Þjóðviljinn - 03.07.1981, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júll 1981
UOmiUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
IJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olalsson
Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir.
Algreiðslustjóri: Valþor Hloöversson
Klaöainenn: Aliheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
iþróttafréttamaöur: ingoliur Hannesson.
útlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson.
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin lJétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Baröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
úlkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Keykjavik, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Hvaö ræöur
mati á Kína?
• Kommúnistaflokkur Kína, sem hefur staðið að ein-
hverri afdrifaríkustu byltingu sögunnar, átti sextugsaf-
mæli á dögunum. Tækifærið var meðai annars notað til
aðskipta um formann, um leið og gefin var út einskonar
opinber niðurstaða á því uppgjöri við arf Maós formanns
sem hefur staðiðyfir undanfarin fimm ár. Sú niðurstaða
kemur ekki á óvart — hún er í anda þess sem mestur
valdamaður Kína nú um stundir, Deng Xiaoping, hefur
áður sagt: Maó var mikill leiðtogi, en honum urðu á
mikil mistök. Og á mistakalistanum er sú sérstæða til-
raunastarfsemi, sem kennd var við menningarbyltingu,
efst á blaði.
• Menn hafa að vonum haft það nokkuð í f limtingum á
undanförnum árum, að þeir menn sem í Evrópu bundu
traust sitt og heimssýn við „hugsun Maós" haf i átt bágt,
svo mjög sem opinber sannleikur frá Kína stingur í stúf
við það sem gott var þar og gilt f yrir f áum árum. Mörg-
um færi betur að beina háðsbrosinu að sjálfum sér. Svo
er nefnilega mál með vexti, að furðu stór hluti háborg-
aralegra málgagna hefur verið lygilega laus við gagn-
rýni á Kína og sjálfsmynd kínverskra valdamanna.
Menningarbyltingin, sem setti, að því er best var séð,
það á oddinn að koma í veg f yrir myndun nýrrar forrétt-
indastéttar í byltingarsamfélagi og koma á sem allra
mestum jöfnuði — hún fékk yfirleitt hinar jákvæðustu
viðtökur í vestrænum blöðum. Þegar menn ekki skildu
eitthvað í menningarbyltingunni eða fannst hún háska-
leg menningararfi Kínverja eða einstaklingsþroska, þá
voru menn harla f Ijótir að f inna einhverja réttlætingu og
kannski helstþá, að Kínverjar væru öðruvísi fólk en við!
Þegar svo Deng Xiaoping og hans samherjar snúa við
blaðinu, fordæma dýrkeypta tilraunastarfsemi síðustu
ára Maós og biðja um erlenda tækni, lán, brattari launa-
stiga til að örva framleiðni og fleira þess háttar — þá
taka hin sömu vestrænu málgögn því líka með mjög já-
kvæðum hætti. Og nú með það i huga, að með þessu móti
sé Kína að verða skiljanlegra og „vestrænna" í búskap-
- arháttum.
• Miklu færri taka eftir því, að meðan menningarbylt-
ingin var sérstætt fyrirbæri, kínverskt og maóískt til ills
eða góðs, þá er stefna sú sem Deng stundar mjög í ætt við
það sem hefur gerst í Sovétríkjunum. Reyndar þekktu
Sovétríkin lika þann tíma, sem minnir í sumu á menn-
ingarbyltingu, að pólitík hafi algjöran forgang yfir sér-
þekkingu, að sterk tilhneiging til kjarajöfnunar ríki. En
það var þegar um 1930 að snúið var f rá slíkum straumum
og tekið upp svipað kerf i samkeppni um menntun, umb-
un eftir afköstum og starfi, sem nú ræður ferðinni í
Kína. Kína Dengs er hinsvegar um margt sveigjanlegra
en Sovétríki Stalíns. En menn skulu heldur ekki gleyma
því, að þótt báðir geti samið við bandarísk fyrirtæki um
framkvæmdir innanlands, og þótt báðir létti á fyrri of-
sóknum gegn trúfélögum þegar mikið liggur við (Stalín
gerði það ef tir að Hitler réðist á hann) — þá er það sam-
eiginlegt í báðum ríkjum, að forræði f lokksins er óskert,
og ekkert sem kemur í veg fyrir það, að „starfsmatið"
leiði einmitttil þess að hlaðið sé undir „hina nýju stétt"
sem Maó hafði sannar áhyggjur af.
Vitaskuld er Kína ekki alveg eins og Sovétrikin og
verður aldrei. Mismunurinn getur líka verið giska fróð-
legur. En hitter svo Ijóst, að vinsamleg túlkun borgara-
legra f jölmiðla á f lestu sem gerist í Kína meðan f lest tíð-
indi frá Sovétríkjunum eru hin verstu — þótt mjög hlið-
stæð séu, hún stafar ekki af neikvæðri afstöðu til len-
ínskra hugmynda um kommúnisma eða öðrum pólitísk-
um rökum. Mjög mismunandi meðferð á náskyldum
þjóðfélögum stafar fyrst og fremst af mati á hernaðar-
legri stöðu, af því, hvar hver er kominn í vígbúnaðar-
dæminu. Rétt eins og Stalin var bandamaður siðmenn-
ingar meðan hann var bandamaður gegn Þýskalandi í
stríði, þannig er Kína Dengs hið skikkanlegasta ríki
meðan það á sama andstæðing í vígbúnaðarmálum og
Bandaríkin.
áb
klippt
! Opnunartími
I verslana
Akaflega merkileg deila er nu
risin um opnunartima verslana
i Reykjavik. Þar eru saman i
bandalagi samtök verslunar-
fólks og Kaupmannasamtökin á
möti þeim verslunareigendum
sem vilja hafa verslanir sinar
opnar á laugardögum.
Svo mikil harka er i mdlinu aB
lögregla hefur veriö kvödd til aö
gæta þess aö kaupmenn I
Reykjavik hafi ekki opið á laug-
ardögum, og aö eingöngu kaup-
menn afgreiði á Seltjarnarnesi
á þeim sömu dögum.
V erlsunarmannafélag
Reykjavfkur telur sig vera aö
tryggja félagsmönnum sinum
eNileg helgarfri meö þessu
móti. Þannig segir MagnUs L.
Sveinsson, form. VR i viötali viö
Morgunblaöiö:
„ÞEGAR margir menn eiga i
hlut og um hagsmuni er að
ræöa, þá eru alltaf þeir tii sem
sem þessir tveir máttarstólpar
sameinast i MagnUsi L. Sveins-
syni stéttarfélagsformanni og
borgarfulltrúa.
Þessi þrihöföa þurs kaup-
manna, verzlunarmanna og
borgaryfirvalda hefur um langt
skeiö hindraö eölilega viö-
skiptahætti I Reykjavik, svo aö
neytendur þurfa aö aka í bfla-
lestum vestur á Seltjarnarnes
til aö fá aö verzla.
Samkvæmt valdboði þursins
má engar nytsamlegar vörur
selja utan þess tlma, sem al-
menningur er I vinnu. Þegar
reykvfskir neytendur hafa fri til
aö verzla, er þeim bara boðiö
upp á sUkkulaðihúöaö kex og
gos Ut um sjoppugöt.
Aöur fyrr himdi hinn dæmi-
geröi Reykvfkingur hangandi i
keng viö sjoppugöt hinna vin-
samlegri kaupmanna, sem
höföu innangengt Ur sjoppum
inn I verzlun hinna nytsamlegri
hluta. En nU komast þeir þó i
hlýjuna vestur á Nesi.
Hinn þrihöfba þurs hefur gert
itrekaöar tilraunir til aö riöa net
einokunaryfir Seltjarnarnes, en
ekki fengiö aö gert. Viö Eiöis-
granda stöövast þráhyggja ein-
okunarsinna, sem þykjast vita,
hvaösé neytendum fyrir beztu.
reynir á verkalýösfé-
lagiö i samningum. Þá er
hægt aö hafa meiri vakta-
vinnu, og betur borgaöa vinnu
utan hins venjulega skrifstofu-
tirna. Kannske þýddi þaö I ein-
hverjum tilfellum hærri álagn-
ingu, sem þó er alls ekki vist. Ef
neytendur vilja borga meira
fyrir betri þjónustu, þá þeir um
þaö. Ef verzlunarfólk fengi meö
þeim hætti hærri laun og betri
iffskjör, þá er þaö ágætt..
1
i
Þaö á aö hirta forustu sem
stendur sig illa, eins og forustan
i Verzlunarmannafélagi
Reykjavikur gerir I þessu
máli.”
Staða
neytenda
Þaö veröur aö segjast eins og
er að undarlegur þykir klippara
hamagangur þeirra Jónasar og
Vilmundar Ut af þvi aö Versl-
unarmannafélag Reykjavikur
skuli reyna aö tryggja aö
félagsfólk fái þokkalega hvíld
um helgar, svona yfir blá-
sumariö, aö minnsta kosti. Þaö
I vilja hafa opiö og ná i auka-
I pening, i skjóli þess aö abrir
' eiga aö hafa lokaö.”
Magnús sagöi aö um örfáa
I menn væri aö ræöa, sem vildu
I hafa opiö á laugardögum, þegar
■ á heildina væri litiö. Hins vegar
J heföu aörir neyðst til þess aö
I opna sinar verslanir, vegna
I hinna. „Þetta er keöjuverk-
I andi,” sagöi Magnús, „og ég
• held aö þaö sé óhætt aö fullyröa
I þaö, aö þeir eru örfáir sem vilja
I hafa opiö.”
Frjálshyggjan
I hvín
En auðvitaö eru helstu tals-
' menn frjálshyggjunnar, svona
I næstá eftirHannesi Hólmsteini,
I ekki á þvi aö þetta sé mönnum
• bjóöandi. Þeir Jónas á Dag-
J blaöinu og Vilmundur Gylfason
I I Alþýöublaöi fara á frjálsum
I kostum þegar þeir skrifa um
• opnunarbanniö. Jónas fyrst:
J „N eytendur og hluti reyk-
I viskra matvörukaupmanna
I sæta nU lögregluofsóknum af
' hálfu samtaka kaupmanna og
J verzlunarfólks, svo og borgar-
I yfirvalda, sem hafa ákveöiö aö
I fólki sé fyrir beztu aö verzla
1 ekki á laugardögum.
Yfirlögregluþjónninn I
I Reykjavik hefur látiö hafa eftir
I sér fióknar Iögskýringar á at-
1 burðunum. HUn er sU, aö lög-
J reglumenn hindri neytendur I aö
I fara inn I matvörubúðimar, en
I beiti þá ekki valdi.
t öllum málum, sem varöa
• opnunartima, hafa Kaup-
I mannasamtökin bæöi Verzl-
I unarm annafélagiö og borgar-
| yfirvöld I vasanum, einkum þar
Verzlunum á Seltjarnarnesi
ogþeim verzlunum I Reykjavik,
sem haföar eru opnar á laugar-
dögum, er haldiö opnum af eig-
endum sjálfum, enda hefur
laugardagsvinna verzlunarfólks
á sumrum veriö bönnuö meö
kjarasamningum.
Hagsmuna verzlunarfólks
hefur þvi veriö gætt I kjara-
samningum. MagnUs L. Sveins-
son þarf þvi ekki verzlunarfólks
vegna aö fylgja hagsmunum
hinna latari kaupmanna alla
leiö inn i borgarstjórn með til-
heyrandi lögregluofsóknum.
Kjarni þessa máls er auövitaö
sá, aö meirihluti reykviskra
kaupmanna nennir ekki aö
vinna um kvöld og helgar. Þaö
er ákaflega skiljanleg leti, svo
framarlega sem hUn kemur
ekki niöur á matvörukaup-
mönnum, sem vilja vinna.
Hirta
forystuna
Og Vilmundur gólar meö:
„Þaö eru augljósir hagsmunir
neytenda, I samfélagi sem si-
fellt veröur fjölbreyttara, aö
verzlanir veiti betri þjónustu
utan hins venjulega skrifstofu-
tima. Þaö blasir viö. Þaö eru
einnig augljósir hagsmunir
smærri kaupmanna, einfaldlega
vegna þess aö þeir vilja veita
betri þjónustu og verzla á öör-
um tfmum.
Og þaö eru einnig hagsmunir
starfsfólks i verzlunum aö
vinnutlminn sé frjálsari. Þá
— «9
blasir auðvitað viö aö án stuön-
ings stéttarfélagsins stendur
starfsfólk I verslunum mjög illa
aö vigi meö aö neita vinnu um
helgar.
Og þaö er auövitað laukrétt
hjá MagntísiL. Sveinssyni aö ef I
einn kaupmaöur hefur opiö þá
telja hinir sér þaö nauösynlegt,
samkeppninnar vegna. Nema
þá aö komist sé aö samkomu- '
lagi, en aö þvi komum viö '
bráöum.
Þaö blasir lika viö, aö ef
opnunartimi hverrar verslunar ,
er mjög langur, þannig aö fleiri i
vinnustundir eru á bak við velt-
una, þá þýöir þaö fyrr eöa siöar |
hærra vöruverö til neytenda. ,
Já, en hvaö meö neytendur?
Gleymast þeir ekki? JU, þar er I
einmittbakhliöin á medaliu VR. •
Og það er i raun vonlaust i þjóð-
félagi sem vonandi stefnir i
styttri vinnutima, aö ætla aö I
láta verslanir stytta opnunar- •
tima sinn samsvarandi. En I
hvaö er þá til bjargar? Eina I
lausnin viröist vera samkomu- I
lag um skiptiopnun verslana um ■
helgar, eftir föstu kerfi, bundnu I
i samkomulagi. Þannig maetti I
t.d. hugsa sér að ákveöinn fjöldi |
verslana heföi opiö til kl. 2 á •
einum laugardegi i mánuöi, en I
heföi siöan lokaö á mánudeg-
inum.
Eitthvað i þessum dUr virðist ■
eina lausnin á málinu. Og sam- I
tök verslunarm anna ættu aö I
beita sér fyrir slikri lausn, þvi I
þaö veröur harla vanþakklátt ■
fyrir þau samtök að berjast I
fyrirsi'num rétti á kostnaö neyt- I
enda.
—eng. ■
I
skorið