Þjóðviljinn - 03.07.1981, Side 15

Þjóðviljinn - 03.07.1981, Side 15
Fimmtudagur 2. júli 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 frá Hringíð í síma 81333 kl. 9—5 alla daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Konur í sókn í kaupfélögunum Konur kvarta gjarna undan þvi að þær séu sniðgengnar á félagsmálasviðinu. Auövitað er það rétt. En orsakir eru til alls. Konur, sem bundnar eru viö heimilisstörf, eiga aö sjálfsögðu erfiðara um vik við að starfa ,,út á við” en karlar. Fram hjá þvi' verður ekki horft. En ým islegt fleira kemur til. Ég hef stundum dregið það i efa, svona með sjálfum mér, aö konur almennt kæri sig sjálfar nokkuð um breytingu. Skortir ekki á samstöðu þeirra sjálfra? Gætu þær ekki, þrátt fyrir allt.látið meira aö sér kveða i félags- lifinu, ef þæryfirleitt vildu það? Mér kemur i hug samvinnu- hreyfingin. Kaupfélögin eru öllum opin. Samt mun það svo, að tiltölulega fáar konur hafa verið i kaupfélögunum. Þær hafa látið karlmennina um það. Nokkur breyting hefur þó á þessu orðið i seinni tið. Til dæmis voru 18 konur fulltniar á aðalfundi SIS i vor. Þaö er svo sem engin feikna fylking, en þó hafa þær aldrei fyrr verið svo margar á þeirri samkomu. Af þessum 18 konum voru 7 frá KRON, 2 frá Kf. Suðurnesja, 2 frá KEA, og ein frá hverju eftir- talinna félaga: Kf. Hafnfirðinga, Kf. tsfiröinga, Sölufélagi A-Húnv., Kf, HUnvetninga, Kf. Skagfirðinga, Kf. Arnesinga og Kf. Svalbaröseyrar. Þetta er góð þróun þvi svo sannarlega eiga konur ekki siður erindi i kaupfélögin en karlmenn. „Afram, stelpur”. Hjólið endilega á gangstéttunum Ungur kennari hringdi og kvaðst ekki skilja sjónarmið gamals kennara sem komu fram i lesendabréfi i blaöinu i gær. Sá gamli var að fjand- skapast Ut i hunda og hjólreiða- menn á gangstéttum einkum og sér i lagi ef þetta tvennt færi saman, hundur og hjól. Kvaðst kennarinn ungihafabdið i Nor- egi undanfarinár og hafa hjólað þará gangstéttum sér og öörum aö skaölausu eins og annað fólk i . bænum þar sem hann bjó. Þetta var i Lillehammer en þar var leyft aö hjóla á gangstettum i fyrra. Gaf það mjög góða raun, slysum á hjólreiðamönnum stórfækkaði og nú eru allir ánægðir með fyrirkomulagið. I fyrstu var aö visu rekið upp ramakvein, sagöi kennarinn, en þær raddir hafa algjörlega hljóönað. Kennarinn vildi eindregið hvetja fólk til að hjóla á gang- stéttum, vitaskuld með tilhlýði- legri aðgát og samkvæmt að- stæðum imerju sinni. Það væri miklu ör ?ara og betra. Saga flamenco- tónlistar Söngur djUpsins nefnist fyrsti þáttur Guöbergs Bergssonar af þremur þar sem hann mun i tali og tónum fjalla um sögu flamencotón- listarinnar, uppruna hennar og eðli. Þættirnir verða meö vikumillibili, stundarfjórðung i hvert sinn. Sem kunnugt er hefur Guðbergur dvalist langtimum á Spáni og hefur mörgum íslendingum betur lagt sig eft- ir þjóðlegri menningu þar- lendra einsog oft hefur komið fram i fyrra efni sem hann hefur komiö fram með i fjöl- miðlum, þám. Þjóðviljanum. Guðbergur útskýrir eðli flamencotónlistarinnar. Útvarp P kl. 21.00 Hjalti Jón Ragnar tsaldursson í Kína og Frans A dagskrá kl. 21.00 i kvöld er þáttur HjaltaJónsSveinssonar „Það held ég nú.” Hjálti segist ætla að koma viða við i þættin- um i kvöld og halda sig mest fyrir utan landsteinana. Hann ætlar meðal annars að kynna fyrir hlustendum franska söngvarann Renaud og fjalla um dansmennt Fransmanna. Þá mun hann ræöa við Ragnar Baldursson sem undanfarin 5 ár hefur dvalist i Austurlönd- um, 3 ár i Kina og 2 i Japan. Mun Ragnar segja hlustend- um frá dvöl sinni þar eystra og hvernig sé að vera tslendingur á þeim slóðum. • Útvarp kl. 21.25 Umsjón: Ellý Ármannsdóttir og Eik Gísladóttir KARTÖFLUÞRYKK Skerðu í sundur stóra kartöflu og búðu til stimpil. Dýfðu sfðan kartöflunni f lit, best er að hella litnum á svamp sem látinn er á undir- skál, þar sem verður hæfilega mikill litur á kartöflunni. Hægt er að nota þekiuliti, en gaman er að nota tauþrykks-liti sem fást í sumum málningarvöruverslunum (því miður dýrir), en með þeim er hægt að þrykkja á nær- boli, sem má síðan þvo án þess að myndin þín hverfi. Einnig má nota lauk. Barnahorniö

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.