ára- tuginn gekk hann hvergi nærri heill til skógar, svo aö þrek hans til starfa var mjög skert. Jón Jósep var einn þeirra, sem kryddaöi tilveruna fyrir sam- feröamennina. Hann hefir meö þeim verkum sinum, sem hér hefir veriö lýst stuttlega, skiliö eftir sig spor, sem seint fýkur i. Siguröur Blöndal Lausar kennarastöður Við grunnskóladeild Fjölbrautaskólans á Akranesi eru lausar kennarastöður. Kennslugreinar danska og stærðfræði. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans simi 93-2544 frá 9—5 daglega. Skólanefnd Grunnskóla Akraness HITAVEITA SUÐURNESJA óskar eftir vaktmanni i Svartsengi. Umsóknarfrestur til 15. mai 1981. Upplýs- ingar veittar á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustig 36, Njarðvik. þessu starfi unni hann meira en öörum. Af handaverkum Jóns Jóseps á Hallormsstaö trúi ég þrennt muni bera hæst, er timar llba, fyrir utan sjálfan Jónsskóg. Þaö er samanburöartilraun á 16 kvæmum af rauðgreni frá 1958, sem ber vitni um fágætlega vönd- uð vinnubrögð. Þvi næst allt, sem gróöursett var sumarið 1962,. Þaö ár voru settar niöur flestar plöntur á einu ári hingað til i Hallormsstaða- skógi, eöa 102 þúsund. Blágreni- teigurinn frá þessu sumri viö Sjónarhraun mun verba ein af perlum Hallormsstaöaskógar i framtiðinni. Loks er þaö fyrsti lerkiteigur- inn i Mjóanesi frá 1965. Þar var lagöur hornsteinninn aö þeirri lerkiræktun á bökkum Lagar- fljóts, sem mesta athygli hefur vakið i seinni tið. Sá teigur var gróöursettur i beljandi noröan- roki snemma i júni og við vorum satt að segja ekki bjartsýnir á, að plönturnar stæðust þetta fyrsta hret. Þar staðnæmumst við nú gjarnan með gesti til þess að sýna þeim, hvernig breyta má þursa- skeggsmóum i grænan garð á skömmum tima. Þar var höndin hans Jóns Jóseps enn að verki. Þaö hefir liklega veriö á árinu 1962, sem hann byrjaði aö nota flögg til þess aö ákvarða plöntu- raöirnar. Með þessu gat hver plöntunarmaöur unniö óháður næsta manni. Siðan höfum viö notaö þetta vinnukerfi Jóns Verð eftir lækkun: HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.