Þjóðviljinn - 24.06.1981, Síða 1
moðvhhnn
FRAKKLAND:
Samstjórn sósíalista
og kommúnista
Miðvikudagur 24. júni 1981 139. tbl. 46 árg.
Sósialistar, sigurvegarar
frönsku kosninganna,
Leikjamót skóladagheimilanna I Reykjavlk stendur yfir þessa dagana á Fellavelli i Breiðholti og er þar att kappi I hinum óliklegustu greinum
sem sjaldan sjást á iþróttavöllum hinna eldri. Mótið heldur áfram f dag. — Ljósm — eik —
W 'V: Wsk SBt §£&> , tw&BsSí '4
1 |jjj 8 ,.§» mm f )H ; HHl
ii 0* .... ássBá _ r .
7 * * * * íMb&fyZ /-VV WBtz » V| J
sömdu i gær viö Kommún-
istaflokk Frakklands um
aöild að rikisstjórninni.
Mauroy, forsætisráöherra
hefur þegar gengið frá
ráðherralista sinum. Ráð-
herrar eru 40, allt sósíalist-
ar eða vinstri radikalar
nema 4 sem eru Kommún-
istar. Þeir fara m.a. með
heilbrigðis- og samgöngu-
mál. I fyrrinótt komust
samninganefndir flokk-
anna að samkomulagi um
stefnuskrá fyrir stjórnina,
og er þar vikið bæði að
efnahagsmálum, félags-
málum og utanríkismálum
en því hafði verið spáð að
siðasti málaf lokkurinn
yrði flokkunum erfiðastur
viðureignar. Miðstjórnir
flokkanna samþykktu síð-
an þennan málefnagrund-
völl og þá var Mauroy ekk-
ert lengur að vanbúnaði.
Eins og komið hefur fram i
fréttum þurfa sósialistar ekki á
stuðningi hinna 44 þingmanna
kommúnista að halda til að koma
fram málum. Hinsvegar er það
talinn sterkur leikur af þeirra
hálfu, að fá kommúnista til
ábyrgöar, ekki sist vegna þess aö
Mitterrand forseti þarf á vinnu-
friöi að halda til aö komast yfir
væntanlega efnahagsöröugleika
næstu mánaða. Mun dæmið þá
reiknað þannig, aö kommúnista-
ráöherrar i rikisstjórn muni
tryggja að stærsta verkalýös-
samband landsins, CGT, sem er
óbeint undir stjórn kommúnista,
fari sér hægt i kjarabaráttu til aö
trufla ekki framkvæmd þeirra
umbótamála sem flokkarnir hafa
komið sér saman um sem lág-
markssamnefnara á vinstri armi
franskra stjórnmála.
Fundað
framá nött:
Lsekna-
deilan
CSlJP
leysast?
Fundurinn sem hófst
kl. 5 i gærdag með deilu-
aðilum i læknadeilunni
stóð enn laust fyrir mið-
nætti, þegar blaðið fór i
prentun. Þá hafði verið
fundað linnulitið frá þvi
kl. 11 um morguninn.
Sagði Arnmundur
Backman, aðstoðar-
maður Svavars Gests-
sonar, félags- og trygg-
ingamálaráðherra að
fundurinn myndi standa
eitthvað fram eftir nóttu
og miklar likur væru á
að samkomulag næðist.
Þegar fundurinn hófst voru
fulltrúar deiluaðila ekki sérlega
bjartsýnir á að samkomulag næð-
ist. Að sögn Þrastar Ólafssonar,
aðstoðarmanns fjármálaráð-
herra strandaöi þá aðallega á
kröfum lækna um fastar yfir-
vinnugreiðslur fyrir undirbún-
ingsvinnu vegna fræðslufunda
sem þeir halda að jafnaði viku-
lega með starfsfólki sjúkrahús-
anna. — hs
Norska hafrannsóknarstofnunin varar við ofveiði á vorgotssíldinni:
Heildaraflmn líklega
200 þús. hektól. í ár
Norska rikisstjórnin hefur ný-
lega samþykkt að leyfa veiðar á
100 þús. hektolitrum af vorgots-
síld úr norsk-islenska stofninum á
þessu ári.
Jóhann Kúld umsjónarmaður
Fiskimála Þjóðviljans sagði i
samtali við blaðið, að aflaskipt-
ingin væri sú að snurpunótaskip
fengju 60 þús. hektólitra i sinn
hlut, en reknetabátar 40 þús.
Til viöbótar þessari veiöi mega
Norðmenn veiöa sild með hand-
færum án takmörkunar til matar.
Þá getur Fiskimálastjórnin leyft
veiöar með lagnetum til að afla
beitu, til eigin nota. Reiknað er
með aö þessi viðbótarveiöi verði
um 50 þús. hektólitrar auk þess
sem 20 þús. litrar af sild komi hér
á land frá öðrum veiðum, aðrir
20 þús. frá handfærum og netum
til eigin nota og 10 þús. hektólitrar
af sild verði veiddir af rannsókn-
arskipum, samtals 200 þús.
hektólitrar.
Aö sögn Jóhanns mælti norska
Hafrannsóknarstofnunin gegn
allri sildveiði i ár. Eftir aö fram-
angreind ákvörðun var tekin af
rikisstjórninni, samkvæmt tillög-
um sérstakrar fiskveiöinefndar,
þá lagði norska hafrannsóknar-
stofnunin á það mikla áherslu að
veiöin úr vorgotssildarstofninum
fari ekki fram úr 150 þús. hektó-
litrum.
Lagning bundins slitlags:
Nær 150 km verða
lagðir á þessu sumri
Þjóöviljinn sló i gær á þráðinn
til Vegageröarinnar og spuröist
fyrirum heistu framkvæmdir við
lagningu bundins slitlags á veg-
um landsins i sumar. Helgi
Hallgrimsson verkfræöingur varð
fyrir svörum og sagði að stikar
framkvæmdir væru nú að fara i
gang i einhverjum mæli i öllum
landsfjórðungum.
Stærsta einstaka framkvæmdin
i grennd viö Reykjavik veröur i
Þrengslaveginum, hann veröur
allur lagður bundnu slitlagi i
sumar, alls 14 kiiómetrar. Einnig
veröa heimreiðar til Stokkseyrar
og Eyrarbakka lagðar bundnu
slitlagi. Þá verða lagðir með
sama hætti um 6 km milli Hvols-
vallar og Hellu og i Hvalfirði milli
Hvamms og Fossár. Sömuleiöis
verða lagðir 8 km á Akranesvegi
og 9 km á Ólafsvikurvegi.
A Isafiröi verður lagt bundið
slitlag á veginn aö flugvellinum
og hliöstæöar framkvæmdir
verða við Bolungavik og Súðavik.
Alls veröa lagðir um 8 kilómetrar
á Vestfjörðum.
A Norðurlandi eru aðalfram-
kvæmdirnar i Húnavatns og
Þingeyjarsýslum. Lagt verður
slitlag frá Reykjaskóla og suður
fyrir Stað i Hrútafirði, 6 km við
Þingeyri og 10—12 i Langadal. Þá
veröa lagöir 10 km i Aðaldals-
hrauni.
Á Austfjörðum eru aðalfram-
kvæmdirnar viö Noröfjarðarveg i
Reyöarfiröi og við Norðfjörö, alls
9 km. Þá veröa lagðir 11 km viö
Höfn i Hornafirði og styttri vega-
lengdir viö Kirkjubæjarklaustur
og Vik i Mýrdal.
ógetiðer um smærri lagningar,
en ljóst er að hægt er aö tala um
nokkurt átak i þessum efnum i
sumar og lætur nærri að alls veröi
lagðir 150 km með bundnu slit-
lagi.
-j