Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 5
Helgin 18.—19. jii» 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Hallmundur Kjistmundsson:
Vist,
bridge
og bingó
í bœinn
Ég hef fengið mjög snjalla hug-
mynd, og finn mig knúinn til að
koma henni á framfæri. HUn
beinist að þvi göfuga markmiði
að auðga lifið i miðbænum og
skapa hinum almenna borgara
fleiri valkosti til heilbrigðra at-
hafna á góðviðrisdögum. Þótt
ástundun skáklistar sé flestum
Islendingum unun þykir mörgum
skemmtilegra að gripa i spil. Þvi
legg ég til að komið verði upp i
miðbænum útispilaborði. Spila-
borð hafa það fram yfir taflborð
að vera gjarnan græn, og vegna
þess að gras er einnig grænt og
ekki er of mikiö af þvi i gamla
bænum, þá hugsa ég mér útispila-
borðið upphækkaða grasflöt, fer-
kantaða og hola að innan svo hægt
væri að geyma þar spilin þegar
ekki væri veriö að spila. Við
hverja hlið borðsins væri komið
fyrir fallegum og listrænum lik-
ingum handa, sem þannig væru
hannaðar að i þær mætti stinga
spilunum þegar verið væri að
spila. Spilin mættu vera úr þykk-
um álplötum, fagurlega máluð-
um.
Ég hef einnig hugsað um stað
fyrir þetta skemmtilega mann-
virki. Akjósanlegasti staðurinn
hefði verið fyrir framan Bern-
höftstorfuna, en þar sem sá stað-
ur er upptekinn væri tilvalið að
koma útispilaborðinu fyrir hinu
megin við Bakarabrekkuna, þ.e.
fyrir framan stjórnarráöið. Þar
standa að vísu nú tveir steingerð-
ir menn, en eflaust mætti flytja
a.m.k. annanþeirra eitthvað til. 1
leiðinni mætti huga að og jafnvel
skióta til iafnréttisráðs hvort ekki
væri rétt að fjarlægja annan
þeirra og setja konu i hans stað.
Mér er til efs að þessir steinmenn
hefðu fengiö þessar heiðursstööur
hefðu þeir veriö konur.
Þá er að huga að áhorfenda-
pöllum vegna spilaborðsins.
Plássins vegna væri áreiðanlega
hentugast að breyta þaki stjórn-
arráösins litillega, þannig að þar
væri hægt að sitja. Það þyrfti
áreiðanlega ekki að skaða útlit
byggingarinnar. Tröppur mætti
setja við horn hússins upp á þak
og braut aftanvert svo hægt væri
að trilla hjólastólum upp.
Þarna væri svo hægt að halda
bridgemót á góðviðrisdögum og
spila framsóknarvist eða jafnvel
lönguvitleysu þegar ekki rignir.
Nú,og komist lifið i miðbænum
eirúiverntima þráttfyrir allt i al-
gjört lágmark gæti sá sem fyrir
þvi f inndi þó alltaf stytt sér stund-
ir og lifgað upp á tilveruna með
þvi aö leggja útikapal. Að lokum
vil ég geta þess, að ég hef i undir-
búningi að fá hugmynd að Uti-
bingóaöstöðu. Er liklegt að Aust-
urvöllur gæti hentað undir þá að-
stöðu meö litilsháttar lagfæring-
Styrkveitingar
úr
Storrsjóðnum
Nýlega hefur verið úthlutað
styrkjum úr Menningar og fram-
farasjóði Ludvig Storr. Þetta er i
fyrsta sinn, sem úthlutað er
styrkjum úr sjóðnum, en hann
var stofnaður árið 1979.
Tilgangur hans er eins og
stendur i skipulagsskrá, ,,aö
stuðla að framförum á sviöi jarð-
efnafræði, byggingariðnaöar og
skipasmiða með þvi að styrkja
visindamenn á sviði jaröefna-
fræða, verkfræðinga, arkitekta,
tæknifræðinga og iðnaðarmenn til
framhaldsnáms, svo og aö veita
styrki til rannsókna á hagnýtum
úrlausnarefnum i þessum grein-
um”.
Að þessu sinni var úthlutað
tveim styrkjum úr sjóðnum.
Verkfræðistofnun Háskóla ts-
lands fékk styrk að upphæð kr.
60.000.-, til kaupa á skráningar-
búnaði fyrir vindtæknilegar mæl-
ingar og Gunnar Birgisson, verk-
fræðingur styrk að upphæð kr.
40.000.-, til rannsókna á islensk-
um hraunjarðvegi til undirstööu-
gerðar, en þær rannsóknir eru liö-
ur i doktorsnámi hans viö háskól-
ann i Missouri i Bandarikjunum.
Pípulagnir
Nýlagnir/ breyting-
an hitaveituteng-
ingar.
Simi 36929 (milli kl. (
112 og l ogeftir kl. 7á
kvöldin). _ ,
Siouxsie and the Banshees:
JUJU
Siouxsie and the Banshees með nýja
plötu, sem vakið hefur verulega athygli
i Bretlandi, og reyndar viðar,
á undanförnum vikum. Ju Ju er
4. Lp plata Siouxsie and the Banshees
og er hún góður vitnisburður um
markvissa þróun hljómsveitarinnar,
tónlistarlega.
Siouxsie and the Banshees er fyrir mörgum einhver
besta rokkhljómsveit, sem starfandi er úti í heimi um
þessar mundir og Ju Ju ætti ekki að valda neinum að-
dáanda, sem öðrum vonbrigðum.
Einnig fáanlegar meö
Siouxsie and the Banshees:
— Kaleidoscope (3. 1p)
— Join Hands (2. 1p)
— Spellbound (12" single)
— Spellbound (7" single)
— Israel (12" single)
— Israel (7" single)
— Playground Twist (7" single)
— Hong Kong Garden (7" single)
FÁLKINN:
SUÐURLANDSBRAUT 8, sími 84670
LAUGAVEG 24, sími 18670
AUSTURVERI, sími 33360