Þjóðviljinn - 03.07.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. jiill 1981
erlendar
bækur
v_
Paul E. Erdman: The Last
Days of America.
Secker & Warburg 1981.
Höfundurinn er Bandarikjamað-
ur og stundaði nám i Basel, og
það hefur greinilega komið hon-
um vel eins og sjá má á bókum
hans, þessari og einnig á „The
Crash of 79”. I þeirri skáldsögu
lýsti hann valdabaráttunni i
arabalöndunum og falli shahsins i
Iran, fjármálabraski og pólitik.
Höfundurinn þekkir vel til innviða
hins alþjóðlega bankakerfis og
margt sem hann sagði i þeirri bók
hefur ræst.
Þessi saga hans gerist á árun-
um 1985-1987 og hann tekur fram i
upphafi bókarinnar, aö þetta sé
skáldsaga en ekki spásögn. Sag-
an er um stórkostlegar mútur i
sambandi viö vopnasölu til Nató.
Ýmsir aðilar koma til sögunnar,
nokkrir einkavinir Bernhards
prins i Hollandi, en hann fór held-
ur flatt á mútuþægni, Jósef
Strauss er oröinn kanslari Þýska-
lands og nýr forseti er kominn i
stað kúasmala og hnetubónda.
Svissneskir fjármálamenn koma
hér viö sögu og lýsingin á þeim er
i svipuöum dúr og i fyfri bókinni,
Atburðarásin er hröð og hug-
kvæmni höfundar nýtur sin vel. A
þessum árum er svo komið aö
Þýskaland þ.e. Sambandslýð-
veldið er orðið mesta fjármála-
veldi heimsins og er orðið mesta
j herveldið i bókarlok, Bandarikin
hafa þá oröiö að hverfa með her
sinn úr Evrópu og Rússlandi er
haldiö i skefjum með kjarnorku-
væddum þýskum her. Sagan frá
1939, endurtekur sig i breyttri
mynd. Strauss gerir samning við
erkifjandmanninn á austri, hlut-
laust vopnað svæöi i
Vestur-Evrópu gegn þvi að
Bandarikjamenn hverfi úr
Evrópu.
Höfundinum er einkar lagiö aö
setja saman pólitfska reyfara og
dregur þá gjarnan upp heldur
ókræsilegar myndir af ýmsum al-
þjóðlegum fjármála og stjórn-
málamönnum og honum hefur
heppnast að skrifa mjög spenn-
andi sögu, sem erfitt er að slita
sig frá fyrr en lesin er.
Richard Gough: The Hi-
story of Myddle.
Edited with an introduction and
Notes by David Hey. Penguin
Books 1981.
Richard Gough fæddist 1635 og
lifði fram á 18. öld, varð 88 ára
gamall. Hann var bóndi i Shrops-
hire, hlaut nokkra menntun, lærði
m.a. latinu. A siðari árúm sinum
tók hann að setja saman lýsingu á
átthögum sinum og frásögn af ná-
grönnum sinum og ættum þeirra.
Rit þetta kom ekki út fyrr en 1834
og er nú gefið út i pappiskilju af
fyrirlesara við Sheffieldháskóla.
Rit þetta þykir meðal merkari ef
ekki merkasta héraðs- og samfé-
lagslýsing frá fyrri öldum á Eng-
landi. Hér kemur hvunndagurinn
til dyra, andrúmsloft fyrri alda
berst með þessum liðlega skrif-
uðu frásögnum og persónurnar,
sem eru fjölmargar og lifna á
þessum blaðsiöum.
Auglýsinga- og áskriftarsími
81333 DJÚÐVIUINN
kindahakki
I Kjötbollumar
hans Jóns
1 dl vatn
1 dós sýrður rjómi
2 msk smjör
1 lítil dós tómatkraftur
600 g kindahakk
2 egg
1 tsk salt
1/4 tsk svarturpipar
1 tsk paprika
1 hnífsoddur cayennepipar
2-3 msk söxuð steinselja
11/2 dl haframjöl
1. Hræriðvelsaman kindahakki.eggjum, kryddi, stein-
selju, haframjöli og vatni. Bætið 2-3 msk. af sýrðum
rjóma útí. Látið kjötdeigið bíða um stund.
2. Bætið vatni í ef kjötdeigið er of stíft.
3. Mótið bollur úr kjötdeiginu, steikið þær ísmjörinu og
takið af pönnunni.
4. Hrærið sýrða rjómann og tómatkraftinn saman á
pönnunni, látið sjóða og kryddið eftir smekk.
5. Látið bollurnar út í sósuna og látið krauma í nokkrar
mínútur.
Bornar fram með hrísgrjónum, hrærðum kartöflum
eða spaghetti, ásamt hrásalati.
Veró aðeins 29,90 kr/kg
FRAMLEIÐENDUR
á dagskrá
Eru til svo harðsvíraðir einkaneyslumenn
að þeir telji mikilvægara að losa um fé til,
einkaneyslu, þannig að við getum heldur
keypt okkur litasjónvörp en að byggja
mjög svo nauðsynlegar stofnanir til að
hlú að öldruðum?
Skattpíningarröflið
Nú sem endranær kveina lands-
menn undan of háum sköttum, og
vafalaust magnast þessar raddir
á næstu vikum, þegar skattseðl-
arnir taka að falla inn um bréfa-
lúgur heimilanna. Einkum mun
veröa kveinað hátt á siöum Morg-
unblaðsins, og verða þar flokks-
gæðingar ýmsir leiddir til vitnis
um að þeir eigi vart salt i graut-
inn né bensfn á Range Roverinn.
Auövitaö er okkur öllum þannig
farið aö gjarna vildum við sleppa
með minni skatta. Spurningin er
alls ekki um þaö. Spurningin hlýt-
ur aö hljóða upp á það hve mikla
opinbera þjónustu viljum við?
Hve miklar opinberar fram-
kvæmdir viljum við? Og þegar
við skoðum skattlagninguna frá
þessum sjónarhóli, þá veröur nú
reyndin sú, svona oftast, að skatt-
piningarvælinu linnir.
Þó verður þess að geta, að Al-
þýðusamband Islands, sá aðili
sem öðrum fremur hefur skyldur
við láglaunafólk, hefur talið að
skattar séu hér helst til háir, og
þvi talaö um að skattalækkanir
jafngiltu kjarabótum. Þessu við-
horfi er undirritaður ekki alls-
kostar sammála, og telur þennan
þátt kannski vafamestan i efna-
hagsráðstöfunum hinna „sléttu
skipta” frá um áramót.
Hve mikil er pínan?
En hve mikil er hún þessi skatt-
pining, sem menn eru að fjasa
um? Skv. þeim tölum sem ég hef
nýjastar voru tekjur hins opin-
bera rúm 34% af vergri þjóðar-
framleiðslu áriö 1980, og var það
sjónarmun lægra hlutfall en árið
áður. Þetta hlutfall hefur litið
hækkað á undanförnum árum og
má t.d. nefna aö árið 1975 voru
tekjur hins opinbera rétt tæp 34%
af vergri þjóðarframleiðslu það
ár. Þá var rikissjóður hinsvegar
rekinn með miklum halla, en var
hallalaus árið 1980.
Þáttur hins opinbera er semsé
um þriðjungur af þjóðarfram-
leiöslu, og hefur verið um nokkurt
árabil. Þetta kann mörgum að
þykja allmikið. En slikar
prósentutölur segja okkur litið án
samanburðar við eitthvaö annað,
t.d. samanburð viö hlut hins opin-
bera i öðrum löndum.
Ef við skoðum hlut hins opin-
bera i nálægum löndum kemur
strax i ljós að hann er þar nær
undantekningalaust allnokkru
meiri en hér á landi. A Norður-
löndum er hlutur hins opinbera i
vergri þjóöarframleiðslu frá ca.
40% upp i nær 50%, en það er i .
Sviþjóð. Hlutur hins opinbera i
þjóðarbúskapnum er þar þannig
nær 50% meiri en hér á landi.
Jafnvel i rikjum þar sem
ihaldsmenn eru viö völd, svo sem
I Bretlandi, þar er hlutur hins
opinbera heldur meiri en hérlend-
is, þrátt fyrir að járnfrúin
Thatcher hafi sett skattalækkanir
á oddinn i kosningabaráttu sinni.
Hvernig sem menn velta hinum
alþjóðlega samanburði fyrir sér
verður niðurstaðan sú aö skatt-
heimta á íslandi er i lægri kantin-
um miðaö við það sem gengur og
gerist um vestanverða Evrópu.
Samfélagsverkefnin
í ljósi skattpiningarvælsins hjá
ihaldinu er fróölegt aö skoöa hver
þau verkefni eru, sem flestir virð-
ast telja mikilvægast að hið is-
lenska samfélag takist á við. 1 því
sambandi er ástæða til að skoða
hvort þau eru á þvi sviði, að þeim
veröi sinnt með minnkandi opin-
berum umsvifum og aukinni
einkaneyslu.
Ég hygg að um það sé nokkuð
mikil eining i samfélaginu, að
meöal mikilvægustu verkefna
megi telja framkvæmdir i orku-
málum, þá bæði virkjun fallvatna
og jarðvarma til hitaveitna, átak
i samgöngumálum, þ.á m. varan-
lega vegagerð um landið, átak i
félagslegri þjónustu, einkum við
aldraða og fatlaða. Um mikilvægi
þessara verkefna eru allir stjórn-
málaflokkar sammála.
En öll þessi verkefni falla undir
starfsemi opinbera geirans, þau
eru hluti af opinberum fram-
kvæmdum, eöa af samneyslu.
I þessu ljósi verður krafan um
minnkandi opinber umsvif heldur
hjáróma, og jafnvel fáránleg.
Eða eru til i reynd svo harösvir-
aöir einkaneyslumenn aö þeir
telji mikilvægara að losa um fé
yfir i einkaneyslu, þannig aö viö
getum heldur keypt okkur lita-
sjónvarp en að byggja mjög svo
nauösynlegarstofnanir til aö hlúa
að öldruöum þegnum samfélags-
ins.
Það kann að virka harösvirað
að setja dæmið upp sem valkost
af þvi tagi sem hér er gert, en
þannig litur dæmið út i raun. Þaö
snýst um það hvernig þeim verð-
mætum sem við sköpum er ráð-
stafað. Þeim peningum sem ég
ráðstafa i að kaupa mér bil og
sjónvarp er ekki hægt aö ráðstafa
i að byggja dvalarheimili fýrir
aldraða.
Við verðum jafnan að velja, og
þegar valkostirnir eru lagðir fyrir
almenning á skýran hátt, þá er ég
þess fullviss aö ekki stendur á
vilja fólks til að greiöa skattana
sina.
Opinber sparnaður
Allt annar handleggur er svo
þaö, aö sú skylda hvilir jafnan á
hinu opinbera að gæta ýtrustu
hagkvæmni i allri meðferö fjár-
muna borgaranna, þannig að
skattatekjurnar skiii sér i mestri
mögulegri þjónustu við almenn-
ing.
Gagnrýnendur rikisvaldsins
hafa jafnan uppi þá gagnrýni að
þar sé illa farið meö fé, og haldið
uppi óeðlilega miklu starfsiiöi.
Oftertalað um að „duliö atvinnu-
leysi” sé að finna á Islandi, og þá
einkum af þvi tagi aö ofmönnun
sé viða i rikiskerfinu.
Þetta kann aö vera rétt I ein-
stöku tilfellum, en þaö heyrir þó
frekar til undantekninga. Ef við
tökum sem dæmi heilbrigöis-
stofnanir og skólakerfið, en þessir
þættir hins opinbera eru hvað
frekastir til mannaflans, þá er
miklu frekar kvartað undan þvi
að of lítill mannafli sé þar aö
starfi. T.d. er það viðurkennt aö
hlutfallið milli kennara og nem-
enda er hér viða óeðlilegt þannig
að bekkir eru allt of fjölmennir.
Aö visu er þaö svo að þegar
fjallað er um ofmönnun i rikis-
kerfinu, þá eru oftast nær nefndar
ákveðnar stofnanir, svo sem
Póstur og simi, Vegageröin og
nokkrar slikar. Til starfsemi
þeirra þekkir undirritaður allt of
litið til að leggja nokkurn dóm á
réttmæti slikrar gagnrýni. En ef
það reynist rétt aö rekstrarhag-
kvæmni sé þar ekki gætt, þá er
þaö stjórnsýsluverkefni aö koma
þvi i betra horf. En að draga af
slikum hlutum þá ályktun að það
eigi að minnka umsvif hins opin-
bera er hins vegar gjörsamlega
út I hött, þótt maöur heyri þaö oft-
lega gert.
Þ jóönýting
Einn er sá þáttur i opinberum
umsvifum sem fellur utan viö
umfjöllun um skattamál, og þaö
er bein eignaraðiid hins opinbera
að atvinnutækjum. 1 augum
ihaldsmanna er slikt allajafna af
hinu illa, nema hægt sé þá aö nota
hið opinbera til að púkka undir
einkareksturinn.
En að mati undirritaðs þá er
opinber þátttaka i atvinnulifi einn
af grundvallarþáttum þess að
þróa samfélagið i þá átt sem
sósialistar vilja.
A þetta er minnst hér af þvi að
oliufélög hafa að undanförnu ver-
ið til umræðu, einkum eftir að
Hjörleifur Guttormsson lét i ljós
áhuga á að stofna rikisoliufélag.
í framhaldi af þvi ritaöi Vil-
mundur Gylfason i Alþýðublaðiö
og lét i ljós þá skoöun að þaö sem
gera ætti væri að þjóðnyta oliufé-
lögin.
Og aldrei þessu vant þá er
undirritaður meira á iinu Vil-
mundar en Hjörleifs. Þjóðnýting
oliufélaganna er sjálfsagt mál,
enda er það tekið fram I stefnu-
skrá Alþýðubandalagsins að þau
beri að þjóðnyta.
---(-----------■—
Skjót vióbrögð
Þaó er hvimleitt aó þurfa ad
bíöa lengi meö bilad rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki. sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna seitum viö upp
neytendaþjónustuha - med
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
• • • RAFAFL
® Smiðshöfða 6
ATH. Nýtt símanúmer: 85955