Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júli 1981
st jornmal á sunnudegi
Svavar Gestsson
skrifar
Jafnaðarstefna, sósíalismi
hér
£
A undani'a"num árum hefur
Þjóöviljinn flutt lesendum sinum
mikinn fróöleik um stjórnmála-
ástandiö i Frakklandi. Hefur
blaöiö notiö þess aö hafa á rit-
stjórn sinni mann eins og Ama
Bergmann, en auk Ama hefur
Einar Már Jónsson skrifaö mikiö
um frönsk stjórnmál i Þjóö-
viljann. Alltfrá vorinu 1968 hefur
lesendum Þjóöviljans verið opinn
heimur franskra stjórnmála i
skrifum Einars Más og á hann
miklar þakkir skildar af hálfu
okkar lesenda og starfsmanna
blaðsins f gegnum tiðina fyrir
greinar sínar og fróöleik um
fronsk stjómmál.
1 þessum skrifum Þjóðviljans
hefur kennt margra grasa og
veröur engin upprifjun sett fram
hér á þessum blöðum, en á það
skal minnt, hér, aö Þjóðviijinn
hefur í þessum efnum haft sér-
stööu meðal islenskra blaöa.
önnur blöð hafa ekki sýnt stjórn-
málaþróun Frakklands jafnmik-
inn áhuga. Það var þvi vissulega
fagnaöarefni þegar fleiri bættust i
hópinn f vor, eftir að Alþýðu-
bandalagiö sendi Mitterrand
heillaóskaskeyti. Serslaklega var
athyglisvert aö Alþýöuflokkurinn
skyldi allt i einu öölast áhuga á
frönskum stjórnmálum : þessum
áhuga ber að fagna enda þótt
framlag Alþýöuflokksins til um-
ræðunnar fram að þessu hafi
verið skelfing ómerkilegt. Al-
þýðuflokkurinn hefur einkum
reynt i þessari umræðu aö sverta
Alþýðubandalagið til þess aö
sanna aö i raun séu Alþýöu-
flokkurinn og Franski sósialista-
flokkurinn eitt og hiö sama. Til
þess aö ná enn lengra á þessari
braut hefur Jón Baldvin nd tekið
að sér þaö verkefni aö þýöa
sósialdemókratapóst viösvegar
aödr heiminum og er það raunar
ekki i fyrsta sinn sem Alþýöu-
flokkurinn á íslandi lltur fremur á
sig sem deild Ur 2. alþjóöasam-
bandinu en sem islenskan stjórn-
málaflokk.
Alþýöuflokkurinn hefur allt frá
fyrstu árum tilveru sinnar sótt
upphefö sina aö utan og gildir þá
eiiiu hvort uin hefur veriö að ræða
2. alþjóöasambandiö, bandariska
'sendiráöiö eöa danska sósial-
demókrataflokkurinn. Þau mál
veröa ekki gerð aö umtalsefni
hér, heldur nýtilkominn áhugi Al-
þýðuflokksins á franska sósial-
istaflokknum. Enginn myndi
fagna þvi innilegar en islenskir
sósialistar ef Alþýöuflokkurinn
sneri við af þeirri braut
hægristefnu sem hann hefur
markaö sér á undanförnum árum
— en þvi miöur sýnist ekki von á
sllkum sinnaskiptum á næstunni.
t Þjóöviljanum föstudaginn 10.
birti Hjalti Kristgeirsson grein
um stefnuskrá franska sósialista-
flokksins, „Project
socialiste”. 1 greininni skýrir
Hjalti margt vel og það vekur at-
hygli meö hvaöa oröum franskir
sósialistar fjalla um vandamálin
og þar er aö finna orö og setn-
ingariumræöu um þjóöfélagsmál
sem einungis eru notaöar af
islenskum sósialistum hér á
landi, en ef Alþýöuflokkurinn
ætlar aö gleypa franska
sósialistaflokkinn veröur hann aö
Mauroy, Mitterrand: Tekin stefna á aösameina franska vinstrimenn
breyta stefnuskrá sinni i grund-
vallaratriðum. Eöa hvar er talaö
um arörán i' stefnuskrá Alþýðu-
flokksins? Svar: Hvergi. Hvar er
minnst á stéttaandstæöur i
stefnuskrá A lþýöufl okksins?
Svar: Hvergi.
Hvar er minnst á auðvaldiö,
kapitalismann, i stefnuskrá Al-
þýöuflokksins?
Svar: Hvergi.
Hvar er minnst á sósialisma I
stefnuskrá Alþýöuflokksins?
Svar: Hvergi.
En það er kannski ekki von aö
þetta sé aö finna i stefnuskrá Al-
þýðuflokksins meö tilliti til for-
tiðar hans i stjórnmálalifi Islend-
inga og a.thafna hans á við-
reisnarárunum.
En hefur Alþýðuflokkurinn lært
nokkuö siöan? Hvernig bregst
hann viö kosningasigri eða ósigri i
kosningum? Hvernig bregst hann
við i' stjórnarsamstarfi? Hvernig
bregst hann við i stjórnarand-
stööu? Áöur en þessum spurn-
ingum verður svarað veröur vikið
aðeins aö þvi hvernig franski
sósialistaflokkurinn bregst viö
st jórnmálatiöindum.
t lok sjötta áratugsins var
franska deildin i 2. alþjóöasam-
bandinu, SFIO, eöa franski
sösialdemókrataflokkurinn, i
rúst. Niöurlæging flokksins varð
dýpst i forsetakosningunum 1969
þegar Gaston Deferre fékk aöeins
5.01% atkvæöa, en kommiinista-
flokkurinn fékk i sömu kosningum
nokkuð yfir 20% atkvæða.
Francois Mitterrand og nánustu
samstarfsmenn hans drógu þá
ályktun af niöurstööum sjöunda
áratugsins aö þeir yröu að stofna
nýjan flokk i stað þess flokks sem
kenndi sig jafnan við 2. alþjóöa-
sambandið, flokk sem færi aðrar
leiöir en sósialdemókrataflokkur
Mollets sem sá sina skyldu
fremsta i' þvi aö starfa gegn
öðrum vinstrimönnum i Frakk-
landi. Hugsjón hans snérist um
„þriöja afliö” i' frönskum stjórn-
málum. Sd hugsjón var dauöa-
dæmd og þess vegna lögöu
Mitterrand og samstarfsmenn
hans áherslu á að undirstrika
andstæðurnar og jafnframt aö
sameina vinstrimenn gegn hægri-
blokkinni.
Nýr flokkur varö til: Flokkur
sósialista, Parti Socialiste, sem
1971 samþykkti stefnuskrá sem
grundvailaöist á einingu vinstri-
manna. Francois Mitterrand var
kosinn formaöur flokksins á
Epinay-þinginu. Stefna flokksins
miöaöist og miöast viö endur-
nýjun vinstrihreyfingarinnar og
meö þessari stefnuskrá skipaði
Sósiaiistaflokkurinn sér lengst til
vinstri allra vestur-evrópuflokka
innan 2. alþjóðasambandsins.
Þar meö hafnaði flokkur
sósialista fhaldssamstaríi undan-
farandi áratuga og lagöi á þaö
höfuöáherslu aö sameina vinstri-
menn. Þaö var þessi stefna — ein-
ingar vinstrimanna — sem vann
sigur I si'öustu kosningum i
Frakklandi. Flokkur sósialista
hefur nú einn meirihluta i þjóö-
þinginu, en flokkur kommdnista á
aöildaö riltisstjórn landsins engu
að siöur. KommUnistar töpuðu
fylgi i kosningunum vegna þess
að þeir brugöust einingarstefn-
unnisem flokkurinn hafðiþó talað
fyrir lenguren allir aðrir flokkar.
En litum noröur eftir hnettinum
á ný — til tslands. Hvernig bregst
Alþýöuflokkurinn við ósigri i
kosningum, álika áfalli og SFIO
varð fyrir i Frakklandi 1969?
Viðbrögðin
við ósigri
1971 tapaði Alþýðuflokkurinn
nær öðrum hverjum þingmanni
sinum eftir samstarf við Sjálf-
stæöisflokkinn, atvinnuleysi,
landflótta og álsamninga.
Vinstrimenn hófu stjórnarmynd-
unarviöræöur. Alþýöuflokknum
var boöin aðild að þeim viö-
ræðum. Hann neitaði vegna
stefnu hinna flokkanna i land-
helgismálinu, en hún var fólgin i
þviaö landhelgina skyldi færa Ut i
50 sjómilur og að nauðungar-
samningunum við Breta og
Vestur-Þjóðverja yröi sagt upp.
Alþýöuflokkurinn hélt þvi fast viö
þá stefnu sem hann mótaði með
Sjálfstæöisflokknum, uppgjafar-
stefnuna i' landhelgismálinu.
Þannig brást Alþýöuflokkurinn
við ósigrinum voriö 1971. Ekki
tókst Alþýöuflokknum að rétta
hlut sinn i kosningunum 1974 og
enn hafnaði hann vinstra sam-
starfi. „Farið hefur fé betra”,
sagöi formaður þingflokks Al-
þýöuflokksins þegar slitnaöi upp
úr vinstristjórnarviðræðunum.
Þannig brást Alþýöuflokkurinn
við ósigri 1974.
Viðbrögð
við kosningasigri
Aðdragandi kosningabarátt-
unnar 1978 var býsna óvenju-
legur. Björn Jónsson, þáverandi
forseti Alþýðusambands Islands
réði úrslitum um afstöðu Alþýðu-
flokksmanna i verkalýösbarátt-
unni um veturinn og vorið. Al-
þýðuflokkurinn vann stórfelldan
kosningasigur. Alþýöubandalagiö
lika. En Alþýöuflokkurinn
strekkti yfir til ihaldsins og það
var ekki fyrr en eftir átta vikna
þóf aö þaö tókst aö draga hann
nauðugan til stjórnarsamstarfs.
Strax á 2. fundi þeirrar rikis-
stjórnar lagöi Alþýöuflokkurinn
fram kröfur um kauplækkun —
hann stefndi yfir til Ihaldsins.
Viðbrögð
í ríkisstjórn
1 vinstri stjórninni gerði Al-
þýðuflo.kkurinn itrekaðar til-
raunir til þess aö sveigja stefnu
stjórnarinnar yfir á viðreisnar-
brautir með kauplækkunar-
tillögum sinum og frumvörpum
um aögeröir I efnahagsmálum.
Þessum frumvörpum og
tillögum var yfirleitt hafnaö —
vegna afstööu Alþýðubandalags-
ins. Alþýöuflokkurinn náði ekki
yfir til ihaldsins fyrr en eftir
þrettán mánuöi. Þá ákvað
flokkurinn aö fórna annars
sterkri málefnalegri stööu vinstri
manna með þvi aö sprengja
stjórnina og ganga til ihaldsins.
Alþýðuflokksforystan henti á haf
út ýmsum málaflokkum sem gott
samstarf haföi tekist um i vinstri
stjórninni — og rauf ásamt Sjálf-
stæöisflokknum þing og efndi til
kosninga.Tilgangurinn með þing-
rofinu var sá að ryöja nýrri við-
reisnarstjórn brautina. Þaö mis-
tókst. Þannig brást Alþýöu-
flokkurinn við i ríkisstjórnarsam-
starfi með öðrum en Sjálfstæöis-
flokknum 1978-1979.
Viðbrögð
í stjórnarandstöðu
1 stjórnarandstööu hefur Al-
þýöuflokkurinn lagt á það megin-
áherslu að nauösynlegt sé að
halda Alþýðubandalaginu fyrir
utan stjómkerfiö. Talsmenn Al-
þýðuflokksins hafa i blaða-
greinum og viöar haldið þvi fram
að nauösynlegt sé aö „einangra
Alþýðubandalagiö”, rétt eins og
krafist var á kaldastriðsárunum.
Alþýöuflokkurinn hefur tvivegisá
undanförnum sjö mánuðum ætt
fram á vigvöllinn með kröfur um
myndun þriflokkastjdrnar sem
heföi i' rauninni þaö markmiö eitt
aö halda Alþýöubandalaginu utan
stjórnkerfisins. Þessar atlögur
Alþýöuflokksins hafa mistekist —
enginn hefur áhuga á þvi að vinna
með flokki i rikisstjórn sem hefur
það aö yfirlýstu markmiði aö
hann sprengi stjórnina fái hann
ekki öllum sinum vilja framgengt
enda þótt hann hafi aðeins um
sjötta part kjósenda á bak við sig.
Jafnframt birtist pólitik Alþýöu-
flokksins i' stjórnarandstööu i
kröfum Jóns Baldvins og og Vil-
mundar um algera yfirstjórn
peningaaflanna yfir daglegu lifi
fólksins. 1 þeim efnum má ekki á
milli sjá hvor gengur lengra i of-
stækinu, leiöarahöfundur Alþýðu-
blaösins eða Hannes Hólmsteinn.
Þannig bregst Alþýöuflokkurinn
viö i stjórnarandstööu
Margar undan-
tekningar —
sem betur fer
Enginn má skilja orð min svo
að ég fagni þessari öfugþróun Al-
þýöuflokksins. Þvert á móti ber
aö harma hana. Hitter þó ljóstaö
sósialistar geta ekkert sótt til Al-
þýöuflokksins — og hafa raunar
ekki getaö siðan Hannibal var
rekinn foröum. Þess vegna hefur
þaö á siðari árum komiö i hlut Al-
þýöubandalagsins að halda uppi
merki jafnaðarstefnunnar, sósia-
lismans, á Islandi. Alþýðubanda-
lagið leggur áherslu á róttækt
andsvar við kreppueinkennum
kapitalismans.
Alþýöubandalagið hafnar
frumskógarlögmálum markaðar-
ins og peningahyggjunnar. Al-
þýðubandalagið leggur áherslu á
félagslegar úrlausnir en hafnar
úrlausnum einkagróöaaflanna.
Alþýöubandalagiö er reiöubúið til
aö verja ávinning stéttarbaráttu
liöinna áratuga i samvinnu og
samstarfi við aðra aðila — eins og
núverandi nkisstjórn er gleggst
dæmi um. Það er þó ekki aðeins
um aö ræöa vörn, heldur einnig
sókn á mörgum sviöum félags-
legra réttindamála, sem ekki
veröa rakin hér aö sinni.
Hér á undan voru rakin nokkur
dæmi um viðbrögö Alþýðuflokks-
ins hvort sem hann er i stjórn eða
stjórnarandstöðu, hvortsem hann
vinnur kosningasigur eða tapar
kosningum. Flokkur sósialisla i
Frakklandi ákvað að snúa sér frá
hægristefnu 2. alþjóöasambands
ins að þvi aö sameina franska
vinstrimenn er hann tapaði
hverjum kosningunum á fætur
öörum á arunum fram til 1969 og
þrir flokksmenn af hverjum
fjórum lögöu á flótta. Flokkur
sósialista i Frakklandi brást
þannig viö kosningasigri sinum
1981 að hann tók kommúnista og
vinstri radikala meö I rikisstjórn
enda þótt fiokkurinn hefði einn
meirihlutai þjóðþinginu. Flokkur
sósialista i Frakklandi vann i
stjórnarandstööu frá 1971—1981
sleitulaust aö þvi aö sameina
vinstrimenn — einnig eftir að
kommúnistaflokkurinn rauf það
samstarf sem áöur haföi tekist.
Þannig er grundvallarmunur á
viðbrögðum flokks sósialista og
Alþýðuflokksins — enda kemur
það engum á óvart sem þekkir
stefnu þeirra beggja. Verður það
ekki tiundaö hér, en minnst á aö
meginstefnumál franska sósia-
listaflokksins er full atvinna og
hann hafnar „mónetarismanum”
og neitar að aðskilja baráttuna
gegn verðbólgu og gegn atvinnu-
leysi. 1 öllum þessum mála-
flokkum er stefna Alþýðuflokks-
ins á Islandi allt önnur.
En það væri beinlinis
ósanngjarnt að ljúka þessari
grein án þess að geta þess sem vel
er gert: Alþýðuflokksmenn starfa
margir vel i verkalýöshreyfing-
unni og i bæjarstjórnum — einnig
iborgarst jórn Reykjavíkur. Þetta
fólk sem starfar vel og af miklum
heillindum má ekki draga i dilk
með sprengjuliöinu. En þessi
hópur fólks fær engu að ráða um
stefnumótun Alþýöuflokksins frá
degi til dags: þessu fólki var stillt
upp viö vegg þegar sprengjuliðiö
ákvaö aö ganga út úr vinstri
stjórninni haustið 1979 og þvi var
nauðugur einn kostur, — sá, að
láta undan kröfum sprengiliðsins.
Þetta fólk er ekki ánægt meö
leiðara Jóns Baldvins og Vil-
mundar, árásir þeirra á Ásmund
Stefánsson eöa liðsinni þeirra við
kröfum Læknaþjónustunnar — né
Sjafnarmálin i borgarstjórn. Ég
fullyröi og þekki þaö raunar af
eigin reynslu og samtölum viö
fjölda fdlks aö mikill hluti þeirra
sem studdu Alþýöuflokkinn 1978 á
enga samleiö meö núverandi
forystu hans. Mikill meirihluti
þessa fólks á samleið með Al-
þýöubandalaginu, sem eittflokka
hefur lagt rækt viö aö halda fram
i orði og verki hugsjónum
jafnaðarstefnunnar, sósia-
lismans, á Islandi,