Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 19
Helgin 18,—19. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Áttrœður:
Böðvar Guðjónsson
Attræöur er i dag Böövar Guö-
jónsson Tungumúla á Baröa-
strönd. Böövar fæddist á Auönum
á Hjaröanesi i Baröastrandar-
hreppi áriö 1901.
Hann byrjaöi ungur aö sækja
sjóinn. Einn fárra núlifandi Is-
lendinga var Böövar á vorvertiö
úr Bjarneyjum á Breiðafiröi.
Siöan á skútum bæöi frá Patreks-
firöi og Bildudal.
A togara fór hann 1924, og var á
þeim I rúmlega 20 ár.
Hann hóf búskap 1942, meö
konu sinni Björgu Þóröardóttur i
Tungumúla og hefur lengst af
búið þar siðan.
Nú i vor hefur Böövar veriö a
grásleppu, ásamt syni sinum
Unnari Þór og Jónasi Arnasyni
rithöfundi, og má gera ráð fyrir
að Jónas hafi þar fengið margan
fróðleik og góðar hugmyndir, þvi
maður með slikan lifsferil sem
Böðvar hefur frá mörgu að segja.
Við óskum þér til hamingju með
árin 80 Böðvar.
Vinir.
A grásleppunni I vor, Böövar Guöjónsson og Jónas Arnason á leiö I land
eftir góðan róöur.
Manstu hve veröldin við okkur brosti
hjá vaðlinum, kenndum við Haukaberg,
þar sem í hópum hressir fuglar
hreiðruðu sig í gríð og erg,
og bláar og tærar við bleikan sandinn
bylgjurnar stigu glettin spor.
Böðvar minn, ættum við ekki saman
aftur að róa næsta vor?
Manstu þær stundir á miðunum úti,
er mátuleg austangolan blés,
og öldurnar voru ,,ofnar gulli"
alla leið suður á Snæfellsnes,
og við sáum eyjar í tíbrá titra
og takast á loft eins og flugnamor.
Böðvar minn, ættum við ekki saman
aftur að róa næsta vor?
Manstu hvað við vorum kátir á kvöldin,
er keyrðum við upp til lands á ný
með brjóst okkar full af fiskarastolti
og fimm tunnur rúmar bátnum í,
og okkur til sóma sólin hellti
sínum geislum inn með Skor.
Böðvar minn, ættum við ekki saman
aftur að róa næsta vor?
Kópareykjum 16. júni 1981
Jónas Arnason
Sextugur í dag:
Jón Öskar
Milli 18. júlí 1921 á þeim Skipa-
skaga, sem nú er hversdagslega
nefndur Akranes, og 18. þessa
mánaðar á þvi herrans ári 1981
þar sem nú stöndum vér viö Ljós-
vallagötu i' Reykjavik, liggja rétt-
vegnirsex tugirára, hlaupadagar
meöreiknaöir svo aö engu skeik-
ar. Samt segja sumir menn, og
kannski þeir vitrustu og læröustu,
aö timinn sé ein af hinum stóru
blekkingum heimsviskunnar.
Hann sé i'rauninni ekki til, frekar
en sannleikurinn og réttlætiö,
sem viö eyöum ævi okkar til aö
leita aö.
En hvað sem þessu liöur teljum
viö okkur trú um aö Jón Óskar
skáld og rithöfundur Asmundsson
sésextugurf dag. Hans sé dýröin,
konu hans Kristfnar og dóttur,
sem heitir Una Margrét, blóma-
rós rétt af barnsaldri. Bestu
heillaóskir til þeirra albra frá mér
og mi'nu fólki, með þökk fyrir vin-
áttu á liðnum árum.
Eins og þeir vita, sem sóma-
samlega eru aö sér f Islenskri
bókmennta- og hugsunarsögu
siöustu ártuga, hefur Jón Oskar
ritað sex viöamiklar minninga-
bækur um sitt tímabil, auk þess
gefið út eitt bindi bókmenntarit-
gerða. Leyfiég mér aö kalla þess-
ar sjö bækur bestusamtimaheim-
ild um þau efni, sem enn er til.
örðugt mun veröa aö skáka þeim
úr heiðurssæti. Er ég þó ekki aö
segja, aö skoðanir Jóns á mönn- ■
um og málefnum hljóti að vera
örugglega réttar. Um þær má
deila.
Jón er einn af brautryðjendum
nýs skáldaskóla, þess sem kennd-
ur er við atómiö, umdeildur eins
og allir vita. Hann var og einn af
Birtingsmönnunum ungu, sem
með ritgeröum og ljóöaþyöing-
um, auk frumsaminna ljóöa,
höföu mikil og mótandi áhrif á
yngstu og næstyngstu skáldakyn-
slóðina í landinu. 1 þvi sambandi
nefni ég og bók hans Ljóöa-
þýðingar úr frönsku meö löngum
formála, sem Menningarsjóður
gaf út 1963. Sú bók hefur lengi
verið ófáanleg, enda notuð viö
kennslu i' æðri skólum.
Skáldsaga Jóns frá 1968 Leikir i
fjörunni er með vissum hætti
minningabók, eins og ævibæk-
umar og góö heimild um sinn
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsókn-
ar:
Fulltrúi á skrifstofu safnsins.
Bókavörður i fullt starf i aðalsafni, Þing-
holtsstræti 29 A.
Bókavörður i hálft starf i Sólheimasafni,
Sólheimum 27.
Launakjör skv. samningum við Starfs-
mannafélag Reykjavikurborgar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist borgarbókaverði
fyrir 9. ágúst 1981. Borgarbókavörður.
Jón óskar
tima. Smásögur hans Mitt andlit
og þitt var fyrsta bók höfundar-
ins, kom 1952, siðar meö viöauka.
Þar er sumt af þvi listfengasta, er
Jón hefur ritaö. Og nýjung voru
þessar sögur á sinum tima og
halda enn sinu fulla gildi.
En auðvitað er það fyrst og
fremst hinn ferski og persónulegi
tónn ljóðanna hjá Jóni, sem
tryggir honum viröingarsæti á
skáldabekk. Fyrst kom Skrifað i
vindinn 1953. Sá hljómur, sem þar
er sleginn, ómar áfram i siöari
ljóðabókum hans: Nóttin á
herðum okkar 1958, Söngur i
næsta húsi 1966, og Þú sem
hlustar 1978. Öprentað er handrit
nýrrar ljóðabókar.
Ekki hef ég minnst á ferðabók
Jóns né ótal þýddar bækur eftir
úrvals höfunda, enda aldrei ætlun
min að gera hér neina úttekt á
verkum hans. Hitt hlýt ég að
nefna að lokum, að það er min
bjargfasta skoðun, aö enginn einn
maöur af okkar kynslóö hafi með
yngstu skáldakynslóðum landsins
markað dýpri spor til aö beina
ljóöageröinni til samræmis viö
nútimalegt lif og lifsreynslu á
miklum umbrotatimum hafandi
þaö i huga aö gera miklar kröfur
um listræna túlkun. Jón er ekki
auglýsingamaöur, þessvegna er
minna talaö um hlut hans en vert
væri. En hann heldur ótrauöur þá
braut, sem hann valdi sér ungur.
Enn er hann i fullu starfi, glaöur
og reifur sem betur fer.
Jón úr Vör
Útboð
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar
óskar eftir tilboðum i smiði tveggja stál-
geyma 2500 rúmmetra og 100 rúmmetra.
útboðsgögn verða afhent á Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen Ármúla 4,
Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi og
Verkfræði- og teiknistofunni Heiðarbraut
40, Akranesi,gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveit-
unnar, Heiðarbraut 40, Akranesi,
þriðjudaginn 28. júli kl. 11.30.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVIK SlMI 84499
Sveitarstjóri óskast
Hreppsnefnd Búðahrepps Fáskrúðsfirði
óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa
frá 1. des. 1981 til 1. júli 1982.
IJDolýsingar um starfið veita Þorsteinn
Bjarnason oddviti i sima 97-5270 og Jón G.
Sigurðsson sveitarstjóri i simum 97-5220
og 97-5221.
Umsóknum sé skilaö á skrifstofu Búða-
hrepps, Skólavegi 53, Fáskrúðsfirði, fyrir
15. ágúst n.k.
Hreppsnefnd Búðahrepps
Fáskrúðsfirði
IS* FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Félagsmálastofnun — Þjónustuibúðir
aldraðra, Dalbraut 27, auglýsir:
Dagvistunardeild tekur til starfa 1. sept.
n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
Félagsmálastofnun og Þjónustuib. aldr-
aðra, Dalbraut 27.
Vistmönnum ber að greiða hluta af vist-
unarkostnaði.
Allar nánari upplýsingar um tilhögun
dagdeildar eru gefnar i sima: 85798.
Útboð
Sjómannadagsráð óskar eftir tilboðum i
miðstöðvarofna i byggingu hjúkrunar-
heimilis Hrafnistu Hafnarfirði.
Útboðsgagna má vitia á skrifstofu
Sjómannadagsráðs að Hrafnistu
Reykjavik, alla virka daga næstu viku,
kl. 14.00—16.00 nema laugardag.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 20.
ágústkl. 16.00.
STJÓRNIN
Innkaupas t j óri
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða i
starf innkaupastjóra. Áskilin er viðskipta-
fræði-, rafmagnsfræði- eða rafmagns-
tæknif ræðimenntun.
Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs-
manna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf, sendist fyrir 7. ágúst
nk. til Rafmagnsveitna rikisins.
Rafmagnsveitur rikisins,
Laugavegi 118
105 Reykjavik.