Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 17. jiini 1981 Satt best að segja var sautjánda júníhátíðin fyrir sjötíu árum ekki fyrsta til- raunin til að efna til hátíð- ar á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Sá sem fyrstur reyndi að hreyfa því máli var ágætur kaup- maður í Reykjavík, Þorlákur O. Johnson, reyndar frændi Jóns for- seta og mikill aðdáandi. Þorlákur haföi lagt Jóni liö meö ýmsum hætti meöan þeir liföu báöir. Hann sá um margt sem laut aö útför Jóns hér heima, meöal annars um prentun og út- gáfu á ræöum og kvæöum sem flutt voru við þetta tækifæri. Hann átti mikinn hlut að þvi, aö hægt var aö afhjúpa minnisvaröa um Jón i desember 1881. Þorlákur lét steinprenta stóra mynd af Forseta og sendi út orðsendingu þess efnis að „sérhver góður Is- Verslunarhús Þorláks i Hafnarstræti „Nokkrir frjálslyndir og fjörugir menn" Minningarsamkvæmi 17. júni árið 1886 Fyrsta kveikjan að þjóðhátíðardegi lendingur, erann fósturjörð sinni, ætti aö eignast þessa mynd sem allra fyrst”. Þessi mynd er enn til i ýmsum stofum og þykir vafalitið hiö besta þing. Þorlákur ö. Johnson lét einnig prenta og dreifa á ensku 57 blað- siöna æfisögu frænda sins. Heilladagur En mestan áhuga mun Þorlák- ur hafa haft á þvi að sannfæra is- lenska þjóö um aö sautjándi júni væri mesti heilladagur hennar og bæri henni aö minnast þess ár- lega. Um þaö efni segir svo i bók Lúöviks Kristjánssonar um Áskrift kynning Áskrift - kynning YBn'YANWIH LUJMimiLS vió bjóóum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta. Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. sími 81333 ÞJÚÐVIUINN Þorlák, ,,Cr heimsborg I Grjóta- þorp”, ööru bindi bls. 295: „Þessari hugmynd skýtur fyrst upp á fundi I stúkunni „Einingu” 4. april 1886. Þorlákur leggur þar fram tillögu þar sem hann stingur upp á aö stúkurnar I Reykjavik gangist fyrir þvi I sameiningu að efna til minningarsamkomu 17. júni þá um sumariö. Ætlast hann til, aö hún fari fram meö þessum hætti: Allir templarar bæjarins hittist á ákveönum staö, em- bættismenn meö einkenni sin, og siðan haldi þeir I skrúögöngu suö- ur i kirkjugarö, aö leiði forseta- hjónanna. Fyrir skrúögöngunni á aö bera islenzka fánann (þ.e. fálkamerkið). Viö minnisvaröann sésungin ný kantata eöa kvæöi og ennfremur fluttar ræöur. — Ekki veröur séö af gjöröar- bók „Einingar”, hvernig fundar- mönnum hefur litizt á tillögu Þorláks, þvi aö þess er einungis getið, aö frestaö hafi veriö um óá- kveöinn tima aö taka ákvöröun um hana. Ekki varö af þvi, aö fæöingar- dags Jóns Sigurössonar væri i þetta skipti minnzt meö þeim hætti, sem Þorlákur haföi stungiö upp á I „Einingunni”, enda verö- ur ekki séö af gjöröarbók hennar, aö um þaö mál hafi frekar verið rætt á fundum stúkunnar. Aform Þorláks aö gera 17. júni aö tylli- degi var þar meö ekki úr sögunni, þvi aö einmitt þennan dag 1886 kom margt manna saman i húsi hans, en ekki veröur til fullnustu úr þvi skoriö, aö Goodtemplarar hafi einir staöiö aö samkvæminu. Framan á sérprenti kvæöa þeirra, sem sungin voru, stendur, aö samkoman hefi veriö haldin af „Good-Templarafélaginu I Reykjavik”, en Valdimar Asmundsson ritstjóri, sem var einn af félögum „Einingar” og Þorlákur Ó. Johnson: „hann hef- ur kveikt ljós i hjörtum vorum”. viröist hafa veriö i samkvæminu, getur þess þannig i blaöi sinu daginn eftir: Fór það vel fram „Fæöingardagur Jóns Sigurös- sonar var I gær hátiölegur hald- inn af nokkrum frjálslyndum og fjörugum mönnum hér i bænum (flest Goodtemplarar) I veitinga- sal húsfrú Kristfnar Bjarnadótt- ur. Voru þar ræöur haldnar og minni drukkin, og fór samsætiö mjög vel fram, en fyrir þvi stóö Þorlákur kaupmaöur Johnson”. Þetta er eina frásögnin, sem blööin varöveita um kveikjuna aö þjóöhátiöardegi Islendinga. Hversu fálát þau eru um þann at- burö, þá fyrst er minnzt opinber- lega fæðingardags Jóns Sigurös- sonar, gæti bent til þess, aö ekki heföi veriö mikill áhugi á aö koma á þeirri siðvenju. Ókunnugt er um ræöumenn i samkvæminu 17. júni 1886, en fyrir minni forsetans var sungið þar brot af kvæöi sem Steingrímur Thorsteinsson haföi ort sex árum áöur.” Lúövik skýrir ennfremur frá þvi, aö Þorlákur hafi efnt til sam- kvæmis 17. júni 1887. Þögn rikir i blöðunum um þessa minningar- hátið nema hvað Isafold birtir kvæði sem ort voru i tilefni dags- ins og getur þess aö þau hafi verið sungin 17. júni „i fjölmennu sam- kvæmi hjá Þorláki Ó. Johnson”. Það er meö öðrum oröum fram- takssamur kaupmaöur I Reykja- vik sem hefur frumkvæöi aö þvi aö byrjaö er á þvi aö gera 17. júni aö tyllidegi og hefur mestan veg og vanda af framkvæmdinni. Lúðvik Kristjánsson segir i bók sinni, að það sé á huldu hvort áframhald hafi oröið eftir 1887, en blöðin islensku veita aö minnsta kosti enga vitneskju i þvi efni. // Sannur þjóðríkismaður" Varöveist hefur ræöa sem Þorlákur Ó. Johnson flutti þegar minnisvaröi Jóns Sigurössonar var afhjúpaður. Þar leggur hann sérstaka áherslu á aö „Enginn hefur eins vakiö þjóöernistilfinn- ingu vora og Jón Sigurösson þvi meö sinu merkilega starfsama lifi hefur hann kveikt þaö ljós I hjörtum vorum, aö vér erum bæöi farnir aö skilja þaö, og vitum þaö, aö vér erum sérstök þjóö með voru eigin tungumáli og þjóörétt- indum. Jón Sigurösson kenndi oss þann mikla sannleika, aö viröa ekki mennina eftir stööu sinni, heldur eftir þvi sem þeir stæöu i stööu sinni. Hann var i raun og veru sannur þjóörikismaöur (Republikaner). Hann vildi kenna oss, að eftir þvi sem oss færi fram i öllu andlegu og verk- legu, þá ættum vér aö ná þeim þroska, er einkennir alla frjálsa og menntaöa menn. Hann gat þvi aldrei veriö neinn svokallaöur „klikkumaöur”, þvi aö hans mikla og göfuga sál haföi miklu æöri og stærri sjóndeildarhring heldur en þann, sem takmarkað- ur er af eigingirni eöa þokulegri hugsun um alia rétta pólitík. Þaö er þvi skylda vor aö halda áfram i sömu stefnu og hann og jafnframt kenna börnum vorum aö drekka af hans anda, svo aö þjóö vor geti náö þvi takmarki, sem henni er ætlað. Lifi minning Jóns Sigurös- sonar i heiöri og blessun á meðan nokkurt Islenzkt hjarta bærist”. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa að b/öa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. •RAFAFL Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955 V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur vekur athygli félags- manna sinna á námskeiði sem haldið verður skv. ákvæðum i kjarasamn- ingi og veitir rétt til kaup- hækkunar. Námskeiðið er ætlað afgreiðslufólki sem hefur náð efsta þrepi i 9, 11 og 13 launa- flokki. Þó getur vinnuveitandi heimilað starfsfólki að sækja námskeiðið eftir styttri starfstima. Námskeiðið verður haldið 22. júni-10. júli i Verzlunarskóla Islands. Þátttökugjald er greitt af vinnuveitendum og ber þeim að skrá afgreiðslufólk á nám- skeiðið hjá Kaupmannasamtökum Islands fyrir 18. júni n.k. Verzlunarmannafélag Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.