Þjóðviljinn - 17.06.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. júni 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalið PACABIU fi tflSTA Þetta er ofsalega fallegur ffll, Jói. Pabbi var vitlaus að halda að hann væri hundur! Halti haninn aftur í Rætt við Stefán Thors á Egilsstöðum um ráðstefnu Abl. Atvinnu- °g sveitar- stiórnar- mál Alþýðubandalagsmenn á Austurlandi efna til ráðstefnu á Iiallormsstað nú um helgina 20.-21. júni. Þar veröur fjallaö Um atvinnu og sveitastjórnar- mál á breiðum grundvelli. Þjóö- viljinn náöi tali af Stefáni Thors arkitekt og spuröi hann frétta af þessu ráöstefnuhaldi. — Hvernig verður ráðstefn- unni hagað? Það er reiknaö með að þátt- takendur komi til Hallorms- staðar á föstudagskvöldið og komi sér þá fyrir. Á laugar- dagsmorgun hefst fundur kl. 9.30 og sá dagur verður helgað- ur atvinnumálunum. Fyrst verða fluttr framsöguræður en eftir hádegi starfa umræðuhóp- ar, sem siðan skila áliti. — Hvaða hliöar atvinnumál- anna ætliö þið aö ræöa, atvinnu- mál almennt eða einstök mál? Fyrst og fremst almennt ástand i atvinnumálum, hug- myndir um virkjanir, orkufrek- an iðnað og hugsanleg áhrif aukins iðnaðar á landbúnað og sjávarútveg. Við þurfum að átta okkur á ástandinu og móta stefnu fyrir frattitiðina. — Eru skiptar skoöanir á æskilegri atvinnuþróun? Það eru allir sammála um að eitthvað þurfi að koma til. Auk- in tækni i fiskiðnaöi krefst minni mannafla og það þarf að skapa fleiri atvinnutækifæri, þó þann- ig að ekki komi niður á sjávar- útvegi. — Hvað gerist svo siðari dag- inn? Þá eru sveitastjórnarmálin á dagskrá. Flutt verður framsaga um lög og reglugerðir sem varða sveitastjórnarmál. Norð- firðingar miðla af reynslu sinni af bæjarstjórninni i Neskaups- stað og siðan verður rætt um undirbúning sveitastjórnar- kosninga á næsta ári. — Er ráöstefnan opin öllum félögum Alþýðubandalagsins? Hún var fyrst hugsuð fyrir kjördæmisráðiö og sveitar- stjórnarmenn, en siðan var ákveðiðaðopna hana einkum til þess að ná til unga fólksins. — Hvað eigið þið von á mörg- um þátttakendum? Ætli þeir verði ekki á bilinu 40- 50. Við fáum ákveðinn her- bergjafjölda á Edduhótelinu og ótakmarkað svefnpokapláss. —■ Eitthvaö gerið þið ykkur til skemmtunar áður en yfir lýkur? Á laugardagskvöldið verður samkoma með mat og tilheyr- andi og þá flytur Baldur Óskarsson ávarp og Alþýðu- bandalagsfélögin koma með sitt efni. — Er kominn kosningaskjálfti i ykkur Austfirðinga? Við ætlum alla vega að ræða undirbúning kosninga, forvals- reglur og fleira slikt. Blaðið okkar Austurland ber væntan- lega á góma, svo að það má segja að hér veröi málin rædd á breiðum grundvelli. — ká — Talar pabbi þ'nn við blómin? IfJá, hann segir að þau spretti betur \ \ þannig. —y gagnið Sólstöðuhátíð á Klaustri Þið eigið leikinn. Hringið á morgun, fimmtudag, i síma 81333, milli kl. 9 og 18. Það hrífur ekki á pelagóníuna okkar. Talið þið þá ^ við hana? Farðu að vaxa ^ helgrýtis illgresið þitt! Veitingastaðurinn Halti han- inn opnaði aftur um siðustu helgi eftir nokkurt hlé og skemmtilegar breytingar á inn- réttingum. Einnig hefur veriö innréttað leikherbergi fyrir börn á mjög smekklegan hátt. Þar eru ýmsir leikmunir og ætti yngstu gestunum ekki að leiðast meðan mamma og pabbi fá sér kaffi eftir matinn. Halti haninn var opnaður 1972 og hefur verið geysivinsæll. Þar er á boðstólum fjölbreyttur matseðill. Mikil sala hefur verið i pizzum og geta gestir valiö úr 10 tegundum og einnig fengið þær sérstaklega blandaðar eftir óskum hvers og eins. Eins eru þær seldar viða I matvöruversl- unum bæjarins. Hreindýrakjöt mun verða boðiö upp á flesta daga ársins á hagstæðu verði, en það þykir sem kunnugt er híð mesta lostæti. Nokkuö voru skoðanir skiptar að þessu sinni, en meirihlutinn valdi að ieika 4l...-Rc7. Þvi svarar Helgi með 42. Bb7 Hjólað austur sanda greiðlega gegnum þeirra sveit- ir, en jafnframt er vonast eftir almennri þátttöku fólks i sýsl- unni i hjólatrimminu, ekki sist kringum Vik og Klaustur. Aðalhátiðin verður svo i Félagsheimilinu Kirkjuhvoli um kvöldið og hefst kl. 8 með svokallaðri Sumarvöku með skemmtiatriöum úr ýmsum átt- um. Að vökunni lokinni verður stórdansleikur þar sem hljóm- sveitin Sólstöðubandið skemmt- ir gestum. Sömuleiðis koma fram tvær gamlar og góðar af Suðurlandi, Tópaz og Hálf sex. Birgir Jónsson ásamt tveim dætrum sinum I leikkróknum — Ljósm. —eik — Eigendur Halta hanans eru hjónin Birgir Jónsson og Stein- unn Pétursdóttir. Staðurinn er opinn frá kl. 10-21 alla daga og tekur 48 manns i sæti. 11 manns vinna á staönum. S.B. Það er eins og Napóleon einu sinni sagði: Klóraöu lækninn og þá kemur pipulagningamaöur- inn i ljós. Félagar I Ungmennasam- bandi Vestur-Skaftafellssýslu efna til Sólstöðuhátiöar 1981 á laugardaginn kemur að Kirkju- bæjarklaustri og ætla að hefj hátiðahöldin snemma dags með að hjóla austur alla sanda frá Jökulsá á Sólheimasandi að Klaustri. Félagar úr Umf. Dyrhólaey leggja af stað kl. 8 um morgun- inn á 4 Superia hjólum sem Hjól og vagnar leggja til undir þá og renna sem leið liggur gegnum sýsluna og sjá svo félagar á hverju svæði um að hjólin renni Þau eru mörg réttindamálin. Stúlkan á myndinni til vinstri heitir Marilena Innocenci og er ijósmyndafyrirsæta I Róm. Hún varö fyrir þeirri sérstæöu upphefð, aö ttaliubanki notaði klassiska andlitsdrætti hennar til að prýða nýja fimmtiu þúsund lira seöla. Marilena fékk enga þóknun fyrir og þótti súrt I brotiö. Hún höföaöi mál og sakaði Seölabankann fyrir að „ganga á rétt sins persónuleika”. Hún tapaöi I undirrétti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.