Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.06.1981, Blaðsíða 20
UÚÐVIUINN Miövikudagur 17. júni 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná í afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aöalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Alþýðubandalagið í Reykjavík: Forvalsreglur samþykktar A framhaldsaðalfundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik, sem haldinn var s.l. mánudagskvöld voru samþykktar forvalsreglur vegna borgarstjórnar- og alþingiskosninga. Forval hefur einu sinni verið viðhaft við röðun á G-listann i Reykjavik en það var fyrir vetrarkosningarnar 1979. Hafði fráfarandi stjórn ABR frumkvæði að þvi, að þær reglur, sem þá giltu og settar voru með skömmum fyrirvara, yrðu endurskoöaðar og skipaði til þess fimm manna nefnd. Meginatriði nýju forvals- reglanna Reglurnar sem samþykktar voru á mánudag eru i meginatrið- um hinar sömu og 1979, þ.e. for- valið fer fram i tveimur umferð- um, niðurstöður þess eru ekki bindandi fyrir kjörnefnd sem leggur tillögu að endanlegum lista fyrir fulltrúaráð félagsins og rétt til að greiða atkvæði hafa þeir einir sem eru félagar i ABR á forvalsdag og skulda ekki meira en eitt árgjald til félagsins. Fyrri áfangi forvalsins gegnir þvi hlut- verki að tilnefna menn til siðari umferðar og er sú tilnefning ekki háö samþykki viðkomandi. 1 siðari umferð raðar kjósandi niður á listann i númeraröð þeim sem gefið hafa kost á sér. Nýju reglurnar eru frá- brugðnar þeim eldri að þvi leyti að i fyrri umferðinni er ekki heimilt að tilnefna starfandi borgarfulltrúa eða alþingismenn, flokksins, en hins vegar skulu þeir settir á kjörseðilinn i siðari umferð, gefi þeir kost á sér til framboðs, ásamt þeim sem kjörnir hafa verið i fyrri umferð og gefa kost á sér. Þá er i nýju reglunum kveðið nánar á um framkvæmd forvals- ins, kynningu þátttakenda i siðari umferð og birtingu niður- staðna. Kjörnefnd vinnur úr gögnum fyrri áfanga og birtir niðurstöður, leitar samþykkis um þátttöku i siðari umferð og hefur með höndum kynningu á þeim sem þá er kosið um. Miöað er við að hvor umferð standi i tvo daga ef kostur er og i reglunum er heimild til að kjósa utan forvals- fundar i sérstakri forkosningu. llögum Alþýðubandalagsins er á- kvæði um að miöstjórn staðfesti forvalsreglur hinna ýmsu flokks- félaga. A framhaldsaðalfundinum voru samþykktar nokkrar laga- breytingar til samræmis við for- valsreglurnar og ennfremur var ákveðið að efna til ráðstefnu næsta haust um borgarmálaráð félagsins og reglugerð þess.-AI. Æ fleiri eru i leik á Laugardalsvelli, — líka á veggjunum, — en i gær var unnið við að setja upp enn einn áfangann af lágmyndum Sigrúnar Guðjónsdóttur á götuhlið áhorfendastúkunnar. —Ljósm. -eik. 100%—en ekki 10% Afleit villa varð i fyrirsögn fréttar Þjóðviljans i gær um mál verkakvenna i prjónaiðnaði á Akranesi. Þar varð íramleiðslu- aukning vegna afkastahvetjandi kerfis 100%, en ekki 10% einsog reyndar kom rétt fram i fréttinni sjálfri, en laun kvennanna hækk- uðu á sama tima aðeins um 16.3% þrátt fyrir stóraukið vinnuálag. — Herdis óiafsdóttir varaformaður verkalýðsfélagsins á Akranesi fjallar um þetta mál i grein á 13. siðu i dag. Sautjándi júní tákndagur fengins sjálfstœðis, minningardagur fornrar frelsisbaráttu, hátíðar og gleðidagur hvert íslenskt sumar, vakningardagur, sem minnir á ævarandi verkefni frjálsrar þjóðar í frjálsu landi. Samvinnuhreyfingin óskar öllum landsmönnum heilla á þjóðhátíðardagii SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.