Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 17. jlini 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Rajai forsætisráöherra og Khomeini — smám saman þrengdist hringurinn. Er borgarastyrjöld yfirvofandi í íran? Forsetinn fer halloka fyrir klerkaveldinu Banisadr forseti írans viröist hafa beðið afdrifa- ríkan ósigur fyrir veldi heittrúarklerka i iran í átökum um framvindu irönsku by Itingarinnar. Hann er nú flestum völd- um sviptur, hefur tak- markaðan aðgang að fjöl- miölum, fer að sögn huldu höfði í landi sínu af ótta við banatilræði — og reyndar sprakk sprengja í forseta- höllinni í Teheran í fyrri- nótt. Khomeini trúarleið- togi hefur að visu ekki tekið undir kröfur um að forsetinn verði settur af, en hann hefur gert honum að iðrast „misgjörða" sinna. 1 janúar í fyrra var Banisadr kosinn forseti með miklum meiri- hluta atkvæða, eða um 70%. Val hans var mjög i óþökk eins helsta forvigismanns klerkaveldisins, Ajatolla Beheshti, sem hafði náð sterkri stöðu i byltingarráðinu og hefði sjálfur boðið sig fram til for- Banisadr á vigvellinum. — Þegar i fyrrahaust haf&i hann skrifað Khomeini og varað hann viö þeirri stjórn sem klerkarnir skip- uöu. seta ef að Khomeini erkiklerkur hefði ekki haft þá stefnu þá, að geistlegrar stéttar menn skyldu ekki i framboð til forseta. Beheshti tók þá að sauma að Banisadr með öðrum hætti. Hann fékk sig skipaðan forseta hæsta- réttar landsins og hann skipu- lagði Islamska lýðveldisflokkinn til sigurs i þingkosningunum. Islamski flokkurinn hlaut meiri- hluta á þingi, og hafði Beheshti nú forræði bæði yfir löggjafarvald- inu og dómsvaldinu. Meö þvi að fá Khomeini til að leyfa Banisadr ckki að skipa bráðabirgðastjórn og með þvi að koma einum af sin- um liðsmönnum, Rajai, i for- sætisráðherrastól, færði klerka- veldið enn Ut yfirráð sin. „Toppfigúra" Banisadr var á góðri leið með að verða valdalaus „toppfigúra”. Hann hafði engan flokk að styðj- ast við að heitið gæti, vald hans takmarkaðist mest við neitunar- vald gegn ýmsum samþykktum þingsins. Staða forsetans, sem yfirmanns herafla landsins, styrktist svo þegar trak fór meö hernaði á hendur Iran i fyrrahaust. Bani- sadr notaði heimsóknir sinar til vigstöðvanna óspart til að hressa upp á imynd sina og veik völd. Að visu hefur transher ekki vegnað sérlega vel i striðinu — ekki illa heldur, þvi að trökum hefur ekki tekist að vinna neina þá sigra sem úrslitum ráða. Og valdagliman milli Beheshti og Banisadr hefur haldið áfram. Forsetinn hefur sakað klerkana og stjórnina um ráðleysi i glimu við atvinnuleysi, verðbólgu og utanrikismál. tslamski lýðveldis- flokkurinn- hefur svarað með ásökunum um að Banisadr bryti gegn stjórnarskránni — m.a. með þvi að neita að staöfesta skipan nýrra ráðherra. Stuðningsmenn klerka og forseta hafa átt i blóð- ugum útistöðum, m.a. á útifundi i Teheran i mars, sem kostuðu nokkra menn lifið. Klerkaalræði? Khomeini hefur verið tregur til að taka ákveðna afstöðu i þessum deilum þar til i fyrri viku, að hann snerist með ótviræðum hætti gegn forsetanum og svipti hann forræði yfir hernum. Enn fyrr höfðu ýmis blöð sem teljast frjálslynd á ir- anskan mælikvarða verið bönnuð, m.a. málgagn forsetans, sem hef- ur lika mátt sjá á eftir yfirráðum yfir útvarpi og sjónvarpi i hendur klerkavaldsins. Margt gæti bent til þess að klerkaveldið léti nú kné fylgja kviði og setti fyrsta þjóðkjörna forseta Irans frá völdum og tæki þá við eins konar klerkaalræði. Sjálfur hefur Banisadr spáð þvi i viðtali við erlenda fréttastofu nú um helgina, að afsetning hans mundi kosta borgarastyrjöld. áb tók saman. Tveir IRA-menn á þing i Dublin: Pí ittstað: a er nú í írsk um stj jórnmá ilum Undarleg pattstaða er komin upp í írskum stjórn- málum eftir þingkosningar i fyrri viku: afstaða nokk- urra óháðra þingmanna ræður því, hverjum tekst að mynda stjórn eftir að þingið, Dail, kemur saman um næstu mánaðamót. Atkvæðatalning er af ýmsum sökum tafsöm á Irlandi. En eftir þvi sem næst verður komist fær stjórnarflokkur Haugheys, Fi- anna Fail, 78 þingsæti af 166, Fine Gael fær 65 og Verkamanna- flokkurinn 15 og óháðir sex. bar við bætast svo tveir IRA-fangar á Norður-lrlandi, sem aö sönnu geta ekki tekið sæti á þingi i Dublin, en auðir stólar þeirra verða vafalaust áhrifamikil áminning fyrir hverja þá stjórn, sem við tekur, um mál sem engin irsk stjórn getur hjá sér leitt. Haughey forsætisráðherra og Garret Fitzgerald, leiðtogi Fine Gael, hafa báðir lýst sig fúsa til að mynda stjórn. Hvor þeirra hreppir hnossið vita menn ekki fyrr en uppvist verður hvaöa lof- orð þeirra duga til að ná stuðningi sex óháðra þingmanna. Garret Fitzgerald telur sig sigurvegara kosninganna, en flokkur hans hef- ■ ur ekki átt jafnmarga menn á þingi áður. 21% verðbólga og 10% atvinnu- leysi voru þau mál sem settu einna mestan svip á kosninga- baráttuna á Irlandi. En ástandið á Norður-lrlandi kom þar og mjög við sögu, eins og sést best á þvi, að tveir fangar úr IRA voru kosnir á irska þingið. (Stjórnar- skrá Irska lýöveldisins gerir ráð fyrir þvi að ibúar Norður-Irlands geti boðið sig fram til þings i suðurhlutanum). Stuðningsmenn fanganna i Mazefangelsi buðu 'fram niu IRA-menn i kjördæmum i námunda við landamæri Norður-Irlands. Þeir fengu að meðaltali 10% atkvæða sem var miklu meira en menn höfðu gert ráð fyrir. Þingmennirnir tveir úr hópi fanganna heita Paddy Agnew og Kieran Doherty, en sá siðarnefndi hefur verið i nær mánuð i hungurverkfalli. DRIDFSFERÐ f/|| aunatolks til Danmerkurl4.ágúst-4.september Vegna mikillar aðsóknar og langs biðlista sem myndast hefur í júní-ferðina til Danmerkur hafa Alþýðuorlof og Dansk Folke Ferie í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn ákveðið að efnatil annarargagnkvæmrarorlofsferðartil Danmerkur. Flogiðverðurísameiginlegu leiguflugi og dvalist í orlofsbúðum verkalýðssamtakanna í hvoru landi. Ferðatilhögun Brottförer 14. ágústog heimkoma4. september. Fyrstu 10dagaferðarinnarverðurferðast um Sjáland, Fjón og Jótland, auk þess sem farið verður í stuttar kynnisferðir til Þýska- lands og Svíþjóðar. Gist verður í sumarhúsum dönsku verkalýðshreyfingarinnar víðs vegar um landið. Síðustu 11 daga ferðarinnar verður dvalist I hinum vinsælu sumarhúsum Dansk Folke Ferie í Karrebæksminde. Skoðunarferðir verða skipulagðar til fjölmargra merkra staða (Danmörku og að sjálfsögðu verður Kaupmannahöfn heimsótt að degi og kvöldi. Þátttökuréttur Rétt til þátttöku í þessari ferð eiga félagsmenn í verkalýðsfélögum sem eiga orlofshús í ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, lllugastöðum eða Einarsstöðum. Hvertorlofs- svæði á rétt til takmarkaðs fjölda þátttakenda. Bókun fer fram á eftirtöldum stöðum og eru þar jafnframt veittar nánari upplýsingar: Alþýðusamband íslands, Grensásvegi 16, sími 91-84033 Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýðuhúsinu ísafirði, sími 94-3190 Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4, Akureyri, sími 96-21881 Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað, sími 97-7610 Vinsamlegast athugið að þeir sem ekki komust í júníferðina verða að endurnýja pantanir sínar Verð kr. 4.900 Barnaafsláttur2-11 ára kr. 1.500 Innifalið í verði: Flug, flutningur til og frá flugvelli í Kaupmannahöfn, gisting með fullu fæði og allar rútu- ferðir ásamt íslenskri fararstjórn í fyrri hluta ferðarinnar. í Karrebæksminde er gisting án fæðis og verðið miðað við fjóra íbúa í húsi. Alþýðuorlof Orlofssamtök launþega Dansk folkeíene Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.