Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 17. jrtnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Herdís Ólafsdóttir: Konur í iðnaði 100% eða meiri framleiðniaukning í prjónaiðnaði — 16,3% launalækkun til saumakvenna 1 fjölmiðlum, blöðum, sjón- varpi og litvarpi er næstum dag- lega verið að segja frá hinni gif- urlegu framleiðniaukningu, sem hagræðing i fjölda prjónastofa á landinu hefur haft i för með sér. Bdið er nii þegar að auka fram- leiðsluna um 100—130% og i júli- mánuði verður biiið að framleiða meira af prjónafatnaði en fram- leitt var allt árið i fyrra. Vi'st væri gott eitt um þetta að segja ef fyrir væri nægur mark- aður til þess að taka við fram- leiðslunni en ekki blasti við fækk- un og uppsagnir i þessum iðnaði og ef hann auk þess gæfi fólkinu sem að iðnaðinum vinnur veru- lega kauphækkun fyrir þessa geysilegu framleiðniuakningu. En skoðum nú málið dálitið nán- ar. I Ti'manum 3. júni er ásamt þessum frásögnum birt mynd af saumakonunum sem allra af- kastamestar eru taldar, en það eru konurnar sem vinna á Saumastofu Akraprjón á Akra- nesi, en þar segir blaðið að fram- leiðniaukningin hafi orðið 100% eða meira siðan i fyrra. Hvað hafa þessar afbragðsgóðu konur fengið i sinn hlut fyrir þessi geysilegu afköst? Segi og skrifa: i maimánuði fengu þær samkv. kerfinu 16.3% i meðalbónus fyrir að auka framleiðni fyrirtækisins um meira en 100%. Fyrirtækið 100% eða meira, konurnar 16.3%. Hvflikum arðræningja galdri er hér beitt. Og best er að segja sög- una eins og hún gengur. Eins og allir vita er lægst af öllu lágu kaupi launin sem konurnar i iðnaðinum búa við. Eða i þessum umrædda mánuði mai var mánaðarkaupið i saumaskap byrjunarlaun kr. 3.915.- og getur orðið hæst eftir 4ra ára starfs- reynslu kr. 4.191.-. Verður fólki ekki sifellt umhugsunarefni sem Frá ráðstefnu um nýjungar I kennslu háttum sem haldin var i Æfingaskólanum um siðustu helgi. Mynd —eik. býr við slik launakjör, hvað sé nú tilráða svo afbragðsgóöir starfs- menn geti bætt við launin sin? Jú, ráð er til sem sögur fara af, það er að vinna i bónus. Enda þótt kunnugt sé hvilikt vinnuálag og þrælapi'skur bónusinn er hefur hann hækkað kaup i fiskiðnaðin- um hjá fólki sem stendur uppá sittbesta, þótt að visu framleiðni- aukningin komi að stærri hluta i hendur atvinnurekenda eins og kunnugt er. En nú skal lika fara að skipu- leggja iðnaðinn. Til er stofnun sem heitir Iðntæknistofnun Is- lands. Hún hefur haft með hönd- um skipulagningu i verksmiðjum og saumastofum iðnaðarins, með þessum ágæta árangri sem segir frá daglega i fjölmiðlum. Hún hefur haft frumkvæði að þvi, að erlent fyrirtæki með erlendar for- skriftir og kerfi hefur verið ráðið tilstarfa hér og þá helst i sauma- stofur, með loforð um bónus og aukinlaun þegar öllu hefur verið komið i' kring sem þetta kerfi kallar á. Verkakonurnar hafa verið fús- ar á að taka þátt i þessu, i fyrstu vegna þess að þær þurfa hærri laun og vilja fúsar stuöla að auk- inni arösemi á sinum vinnustað. Vist er hægt að viðurkenna það að i upphafi hefur verið byrjaö á þvi að skipuleggja og taka til i rusl- bornum vinnustöðum á sauma- stofum, þar sem öllu var hrúgaö saman i einn haug svo rétt sást i saumakonurnar og vélarnar upp- úr efnishaugunum. Og virða skal þaö að stjórnendum er gert ljóst að þannig á ekki vinnustaður að vera og sjálfsagt gerir sú hag- ræbing eitthvað til framleiðni- aukningar. En strax þegar byrjað er að skipuleggja verkakonurnar með skeiðklukku i hönd þá er öllum ljóst hvar afkastaaukningin ligg- ur. útlendingar standa þungbúnir yfir hverri manneskju, með nokkra aðstoðarmenn við hlið sér til mælinga og kerfisbreytinga. Vinna skal hraðar, hraðar brrrr — vélin verður hiklaust að sauma hraðar, hraðar. Engin aukavið- brögð, allt mælt og skipulagt. Ef einhverjum verður á að lita af vélinni sinni og hika við, koma út- lendir mælingameistarar og snúa höfði viðkomandi starfsmanns að taufæti vélarinnar og verkefninu. Enginn má segja orð, allt lif fólksins, öll hugsun og einbeiting á meðan á vinnu stendur skal lögð fram fyrir meiri framleiðni fyrir fyrirtækið. Útlenskt þrælakerfi hefur verið tekið i notkun sem gefur iðnfyrirtækjunum meira en j00% aukin afköst, en verka- konunum i Akraprjónii maimán- I uði aðeins 16.3% i meðaltals- launahækkun, sem þýðir kr. 3.82 pr. tima eða mánaðarkaup kr. 4.577.-4.853. Er ekki kominn timi til fyrir ykkur verkakonur i iðnaði að risa upp og segja svivirðingunni strið á hendur og láta ekki fara með ykkur á þennan hátt? Vinnum ekki eftir erlendu þrælakerfi. Is- lendingar hljóta að geta skipulagt þann vinnustað og mælt það bonuskerfi sem okkur hentar. Verkakonur, þið eigið orðið. At- hugið vel hverju þið viljið fórna fyrir smánarlegar launahækkan- ir. Herdis ólafsdóttir Ráðstefna um nýjungar í kennsluháttum Ólíkur í sama Hvernig lælrðir þú að lesa? Sastu hjá ömmu á meðan hún var að pjóna og stautaðir hjá henni eða náðir þú valdi á þessari erfiðu kúnst í hópkennslu i bekk þar sem kennt var eftir ákveðnum reglum? Sjálfsagt eru það margir sem alls ekki vita hvernig þeir lærðu að lesa og það er ekkert undarlegt. Sannleikurinn er sá að f lest börn læra að lesa með svo að segja hvaða aðferð sem er og að því er virðist af sjálfu sér. Öðrum er þetta mikil og erfið þraut og tekst ekki nema á löng- um tíma. Þetta og margt fleira var rætt á ráðstefnu sem haldin var i Kennaraháskóla tslands um sið- ustu helgi. Ráðstefnan var hluti af námskeiði um byrj- endakennslu sem fram fór I sama skóla dagana 9.-16. júni. Ráðstefnuna sátu kennarar viða aö af landinu. Námskeiðið sóttu 45 kennarar og komust aö færri en vildu, þvi aö helmingi fleiri sóttu um. Guðrún Jónsdóttir félagsráö- gjafi hafði veg og vanda af ráð- stefnunni, sem nánar tiltekiö tók fyrir samþættingu námsgreina, aldursblöndun og breytta starfs- hætti i byrjendakennslu. Hún kvað hafa verið teknar upp ýmsar nýjungar i svokölluðum opnum aldur bekk skólum, sem munu vera fjórir á höfuðborgarsvæðinu. Eins væru menn að reyna fyrir sér með að kenna saman börnum á ólikum aldri rétt eins og i sveitunum i gamla daga ( og reyndar enn) og eins að sundurgreina námsefni sem minnst. Opnir skólar munu vera f jórir á höfuðborgarsvæöinu, þeirra á meðal Æfinga- og tilraunaskól- inn. Að sögn Jóhönnu Einarsdótt- ur, kennara þar, hefur skólinn verið að reyna fyrir sér með ald- ursblöndun. Þetta starf hófst i fyrra en þá var tilraunahópurinn 5-7 ára börn. Þau er 34, öll i einum hóp undir umsjón tveggja kenn- ara. Lestrarkennslan er ekki hóp- kennsla heldur einstaklings- kennsla. Er það nýmæli sem hefur gefist mjög vel. Kvað Jó- hanna árangur hafa orðið mjög góðan, svo og af tilrauninni i heild. Hún taldi hvert barn geta notið sin betur við þessar aðstæð- ur, þrýstingur yrði minni á hvern einstakan um að standa sig. And- rúmsloftið i hópnum væri gjör- samlega laust viö spennu og börnin virtust mjög örugg og 1 góðu jafnvægi. Foreldrar fengu að velja um þetta kennsluform og hið hefðbundna og aö lokinni þessari tveggja ára tilraun kom i ljós að um 80% foreldra eru mjög ánægðir með fyrirkomulag og árangur en 20% kváðust ekki myndu kjósa slikt fyrir börn sin aftur. Aðallega óttast þessir for- eldrar að aðhald i hópnum sé ekki nógu mikið og eins aö eitthvaö sé slakað á námskröfum. —hs. Þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI í versluninni: AUar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miöuð við þarfir feröamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið frá kl. 9 til 22 alla daga Þjónustumiöstöö Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.