Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐ A — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. júll 1981 mér erspurn Helga Kress svarar Helgu Olafsdóttur... „Hvers má sín ein kona gagnvart 19 karlmönnum”? Með lögum sem tóku gildi 1. janiíar 1908fengu konur, sem ekki voru annaðhvort sveitarlimir eða vinnukonur, kosningaréttog kjör- gengi til sveitastjórna. Siðar i sama mánuði var svo gengið til kosninga i fyrsta sinn eftir nýju lögunum.Buðu konur i Reykjavik þá fr'am sérstakan lista sem ein- göngu var skipaður konum, og brá svo við að hann fékk langflest atkvæði og alla fulltrúa kjörna. Ekki höfðu konurnar þó verið bjartsýnni en svo að þær voru aðeins með fjóra fulltrúa á lista sinum, en hefðu náð inn þeirri fimmtu ef íboði hefðiverið. Þetta er eina kvennaframboðið sem mér er kunnugt um á Islandi, og það lofaði vissulega góðu. Af 15 fulltrúum I bæjarstjórn Reykja- víkur árið 1908 voru strax komnar 4 konur. Siðan eru liðnir tveir mannsaldrar, konur hafa öðlast aukin réttindi og bylting hefur orðið i menntun kvenna, en ekki hefur hlutfall kynja i þessari stjórn breyst — nema það hefur oft verið verra en nú. Fjórar voru þær og fleiri skulu þær aldrei verða.— Eflitiðerá landiðiheild má sjá athyglisverðar tölur. I þeim sveitastjórnum sem nú starfa eru ails 1147 manns og þar af eru konur ekki nema 71 talsins. Sem sagt ein kona andspænis heilum 16 karlmönnum (og eiga þó súmar nóg með einn). A þvi al- þingi sem okkur er talin trú um að sé okkar allra sitja a”eins 3 konur. Og hvers má sin ein kona gagnvart 19 karlmönnum? Engin af þessum þremur konum er kjör- dæmakjörin, og gefur það glögga hugmynd um það hvernig raðað er á framboðslistana. Af þessum tölum má sjá, að konur eru svo til gjörsamlega valdalausar, þegar þau mál eru ráðin sem varða okkur öll. Reynsluheimur kvenna, viðhorf þeirra til hinna ýmsu mála, sem vegna þjóð- félagslegrar stöðu þeirra eru oft allt önnur en karlmannanna, fá þar hvergi að koma fram. Konur eru helmingur þjóðarinnar, eða meira að segja rúmlega það, og Krístjana Gunnarsdóttir. ... og spyr Kristjönu Gunnarsdóttur rithöfund Hvað er kvenna- menning? Mér finnst ég alls ekki hafa svarað spurningu nöfnu minnar nema að hálfu leyti. Skammturinn var of.stór. Mig langar þvi að biðja Kristjönu Gunnarsdóttur rit- höfund að draga mig að landi og svara þvi sem ég leyfði: Hvað er kvennamenning, og að hvaða leyti er hún frá- brugðin karlamenningu eða þvi sem við yfirleitt skiljum með orðinu menning? hvað er sanngjarnara en þær fái að ráða lifi hennar og sjálfra sin sem þvi svarar? Sé litið á lista stjórnmálaflokk- anna til sveita- og alþingiskosn- inga, kemur i ljós að þar er vissu- lega pláss fyrir konur (annað- væri ekki taktiskt), en aðeins að vissu marki. Og efstu sætin, þ.e. þau sem öruggust eru til áhrifa eru skipuð karlmönnum. Sé litið á aðrar stofnanir þjóðfélagsins má sjá að niðurröðun karla og kvenna i áhrifastöðurerundarlega lik þvi sem gerist á framboðslist- um. Þar er pláss fyrir konur, en valda- og áhrifastöður skipa svo til karlmenn einir. Þvi ofar sem dregur i valdastiganum þvi færri verða konurnar. Það virðist m.ö.o. ekki fjarri þvi að álykta sem svo að hver stofnun hafi ákveðinn kvennakvóta, svona 1% til 10%, eftir staðsetningu i valda- pýramidanum. Þennan kvenna- kvóta sér maður alls staðar, i skólabókum, bókmenntasögum, fréttum. Og hætt er við að rit- stjórum dagblaðanna (sem allir eru karlkyns) þyki ekki 'við hæfi að svokalláð „kvennaefni” fari mikið yfir tiu prósentin. Allir stjórnmálaflokkar og öll tæki og stofnanir islensks vald- stjórnarkerfis eru karlastofnanir, og þar er konum úthlutaður staður að geðþótta karlmann- anna, og þær eru þar á forsendum þeirra. Ef þær eru með eitthvert þras, vilja t.d. fá að verða for- setar bæjarstjórna eða jafnvel ráðherrar, þ.e.a.s. vilja fá að ráða einhverju, er málið um- svifalaust gert að karakterspurs- máli. Þær eru kallaðar ósam- vinnuþyðar, einstrengingslegar eða barnalegar og ekki sagðar vita betur. Sumar vilja bara láta bera á sér. Þetta er lögmál karl- veldisins og þvi verður ekki breytt nema við sjálfar gerum það. Það þýðir ekkert að ganga inn i flokkana og biðjaum breyt- ingar i' nafni réttlætisins, það er fullreynt. Karlmenn gefa ekki upp stöður sinar af fúsum og frjálsum vilja. Auðvitað ekki. Helga Kress lektor Þetta vissu konurnar 1908, og þetta eigum við að vita nú t.d. i þeim sveitastjórnarkosningum sém framundan eru. Þess vegna finnst mér að kvennaframboð eigi ekki aðeins rétt á sér, heldur vil ég beinlinis nota tækifærið til að hvetja til þess, ekki aðeins á Akureyri, heldur einnig i Reykja- vík og á öllum öðrum stöðum þar sem þvi verður við komið. Þetta þyrfti að verða landshreyfing, og enn er nægur timi til stefnu. ÞU spyrð hvort slikt kvenna- framboðættiað verða róttækt eða það sem þú kallar „þverpóli- tiskt”. Allar konur eru kúgaöar, hvar i flokki eða slétt sem þær standa, og i hvaða stjórnkerfi sem er. Þær eru ólaunaður vinnu- kraftur á heimilunum, og það eru þær sem vinna láglaunastörfin. Arið 1979 náðu aðeins 3% is- lenskra kvenna — eða 814 konur — meðaltekjum,en hins vegar 61% karlmanna. Innan við 1% af auði jarðar er i eigu kvenna. Konur eru minnimáttarhópur, og það er fleira sem sameinar jiær en sundrar þeim. A grundvelli flokkapólitikur getur þvi kvenna- framboð aldrei verið reist. Að nota orðið „þverpólitiskur” i þessu sambandi finnst mér vera að hugsa eftir brautum sem lagðar hafa verið af karlmönn- um. Orðið gerir ráð fyrir að stjórnmálaflokkarnir hljóti að vera undirstaðan, og málið sé bara að konur, sem þar eru getið komið sér saman um einhver sér- stök „kvenna”málefni. Kvenna- framboð er i sjálfu sér róttækt, og það hlýtur að grundvallast á vel skilgreindri og mótaðri kvenna- pólitik sem sprottin er Ur reynslu- heimi kvenna eða þvi sem kallað hefur verið kvennamenning. mest, best* verst Besti líkams- vöxturinn Ef til vill væri réttara aö segja að franska leikkonan Anna Held hafi haft óvanalegasta vaxtarlag sem sögur fara af, en vist er að góður þótti vöxturinn á meöan hún var og hét i Hollywood um aldamótin. Frúin baðaöi sig ein- göngu i mjólk og lenti í mála- ferlum við mjólkursamsöluna þar i borg, vegna þess að hún kvaöst hafa fengiö á hótel sitt 400 gallon af mjólk, sem var orðin súr. Að ööru leyti var hún sem sagt frægust fyrir stundaglasavöxt sinn. Dauöi hennar var og er enn óútskýröur, en ýmist var talið að hún hefði látist vegna skurðað- gerðar, sem átti að fjarlægja neðstu rifbeinin (til að grenna mittið) eða að lifstykkið hefði murkað úr henni lifið. Spönn um mittið. Anna Held reyröi sig til bana. Mesta sýndar- mennskan Mesta og versta sýndar- mennska sem um getur var þegar fréttamaöur nokkur i Florida, Chris Chubbuck, skaut sig i höfuöiö i beinni fréttaútsendingu i sjónvarpinu 1974. Sama ár hengdi plötusnúður sig i simasnúru i beinni útsendingu i Oregon fylki. Lagiö sem var á þegar hann yfirgaf þetta tilveru- stig var „Softly as I Leave you.” Óvanalegasta hanastélið Það er ef til vill ekki réttnefni að kalla kokteilinn, sem haldinn var i dýragarðinum I París 1817, hanastél. öllu heldur filafót, þvi hinir mörg hundruð gestir sem boðnir voru löptu úr glösum sinum inni i rlsabúri upp- stoppaðs fils. Annars var hana- stél Justinian keisara i Róma- veldi heldur höföinglegra, en þaö var haldið i Hagia Sophia, kirkjunni i Konstantinópel árið 537 f. kr. Grillaöir, frambornir og étnir voru i veislunni 1000 nautgripir, 1000 svin, 6000 lömb, 1000 kjúklingar og 500 dádýr. Versta frétta- myndin 10 ljósmyndarar, búnir neðan- sjávarmyndavélum, köfunar- tækjum, hraðbátum og aödráttarlinsum voru 15 mánuði að eltast viö Jaqueline Kennedy Onassis á dögunum, til að reyna aö ná af henni nektarmynd. Þaö tókst loks og árangurinn varð óskýr og hreyfð mynd af konu Sjónvarpsstellingin Afslappandi og hvílandi staöa eftir erfiöan dag. Annar eöa báöir aöilar dotta oft á meðan. Video gerir sama gagn og islenska sión varpsdagskráin og er sérstaklega mælt meö þessari stellingu viö aö gera þaö ekki fyrir þá sem vinna eftirvinnu. meö brjóst. ttalska timaritiö Playmen keypti sýningarrétt á þessari þýðingarmiklu ljósmynd af frúnni á 75.000$. Onassis eigin- maöur neitaði að fjármagna stefnu á ljósmyndarana fyrir að hafa tekið myndina I óleyfi konu sinni til mikillar gremju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.