Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 17. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA' 5
á daaskrá
Tilvist herstöðva og hernaðarbandalaga,
stóraukið vígbúnaðarkapphlaup og
stjórnlítil framleiðsla drápstækja sem
geta eytt öllu mannkyni nánast á
andartaki eru mál, sem við öll verðum
að spyrja okkur um og leita svara
Þjóðaratkvæðagreiðsla
um herinn
Þótt á þessu ári séu 30 ár liðin
siðan ameriski herinn settist hér
að um kyrrt, hefur umræða um
herstöðvarmálið og aðildina að
NATO verið i daufara lagi. E.t.v.
valda þar mestu um ný bræðra-
bönd i pólitikinni. en þar kemur
einnig til sú dauða hönd sem lang-
varandi dvöl ameriska hersins
hefur lagt á þjóðlifið, ásamt yfir-
gangi Sovétmanna i Afganistan
og vopna- og orðaskaki þeirra
framan i Pólverja.
Það hefur þvi farið minna fyrir
starfi herstöðvaandstæðinga en
oft áður, þótt áhugasamur kjarni
hafi margt gott gert. Þátttöku
fjöldans og tengsl við ólika hópa
andstæðinga erlendrar hersetu
hefur skort. Erfitt er þó að sakast
við þá sem i forustu eru, þvi það
er erfitttil lengdar, að halda uppi
öflugu starfi með áhuga og hug-
sjónir einar að vopni, ef á skortir
áhuga fjöldans og bakstuðning
sterkra þjóðfélagsafla. En ekki
skal heldur vanmetin sU barátta,
sem stöðugt er háð gegn auknum
umsvifum hersins hér á landi.
Er þá baráttan vonlaus?
Af þessum orðum mætti draga
þá ályktun, að núorðið sé til næsta
litils að vera andstæðingur her-
stöðva og hernaðarbandalaga,
hvað þá berjast gegn þeim. Og
það hefur vissulega dregiö kjark-
inn Ur mörgum. 1 skoðanakönnun
sem Dagblaðið gerði á s.l. ári
voru andstæðingar herstöðvar-
innar i Keflavik komnir niöur i
rúm 30% þjóðarinnar og höfðu
ekki verið færri i skoðanakönnun
DB. En herstöðvaandstæðingar
eru þráttfyrir alltstór minnihluti
— minnihluti sem gæti breyst i
meirihluta við breyttar aðstæöur
og viðtæka umræðu og upplýs-
ingamiðlun i þjóðfélaginu. Og
þótt kaldir vindar blási i dag milli
stórveldanna, gæti vindáttin
breyst. Og htín verður að breyt-
ast, þviannars kann að vera mjög
stutt i næsta stórstrið, þar sem
kjarnorkuvopnum yrði beitt.
Lif eða dauði mannkyns
Tilvist herstöðva og hernaðar-
bandalaga, stóraukið vig-
búnaðarkapphlaup og stjórnlitil
framleiðsla drápstækja sem geta
eytt öllu mannkyni nánast á
andartaki eru mál, sem við öll
verðum að spyrja okkur um og
leita svara við. Viö getum spurt
hvort barátta fyrir auknum her-
vörnum og herstyrk eöa barátta
fyrir friði sé liklegri til að sætta
mannkynið við það, að byggja i
sameiningu þessa jörð? Satt að
segja horfir nú svo i heiminum,
að eina lifsvonin er — alheims-
friðarhreyfing sem barist getur
gegn vigbúnaðarófreskjunni, og
það verður aldrei friður á þessari
jörð, nema markvisst sé stefnt að
auknum jöfnuði. Forsenda aukins
jafnaðar er svo aukið samstarf
milli þjóða i stað tortryggni, af-
vopnun i stað vigbúnaðar, brauð i
stað vopna.
Risagjáin sem nú skilur á milli
norðurs og suðurs i heiminum
varðandi h'fskjör og tækifæri til
að njóta kosta þessarar jarðar er
orðin svo djúp, að með óbreyttri
stefnu mun enginn komast yfir, ef
áfram heldur sem horfir.
Hvorirhafa þá farsælli málstað
— þeir sem vilja herstöövar- og
hernaðarbandalög eða hinir, sem
vilja hvorugt?
Þvi díki þjóðaratkvæða-
greiðsla um herinn?
Islendingar eiga að baki sér
einstæða sögu sem herlaus þjóð
og i sambyli við aðrar Norður-
landaþjóðir eru íslendingar i hópi
þeirra þjóða, sem sögu sinnar
vegna og þjóðfélagshátta hafa
einna mesta möguleika þjóöa
heimsins, til að leiða baráttuna
fyrir friði.
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa nú reist kröfuna um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um herstöðina i
Keflavik og aðildina að NATO. i
ljósi Uðinnar reynsiu hafa flestir
misst trUna á það, að alþingi og
stjórnvöld muni stiga þau skref,
að samþykkja og fylgja eftir
brottför hersins eða Ursögn Ur
NATO. Ég hef verið þeirrar skoð-
unarum nokkurár, að það beri að
leggja vaxandi áherslu á kröfu
um þjóðaratkvæðagreiðslu. A
þann hátt gefast bestir möguleik-
ar á að fylkja saman öllum her-
stöðvaandstæðingum, sem i
reynd finnast i öllum stjórnmála-
flokkum, en hafa haft næsta litil
áhrif á þeim á undanförnum
árum nema Alþyðubandalaginu,
og þar er krafan um brottför
hersins einnig á undanhaldi.
Fyrir nokkrum árum höfðu
samtök ungs fólks i Framsóknar-
og Alþyðuflokki uppi nokkra
baráttu ihermálinu, ai hún hefur
hljóðnað. Samt sem áöur er ég
sannfærður um þaö, að meiri-
• Blikkiöjan
Asgaröi 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboð
hlutafylgi er hægtaö vinna a.m.k.
fyrir brottför hersins, ef til
þjóðaratkvæðagreiöslu kæmi.
Tvö inál — herstöðin og
aðildin að NATO
Þótt auðvelt sé að lita á hinn
svokallaða herverndarsamning
við Bandarikin og aðildina að
NATO sem sama hlutinn, er þetta
þó sitthvað, eins og yfirlýsingin
við inngönguna i NATO ber með
sér, þegar hér átti ekki að. vera
her á friðartimum. Það á þvi að
leggja áherslu á, að hér sé uin
tvær kröfur að ræöa, enda liklegt
að uppsögn „herverndarsamn-
ingsins” standi fleirum nær.
Andstaða viö lierstöðina i
Keflavik er vissulega af mörgum
mismunandi rótum. Mörgum er
þaö þjóðernis- og metnaðarmál,
að hér sé ekki erlendur her. Aðrir
leggja áherslu á hættuna sem
herstöðin skapi, ef til striðs komi.
Enn aðrir telja brottför hersins
þátt i baráttu fyrir friði i heim-
inum og svo eru þeir, sem telja
herstöðina ógnun við hin „sósial-
isku” riki og árásarstöð kapital-
ista i Bandarikjunum. Menn
benda einnig á þá mengun hugar-
farsins og hættu fyrir menningu
þjóðarinnar, sem frá herstöðinni
stafi eins og sjónvarps- og út-
varpsmál herstöðvarinnar eru
dæmi um.
Þannig má halda áfram að tina
til mismunandi rök.
Að kjósa herstöð
Flestir sem vilja hafa hér
ameriskan her láta einnig svo, að
hann megi og eigi ekki aö vera
hér um alla tið. Eru þá friöartim-
ar nefndir til. Það gæti þvi orðið
ýmsum erfiður biti aö kyngja, ef
þeir eiga með kjörseðli að gera
hersetu á tslandi að enn varan-
legri hlut, en hún er nú. Frammi
fyrir þeirri spurningu þyrftu ts-
lendingar aö standa og ef svarið
yrði NEI, þá gætu næstu skrefin
verið úrsögn úr NATO, friðlýsing
Norður-Atlantshafsins og kjarn-
orkuvopnalaust belti i Evrópu.
Þeir sem i einlægni óskuðu
Austur-Evrópuþjóðum frelsis frá
Sovétskipulagi, gætu þá sam-
fagnað þessum þjóðum og
Evrópa snúið sér að þvi sam-
einuð, að rétta fátækum og smáð-
um þjóðum þriðja heimsins
hjálparhönd. Þá ættum við lika
von árið 2000.
A annan I hvitasunnu ’81
SIMI53468
H rra Grunnskolanum
á Akranesi
Skólastjóri — Yfirkennari
— Kennarar
Lausar eru stöður skólastjóra og yfir-
kennara við grunnskóla Akraness
(Grunnskólann við Vesturgötu), umsókn-
arfrestur er til 30. júni.
Enníremur eru lausar nokkrar almennar
kennarastöður við grunnskóla Akraness.
Æskilegar kennslugreinar: stærðfræði 7.
8. og 9. bekkur, enska og danska, sér-
kennsla og kennsla yngri barna. Umsókn-
arfrestur er til 30. júni.
Upplýsingar gefa Hörður Ó. Helgason,
formaður skólanefndar, simi 93-2326 (i há-
degi og á kvöldin), Guðbjartur Hannesson
skólastjóri.simi 2723 á kvöldin, og Ingi
Steinar Gunnlaugsson skólastjóri, i sima
1193 á kvöldin.
VOLVO
LESTIN'
Næsta stopp
Misstu ekki af lestinni
Föstudagur 19.6.
Keflavík, kl. 10.00-12.00 við Aðalstöðina
Sandgerði, kl. 15.00-16.00
Grindavík, kl. 18.00-19.00
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
1 S o
ff 4r to
h k ©
S fi •*
ggg
g'g
'SS
og
°g
Örfá eintök enn fáanleg. t
Bókin er gefin út í rúmlega 200
eintökum. Mjög góð handbók
i viðskiptalífinu.
Verð kr. 1.490,- «’
Nafnnúmeraskrá mun stærri en áður og
heimildargildi betra. þar sem hér er um
endanlegar tölur að ræða.
LETUR H.F. Sími 23857.
Grettisgötu 2, Pósthólf 415, Reykjavík.