Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. júll 1981
bókmenntir
Einar Már Guftmundsson:
Róbinson Krúsó snýr aftur
IOunn 1981.
Athyglisvert er ljóöiö „Heimsókn” þar
sem viöræöur skálds og ljóös eru settar á
sviö. Einar Már Guömundsson er I hópi
þeirra ungu borgarlifsskálda sem fara aö
ýmsu leyti nýjar leiöir I vali yrkisefna en
þó einkum í málnotkun. Þetta er kannski
fyrsta skáldakynslóöin hér á landi sem elst
upp sem hreinræktuö borgarbörn án hinna
lifseigu og rómantisku tengsla við sveitina
og náttúruna. Viöhorf þessara ungu skálda
eru i takt viö upprunann. Þau eru rótlaus,
tortryggin I garö viötekinnar menningar og
valdakerfis, viröast oft hundleiö á lifinu en
eru stundum reiöubúin til aö ganga til móts
viö gráa tilveru og njóta hennar eftir því
sem kostur er.
1 áðurnefndu ljóöi segist skáldiö vera
oröiö leitt á „þjóölegum kvæöum um fjöll
og firöi” og þaö hefur fengið nóg af „bæna-
stundum með réttlætinu”. Þaö „ætlar ekki
aö halda áfram aö skjóta/örvum af
gráhæröum streng atómskáldanna”. Ljóðiö
ráöleggur honum meö visun til ljóös eftir
Sigfús Daöason aö fá sér byssuleyfi (hvers
vegna þessa skriffinnskuhlýöni? Sigfús
sagöi: Taktu þér skammbyssu i hönd!) og
„einhver mun liggja vel viö skoti” eins og
Sigfús sagöi. Annars eru þessar viöræöur
viöa loönar og visunin ekki kænlega notuð i
ljóöinu. Ljóö eftir Sigfús endurómar lika i
ljóöinu „allt þetta hefur samt hvarflað aö
okkur” / og reyndar viöar. Einar Már heföi
getaö valiö sér verri meistara, en vel er það
lika skiljanlegt aö hinum ungu bömmerum
þyki oröiö timabært aö rifa sig frá arfi at-
ómskáldanna, enda hefur veröldin breyst
talsvert á siöustu 30 árum.
í þessu sambandi verö ég aö minnast á
ljóöiö „aö gera hiö fjarstæöa mögulegt”
sem mér finnst harla gott ljóö i heild sinni
og sýnir að Einar Már er alvarlega þenkj-
andi um skáldskapinn og vandamál hans.
Skáldakynslóöin sem nú er á þritugsaldr-
inum sértimana fyrir 30 árum meö öörum
augum en gamla fólkiö. Aö viöbættri eigin
tilverurevnslu veröur útkoman á borð viö
það sem við sjáum I ljóöinu „vorkvöld i
reykjavik”:
Þaft snarkar í sjónvarpinu
enda er víst verift aft drepa mann
á skerminum
Ileit
að stuði
i mið-
bænum
Einar Már Guðmundsson
og skot ríftur af i myrkrinu
og bifreift brunar úr sundinu
en bráftum kemur löggan.
Þetta er bandarisk biómynd
frá árinu nitjánhundruftfimmtiuogeitt
þegar hamingjan stjórnaði heiminum
og réttlætift sigrafti aft lokum
(bls. 11).
Bömmer borgarlifsins kennir rækiiega á
sjálfum sér reynslunnar af tilverunni i
borginni, jafnt guöaveigum sem dreggjum:
vini, hassi, stuöi, timburmönnum. Og
nákomnustu vistarverur hans eru diskótek,
bar og ibúö sem er „ruslatunna sam-
kvæmislifsins / þar sem hlátur hinna
drykkfelldu / hefur storknaö i loftinu”. Til-
veran er svona og ekki sérlega ljúf og
björt, eöa eins og segir i ljóöinu „bömmer
II”:
i timbruftu húsnæfti
er höfuft mitt herbergi
þar sem nóttin fellur
dómur i æviniangt fangeisi
og hjartaft er innstunga
heilinn diskótek þar sem
plötusnúöurinn hefur klikkast
eftir oflanga vöku efta bad tr-p
tónarnir hækka
óviftráftanlegt iskur
augnabiiki fyrir bilslys
(18).
Þetta eru nú þættir i lifi bömmersins, og
ekki er hægt aö segja aö hann sé aö kvarta.
Hann horfir meö vorkunnsemi til gömlu
skólasystranna sem fóru leiö borgaralegs
velsæmis og lifa i „friðsamlegri sambúö
raðhúsanna”, svo sem segir i ljóöinu „in
memoriam”. Þó að stefnumark bömmers-
Eysteinn Þorvaldsson
skrifar
ins sé óljós og reikandi, þá er vist að
„hamingjan er ekki hjónarúm” aö hans
áliti.
Náttúran i allri sinni dýrö hefur verið
eldri skáldakynslóöum óþrjótandi efni-
viöur. Ungu borgarlifsskáldin og þar meö
Einar Már eiga ekkert vantalaö viö náttúr-
una, þau flla hana ekki lengur, svo aö notaö
sé málfar þeirra.
..ég er orftinn leiftur á fegurftinni
sólin vorift og jöklarnir mega vera
I frifti
dýr og jurtir hef ég afteins séft i
frystihóifum stórverslana...
segir i ljóöinu „heimsókn”. Tengslin viö
náttúruna eru endanlega rofin og sundur-
bútun tilverunnar er hlutskipti hins firrta
borgarlifs. En þessi nöturlega útmálun,
sem ýmsu gömlu fólki finnst trúlega
allhrikaleg, ætti aö leiða hugann aö nýjum
vandamálum samtimans og nýjum viö-
fangsefnum skálda.
Málfar i ljóöum þessum er sums staöar
vandað og nokkuö upphafiö. En vissulega
tekur Einar Már þátt i þeim tilraunum sem
ung skáld gera til að hleypa nýju lifi i
skáldamáliö. Þessari viöleytni fylgir stund-
um kerskni og hótfyndni sem hætt ér við aö
veröi þreytandi til lengdar. Þaö er djókaö
meö allan fjandann, en irónian getur gat-
slitnað eins og annaö viö of mikla notkun.
Tilraunir meö nýja tjáningartækni og nýjar
myndir eiga þó alltaf rétt á sér og geta leitt
til góöra verka þó að stundum sé skotiö yfir
markiö.
Einar Már Guömundsson sendi út tvær
ljóöabækur i fyrra. Sumt i þeim gaf fyrir-
heit um aö hér væri nýstárlegt skáld i upp-
siglingu. Þau fyrirheit hafa tæplega ræst
meö þessari bók. E.t.v. fer hann of hratt af
stað, gefur sér ekki nægan tima til aö fága
og skera niöur. Sum hinna irónsku smá-
ljóöa i bókinni „Er nokkur i kórónafötum
hér inni?” voru myndvís og býsna bein-
skeytt. I þessari nýju bók er allt annar still
uppi og viöa fjasaö aö óþörfu eins og t.d. I
bernskuminningarianglokunni „ég hugsa
um þig”. Hvort Einar Már veröur eilifur
bömmer skal ósagt látiö, en þessi nýja
ljóöabók hefur a.m.k. ekki rainnkaö þá for-
vitni sem bundin er viö áframhaldandi yrk-
ingar hans. Eyþ.
sunnudagspistíll
DOMSDAGUR NU
Þegar búið er að tala
mikið um eina kvikmynd
er líklegra en ella að hún
valdi áhorfanda von-
brigðum þegar hann loks-
ins glápir á hana á tjaldi.
Kannski er þetta ein skýringin
á þvi hvernig þessum áhorfanda
hér var innanbrjósts eftir að
hann hafði séö rækilega fjöl-
miölaöa kvikmynd Coppola,
Dómsdagur Nú.
Þó nægir hún ekki.
Sjónarspil
Vitanlega er myndin eftir-
minnileg fyrir ýmissa hluta
sakir. Tökum dæmi af þvi,
þegar bandarisk áhlaupasveit
sem fer um I þyrlum kemur aö
leggja i eyöi vietnamskt þorp,
sem er undir rauöum fána. Þaö
er mikil sjón aö sjá þyrlusveit-
ina, sem veröur meö hugvit-
samlegri myndatöku, litameö-
ferö og sjónhorni aö fullgildum
skrýmlaflokki úr þeirri heims-
slitabók, Opinberunarbókinni,
sem myndin er kennd viö. Og
Ragnarakamúsik Wagners
glymur úr hátölurum.
Sjálf árásin á þorpiö er
kannski þaö sem myndin kemst
næst veruleika Vietnamstriös-
ins sjálfs. Þar er aö minnsta
kosti afar skýrt framdregnar
þeir andstæöur sem lærdóms-
rikar hafa oröið úr Vietnam-
striöi: Annarsvegar firnaleg
hervél, sem hefur gnótt af öllu,
en er rekin af mönnum sem eru
fullkomlega siövilltir og ráö-
villtir og vita ekki hvar þeir eru
staddir eöa til hvers andskotans
þeir eru hér. Og geta tekiö upp á
hverju sem er: vitanlega er þaö
fáránleg hugmynd aö þyrlu-
sveitarforinginn vill efna til
brimreiöar I miöjum djöful-
skapnum: en einhvernveginn
— eða
Það var
flott þegar
þeir réðust
á þorpið!
Herforinginn óþægilegi og sá sem á aft kála honum: Hvaö er hinn
fullkomni atvinnuhermaftur?
smeiiur sú hugmynd saman viö
annan fáránleika I þessum
hernaöi. Annarsvegar, sem-
sagt, hernaöarvélin firnalega.
Hinsvegar Vietnamarnir, þeir
Árni
Bergmann
skrifar
„innfæddu”, Charlies, sem af
sýnilegum vanefnum þurfa að
mæta gifurlegum eyöingar-
mætti, en vita vel (eöa þaö
grunar okkur, þótt viö aldrei
sjáum þetta fólk þannig aö viö
getum virt þaö fyrir okkur né
heyrum til þess) af hverju þeir
berjast: þeirra biöur ekki annaö
en sigur eöa dauöi.
Ofhlæði
En samt er eitthvaö ófull-
nægjandi einnig viö þessi eftir-
minnilegu atriöi. Eitthvaö sér-
kennilegt ofhlæöi viö allan
glæsileikann og hugvitiö i
myndatöku, klippingu, i áhrifa-
brögöum. Ofhlæöi sem eins og
drepur skelfingunni á dreif og
veröur þar meö nokkrum hætti
ósiftlegt.
Eöa svo ég nefni dæmi um
áhrifin til aö skýra hvaö ég á
viö: I hléinu sagöi einn táningur
viö annan: Þaö var sko flott
maöur, þegar þeir réöust á
þorpiö.
Er Vietnamstriöiö flott efni?
Sjálfskoðun
Heimkoman, Hjartarbani og
Dómsdagur, þessar þrjár Viet-
nammyndir, eru allar mjög
fróölegar. En ekki um Vietnam-
striðiö. Ekki meö þeim hætti
sem Orrustan um Alsír (var hún
ekki frönsk-itölsk?) var um for-
endur þess þjóöfrelsisstriös,
hreyfilögmál þess, grimmd þess
og um leiö óhjákvæmileika.
Heimkoman er sér á parti — þar
er Vietnömum ekki ætlaöur
neinn staöur. I Hjartarbana
hafa þeir breyst i sögulausar
táknverur sem stunda rúss-
neska rúlettu — veruleikinn er
óralangt undan. Sjálfskoöun
Amrikanans er þaö eina sem
skiptir máli. Charlie er
óskiljanlegur hvort sem er og
best aö hugsa sem minnst um
hann.
Eins gerist I Dómsdegi. Eftir
þá snertingu viö veruleikann
sem árásin á þorpiö er, hverfur
Coppola inn á annaö sviö. Þaö er
veriö aö leita aö afreksmanni I
hermennsku, Kurtz (Marlon
Brando) sem hefur látiö taka
sig til höföingja og guös yfir
villiþjóö I Kampútseu. Þaö er
fariö lengra og lengra inn I
frumskóginn og æ lengra frá
þeim aöstæöum sem hægt er aö
festa viö ákveðinn tima og rúm.
Stef úr annarri sögu eru tekin
upp: viö lifum á timum hinnar
miklu blöndu á staönum. Feröa-
lagiö upp ána og inn I frumskóg-
inn er sjáifsagt táknræn ferö inn
i myrkviöi mannshugans. Þar
situr Marlon Brando herfilegur
ásýndum og tuldrar kvæöi eftir
Eliot: Viö erum holir menn,
uppstoppaöir, toppstykkiö fyllt
meö hálmi.. Rotturnar tipla á
brotnu gleri i vorum jiurra
kjallara.. Allt I kring eru lik
og afhöggnir hausar.
Á ystu nöf?
Velviljuð túlkun gæti veriö:
Ja, Kurtz hefur gengiö á enda
röksemdaveg striösins. Hann er
ekki hálfvolgur lengur, hann vill
fullkomna verkiö, hann vill
morðiö algjört. Niðurstaöa af
leiöangri útsendarans (Martin
Sheen) sem á aö drepa kauöa
áöur en hann gerir fleira illt af
sér, er kannski þessi: Kannski
hefur Kurtz eitthvaö til sins
máls, kannski er hann skárri en
ruglukollarnir sem reka sinn
skriffinnskuhernað. En þegar
betur er aö gáö: hinn fullkomni
hermaöur, sá sem spyr um
árangur einn, hann er geöbil-
aöur glæpamaður, viö veröum
aö losa okkur viö hann.
Skreytilist
Kannski. Ég veit þaö ekki.
tJtfærslan á þeim sérheimi sem
Kurtz hefur komiö sér upp getur
eins boöiö upp á allt annan
skilning. Og kannski gerist þaö
fyrst og siöast, aö þaö ofhlæöi,
sem áöur var minnst á, drepur
öllum skilningi á dreif. Ofhlæöi I
spjótum og örvum og dularfull-
um byggingum og i likum og
hausum. Skelfingin, sem stilaö
er upp á, hefur umhverfst i
skreytilist: jamm, segir áhorf-
andinn, svona fara þeir að
þessu. Merkilegt. Og samtals-
brot eða einræöur þeirra höfuö-
persónanna, Kurtz og útsendar-
ans, sem eiga aö magnast af
blóöi og viöbjóöi I einhverja
nýja stærö handan viö venju-
legar viömiöanir, mikiö detta
þau orö eitthvað dauö niöur.
Jafn áhrifalitiö og þab er til
mikils ætlast af þeim.
Kannski er Vietnamstriöiö,
þegar allt kemur til alls, ekki á
meöfæri Bandarikjamanna?
Ekki enn. Kannski þarf þriöji
aöili aö koma til, hver veit?