Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júlí 1981
Þessi mynd kom nýlega i leitirn-
ar: Anna fjögurra ára, litill leik-
félagi og systir önnu, Margot.
Litill verndargripur: Masltov
önnu Frank.
Dagbókin
veröur nú
loks gefin
út alveg
óstytt
Bréf sem Anna skrifaði sjö ára til Anna Frank: faðir
ömmu sinnar í Basel. hennar sleppti nokkr-
um einkamálum úr
3 fyrri útgáfum.
Bréf
fund-
ust frá
• •
Onnu
Frank
Kveða niður
illkvittinn áróður
um að Dagbók
Önnu Frank
sé falsrit
„Það hefur næstum
gleymst hve lifandi, hlýleg
og eilif í sínu gildi þessi
bóker. Ef til vill vita menn
að hún muni alltaf standa
fyrir sínu, en menn hafa
gleymt hvers vegna. Anna
Frank er hluti þeirrar
æsku sem alltaf hefur ver-
iðog mun alltaf vera. Æsk-
an er sterkari en dauðinn,
því að einmitt von, trú,
hugsjónir og ást Onnu
gerðu henni mögulegt að
láta lífið ekki glata merk-
ingu sinni — jafnvel þótt
fyrir því þyrfti að berjast
upp á líf og dauða í Bak-
húsinu í Amsterdam....
Svo segir sextán ára stúlka
dönsk i ritgerö um Dagbök önnu
Frank, gyöingastúlku, sem var i
felum i bakhýsí i Amsterdam
undan nasistum allt til ágúst 1944
aö SS-mönnum var visaö á felu-
staö fjölskyldunnar og nokkurra
gyöinga annarra. Anna og systir
hennar létust i fangabúöunum
Bergen-Belsen. Móöir þeirra dó i
Auschwitz, en faöir þeirra, Otto
komst lifs af. Hollendingarnir
sem höföu fært Gyöingunum
nauösynjar meöan þeir voru i fel-
um fengu Otto Frank i hendur þá
muni sem þeir sem handtóku
fjölskylduna skildu eftir. Þar á
meöal var Dagbók önnu, sem siö-
an hefur heimsfræg oröiö og veriö
þýdd á ótal tungumál.
Kúlupennasaga
1978 gerðust svo þau undarlegu
tiöindi, aö fyrrverandi nasistar og
stormsveitarmenn i Vestur--
Þýskalandi tóku aö staðhæfa aö
dagþókin væri falsrit, samin af
Otto Frank sjálfum eftir striö,
hluti af „andþýskum gyðingleg-
um hatursáróöri”. Þessi tiöindi
voru m.a. spunnin um þann veika
þráö, aö leiöréttingar höföu fund-
ist á handriti bókarinnar, sem
geröar voru meö kúlupenna — en
kúlupennar voru ekki fundnir upp
fyrr en 1951. Þetta voru aö sönnu
röksemdir sem heföu átt aö duga
skammt vegna þess, aö Dagbók
önnu var komin út á hollensku
þegar áriö 1947 og kom þvi kúlu-
pennastrikum ekki mikiö viö.
Þessar upplýsingar uröu þó til aö
ýta undir efasemdir hjá þeim
a.m.k. sem voru reiðubúnir tii aö
trúa þvi, aö dagbók önnu Frank
væri þá ekki „öll” ekta.
Sumu var sleppt
Sannleikurinn er hinsvegar sá,
aö Otto Frank lét ekki prenta all-
an texta dagbókarinnar. Hann
vai- maöur fhaldssamur og siöa-
vandur, og hann sleppti úr nokkr-
um athugasemdum önnu um
fyrstu hugmyndir hennar um
kynlif og um erfiða sambúö henn-
ar viö móöur hennar. Otto Frank
taldi þetta ekki eiga erindi viö
hvern sem væri. Hann er nýlega
látinn og „Striösskjalasafn
hollenska rikisins” ætlar nú aö
gera nákvæma textaútgáfu af bók
önnu og fleiri gögnum.
Lítil stúlka
skrifar tilömmu
Svo er mál meö vexti, aö nýlega
bárust vestur-þýska vikublaöinu
Stern tvö bréf sem Anna Frank
skrifaöi ömmum sinum á árunum
1936 og 1937 — og er nú með sam-
anburöi á rithönd hennar og
þeirri rithönd sem er á dagbók-
inniendanlega hægt aö kveöa niö-
ur illkvittinn oröróm um aö hin
fræga bók hennar sé falsrit.
Gögn þessi koma frá Hamborg
frá manni sem ekki hefur viljað
láta nafns sins getiö. Þetta er i
annaö sinn sem gögn um Frank-
fjölskylduna berast frá nafnleys-
ingjum i Hamborg til réttra aðila
(allt hefur hafnaö i safni i
Hollandi). 1 fyrra skiptið var um
aö ræöa ljósmyndaalbúm Frank-
fjölskyldunnar. Astæðan mun sú,
aö eftir loftárásirnar miklu á
Hamborg var mikiö af húsgögn-
um, sem tekin höföu veriö i hús-
um hollenskra gyöinga, flutt til
Hamborg og úthlutaö þar. Mynd-
irnar, bréfin og fleiri húsgögn
hafa veriö þar i skúffum — og þeir
sem húsgögnin fengu hafa sjálfir
ekki viljaö kannast viö aö hafa
notaö hluti sem tilheyröu myrtum
Gyöingum.
Sú sending sem nú fyrir
skömmu kom frá Hamborg er hin
merkasta. Fyrra bréfiö er á
þýsku, Anna Frank sjö ára skrif-
ar ömmu sinni þennan texta:
„Elsku amma, ég óska þér hjart-
anlegra óska á afmælisdaginn,
hvernig liöur Stefáni og Berd, ég
þakka Lenu frænku fyrir litla
skíöamanninn fallega, fékkstu
fallegar gjafir? Skrifaöu mér,
koss, Anna”.
Hálfu ári siöar skrifar Anna
annarri ömmu sinni á hollensku I
tilefni „ömmudags” sem hún
haföi fundið upp sjálf:
„Elsku amma, ég á ekkert ann-
aö handa þér en einn blómvönd,
annað ekki, þaö er kannski voöa
litiö, en meira skrifa ég ekki, þin
Anna”.
Þessum bréfum frá Hamborg
fylgdu þrjár ljósmyndir — ein
þeirra, sem hér birtist, sýnir
önnu Frank fjögurra ára gamla,
systur hennar Margot og leik-
félaga þeirra litinn. Ennfremur
Masltov-þrlhyrningur úr silfri,
sem Anna hefur átt. Þar er á letr-
aöur fæöingardagur önnu og fæö-
ingarstaöur: 12. júni 1929
Frankfurt am Main og oröin
masltov á herbresku — sem
þýöa: til hamingju eöa vegni þér
vel- — áb.tóksaman
Laus staða Staða lektors i félagsfræði (makro-félagsfræði) i félags- visindadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Launsamkvæmt launakerfistarfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 8. ágúst 1981. Menntamálaráðuneytið, 10. júli 1981.
[p Til sölu
eru tveir strætisvagnar af gerðinni
Mercedes Benz 0302, beinskiptir.
Vagnarnir eru til sýnis á athafnasvæði
Strætisvagna Reykjavikur á Kirkjusandi.
Nánari upplýsingar veitir Jan Jansen, yf-
irverkstjóri S.V.R. á staðnum.
INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR
Fnkirk|uvegi 3 — Simi 25800