Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. mal 1981 Frumvarp rikis- stjómariiinar: i því stjórnarfrumvarpi um framkvæmdir f virkjana- málum sem lagt var fram á Alþingi í gær er gert ráö fyr- ir heimildum til mikilla framkvæmda f virkjanamálum á næstu 10—15 árum. I 1. grein frumvarpsins segir: Ríkisstjórninni er heimilt aö semja við Landsvirkjun umað reisaog reka eftirtaldar vatnsaf Isvirkjanir, en takist slfkir samningar ekki verði Rafmagnsveitur ríkisins virkjunaraðili. » Virkjun við Blöndu i Blöndudal (Blönduvirkjun), með allt að 180 MW afli. — Virkjun við Jökulsá í Fljótsdal (Fljótsdalsvirkjun), með allt að 330MW afli. — Virkjun Héraðsvatna við Villinganes (Villinganes- virkjun), með allt að 40 MW afli Á sama hátt getur ríkisstjórnin heimilað Landsvirkjun: — Að stækka Hrauneyjafossvirkjun í allt að 210 MW af I. — Að gera ráðstafanir sem nauðsynlegar þykja til að tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsársvæðinu og koma vinnslugetu þeirra í eðlilegt horf, m.a. með Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og stíflu við Sultartanga. — Að virkja á ármótum Þjórsár og Tungnaá við Sultar- tanga (Sultartangavirkjun), með allt að 130 MW afli Fjórar yatnsaflsvirkjanir á næstu 10 til 15 árum Einnig getur rikisst jórnin heimilað Landsvirkjun, Raf- magnsveitum rikisins, Hitaveitu Suðurnesja, og/eða öðrum aðilum er standa að virkjun jarðvarma, að reisa og reka jarðvarmavirkj- anir til raforkuframleiðslu á há- hitasvæðunum eða stækka slik orkuver, sem fyrir eru, um sam- tals 50 MW, enda fullnægi aðili skilyrðum sem rikisstjórnin kann að setja fyrir slikum heimildum i þvi skyni að tryggja hagkvæman heildarrekstur raforkukerfisins. Virkjunaraðila er heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatna- og háhitasvæðum þeirra virkjana sem lög þessi taka til i þvi skyni að tryggja rekstur orku- veranna gegn truflunum og til að ná fram áætlaðri vinnslugetu. Virkjunaraðila er einnig heimiltað reisa og reka orkuveit- ur til að tengja framangreind orkuver við núverandi landskerfi og Rafmagnsveitum rikisins og/eða Landsvirkjun er heimilt að styrkja landskerfið að þvi marki, sem nauðsynlegt er taiið til að flytja orkuna til afhend- ingarstaða út frá landskerfinu. Rikisstjörnin getur ennfremur heimilað Rafmagnsveitum rikis- ins, Landsvirkjun og Orkubúi Vestfjarða að reisa varastöðvar með samtals allt að 50 MW afli á næstu 10 árum i þvi skyni að tryggja viðunandi öryggi notenda gagnvart bilunum. Tvöföldun vatnsaf ls virk j ana Með samþykkt frumvarpsins væri rikisstjörninni veitt laga- heimild til að auka uppsett afl i landskerfinu um samtals 820 MW, þar af 720 MW i vatnsaflsstöðv- um. Rétt er þó að geta þess, að i verkfræðiáætlunum um þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir — Blöndu, Fljótsdal, Sultartanga og Villinganes —• er þó ekki gert ráð fyrir að þessar virkjanir gefi nema 606 MW, en við þaö bætast 40 MW frá Hrauneyjafossvirkjun, sem ekki liggur fyrir heimild um. — Samtals gerir þetta samkvæmt áætlununum verkfræðinganna þá 646 M W, ef leitað er rúmra laga- heimilda og miðað við 720 MW frá nýjum vatnsaflavirkjunum. Þetta er meira en tvöföldun á þvi vatnsafli, sem áður hefur ver- ið virkjað i landinu, en það var talið um siðustu óramót 542 MW. Kosta 4000 miljónir. — Röðun síðar á árinu I frumvarpinu er ennfremur kveðiðá um heimildir fyrir rikis- stjórnina til að ábyrgjast f.h. rikissjóðs lán er virkjunaraðilar kunna að taka til greiöslna stofn- kostnaöar vegna mannvirkja þessara, allt aö 2000 miljónir króna, en talið er að heildarstofn- kostnaður allra þessara virkjana verðium 4000miljónir króna. — A árinu 1981 er gert ráð fyrir heimild til lántöku allt að 50 miljónir króna til undirbúnings ofangreindra virkjana umfram það fjármagn sem þegar hefur verið ákveðið í þessu skyni. í frumvarpi rikisstjórnarinnar er ekki kveðið endanlega á um röðun Blönduvirkjunar og Fljóts- dalsvirkjunar, en tekið fram að ákvarðanir um framkvæmdaröð skuli staðfestar af Alþingi. Um þetta segir i greinargerð frum- varpsins: Rikisstjórnin mun I ár beita sér fyrir eftirfarandi varðandi frek- ari undirbúning Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar: — Að hraðað verði verkhönnun við Blönduvirkjun. — Að lokið verði rannsóknum vegna Fljótsdalsvirkjunar og hafin verkhönnun hennar. — Að hafnar veröi tilraunir með uppgræðslu og gróöurbætur á virkjunarsvæði Blöndu i sam- ráði við sérfræðinga og heima- menn og ráðist i vegagerð á virkjunarsvæðinu. — Að samhliða þessu verði leitast við að ná sem fyrst samning- um viö hagsmunaaðila vegna Blönduvirkjunar. Siðan segir I greinargerðinni: ,,A þennan hátt verði tryggt að ekki verði tafir á undirbúningi næstu vatnsaf lsvirkjunar, þótt ákvörðun um hana verði tekin á siðari hluta ársins og leitað stað- festingar Alþingis á haustþing- inu.Við þá ákvörðun mun rikis- stjórnin taka mið af þjóðhags- legri hagkvæmni svo og öryggi i raforkukerfi landsins.” Miðlun á Suðurlandi efst á blaði t athugasemdum með 1. grein frumvarpsins kemur fram að tal- ið erað svokallaðar Kvislarveitur á Þjórsársvæðinu ásamt bygg- ingu stiflu við Sultartanga og aukinni miðlun i Þórisvatni gætu gefið 500—800 Gvh á ári i aukinni orkuvinnslugetu eða sem sam- svarar allt að heilli Blönduvirkj- un. Þetta eru taldar mjög hag- kvæmar f ramkvæmdir og i at- hugasemdum með frumvarpinu er reiknað með að ljúka þeim á næstu 4—5 árum.Þá er gert ráð fyrir að „undirbúningi vegna Fljótsdalsvirkjunar og Blöndu- virkjunar verði lokið sem fyrst og framkvæmdir við fyrri áfánga F Ijótsda lsvirkjunar og við Biönduvirkjun skarist nokkuð. Verði við það miðað að önnur þessara virkjana geti hafið rekst- ur á árunum 1986—1987, en hin um 1990 eftir þvi sem markaðsað- stæður leyfa.” Um framkvæmdir við siðari áfanga Fljótsdalsvirkjunar við Sultartangavirkjun og Villinga- nesvirkjun segir að þær hafi ekki verið ti'masettar, en orkuvinnslu- geta þeirra til viðbótar gæti rúm- ast innan efri marka orkuspár á næstu 15 árum. Akvarðanir um framkvæmdir hljóti hins vegar að ráðast af aðstæðum i landskerf- inu og markaði er þar að kemur. í greinargerðinni með frum- varpinu er margan fróðleik að finna og birtum við hér svolitið brot af þeim upplýsingum og rök- stuðningi: Raforkuspá Orkuspárnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þörfin fyrir raforku til almennra nota og þess orkufreka iðnaöar sem nú er i landinu muni verða þessi: Arið 1985 3904 Gwh Arið 1990 4514 Gwh Arið 1995 5161 Gwh Arið 2000 5925 Gwh í þessum útreikningum miðar orkuspárnefnd við að iðnaður annar en fiskiðnaður muni um aldamót þurfa að sjá 6000 starfs- mönnum fyrir atvinnu umfram þann fjölda sem nú starfar við móti má ætla að raforka umfram þarfir almenna markaðarins, og þess orkufreka iðnaðar sem nú er fyrir hendi I landinu geti numið 1300—2400 GWh/ári eftir 15 ár. Óhjákvæmilegt er að hraðinn við virkjanaframkvæmdir ráðist i verulegum mæli af þeim nýt- ingarkostum sem vænlegir þykja hverju sinni. t þeim efnum er margt óvissu undirorpið sé litið til lengri ti'ma. Benda má á að verði þróun mála sú á þessum eða næsta áratug, að hagkvæmt reyn- ist að framleiða hér innlent elds- neyti í stað innflutts bensins, þá er talið að slik framleiðsla krefj- ist um 1600 GWh/ári af raforku. Slíkt hlytiað hafa veruleg áhrif á hraða virkjanaframkvæmda. Hafa ber einnig I huga að orku- notkun fiskiskipastólsins svarar til um 2200 GWh I raforku á ári. Eðlilegt er að landsmenn setji sér þaö markmiö að jafna orku- Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráðherra kynnir frumvarp ríkis- stjórnarinnar á fundi með fréttamönnum I gær. — Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar til vinstri. iðnað, eða veita 300 ný atvinnu- tækifæri árlega til jafnaðar. Það er svipuö aukning og verið hefur i iðnaði undanfarin 15 ár. Nefndin setur fram tvenn mörk sem hún telur að raforkuþörf iðnaðarins muni liggja á milli. Miöast hin neðri við að hefðbundinn iðnaður m uni geta séð öllu nýj u starfsfólki i iðnaði fyrir atvinnu (sjá töfluna hér að ofan), en hin efri við að fjórðungur þess muni starfa I nýj- um orkufrekum iðnaði. Sé miðað við efri mörkin litur spáin um orkuþörfina svona út: Arið 1985 um 4432 Gwh (eða um 500 Gwh yfir neðri mörkin). Arið 1990 allt að 6040 Gwh (eða allt að 1500 Gwh yfir neðri mörkin). Arið 1995 um 7573 Gwh (eða um 2400 Gwh yfir neðri mörkin). Arið 2000 um 9616 Gwh (eða um 3700 Gwh yfir neðri mörk). Mörkun virkjanastefnu 1 greinargerðinn segir: An þess að leggja sérstakan dóm á þessa endurskoðun raf- orkuspárinnar, sem er mikilli óvissu undirorpin eins og allar spár til svo langs tima, telur rikisstjórnin að miða beri stefn- una í virkjunarmálum við það að forsendur séu tii framkvæmda við virkjanir, i þeim mæli sem fram kemur hér á undan. Með þvi reikninginn gagnvart útlöndum fyrir lok aldarinnar, sumpart með framleiðslu á eldsneyti hér innaniands eftir þvi sem hag- kvæmt getur talist og með tilliti til öryggis í orkumálum, svo og með útflutningi orkufrekra af- urða til gjaldeyrisöflunar. Með þessu væri jafnframt náð þvi markmiði að þjóð sem býr riku- lega að orku að tiltölu við fólks- fjölda eins og tslendingar gangi ekki á orkuforða annarra þjóða. Það svigrúm sem orkuspáin gefur til kynna má nota heldur sem er og jöfnum höndum til að sjá fyrir þörfum nýrrar orku- frekrar iðju og þörfum annars iðnaðar, þjónustugreina eða heimila, ef þessar þarfir reynast meiri en orkuspáin gerir ráð fyr- ir. Rökin fyrir þvi, að hafa slikt svigrúm i stefnunni i virkjunar- málum tilnæstu ára eru fyrst og fremst þau, að virkjanir eru timafrekar framkvæmdir, sem þurfa langan undirbúningstima. Þannig er mjög erfitt, eða jafnvel ógerlegt, að mæta með stuttum fyrirvara þörfum, sem ekki voru séðar löngu fyrir, ef virkjað er naumteftir orkuspá. Aftur á móti er tiltölulega auðvelt að hægja á, ef þarfimar ætla að reynast minni en spáð var. 1 annan stað eru rökin fyrir þessari stefnu, að margir þeirra iðnaðarkosta sem til athugunar eru á vegum iðnað- arráðuneytisins, krefjast um- talsverðrar raforku og þvi aðeins verður unnt að mæta þörfum þeirra sem hagkvæmir og ráðleg- ir kunna að reynast við nánari könnun að virkjunaráætlanir séu sæmilega rúmar. Aukin innlend orkunýting umfram almenna markaðinn, samkvæmt framan- sögðu, er innan þeirra marka sem við tslendingar getum ráðið við þannig að við höfum fullt forræði yfir þeim iðnaði, er þar væri um að ræða, en auk þess er eðlilegt að gera ráð fyrir að nýta raforku i staðolíui núverandi iðnfyrirtækj- um i nokkrum mæli. Virkjanir þær, sem leitað er heimilda fyrir eru i þremur landshlutum, Suðurlandi. Norðurlandi og Austurlandi. Með frumvarpi þessu er i fyrsta sinn leitað heimildar fyrir meiriháttar virkjunum utan Suðvesturlands, og mörkuð sú stefna að dreifa virkjunum um landið og virkja utan eldvirkra svæða i samræmi við stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar. Forsendur þeirrar stefnu er sú uppbygging sam- hangandi flutningskerfis fyrir raforku, er nær til allra lands- hluta, sem átt hefur sér stað nú að undanförnu með lagningu lina á Landsvirkjunarsvæðinu og Byggðalinanna. Þvi verki verður haldið áfram svo sem kveðið er á um i stjórnarsáttmálanum. Þá er i frumvarpinu gert ráð fyrir svigrúmi til raforkufram- leiðsluá háhitasvæðum, sem m.a. tengist annarri nýtingu þessara svæða, svo sem vegna hitaveitna og efnavinnslu. Dreifing meiriháttar virkjana um landið býður upp á meira öryggi fyrir hina ýmsu landshluta og traustari rekstur kerfisins en ef þæreru allar á einu landshorni. Með þvi' gefst einnig færi á að nýta mismunandi rennsliseigin- leika fslenskra fallvatna eftir landshlutum. Lágrennslistimabil fylgjast oft ekki að um allt land, þar eð ekki viðrar eins á landinu öllu samtimis. Samtengd raf- orkuver, sem dreifð eru um land- ið, geta þannig samanlagt unnið meiri raforku en ef þau væru ein- angruð eða öll i sama landshluta, vegna þess að rennslissveiflur jafnast nokkuð út yfir landið i heild. A mikilvægi þessa atriðis höfum við verið rækilega minnt nú i vetur. Iðnaður og orkuvinnsla — forsendur og áfangar Ekki er talið timabært á þessu stigi að taka ákvarðanir um ein- staka kosti i orkufrekum ný- iðnaði. Inaðarráðuneytið hefur áður gert grein fyrir athugunum á sinum vegum á þessu sviði, og mun sfðar, eftir þvi sem þeim miðar áfram, kynna hugmyndir og tillögur um nánari stefnu- mörkun i þessu efni. Hér verða þvi einungis raktar meginlinur slikrar stefnumótunar, og að þvi marki sem nauðsynlegt er talið vegna virkjunarstefnu. Við val milli kosta i orkufrekum nýiðnaði og staðsetningu og tima- setningu slikra iðjuvera koma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.