Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18,—19. júll 1981
ritstjórnargrein
Meirihlutaeign er
þj óðarnauðsy n
Það hefur veriö kjörorö Al-
þýöubandalagsins aö allt at-
vinnulíf á íslandi skuli lúta is-
lensku forræöi. Flokkurinn hef-
ur aldrei útilokaö samstarf viö
útlendinga við vissar aðstæöur,
en settþau lágmarksskilyrði, að
samstarf viö erlenda aöila um
atvinnustarfsemi hérlendis
byggðist á meirihlutaeign ís-
lendinga, islenskum lögum og
lögsögu islenskra dómstóla. Sú
stefna sem mótuö var i ráð-
herratiö Magnúsar Kjartans-
sonar 1971 til 1974 hefur notiö æ
meira fylgis innanlands eins og
giöggt kom fram á orkuþingi i
vor. Nýveriö hafa Framsóknar-
menn sett fram hugtakið „virk
islensk yfirráð”, sem i raun er
aö megininntaki hin mötaða
stefna Alþýöubandalagsins um
„islenskt forræði” i atvinnulif-
inu.
Aörir hafa andæft þessari
skoöun á þeim forsendum aö
meirihlutaeign sé ekkert úr-
slitaatriöi i samstarfi við aðila
sem ráða mikilvægum þáttum i
rekstrinum, svo sem aöföngum,
tækni og sölu. Meirihlutaeignin
skapi Islendingum aöeins aukna
áhættu, en hafi ekki i för með
sér islenskt forræði eöa virk yf-
irráð. Margvisleg reynsia, m.a.
af viöskiptum við Alusuisse,
hefur leitt til þess aö trú manna
á nauðsyn meirihiutaeignar
hefur styrkst.
ÍSAiL og ALUSAF
Herum saman ÍSAL á tslandi
og ALUSAF i Suður-Afriku meö
hliösjón af þýöingu meirihluta-
eignar. Hér er um að ræöa ál-
bræöslur af svipaöri stærö,
byggöar á sama tima, og hrd-
efni — súrál og anóður — fengu
þær frá sömu stöðum og frá
sama aöila, ALUSUISSE. Mun-
urinn er sá, aö Alusuisse á tSAL
100%, en rikisstjórn Suður-Afr-
iku á öruggan meirihluta i ALU-
SAF, eöa 67% á móti 18% i eigu
Alusuisse.
A svipuðum tima og vart
veröur hækkunar i hafi á súráli
til tSALS, eða 1974 og siðar,
hækkar einnig súrálsverð og an-
óöurverö til ALUSAF. Þetta
sætti rikisstjórn Suður-Afriku
sig ekki við og sagði upp samn-
ingunum viö Alusuisse, eftir aö
slitnaði upp úr tilraunum til
samkomulags, og bauö súráls-
viöskiptin út. Suður-Afrika fékk
samning við Alcoa um súráls-
kaup til langs tima á miklu
lægra verði en Alusuisse hafði
selt á. Ekki nóg með þaö. ALU-
SAF hætti einnig aö kaupa raf-
skaut — anóöur — af ALU-
SUISSE og setti upp eigin raf-
skautaverksmiðju. Súráls-
ágreiningurinn fór fyrir geröar-
dóm Alþjóðlega verslunarráðs-
ins i Paris og lyktaöi honum 1977
með dóm Suður-Afriku i vil.
iSALer pappirsgagn
Islenska rikisstjórnin er i allt
annarri stöðu, gagnvart ALU-
SUISSE. „ÍSAL er að sjáifsögðu
að öllu leyti i eigu Alusuisse,
sem gctur nákvæmlega stjórnað
gerðum fyrirtækisins og hvers-
kyns samningum sem það ger-
ir”, segir i lögfræöilegri álits-
gerö D.J. Freeman & Co. Jafn-
vel þótt Alusuisse hafi hlunnfar-
iö islenska rikiö hvaö snertir
orkuverö, súrál, rafskaut og
e.t.v. einnig fjármagnskostnað,
eru tök rikisvaldsins á þvi að
rétta sinn hlut á engan hátt
sambærileg viö þá möguleika
sem stjórn Suöur-Afriku haföi
meö meirihlutaeign sinni i ál-
bræðslunni ALUSAF.
Enda þótt stjórn ISALS — sem
aö nafninu til er isleriskt hluta-
félag og ber hið viröurlega heiti
Islenska álfélagiö h.f. — geti
notað ákvæði i svokölluðum að-
stoðarsamningi sinum viö ALU-
SUISSE til þess aö krefjast
bestu kjara af hráefnum til
framleiöslu sinnar, hefur aldrei
verið viö þvi aö búast að neitt
frumkvæöi kæmi frá henni.
Meirihluti stjórnar ISAL er
skipaður af Alusuisse og stjórn-
in sjálf hefur aldrei fengið nein-
ar upplýsingar, sem máli
skipta, né fariö meö völd sem
tekur aö nefna þvi nafni. 011
völd eru i höndum fram-
kvæmdastjórnar, sem i eru
Ragnar Halldórsson forstjóri,
skipaöur af ALUSUISSE, og
Svisslendingur, aö svo miklu
leyti sem fyrirtækinu er ekki
stjórnaö beint úr aöalstöövun-
um i Sviss.
ISAL og stjórn þess eru ekkert
annaö en pappirsgagn og nær-
vera tveggja rikisstjórnarfuli-
trúa á fundum hennar aðeins til
þess að láta hlutina lita betur út
á pappirunum. Möguleikar is-
lenskra stjórnvalda til þess að
rétta lilut sinn gagnvart ALU-
SUISSE eru alfariö fólgnir i
pólitiskri samstööu um kröfur d
hendur auðhringnum, og þeim
stjórnvaldsaðgerðum, sem
menn eru tilbúnir til þéss að
beita, láti Alusuisse ekki undan
réttmætum kröfum.
Islenskt eða erlent
Enda þótt leitast yröi við af
hálfu rikisins aö láta reyna á
samningsákvæði um erlendan
gerðardóm, eða meðferö fyrir
islenskum dómstólum, tæki þaö
mörg ár, og á meðan væri litiö
sem ekkert hægt að aöhafast. I
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
Suður-Afriku var hinsvegar
hægt aö gera samþykktir i
hlutafélaginu gegnum meiri-
hlutaeign rikisins um aö leita |
annaö en til Alusuisse með hrá-
efnissamninga, og reisa raf-
skautaverksmiðju.
Fleira má tina til sem rök-
stuðning fyrir meirihlutaeign.
En mikilsverö er sú yfirlýsing
Jóns Sigurðssonar, forstjóra ts-
lenska járnblendifélagsins, sem
rekur og á járnblendiverk-
smiöjuna á Grundartanga í fé-
lagi við Elkem i Noregi, að hann
hafi skipt um skoðun i sambandi
við gildi meirihlutaeignar. Aður
var hann henni andvigur, en
segir nú i viðtali við Timann:
„Það sem ég áttaði mig ekki á,
fyrr en ég fór að vinna við þetta
er að það mikilvægasta við fyr-
irtæki af þessu tagi er framlag
þe ss til iðnþróunar- og iðnaðar-
fjárfestingar, það er það fjár-
magnsflæði, sem það getur skil-
að á ári hverju út i atvinnulifið.
Þetta eru ákaflega stórar fjár-
hæðir, þegar fyrirtækið sjálft er
komið yfir byrjunarörðugleika,
og það skiptir meginmáli að
ákvarðanir um ráöstöfun þessa
fjármagnsflæðis séu teknar út
frá islenskum hagsmunum.”
Eignaraðild rikisins að Is-
lenska járnblendifélaginu er
55%. Af þvi leiðir eins og Jón
Sigurösson áréttar: „Hér verð-
ur þetta fjármagnsflæði ekki
notaö nema i þágu þessa fyrir-
tækis og annarra islenskra
hagsmuna.”
Hugsum okkur Ragnar Hall-
dórsson forstjóra ISAL segja
þessi sömu orð. Meö 100% eign
ALUSUISSE á Islenska álfélag-
inu, eins og i dag, væru þau arg-
asta öfugmæli, en með’ meiri-
hlutaeign islenska rikisins i IS-
AL væru þau þýðingarmikið
innlegg i umræðu um iönvæð-
ingu á tslandi. —ekh
RITSKOÐ
Á dögunum birtum við
kafla úr fréttabréfi Jóns
forseta Sigurðssonar til
blaðs eins í Osló — var þar
fjallað um vandræði yfir-
valda, sem vildu koma í
veg fyrir að kaþólsk villa
væri lesin yfir íslending
um. Hér birtum við annan
kafla úr fréttabréfi frá
Jóni — þar er f jallað um
mál Jóns Ölafssonar, sem
orti (slendingabrag og var
dæmdur fyrir. En þar er
m.a. talað um að íslensk
þjóð þekki ekki heims um
slóð ,,djöfullegra dáðlaust
þing en danskan íslend-
ing." Textinn var ortur til
söngs, lagið var byltingar-
söngurinn franski,
Marseilliasinn.
Málaferli um prentfrelsi i
Reykjavik virðast hafa vakið
mikla athygli um allt Island.
Ungur stúdent orti niövisu um
dani og lét prenta hana i blaði
sem hann ritstýrir, Baldri, og var
umsvifalaust stefnt fyrir rétt að
skipun Finsens stiftamtmanns,
og málið tekið til rannsóknar af
lögreglustjóranum i Reykjavik,
Arna Thorsteinson kanselliráöi. 1
ákæruskjalinu er vitnað til nokk-
urra greina i tilskipun frá 9. mai
1855 um blaðaútgáfu á tslandi, og
fjalla þær um uppreisn gegn kon-
ungi og um ógnun viö öryggi og
frelsi Rikisdagsins (!), ennfrem-
ur um móögandi málfar um kon-
unginn, drottninguna, ekkju-
drottninguna, rikisarfann eða
rikisstjórann, og á ekkert af
þessu við i þessu tilviki, hversu
sammála sem menn geta verið
um að fordæma þann hugblæ og
þann smekk sem fram kemur 1
áöurnefndum brag.
Lögreglustjóri kannaði i byrjun
Úr fórum
Jóns
Sigurðssonar
hvort leggja ætti hald á ljóðið, en
þegar höfundur upplýsti að blað-
inu hefði þegar verið dreift um
allt land, og aðeins nokkur eintök
væru eftir, var slikt talið óráð, og
höfundur var siðan dæmdur viö
Undirréttinn i Reykjavik hinn 20.
mai til að greiða 50 rikisdala (...)
sekt til Fátækrasjóös Reykjavik-
ur, ennfremur málskostnað.
Stefndi áfrýjaði máli sinu til Yfir-
réttar. Er þess dóms beðið með
eftirvæntingu, og bjóst hver við
sinu eftir þvi hvar hugur býr.
Erfiðleikarnir fólust fyrst og
fremst i þvi, að þær greinar i
prentlögum sem stiftamtmaður
höfðaði til áttu alls ekki við um
hið kærða afbrot, og þessu virtist
dómari Undirréttar hafa áttað sig
á, en hann dæmdi ákærða ein-
ungis til lágrar sektar 1 stað
þeirrar fangelsisvistar sem kveð-
ið er á um i lögunum fyrir þar-
upptalin afbrot. Blaðið Þjóðólfur
segir 11. júni frá þvi, að hinn
ákærði hafi skrifað bréf til
Justitiarius Yfirréttarins og til
fyrsta Assessors réttarins, og vis-
að þar til þeirra, hvort þeim þætti
ekki við hæfi að vikja úr réttinum,
þarsem þeir væru báðir konungs-
kjörnir þingmenn, en nokkrar
setningar, bæði i sjálfum bragn-
um og inngangi hans gætu mjög
auðveldlega skilist sneið til
þeirra. Þessi harla einstæðu af-
brigði hafði Yfirrétturinn tekið til
meðferðar og yfirvegunar, en
ekki enn kveðið uppúr þegar sið-
asta póstskip fór frá Reykjavik.
Úrslit eru væntanleg með næstu
póstsendingu.
Þarsem stiftamtmaður og
biskup stjórna Prentsmiðjunni i
Reykjavik hafði verið gefin út sú
skipun, að Baldur yrði ekki tekinn
til prentunar nema gegn fyrir-
framborgun prentkostnaðar og
pappirs? aðrar heimildir herma
að stiftsyfirvöldum skyldi kynnt
efni hvers eintaks áður en prent-
un hæfist. Semsagt: ritskoðun á
Islandi! — m þýddi
ISLANDI